Morgunblaðið - 17.09.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.09.1931, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ •u flniiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiniiiiiiiiiiiiiiii a —- orgsiablaHi Ótgs!.: SLí. Árvakur, BirkltTlk = SUtatJfir&r: Jön Kjnrtanaaon. Valtýr St.íAnaaon. 1 SUtatJCrn og afgralBala: = Auaturatraetl t. — Blaai 100. — AuKlýalngaatJfirl: K Safbara;. = AnKlí*lngaakrifetof»: = Auaturatretl 17. — Blml 700. = Halaiaalaaar: = Jön Kjartanaaon nr. 741. = s Valt?r StefBnaaon nr. 1110. = ;= H. Hafberg nr. 770. = iaferlftagjald: ~ •5 Innanlanda fer. 2.00 í aiAnuSl. = Utanlanda kr. I.K0 & aaBnuBl. í lauaaafiln 10 aura alntafelB. = 10 aura aaeB Leabðfe. 1 1 BUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIinillllllllllllllllllB Breska sióliðið er ótryggt. Allir aðrir en yfirforingjar og foringjaefni, mótmæla kaup- lækkuninni. London, 16. sejít. Unitecl Press. FB. vEsingin á meðal flotahennann- ;anna iiófst, að því er frjest liefir, í Invergordon (í Skotlandi) á laugarclag, þar sein 500—600 flota- hermenn voru saman komnir á 'veitingastofu flotans. Rasddu þeir um liina fyrirhuguðu launalækk- un og lauk þeim umræðum með 'því, að hermennirnir brutu rúður í gluggum veitingastofunnar og 'Sungu „Rauðafánann“ við raust. Sagt er, að á mánudag hafi all- margir flotahermenn neitað að inna af hencli dagleg skyldustörf, uns umkvartanir þeirra væru tekn- ;ar til greina.Oánægju vegna hinnar fyrirliuguðu launalækkunar hefir •orðið vart á öðrum flotastöðvum. Eins og áður hefir verig símað hefir flotamálaráðuneytið frestað mfingum Atlantshafsfiotans, á meðan rannsókn fer fram. London, 16. sept. Frá Invergordon er símað að foringjaefni á herskipunum hafi komið í land á róðrarbátum í morgun, til þess að sækja póst skipshafnanna, en það gera liá- setar vanalega. Sagt er, að liá- setar á beitiskipinu „York“ hafi ákveðið að taka þátt í mótmælun- um gegn launalækkunum og taka þá liásetar af öllum Atlantshafs- flotanum þátt í mótmælunum. — Flotinn liggur fyrir akkerum úti fyrir og eru öll landleyfi bönnuð. Síðar: Colvin aðmíráll, yfirmað- ur Atlantshafsflotans er kominn til Lonclon til þess að gefa flota- málaráðuneytinu skýrslu. Þeir sem taka þátt í mótmælunum eru há- setar og skyttur og aðrir skips- menn, að undanteknum yfirfor- ingjum og foringjaefnum. v Lonclon 16. sept. iSir Austen Chamberlain, flota- málaráðlierra, hefir tilkynt í neðri málstófunni, að þjóðstjórnin hafi falið flotamálaráðuneytinu að gera tillögur um hvernig tiltækilegast verði að draga úr þeim erfiðleilc- um, sem launalækkunin bakar flotahermönnunum. Tillögur þess- ar á flotamálaráðuneytið að bera fram að lokinni rannsókn þeirri, sem hafin er. Öll skip í Atlants- hafsdeild herskipaflotans, sem að heiman eru, hafa fengið skjpun um að halda til bækistöðva sinna í Bretlandi, tafarlaust. fslenskur tosari á leið til Bjarnareyjar. 16. sept. FB. Erum á leið til Bjarnareyjar. Vellíðan. Kærar kveðjur til vina og vandamanna. Skipshiifnin á Venus. Frá Noregi. NRP 16. sept. FB. Vinna byrjuð. , Vinna er nú hafin að nýju um geryalt landið. nema á stöku vinnu stað, vegna. þess að smávægileg aukaatriði í sambandi við deil- urnar, eru óleyst enn þá. Hins- vegar er fullvíst talið, að úrlausn á þeim muni fást mjög bráðlega. iin sumarleyfi Iiefir náðst sam- komulag, því fjelag atvinnuveit- enda hefir fallist. á að veita upp- bót fyrir sumarleyfi fyrir 1. nóv. Dýr bók. A bókauppboði, þar sem seldar c'oru bækur Hannaas sál. próf., var eintak af tímariti Ibsens og l’injes, „Andhrimner“, selt fyrir 1115 krónur. Ekkert vantaði í ritið. Mun þetta vera hæsta boð, sem fengist hefir í ritverk á bóka- uppboði í Noregi. Deila út af reitum Amundsens. Þ. 25. september kemur fyrir rjett í Osló, mál út af eignarrjett- inum á eigninni „Svartskog“, sem Roald Amundsen átti. Gade sendi- ’herra og Pedro Christophersen gáfu Amundsen eignina á sinni tíð. Christophersen er látinn, en Gade gerir lcröfu til eignarinnar. Landssími Norðmanna. A síðasta fjárhagsári voru tekj- ur landssímans alís 32 miljónir króna, eða einni miljón króna minni en ráð ha.fði verið fyrir gert. Meðferðín ð Islenskum faiþequm ð dönsku skipi. Danskur ferðamaður segir álit sitt. Mbl. hefir fengið senda eftirfar- andi grein til birtingar, sem er að ýmsu leyti athyglisverðari vegna þess, að hjer er danskur maður, sem lýsir því hvernig hann lítur á framkomu landa sinna við strand- ferðasiglingar hjev við land. — í brjefi því, sem hann sendi blaðinu, þar sem hann biður um upptöku fyrir grein sína, segist liann hafa verið lijer við og við á íslandi síð- ustu 25 árin. Herra ritstjóri. Fyrir nokkru las jeg grein í heiðruðu blaðí yðar, þar sem á það er bent, að íslendingar eigi að kosta kapps um að ferðast með is- lenskum skipum. Jeg sje af grein þessari, að íslendingar eru því mið ur ekki eins árvakrir og æskilegt væri, og eftirbátar virðast þeir vera Norðmanna og Dana, því að ekki þarf að benda þessum þjóð- um á, með hvaða skipum þeir eigi helst, að sigla; þeir þekkja sín skip alveg vísbendingalaust. En það þykir mjer undarlegt, ef íslendingar láta .til lengdar bjóða sjer aðra eins framkomu og aðbúð a hinum erlendu skipum, eins og jeg hefi verið sjónarvottur að, án þess að uppljúkist augu þeirra fyr- ir því, að hollara væri þeim og sæmra, að snúa sjer að sínum eigin ágætu skipum, þar sem þeirra bíð- ur a. m. lt. kurteist viðmót yfir- manna. Jeg var sem sje meðal farþega á Islandi snemma í júlí, er það fór frá Reykjavik til Akureyrar, og var þá, eins og vant er, á þess- um tíma árs yfirfult af farþegum, sem fóru að leita sjer atvinnu til Norðui’landsins. Ekki var nándarnærri pláss í káetu fyrir allan farþegahópinn og virtust því góð ráð dýr. En „Sameinaða“ fann ódýrt ráð. Opn- að var eitt lestarrúmið og lagður stigi niður á millidekkið. Þarna í lestinni áttu farþegarnir að liola sjer niður, hver sem betur gat, Alt var millidekkið griitskítugt, og má því nærri geta hvernig fatnaður farþegánna var. Engar ábreiður fengu farþegarnir, eða madressur, til þess að gera vistina í lestinni viðunanlegri. — Átti jeg tal um þetta, við einn af yfirmönnum skipsins, að vel færi á því, að far- þegunum yrði útvegað slíkt, en fjekk ekki annað fyrir málaleitun anína, en háðsyrði og snuprur. Var mjer sagt að Tslendingar væru ekki öðru vanir, og hreinn óþarfi að venja þá við slík þægindi. — Spnrðu skipsmenn mig að því, hvort jeg væri íslendingur — og úr því jeg væri það ekki, ætti jeg sannarlega ekki að slettu mjer fram í þetta mál. Jeg hafði rúm á öðru farrými. Við vorum þar sex saman í her- bergi. Skömmu eftir háttatíma vaknaði jeg við, að jeg fjekk högg í bakið, svo mikið, að jeg kendi til sársauka þar allan næsta dag. Samferðamenn mínir voru og vaktir hranalega. Var þar kominn skipsmaðnr til þess að heimta far- miða okkar. Enga lcurteisi virtist. maður sá kunna, eða mannasiði. Hann t. d. þúaði alla, unga sem gamla, og ekki datt honum í hug að afsaka það neitt, að hann skyldi rvðjast þarna inn og vekja okkur í fasta svefni með hrottaskap. Gæti jeg margt sagt. um fruntalegt viðmót sem þama kom fram gagnvart hin- um íslensku farþegum. Er til ísafjarðar kom, flýttu far- þegamir úr lestinni sjer í land, til þess að fá þar einhverja hressingu ,crg lífsnæringu. Næsta. morgun var þoka, og pípti skipið í sífellu, svo farþeg- ar risu snemma úr rekkju. — Er jeg ætlaði út. á þilfarið á öðru farrými, reyndist þar áð vera ógreitt um útgöngu. Skipsmenn stóðu þar í dyrunum og blátt á- fram vörnuðu fólki að komast út. Til ryskinga kom þó ekki, svo teljandi væri. En mjer var nóg að heyra orðbragð skipsmannanna. Fyrir náð og miskun, með því að leita til 1. stýrimanns, sem þarna var nærstaddur, fekk jeg að kom- ast út á þilfarið. En það verð jeg að segja, að jeg tel það með öllu óafsakanlegt, að loka. farþega inni, eins og þarna stóð á, í þokunni. Því ef árekst- ur hefði orðið, er óvíst að allir hefðu komist. nægilega fljótt á þilfar, til björgunarbáta, ellegar til þess að ná í bjarghringi. Er far]>egar yfirgáfu skipið í höfnum Norðurlands, varð jeg iess ekki var, að frá þeim and- aði neinni hlýju í garð Sameinaða gufu.skipaf jelagsins. Fredrik Jensén. Atlantshafsflng. Tillögur von Gronau. Berlín, 16. sept. United Presss. FB. Blöðin birta fregnir um það, að mgar von Gronau sje heim kom- inn frá Bandaríkjunum muni hann leggja fyrir stjórnina áætlun um reglubundnar póstflugferðir milli Þýskalands og Bandaríkjanna. — Telur liann, að þegar búið sje að útbúa lendingar og bensínbirgða- stöðvar, muni flugið taka 45 klukkustundir. HaUgrimsklrkja í Saurbæ .á Hvalf jarðarströnd nefnist bæklingur eftir Snæbjörn Jónsson, bóksala, með formála eft- ir Einar prófast Thorlacius, sem nú er verið að selja hjer í borg- inni. Er liann ritaður í þeim til- gangi, að livetja menn til þess að leggja nú fram fje til þess að sú hugmynd komist í framkvæmd sem fyrst, að reist verði í Saurbæ vegleg kirkja til minningar icm Hallgrím Pjetursson og skorar höf. á alla íslendinga að leggja því máli lið, 1 sjóði til hinnar fyrir- huguðu kirkjubyggingar munu nú vera um 24 þúsund krónur; en við það þarf allmiklu að bæta, til þess að kirkjan geti orðið eins vegleg og vera ætti. Margir munu vera höf. ósam- dóma um það, að óviðeigandi væri að ný kirkja hjer í Reykjavík beri nafn Hallgríms Pjeturssonar, jafnvel þó að Hallgrímskirkja væri reist í Saurbæ. En um hitt munu allir kristnir íslendingar vera hon- um samdóma, að úr þessu æt-ti það ekki að dragast lengi, að hin fyr- irhugaða kirkja kæmist upp í Saur bæ, og að liún yrði samboðin minn- ingu sálmaskáldsins góða. Og það ætti að geta orðið, ef margir leggj- ast nú á eitt, þó að ekki komi stórar gjafir frá hverjum ein- stökum. Isafoldarprentsmiðja hefir gefið kirkjubyggingarsjóðnum 6 þúsuncl eintök af þessum bæklingi, og er hann seldur á 1 krónu. Með því að kaupa hann, styðja menn gott málefni. F. H. Hásætisræða Hollands- drottningar. Haag 16. sept. Unitecl Press. FB. Vilhelminga drottning flutti ræðu við setning Hollandsþings í gær. Kvað hún þingið verða að taka til umræðu sjerstakar ráð- stafanir vegna kreppunnar, aðal- lega til verndar þýðingarmiklum .atvinnugreinum, sem þjóðinni væri lífsskilyrði að hjeldi áfram að vegna vel. Hjálpræðisherinn. Hljómleika samkoma í kvöld kl. 8. Allir vel komnir! Hannyrðavðrur. Til að rýma fyrir nýjran sýnishornum, verða eldri sýnishorn seld með miklum afslætti :Púðar, Ljósdúkar, Áöberar, Borðteppi, Vegg- teppi og Kaffidúkar. Einnig verður nokkuð af áteiknuðu selt mjög ódýrt. — Kaffidúkar á 3 kr. og kr. 5,85. Ljósdúkar á 1 krónu. Áöberar á 50 aura. Servi- ettur á 10 au. o. s. frv. Aðeins fáa daga. Hannyrðaverslun Purfðat Sigurjónsdöttiir. Bankastræti 6. Rýmingarsala HLIðfiFKRHHdSSIIIS og ÚTBÚSINS. Siðasti dagnr i dag. Linguaphon plfitnr og baknr með 33 og 50°|g Nýkomiðs Epli, Appelsínur, Bananar, Plómur, Perur, Sítrónur, Tómatar, Rabarbari, Blaðlaukur (Purrur), Hvítkál, Rauðkál, Gulrætur, Rauðrófur, Selleri, Gúrkur. Reynið okkar hragðgóðu feiti í pökkum. sem aldrei hefir verið hand- fjölluð. IRIN A. Hafnarstræti 22. ........ ■ Rj Allt með islensknm skípgic'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.