Morgunblaðið - 02.08.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.08.1931, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ Ulllllíllllll!llll!llll!llllillllllllllllll!ll!lllllllllllllllllllil!!ll;| ; *i.I. AxvaS.lu. = EltnUOmr: Jðn EJsjtjmiiwoji. Vsiltýr S<.»t&iuM<>n = BltitjCrc o* ttfgrt.itíslfc' = Auaturatratí í. — EJm’. HiV’ = AusIS’alnga&tJörl: E. K».fli»rK. S AUKlýalniraakrlfetofa: Auaturatrtstl 1.7. — SJmí 70t = Halataatnar: p Jön KJartanaeon nr. 7«J. S Valtýr Steföneeon nr. ím, = B. HafberK nr. 770. Askriftaejald: Innanlanda ltr. 2.po 4 nrAnutM = Utanlanaa kr. JUO 4 nt.nut1. = f lauaanðlu 10 aura eintaklB. 20 aura *»en L,oabö0 p uiniiin!iiiiiiiiiiiiiiiiiii||||||,m„|||||,m„||||,|,||„„|||I,||~ Li'á Grænlandi. Khöfn, 1. ágiíst. ,,1 'olarbjörnen" kom í dag til JVIyggebugten. Skip þetta, .sem" Ho- menn hans eru á, hefir verið fast í ísnum um hríð. LeiðangUr Hoels ti! GrænJands er farinn í rannsóknaskyni. Fjármál Þýskalands. Berlín, 1. ágúst. l’alið er víst, að ríkisstjórnin Muni leyfa ótakmörkuð viðskifti ^illi bankanna innbyrðis, frá Juánudegi næstkomanda að telja. Telur ríkisstjórnin nú horfur á, ■06 hægt og hægt. muni færast í ■attina til jafnvægis í fjármála- og viðskiftalífinu. Þó verða enn í gildi um skeið ákvarðanir, sem -áður voru telcnar um takmörkun á Því, hve niikið menn geti tekið út •af iunstæðufje sínu. — Vossiche ^eitung telnr, að stjórnin undir- búi lög til þess að gera alla banka í landinu háða eftirliti ríkisstjórn- arinnar. Er þetta ekki bráðabirgða ráðstöfun. Ríkisstjórnin telur nauð syn bei'a til, að bankastarfsemin í landinu verði framvegis háð ströngu eft.irliti ríkisstjórnarinnar. Nýjar eldspýtnr. Ferdinand Ringer heitir maður sá, sem fundið hefir upp hinar svokölluðu „eilífðareld- spýtur“. Nafn sitt hafa þær fengið •af því að það er takmarkalaust bve oft- er liægt að kveikja á sömu eldspýtunni. Mörgmn sinnum hafa komið fregnir um það, að sænski eld- spýtnakóngurinn, Ivar Kreuger, hafi boðið Ringer stórfje fyrir einkaleyfi að þessum nýju eld- spýtum, og nú seinast er sagt að hann hafi boðið 10 miljónir króna fyrir það. Ringer hefir hafnað öll- um tilboðum hans, en segir að eld- spýtur sínar komi á markaðmn .innan skamms. Hjónaband. í gær voru gefin saman í Hafnarfirði, af síra Jóni’ Auðuns, ungfrú Guðmunda Guð- ttmndsdóttir frá Hnífsdal og Sam- öel Guðmundsson bankagjaldkeri ® ísafirði. „Súlan“ hrapar af flugi yfir Skagafiröi. Elugmönnura tekst ]>c að bjarga vjelinni, en eru fimm tíraa á hrakningi og mjög hætt komnir. Samtal við Stefán Björnsson, 3. stýrimann á „Þór“. Síðastliðinn fimtudag ílaug Súl- an frá Akureyri og ætlaði liún til ísafjarðar, til móts við Alftina. Ligm'ðUr Jónsson flugmaður stýrði vjelinni, en vjelamaður var Björn Olsen. Þriðji maður í vjelinni var Stefán Björnsson, 3. stýrimaður á ,,Þór“, því ferðinni var einnig lieitið til landhelgisgæslu. Þegar Súlan kom ekki ti! ísa- fjarðar á tdsettum tíma, og ekki heldur til Siglufjarðar eða Akur- eyrar aftur, óttuðust menn, að eittbvað hefði orðið að. Seint á fimtudagskvöld frjettist, að Súlau hefði orðið að nauðlenda á Skaga- iirði, en nánari fregnir bánist ekki af ferð liennar. Nú hefir tíðindamaður Morg- unblaðsins á Siglufirði átt samtal við Stefán Björnsson, 3. stýrimann á Þór, og sagðist honum frá á þessa leið: Þegar við komum vestur á Hirna flóa, var þar niðaþoka. Urðum því að snúa við, og flugum austur yfir Skagafjörð. Miðja vega rnilli Skagatár og Straumness urðum við varir við vjelai'bilun, með þeim hætti, að Súlan hrapar snögglega niður af flugi, og tókst með naum indum að lenda lienni á svifflugi. Lendingin tókst eftir atvikum vel, þótt sjór væri all-mikill og vind- liraði 4—5. Rak vjelina nú undan sjó og vindi í SSV, og tókst eklti að hamla af með drifakkerum; þau reyndust of þung, og varð að dragá þau inn aftur. Þannig rak okkur í samfleytt 5 klukkutíma í svartaþoku. Við sáum snöggvast til tveggja skipa, en þokan skall strax á aftur, svo við gátum ekki gert vart við okkur. Flugmaðurinn sat allan tímann við stýrið og túkst að halda vjel- inni upp í vindinn og verjast a- föllum. Nálægt Hólsboða vorum við nærri strajhdaðir. Reyndum að kalla við og við, ef ske kynni, að skip væru nálægt, en árangura- laust. Alt af var niðaþoka. Til þess að ljetta á vjelinni, var helt út rnest öllu bensíni og smum- ingsolíu. Okkur rak að landi innan við Selvík. Þa.r voru brattir hamrar í sjó fram og mikið brim. Lending þarna ómöguleg. — Við kölluðum jafnt og þjett, ef ske kynni, að íolk úr landi yrði vart við oltkur. Skamt frá Selvík er smávík og var reynt að stýra þangað inn, en það heppnaðist ekki, vegna þess að logn var á víkinni. Var nú ekki amiað sýnna, en að vjelina ræki upp í klettana, og hefði það áreið- anlega orðið bráður bani okkar alli’a. Bátur kemur og bjargair okkur. En til allrar hamingju heyrði fólk frá næstu bæjum köllin og brá við skjótt. Kom fyrat róðrar- bátur út til okkair og skömmu síð- ar trillubátur. Dró hann flug- vjelina inn á Selvík. Rómaði Stefán mjög dugnað og snarræði landmanna við björgun- ina og viðtökur þeirra. Um nóttina gistum við á Sel- nesi. Næsta dag tókst vjelamanni að gera við vjelina; fengum svo bensín og smurningsolíu og flug- um til Siglufjarðar; komum þang- að kl. 7% á föstudagskvöld. Stefán Björnsson fór þar úr flugvjelinni, en hinir flugu áfram til Akureyrar. Þar bíða þeir eft- ir þýska vjelfræðingnum, sem þangað kemnr til að athuga vjel- ina. St. Björnsson dáðist mjög að dugnaði og snarræði flugmanns og vjelamanns. Taldi það kreinasta kraftaverk hjá flugmanni, að hon- um skyldi takast að halda vjel- inni óskemdri á reki í 5 tíma, und- an sjó og vindi. Var útlitið oft svart, en svartast undir hömrarn- um hjá Selvík, þar sem fram und- an var brim og hamrabelti. Var þá ekki annað sýnna, en að þar færust þeir allir og vjelin þrotn- aði í spón. En það bjargaði þeim, að þeir kölluðu í sífellu, og menn úr landi brugðu svona skjótt við. *v* Dagbák. Veðrið (laugardag kl. 17) : A S\ -landi er SA-kaldi og hefir rignt þar dálítið í dag. í öðmm landshlutum er kyrt og þurt veð- ur en skýjað loft. Hiti er frá 10— 16 st. Suðvestur af íslandi er víðáttu- mikið lágþrýstisvæði á hreyfingu A-eftir. Er viðbúið að næstu daga verði S-læg átt hjer á landi á- samt hlýindum og nokkurri rign- ingn. Veðurúitlit í Rvík í clag: SA- kaldi. Skýjað loft og nokkur rign- ing. Síra Jónmundur Halldórsson prestur á Stað í Grunnavík, held- ur kristilegan fyrirlestur í þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði í kvöld AJlir velkomnir. Stækknn lögsagnarumdæmis Reykjavíkur. Mál þetta er komið til 3. umr. í Nd. Einar Arnórsson flytur þá brtt., við frv., að Reykja vík skuli skylt að kaupa vatns- veitu þá, er vatnsveitufjelag Skild inganesþorps hefir lagt þangað úr vatnsveitu Reykjavíkur. Húsnæðisfrumvarpi Jör. Br. var í gær samþ. til 2. umr. í neðri deild og vísað til allshn. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 í kvöld. Allir velkomnir. Síldveiðin á Hesteyri. Togarar Kveldúlfsfjelagsins hafa nú aflað sem hjer segir :Skallagrímur 7500 mál, Þórólfur 7700, Snorri goði 6000, Egill 6000 og Arinbjöm hersir 5500 mál. Alls hefir verk- smiðjan tekið á móti um 33 þús. málum síldar. Gestir í bænum. Meðal gesta í bænum eru Magnús Bjamaraon fyrrum prófastur og Friðbert Guð- mundsson hreppstjóri í Súganda- firði. Alþingishátíðarmyndin. Kvilt- mynd sú, sem frakkneska stjórnin Ijet taka af Alþingishátíðinni og gaf Islendingum, var sýnd í Nýja Bíó í gær. Kl. 5 var þingmönnum, blaðamönnum og ýmsum gestum sýnd myndin. Áður en sýningin hófst, söng Einar Kvistjánsson stú- dent þrjú lög. Er liann efnilegur söngmaður. Myndin er skýr, _en stutt. Hefst myndin á komu frakk neska herskipsins „Suffren“ ; flug- vjel herskipsins flýgur yfir bæinn og nágrennið og rnyndir teknar úr loftinu. Þá er landganga kon- ungs. Ágætar myndir af Þingvöll- um eru teknar úr loftinu. Mikið vantar inn í sjálfa hátíðarmynd- ina, en ágætar eru þær myndir, er teknar hafa verið, t. d. af guðs- þjónustnnni í Almannagjá og frá Lögbergi fyrsta daginn; einnig af sögulegu sýningunni, kappreiðun- um í Bolabás o. fl. — Engin mynd er af íþróttasýningunum. Frakk- neskur texti fylgir myndinni. Þriðja umræða fjárlaga í neðri deild hefst á þriðjudag. Dýrtíðaruppbótin. Fjárhags- nefnd efri deildar hefir haft til meðferðar þingsályktunartillögu stjórnarinnar, þar sem heimilað er að greiða embættismönnum sömu dýrtíðaruppbót nú í ár og greidd var síðastliðið ár (40%). Nefndm er ekki sammála um afgreiðslu til- lögunnar. Jón Þorl. vill sam- þykkja liana óbreytta, en Magnús Torfason og Ingvar Pálmason vilja binda lieimild þessa vig 30. sept. þ. á., þannig, að eftir þann tíma greiðist dýrtíðaruppbót samkvæmt útreikningi Hagstofunnar fyrir yf- irstandandi ár. Tillagan hefir ekki komið til nmræðn enn í deildinni. Alcala Zamora, sem varð bráða- birgðaforseti Spánar eftir að AJ- fons konungi var steypt af stóti, var nýlega gerður að heiðurs- doktor við einn háskólann í Spárú, og er myndin af þeirri athöfn. .......... sig“. — 2. gr.: „Söfnuðir þeir, sem Jagðir verða til ltinna nýju kii'kna, skulu hver um sig hafa umsjón og fjárhald sinnar kirkju, með sömu skyldum og rjettmdum sem aðrir söfnuðir ; þjóðkirkjunni, er tekið hafa að sjer umsjón og f járhald kirkna sinna. Gildir þetta eins fyrir því, þótt ríkið verði framvegis eigandi núverandi dóm- kirkju og hafi fori’æði hennar“. Jarðarför Steindóra Hinriksáon- ar frá Dalhúsum fer fram á morg- un og hefst frá Elliheimilinu. Álafosshlaupið verður háð í dag. Lagt verður af st-að hjer úr bæn- nm kl. 3. Þess er vænst, að bif* reiðarstjórar, er á vegi hlaupar- anna. verða, vildu stansa, meðan lilaupararnir fara fram hjá. Útvarpsstjóri Þýskalands, dr. Giesecke, kom hingað með Lyru síðast og dvelur hjer enn. — Út- varpsráðið bauð honum til Þing- valla á dögunum og hjelt honum veitslu þai\ Von Gronau er væntanlegur hingað bráðlega loftleiðina frá Þýskalandi. Hjeðan flýgur hann til Grænlands, en þar ætlar hann að dvelja«t nokkum tíma og rann- saka lendingarstaði og fleira, er að fluginu lýtur. Jolivet prófessor í nomænu við Parísarháskóla, er væntanlegur hingað í septembermánuði næst- komandi. Er hann á vegum Alli- ance Francaise og ætlar að flytja hjer fyrirlestia við Háskólann nokkrar vikur, um frakkneskar bókmentir. Lodewyckx, prófessor frá Mel- bourne í Ástralíu, hefir dvalið bjer síðan snemma í vor og ferð- ast víða nm landið. M. a. fór hann landveg lijeðan til Austfjarða, sunnanlands. Er hann nú á förum hjeðan. Frakkneskt skemtiskip, er Cuba heitir, er væntanlegt ltingað á morgun. Sóknaskipun í Reykjavík. Magn. Jónsson og Einar Amorsson flytja frv. um sóknaskipun í Rvík. f 1. gr. segir svo: „Kf komið verður upp nýjum kirkjum, einni eða fleiri, í Reykjavíkursókn handa þjóðkirkjusöfnuðinum, skiftir rík- isstjórnin, að fengnu samþykki safnaðarfundar og hjeraðsfundar og í samráði við biskup, sókninni og leggur ákveðna hluta hennar til hinna nýju kirkna, hverrar um 60 ára verður á morgun ekkjan Guðlang Þórólfsdóttir, Sogabletti 17. Matthías Einarsson læknir verð- ur fjarverandi úr bænum til mán- aðamóta. í fjarvem hans gegnir Sveinn Gunnarsson sjúkrasamlagS- og fátækra-lækningum hans, en Halldór Hansen öðruin lækningum hans. Björn Magnússon símastjóri á ísafirði kom hingað til bæjarins fyrir skömmu, til þess að leita sjer lækningar við innvortis mein- semd. Var bann skorinn upp hjer °g Rggur nú á Landakotsspítala. Er líðan hans eftir vonum. Útvarpið í dag. Kl. 10 messa í dómkirkjunni. (Síra Jónmundur Halldórsson, prestur á Stað í Gi’unnavík). Kl. 19,30 veðurfregn- ir. Kl. 20,15 Grammófónhljómleik- ar (kórsöngur). Kl. 20,30 erindi: Um lieiminn og lífið (dr. Helgi Péturss). K1 20,50 óákveðið. Kl. 21 veðurspá og frjettir. Kl. 21,25 dansmúsík. Útvarpið á morgun. Kl. 19,30 veðurfregnir. Kl. 20,15 Hljómleik- ar (Þór. G., K. Matth., Þórh. Árna- son, Egg. Gilf.). Alþýðulög. Kl. 20,30 erindi (Villij. Þ. Gíslason, magister). Kl. 20.45 Þingfrjettir. Kl. 21 veðurspá og frjettir. Kl. 21,25 Grammófónhljómleikar (ein- söngnr). Útvarpið á þriðjudag. Kl. 19,30 veðurfregnir. Kl. 20.15 hljomleikar (Þór. G., fiðla; E. Thor., slag- harpa). Kl. 20,30 erindi (Vilhj. Þ. Gíslason, mag.). Kl. 20,45 þing- frjettir. Kl. 21 veðurspá og frjett- ír. KJ. 21,25 grammófónhljómleik- ar (píanósóló).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.