Morgunblaðið - 02.08.1931, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.08.1931, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Frægur gestur. í dag kemur hingað dr. jur- A. A. Ajechin frægasti og mesti skákmaður heimsins, og hefir hann síðan 1927 verið heimsmeistari í skák. Dr. A. Aljechin varð, er hann var 16 ára gamall skákmeistari Rússa, og síðan hefir hann hlotið óteljandi fyrstu verð- launa og hvern skákheiðurinn af öðrum. Dr. A. er fæddur í Moskwa 19. okt. 1892, er hann rússneskr ar aðalsættar, en er, eins og fleiri landar hans, fjarri föður- landi sínu, og hefir nú fransk- an þegnrjett. Dr. A. hefir nú nýlega ferð- ast um Norðurlönd, og hefir þar teflt fleirtefli á ýmsum stöðum. Hann tefldi í Kaupmannahöfn 38 samtíðaskákir, vann 34, tap- aði 1 en 3 urðu jafntefli. I Stokkhólmi tefldi hann 40, vann 29, tapaði 7, jafntefti 4. I Orcho 35, vann 22, tapaði 9, jafntefli 4. — I Eskiltuna 35, vann 26 tapaði 4, jafntefli 5. í Gautaborg 36, vann 19, tap- aði 8, jafntefli 9. I Oslo 35, vann 24, tapaði 4, jafntefli 7. En dr. Aljechin er ekki ein- göngu frægasti og mesti tafl- maður heimsins, þegar maður teflir við mann yfir skákborð- ið, eða þegar hann teflir við marga í einu. Hann er líka snill ingur í blindskák, en þá sit- ur teflandinn og teflir án þess að sjá skákborð eða skákmenn. Um aldamótin þótti það með afburða að hafa það vel æft minni að geta teflt um 20 bKnd- skákir samtímis, en dr. A. hef- ir þar farið enn hærra. I París 1928 tefldi hann samtímis 28 skákir í einu. Var hann IIV2 tíma með skákirnar, og vann 22 af þeim, tapaði 3 en 3 urðu jafntefli; hefir enginn slegið þetta met fyr en nú í ár að belgiski skákmeistarinn Kalt- anowski tefldi í einu 30 blind- skákir. Til þess þarf ekki ein- göngu afburða skákhæfileika heldur og þrautæft og afbragðs gott minni. Dr. A. er fyrsti heimsmeist- ari í íþróttum er kemur hing- að, sá íþróttamaður er heims- frægð hefir og hvert stórblað heimsins sem er getur og um- ritar, og þykir gott ef það get- ur flutt línu frá honum. Hann- kemur hingað að nokkru vegna þess skákorðs er af oss hefir farið, en líka vegna þess hve vel boðgestir Alþingis á 1000 ára hátíðinni ljetu af komu sinni hingað, höfðu þeir dáð svo land og lýð í viðtali við hann, að hann langaði til að koma hingað. En það að hægt var, að taka á móti honum var fyrst og fremst að þakka bæj- arstjórn Reykjavíkur er studdi það með fjárframlagi og á mikl ar þakkir fyrir, og væntanlega bætir Alþingi þar við. Það skiftir máli fyrir oss, þegar jafn heimsfrægir menn og dr. A. koma hingað að mót- tökur okkar fari vel úr hendi, verði oss til sóma og heimsækj- anda til ánægju, og eg efa ekki að allir aðiljar stuðli til að svo verði — að öllu öðru en því, að I við viljum »inna sem flestar skákirnar! Veri doktorinn velkominn, og veri koma hans og honum til ánægju og oss til sóma og gagns. P. Z. Siðalærdómui Híturhaldsins. „Aðeins eitt teldi jeg varhugavert i þeim efnum, og gefa ástæðu til alvarlegra athugana, og það væri það, ef hann færi að hrósa flokkn- um eða unua honum sannmælis“. ,Das also war des Pudels Kerní' Þessa setningu hefði höfundur- inn átt að segja fyr, því að þá hefði enginn þurft að brjóta heil- ann um það, hvers vegna hann lenti 1 þeim flokki, sem hefir mi loks veitt honum trygga höfn eftir volk og Odyssevshrakninga stjórn- málanna. Hann hefir áreiðanlega „farið til síns eigin staðar“ (Post. 1.25), þegar hann lenti í Jónasardeild Afturhaldsflokksins! Með þessu tel jeg þá þessu karpi okkar á milli lokið, því að það er ekki til neins að eiga orðastað við þann mann, sem telur „aðeins eitt vaihugavert“ og það er að unna öðrum sannmælis! En þó að síra S. Högnason hafi þannig farið kringum sjálfan sig og sje ekki lengur til neins að ræða þetta má! við hann, þá er ekki rjett að þegja yfir því, að hann hefir með þessum orðum varp að skörpu ljósi á siðalærdóm aft- urhaldsins. Megin kjarni þessa siðalærdóms er, eftir orðum síra S. Högnasonar, að í viðskiftum við andstæðinga sje það eitt varhugavert, að tala vel um þá eða unna þeim sann- mælis. Ef einhver tæki upp á þeim skolla-, þá „gefi það ástæðu til al- varlegrar athugunar“. Sennilega lendir hann aldrei fyrir þessum rannsóknardómstóli Afturhaldsins. Yerður nú í ljósi þessarar speki miklu skiljaniegri öll aðferð Jón- asar Jónssonar og annara Aftur- haldsmanna. Ofsóknin á hendur andstæðingum, landsmálalygar og blekkingar, framdráttur vina og fylgismanna, hlutdrægni í öllum athöfnum — alt er þetta uppfyll- ing „boðorðanna“, sem síra S. Högnason hefir nú Ijóstað upp, að ,,hrósa“ ekki andstæðingum eða nnna þeim sannmælis. Þá er og skiljanlegt út frá þess- ari siðspeki, afturhaldið sjálft, sem nú er megin einkenni stjórn- arflokksins. Því að Afturhaldið einkennist jafnan af því, að það heldur dauðahaldi í einhver sjer- rjettindi og fríðindi sjer einu til handa, alveg eins og stjórnar- flokkurinn gerir nú, meðan hann heldur því fram, að fylgismenn hans eigi að hafa margfaldan kosn ingarrjett á við a.ndstæðinga. Það er hlýðni við boðorðið: Ekki unna andstæðingi neinnar sanngirni. Síra S. Högnason tyggur það upp eftir Tímanum (eins og reynd- ar flest í grein smni), að jeg sje látinn gera hin óþrifalegri verk flokks míns. TJgglaust hefir hann rní enga hugmynd um það, hvað hann á við með þessu. Það er eins og hvert annað páfagaukshjal hans Og- annara viðvaninga í ali- fuglarækt Afturhaldsins. En það get jeg sagt honum, að undir merkjum míns flokks eru ekki Siðalærdómur Afturhaldsins. í Tímanum síðasta skrifar síra S. Högnason þessi orð, sem jeg las þrem sinnum áður en jeg trúði: sjálfsagt t. d. það, að vera í fjósi eða bera á tún eða slægja fisk eða standa í sláturstörfum, vera meðal hinna „óþrifalegri verka“ í þjóð- fjelaginu, en hitt meðal þeirra fínni, að vera prestur eða „presta- kennari“ eða alþingismaður eða annað þess háttar. Það er satt, að maður óhreinkast misjafnlega mikið á störfum og l>að þótt um nauðsynjaverk sje að ræða. Þannig er það með venju- leg störf og þannig er það með pólitísk störf. Það er ekki þrifa- legt verk að róta um í sorphaug- um Jónasardeildarinnar eða moka flór stjórnarinnar. Það er ekki heldur altaf hægt að forðast slett- ur í eltingaleik við lygar og slef- sögur Afturhaldsmannanna. Kann- ske það sje þetta sem hann á við með hinum „óþrifalegri störfum“ Sjálfstæðisflokksins ? Og finnist honum jeg hafa verið sjerstaklega liðtækur í þessum „óþrifalegri störfum“ flokks míns, þá er jjað að vísu oflof, en ekki ferst mjer að reiðast. honum fyrir það. Jeg ann honum vel að hafa hin „fínni“ störf í Afturhaldsflokkn- um, að semja siðalærdóm flokks- ins og lífsspeki og annað það, sem jeg hirði ekki að nefna. Getum við J)á báðir unað okkar hag, jeg við hin óþrifalegri störf hrein- gerningamanna.nna í þjóðfjelaginu og hann við hin fínni störf þeirra, sem telja sjerstaklega varhugavert að unna andstæðingum sannmælis. Loks skorar hann á mig að fara að ræða við sig um það, þegar síra Ásmundi Guðmundssyni var veitt. doeentsembættið hjer um ár- ið. Óneitanlega er þetta dálítið kynlegur útúrdiir. En langi hann td þess að losna úr því umræðu- efni, sem hann hefir valið sjer hingað til, þa finst mjer honum mikil vorkunn. M. J. HaUgrímskirkja. Þega.r jeg skrifaði grein þá um HalJgrímskirkju í Saurbæ, sem birt var í Lesbók Morgunblaðsins í júnímánuði, Ijet jeg ekki neitt orð falla í þá átt að hvetja menn til áheita á kirkjuna. Hinsvegar drap jeg á það, að ætla mætti að prestlaunasjóðum þriggja kirkna er jeg nefndi, þar á meðal Hall- grímskirkju, kynni að áskotnast fje á þann hátt. En núna fyrir nokkrum dögum kom til mín nafn- kunnur merkismaður hjeðan úr bænum, maður sem allir Reykvík- ingar þekkja og virða, en sem ekki vill láta nafngreina sig. — Tjáði hann mjer, að þótt hann sje nú orðinn roskinn maður, hefði hann þó aldrei reynt áheit vegna áhugamála sinna þar til sjer hefði flogið í hug að gera það, er hann las grein mína. Honum hafði orðið að ósk sinni, og færði hann mjer 25 krónur, sem hann bað mig að koma til skila og sem jeg mun af- henda síra Eína.ri prófasti Thor- lacius. Menn hafa að sjálfsögðu mis- jafna trú á áheitum og skal jeg í hvoruga átt leitast við að snúa huga fólks í því efni. En alveg er það tvímælalaust að geysimikill fjöldi manna hyggur að }>au geti haft þau áhrif og þannig hefir það vei'ið á öllum öldum og hjá öllum jjjóðum. Sjálfur fyrirverð jeg mig ekki fyrir að játa það, að mjer virðist þessi trú mjög skynsainleg og líkleg til þess að hafa við full rök að styðjast. — Vitaskuld geri jeg þá ráð fyrir að áheitið sje gert fyrir góðan málstað og látið koma niður góðu málefni til stuðnings. En sje þetta rjett þá býst jeg við að margir verði mjer sa-mmála um það, að áheit á Hallgrímskirkju mundu ekki óvænlegri til heilla en hver önnur. Er það ekki Hallgrímur Pjetursson, sem nú í hartnær þrjár aldir hefir hjúkrað sálum þjóðar- innar eins og ástrík og umhyggju- söm móðir hjúkrar ósjálfbjarga barni sínu? Og jafn lengi liafa orð hans verið hin síðustu sem hljómuðu yfir hverri íslenskri gröf. En eins og jeg sýndi fram á í áminstri grein er hjer ekki lengur um að ræða fallega kirkju eina saman, heldur er síra Einar (maður af sama ættbálki og Hall- grímur) búinn að koma málinu á þann i-ekspöl að það er orðið miklu víðtækara. Það er framvegis við- leitni og ráðstöfun til þess að verki Hallgríms Pjeturssonar verði haldið áfra-m í Saurbæ, að svo miklu leyti sem í mannlegu valdi stendur að gera slíka ráðstöfun. Þannig er það orðið eitt af fram- tíðarmálum þjóðarinnar og margt þykir mjer ósennilegra. en að blessun fylgi j>ví máli. Er ekki líkt því sem verið sje að svai’a bæn Hallgríms í 35. Passíusálm- inum? í þá áttina finst mjer það vera. Þess hefi jeg orðið var, að sum- um hefir þótt það undarlegt og jafnvel miður viðfeldið að ja.fn lítiltrúaður maður eins og jeg skuli hafa látið þetta mál til mín taka. Þar á verður hver að hafa sína skoðun, en sje málefnið gott þá væri það fullkominn óvita- háttur að láta það gjalda vantrú- ar minnar, enda vænti jeg að svo verði ekki. Jeg vil að nýju hvetja menn til að gefa því ga.um og veita því stuðning, hver og einn á þann hátt, sem honum er best að skapi og eftir því sem ástæður hans leyfa. Um fram alt mega menn ekki gleyma því, að margt smátt gerir eitt stórt. Þá mun j)essu máli bráðlega. skila fram á leið og árangur verða sýnilegur. Sn. J. „Vjer bjeldum heim". í Þýskalandi má enn heyra full- yrðingar um leikslokin 1918 svo fjarstæðar, að vart er því trúandi, að slíkt geti að heyra hjá þeirri þjóðinni, sem harðast varð úti af völdum stríðsins. Það. er eins og fólk í Þýskala-ndi hafi hvorki vdja nje vit til að gera sjer það l.jóst, að Þjóðverjar hlutu að tapa, eftir að þeir liöfðu egnt allan heiminn á móti sjer. Ræðumenn þjóðernis- sinnaflokkanna halda því fram í flestum ræðum, sem haldnar eru á fundum þeirra, og sem þetta varða, að Þjóðverjar myndu hafa unnið stríðið, eða að minsta. kosti í'engið betri friðarskilmála, ef þeir hefði haldið út að berjast nokkr- um mánuðum lengur, Hitt er víst, að Þjóðverjar sömdu ekki frið fyr en í fulla hnefana, og vissu færri þá en nú, í hvert óefni var komið fyrir þeim. Það eru stiúðslokin og þeir tímar, sem við tóku fyrir hermönn- unum, sem Rema-rque lýsir í hinni nýju bók sinni. Stendur sú bók í engu að baki hinni fyrri bók hans, er að makleikum hlaut heimsfrægð. Taka við í bókinni lýsingar á hinni illu æfi hermanna J)eirra, sem barist höfðu á víg- stöðvunum, eftir að þeir komu heim. Þeir höfðu árum saman lifað á víglínunni, í fremstu skotgröf- um, við þröngan kost, kaldir, mat- arlausir og þreyttir, og mai’gir þeirra höfðu jafnvel gleymt því, hvað jiað var að sofa í rúmi eða eta sæmilegan mat. Taugar þeirra voru eyðilagðar af skotgnýnum og hinni látlausu áreynslu, og ])egar farginu var af ljett, urðu sumir þeirra geðveikir. Þegar heim kom tóku við byltingar, liungursneyð og atvinnuleysi og það, sem verst var — fólkið, sem lieima liafði setið, skildi ekki her- mennina og hugsunarhátt þeírra. Þeir urðu viðskila við vandamenn sína og vini og áttu fæstir aðra vini en þá, er þeir höfðu kynst í skotgröfunum, en sá vinahópur dreifðist jiegar heim kom, um alt landið. Þeir urðu að leita sjer atvinnu, eyðilagðir á sál og líkama, rót- lausir í ættlandi sínu og án tengsla við fólkið, sem þeir urðu að um- gangast. Sumir urðu að setjast aftur á skólabekkinn og hlusta á kenslu manna, „sem aldrei hefðu getað varpað handsprengju, og hefði blætt til ólífis, ef þeir hefðu fengið magaskot.“ Og loks urðu þeir að heyra gagnrýni fáfróðra um stríðið og hlíta dómi manna, sem ekki höfðu hugmynd um hvað stríðið var. í fjögur ár höfðu þeir barist gegn ótrúlegu ofurefli og þolað hinar ægilegustu þján- ingar og að þeim loknum tók við meiningarlaus tilvera. Remarque er sá rithöfundur, sem einna skyndilegast og á ótví- ræðastan hátt hlaut heimsfi'ægð fyrir aðeins eina bók. Hann hefir hlotið misjafna dóma í Þýska- landi, enda er hei’naðarandinn gamli þar enn ríkjandi og lítill jarðvegur fyrir friðarhugmyndir hans. Er og skemst að minnast þess, hverjar móttökur kvikmynd- in af bók hans „Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum“ hlaut í Þýskalandi. Á vörum þjóðernis- flokkanna þýsku, national-sosíal- ista og þýsk-nationala, er orðið friðarvinur meira niðrandi en t. d. þjófur eða morðingi. Það er því ekki að furða, að þeir leggi hatur á Remarque, sem snjallast og eft- irminnilegast hefir kveðið friðar- hugsjóninni hljóðs. En hann hefir hlotið aðdáun og virðingu mikils hluta mannkynsins fyrir hina ötulu baráttu sína í því skyni að sýna fram á, hvílík bölv- un styrjaldir eru, og hann hefir unnið mikið á í þá átt, að leið- rjett verði hin hroðalegu mistök sem heimsstyrjöldin bygðist á. B. G. Morgnnblaðið er 8 síður í dag og Lesbók.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.