Morgunblaðið - 12.09.1931, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.09.1931, Blaðsíða 5
Laugardaginn 12. sept. 1931. JPloftgttttM&ftft Utaniör Níels Dnngals. Stútaði hann ekki fæm en 1100 uisum við tilraunirnar. Þær lutu aö sjálfsögðu mest megnis að því Einsdæmi mun það vera, að ís- ienskur vísindamaður komist er- lendis í. það álit, að svo merk stofnun eins og Rockefellerstofn- unin er, bjóði honum persónulega. að ferðast um álfuna á sinn kostn- að, til þess að kynnast betur er- lendum vísindastofnunum og þeim frægu vísindamönnum, sem þar vinna. Níels Dungal hefir lilotið þennan heiður og þar á ofan þekk- ir hvert manusbarn hann hjer, þó ekki væri fyrir a.nnað en nýja bóluefnið við bráðasótt á fje. —• Þykir mjer ekki ólíklegt, að marga fýsi að sjá eitthvað sagt frá utan- för hans, sem staðið hefir yfir í rúmlega hálft ár. Dungal fór fyrst hjeðan til Par- ísar, til viðtals um hversu hent- ugast væri að liaga ferðalaginu o. fl. og var þa'r gerð áætlun um það alt, þó hann hefði frjálsar hendur til þess að breyta henni eftir vild. Frá París fór hann síðan til Lundúna og vann þar í þrjár vik- ur í hinum nýja „School af tropi eal Medicine“ (Skóla.num fyrir hitabeltis- sjúkdóma), einkum að frekari rannsóknum á lungnabólgu sýklum þeim, sem hann fann í fje í Borgarfirði. llafðj hann áður sent ])á Listersstofnuninni í Lon- don, og töldu ensku vísindamenn- irnir, að sýklar þessir væru sjer- stök tegund, áður óþekt. Hjer er því um merkilega uppgötvun að ræða. og næsta þýðingarmikla, ef bóluefni það, sem Dungal bjó td, rcynist framvegis jafngott og menn gera sjer von um. Frá London fór N. D. t-il Cam- bridge og skoðaði þar mikla stofn- un fyrir sjúkdómarannsóknir, sjer- staklega miðaða við kenslu í þeirri vísindagrein. Hann nota.ði þá jafn framt tækifærið til þess að kynn ast „Institute for low temperature research“, en það fæst við alls kon ar rannsóknir á geymslu matvæla • kulda og frosti. Stofnun þessi er ekki gömnl en ágætlega og rík- mannlega úr ga.rði gerð, eins og sjá má á því, að þar vinna 20 fastráðnir vísindamenn auk allra aðstoðarmanna. 'Mun mörgum þykja það furða, að geymsla mat- væla í kulda sje svo margbrotin og vandasöm, ■ að alls þessa þurfi við. Á stofnun þessarj var verkum hagað þannig, að alt skyldi rann sakað frá rótum, og verður því eflaust langt að bíða eftir ýmsum niðurstöðum, sem marga fýsir að vita um sem fyrst. Þó höfðumerki- legir hlutir fundist, viðvíkjandi geymslu ávaxta. Allir eru þeir lif- andi og anda frá sjer kolsýru Getur svo farið, er mikið hrúgast saman, að þeir kafni í kolsýrunni og skemmist siðan. Er þetta merkis uppgötvun fyrir ávaxtalöndin. Á stofnun þessari voru lifandi vefir ('hold) ræktaðir í glösuin og gerðar tilraunir með áhrif kulda á þá. í Cambridge skoðaði N. D. einnig stofnun fyrir rann- sóknir á skordýrum, en mörg þeirra valda miklu tjóni á jurta- gróðri, eins og vjer vitum t. d. um grasmaðkinn. Frá Cambridge fór N. D. til Amsterdam í Hollandi og skoðaði þar heilsufræðisstofnunina. Þar höfðu menn gert nýjar uppgötv- anir viðvíkjandi flóasott (mala- ria), og liöfðu með höndum rann- sóknir á kvefi. Ekki höfðu þær borið mikinn árangur annan en >ann, að lítt þótti þeim sú bólu- setning korna að haldi, sem reynd hefir verið við kvefi og sumir talið gagnlega. Frá Amsterdam var síðan haldið til Utrecbt. Er þar mikil stofnun fyrir rannsókn á húsdýrasjúkdóm- um og merkilegt safn af alls konar meinsemdum dýra. — Þar höfðu menn rannsakað hættulega hænsnapest, sem gert hefir mikinn nsla. Hafði það áunnist, að unt var að þekkja veikina á fáum blóðdropum iir dýrinu, svo tína mátti úr, fyrirhafnarlítið, smituðu dýrin og farga þeim. Þar næst var haldið til Hann' over og skoðuð þar stofnun fyrir dýrasjúkdóma, síðan til Hamborg'- ar. Þar kynti N. D. sjer ræktun ’oftfælinna sýkla eftir sjerstakri, nýrri aðferð. Næsti áfanginn var Berlín. Dvaldist hann um tíma við hina frægu Robert Ivochsstofnun, sá þar meðal annars sýkil, sem veldur páfagaukssótt þeirri, sem blöð hafa getið um fyrir nokkru, kynt ist nýjum ræktunaraðferðum á barnaveikissýklum o. fl. Frá Berlín fór hann td Jena og Leipzig og síðan til Prag. Er ar geysimikil heilbrigðisstofnun, mikið búih til af blóðvatni o. þvíl. Á stofnunin mikinn búgarð utan bæjar fyrir alla þá hesta, sem not- aðir eru við tilbúninginn á blóð vatni. Þá var haldið til Budapest. — Vann hann þar í vikutíma á stofn ui háskólans fyrir sjúkdómarann sókn og sýkla. Var þar mikið unn ð, meðal annars að því, að gera börn ónæm fyrir barnaveiki. Þá skoðaði hann þar líka stofnun fy ir dýrasjúkdóma. Frá Budapest fór hann til Wien ti). þess að skoða þar stofnunina fyrir dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þar þykjast menn liafa fundið berklasýkla í blóði manna við ýmsa sjúkdóma, sem liafa ver- ið taldir óskyldir berklaveiki, t. d ibráðri liðagigt. Hefir þetta vakið mikla athygli, - en þykir þó ekki fullsannað. Hann skoðaði þar einn- ig stofnun háskólans fyrir sjúk dóma fræði. Þá fót' hann að lokum til Miinchen og skoðaði hinar miklu stofnanir þar fyrir sjúkdóma-fræð og húsdýrasjúkdóma. Yar þá ferð- inni lokið að sinni og haldið aftur til Parísarbqrgar. Dungal liafði liugsað sjer upp runalega að dveljast lengri tíma i París, sjerstaklega til frekai'i rann sókna á bráðapest. Rockefeller- stofnunin get'ði það ekki enda slept við hann, bauð honum að dveljast þar á sinn kostnað og titvegaði honum pláss á hinni heimsfrægu Pastörsstofnun. Yann hann ]iar í 3mánuð að rann sóknum sfnúm, hafði alt sem þu-rfti að halda og gat auk þess ráðfært sig við frægustu sjer fræðinga í þessum efnum. Kom það meðal annars í ljós, að bráða sóttarsýkillinn, sem sumir hafa tal iÖ sjerstaka tegund, er gamal þektur sýkill, sem nefnist „vibrion septique.“ Mýs eru næmar fyrir honum og gat því Dungal notað að finna örugt bóluefni, og gerir I). sjer góða von um, að nú sje það mál svo vandlega hugað, sem unt sje, að svo stöddu. Ann- jrs reyndust fyrri rannsóknir hans jettar og bóluefnt það, sem hann bjó hjer til, að öllu verulegu álit- egasta bóluefnið, sem enn hefir fi.ndist. H.jer hefir þó verið drepið á rað helsta í utanför Dungals og ma þó fleira telja. Þannig lauk hann við fjórar ritgerðir um rann- sóknir sínar, sem birtast í erlend- um vísindaritum. Þá tók hann út áhöld þau, sem Þjóðverjar gáfu oss til rannsóknastofu og valdi þau sjálfur. Eru þar margir á- gætir gripir. Þá gerði hann sjer og ferð til próf. Widmarks í Lundi í Svíþjóð til þess að læra aðferð hans til þess að rannsaka, hvort menn sjeu fullir eða ófullir. Til >e.ss þarf W. ekki annað en 2—3 blóðdropa, en góð áhöld þarf til þess og reikninga milda. Náminu lault þannig, að próf. W. drakk vænau slurk af kognaki, bauð síð an Dungal í morgunverð, og ljet hann að því loknu rannsaka blóð sitt. Skyldi Dungal finna hve mikið W. hefði drukkið. Reikn aðist Dungal, að hann hefði drukk- ið 100 gröm af kognaki og stóð það nákvæmlega heima. Nú er Dungal kominn heim og má nú mikið bregða við eftir dýrðina og allsnægtirnar ytra jafnvel þó liann hafi komið með aeila hjörð af tilraunamúsum. Það verður líklega dráttur á, að þessi fyrirhugaða rannsóknastofa í þarf ir atvinnuveganna verði reist, en 1111 væri það, ef öll sú vandfengna þekking, sem Dungal liefir aflað sjer kænii ekki að hálfum notum fyrir skort á húsnæði og öðru, sem hafa þarf, til þess að geta unnið að nýjum rannsóknum En hvernig sem fram úr þessu rætist, þá hefir Dungal farið frægð arför bæði fyrir sjáfan sig o landið. Rannsóknir hans mundu taldar g'óðai’ og gildar í livaða landi sem væri, og álitlegri full- trúa en Dungal er erfitt að fá hvort sem hann vinnur við smá sjána eð‘a dansar í veislusal. Hann talar öll málin og kann að snúa sinni snældu í livað sem fer. — Annars hafði hann lítinn tíma til skemtana í förinni. „Jeg hefi aldrei unnig af jafnmiklu kappi bæði sýknt. og heilagt, eins o meðan jeg starfaði á Pastörsstofn uninni“, segir N. D. og er hann þó iðjumaður. G H. Þjóðabandalagið. Genf 11. sept. United Press. FB Frjest hefir, að fulltrúar Dan merkur í Þjóðabandalaginu ætli að bera fram tillögu þess efnis að allar ríkisstjórnir fallist á að öllum vígbúnaði verði liætt meðan afvopnunarráðstefnan stend ur yfir. Búist er við, að meir hluti þeirra þjóða, sem í Þjóða bandalaginu eru, muni fallast tillögu Dana. Búnaðarritið, 45. árg., er nýkom ið út. Rit þetta er um 400 bls. o; flytur fjölda ritgerða um búnaðar mýs til tilrauna sinna í stað kinda. mál, auk ýmislegs fróðleiks. MUNIÐ AÐ MERKIÐ LIBBY ER TRYGGING FYRIR GÆÐUM. Haiið þjer re;nt „VEBIGBROnE" FIUBIINA 7 ,,Verichrome“-filman er meistarafilman, fljótvirkari filman. Með henni verða skyndimyndir ljósari, skýrari . . . smáatriðin gleggri . . . litbrigðanna gætir betur . . . heldur en þekst hefir nokkru sinni fyr í einfaldri ljósmyndagerð. „Verichrome“ fæst þar sem þér kaupið Kodak-vörurnar yðar. Fáið yður nokkur stykki í dag og reynið þetta sjálfur. Hún kostar aðeins lít- ð eitt meira en venjuleg Kodak-i filma, sem vitanlega fæst ennþá. ,,Verichrome“ er tvísmurð og mjög litnæm. Hún kemur í veg fyrir ergelsi yfir ljósblettum og með -—- i/ henni verður myndin skýrari í ljósi og skuggum. Pessi filma ber ai öilu bví, er ððtr þekkt st. Kodak Limited, Kingsway, London, W. C. 2. í heildsölu hjá HANS PETERSEN, 4 Bankastræti, Reykjavík. © vsvng. Samkv. 22. gr. fjárlaga fyrir 1932, XV, 1. lið, hefir at- vinnunefnd verið skipuð, og samkv. 2. lið nefndrar greinar ber þeim sveitar- og bæjarstjórnum, sem óska framlags til atvinnubóta, að senda umsókn um það til formanns at- vinnunefndar. Umsókninni fylgi skilríki fyrir því, að sjer- stakra ráðstafana sje þörf vegna atvinnuleysis. Enn frem- ur nauðsynlegar upplýsingar um þau verk, sem fram- kvæma á. Umsóknir um styrk og tillögur um þau verk, sem vinna á, sjeu komnar til nefndarinnar fyrir 15. okt. n.k. í síð- asta lagi. Ekkert viðbit iafnast á við Hjartaás m smjjörlíkið' bjer bekkið bað ð smjörbragðlnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.