Morgunblaðið - 17.09.1931, Síða 4

Morgunblaðið - 17.09.1931, Síða 4
4 V 0 R (3 U N B L A Ð I Ð Fæðd seliu' undirrituð, Kristjana Ó. Benediktsclóttir. Laufásveg 2a (steinhúsið). Niðursuðudósir með smeltu loki fást smíðaðar í blikksmiðju Guðm. J. Breiðfjörð, Laufásveg 4. Sími 492. Vel mentuð þýsk stúlka af góð- um ættum, óskar eftir atvinnu við húsverk. Nánari upplýsingar á Grettisgötu 74 (niðri). í Hafnarfirði er forstofustofa til leigu. Upplýsingar í Hverfisgötu 50, (Hafnarfirði. Kolaofn, helst Skanclia, óskast keyptur. Úpplýsingar í stma 332. Glænýr silungur, lækkað verð. Saltfisksbúðin. Hverfisgötu 62. Sími 2098. Hafliði Baldvinsson, Hverfisgötu 123. Sími 1456. Glæný rauðspretta, smálúða og útvötnuð skata fæst. í Fiskbúðinni, Kolasundi 1. Sími 1610 og 655. Fiskbúðinguar og fars er til í dag. Fiskmetisgerðin, Hverfisgötu 57. $ími 2212. Húsmæður, notið „Eclair“ fægi- klútinn! Fægilögur er óþarfur, því að fægiefnin eru í sjálfum klútn- um, er því miklu þrifalegra og ífljótlegra að nota hann, heldur en fljótandi fægilög. Þolir þvott. — Fæst Ihjá Sigurþór. Gotit fæði fæst í Hafnarstræti 8 (annari hæð). Einnig krónumál- tiðir, ódýrt morgunkaffi og eftir- miðdagskaffi. Statesnan •r stira orðlð kr. 1.26 á borðlð. Hótel Skjaldbreið. Cunningham Band spflar dag- lega frá 3þí>—5 og 8Ve—11VL- ísl. kartöflur og rófur. i heilum sekkjum ■og lausrijvigt “ TIRiMHDI Laugaveg 68. Slmi 2898 GUletteblöð ávalt fyrirliggjandi í heildaðlu. Yilh. Fr. FrlnuuuuNMi ’. Sími 557. Nýkomið: Reimar, Reimalásar Reimavas. Versl. Vald. Ponlsen. EHapparstíg 29. í slátrið þarf að nota íslenska rúgmjölið frá Mjólkurfjelagi Reykjavíkur. Ekkert annað rúgmjöl er jafn- gott til sláturgerðar. Biðjið kaup- mann yðar um íslenska rúgmjölið. Hafi hann það ekki til, þá pantið það beint frá Mjólkurfjelagi Reykjavíkur. Mjðlkurtjelag Reykjavíkur. Klein’s kjötlars reynist best. Baldursgötu 14. Sími 73. ERBERT CLAESSEN hæstarj ettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa: Hafnarstræti 5. Sími 871. Viðtalstími 10—12 t h SÓLINPILLUR eru framleiddar úr hreinum jurta- efnum, þær hafa engin skaðleg á- Hbif á líkamann ,en góð og styrkj- andi áhrif á meltingarfærin. SÓLINPILLUR hreinsa skaðleg efni úr blóðinn. SÓLINPILLUR hjálpa við van- líðan, er stafar af óreglulegum hægðum og hægðaleysi. Notkunarfyrirsögn fylgir hverri dós. Verð að eins kr. 1.25. Fæst hjá hjeraðslæknum og öllum lyfjabúð- um. — Daibók. Veðrið í gær. Lægðin, sem var suðvestur af íslandi í gær, hefir farig yfir norðvesturbluta landsins og er nú við norðurströnd þess á hreyfíngu' NA-eftir. Hjer á landi er víðast SV-gola eða kaldi og nokkur rigning í flestum lands- iilutum nema á Austfjörðum. Hiti er víðast 10—12 st., en þó 13—14 srtig á Adandi. Vesfan til á Vestfjörðum hefir vindur nú snúist í N; er útlit fyrir NV- eða N-átt um mestan hluta landsins á morgun og kaldara veður. Veðurútlit í Reykjavík í dag: NV-kaldi. Skúrir og kaldara. Skipaferðir. Goðafoss fór frá Hamborg í fyrradag og Lagarfoss frá Leith á leið til Austfjarða. — Brúarfoss kom til Reyðarfjarðar í fyrradag frá útlöndum. — Botnia fór hjeðan í gærkvöldi til útlanda:. — Esja var á Húsavík og Súðin var á Akureyri í gær. — Suðurland fór í nótt til Breiðafjarðar. í samsætinu, sem Jóni Halldórs- syni trjesmíðameistara var haldið í Hótel Borg á sextugsafmæli hans, var um 170 manns. Iðnaðarmenn gáfu honum hákarlslíkneski úr silfri, holt innan og má nota það sem flösku. Nokkrir nánustu vinir Jóns gáfu honum forkunnarfagurt clrykkjarhorn, silfurbúið og með á- letrun. Hafði Jónatan Jónsson gullsmiður búið homið af hagleik miklum. Þag var ekkj rjett, sem stóð í blaðinu í gær, að þessi grip- ur hefði verið frá Frímúrarafjelag- inn, en flestir þeirra, er að gjöf- inni stóðu, voru Frímúrarar. Bólusetning fer fram í miðbæj- arbarnaskólanum í dag, á morgun og á laugardaginn. Bólusetningar- skyld eru öll börn, sem ekki hafa haft bólusótt, eða verið bólusett ineð fullum árangri, eða þrisvar án árangurs. Ennfremur öll böm, sem verða fullra 13 ára á þessu ári, eða eru eldri, ef þau hafa ekki verið bólusett með árangri, eða þrisvar án árangurs, eftir að þau urðu fullra 8 ára. 1 dag kl. 1—2 eiga að koma þau börn, sem lieima eiga vestan Laufásvegar og Þingholts- strætis, þar með talið Grímsstaða- holt og Skildinganes. Bæjarstjómarfundur verður í kvöld. Þar verður meðal annars rætt um lántöku bæjarins. Bæjarbruni. Útvarpsfrjett herm- ir það, að 9. þ. m. hafi brunnið bærinn Bergholtskot í Staðarsveit í Snæfellsnessýslu. Er talið að kviknað liafi í bænum um kl. 7 um kvöld af neistaflugi. Nokkuru af innanstokksmununum varð bjarg- að. Bærinn var lágt vátrygður. Þrjú ný met. Tveir íþróttamenn, Ingvar Ólafsson (KR) og Þor- steinn Einarsson (Árm.) freistuðu þess í gær að setja ný met, annar í grindahlaupi, en hinn í kúlu- kasti, og tókst það báðum. Ingvar hljop grindahlaupið, 110 metra, á 18.4 sek. og feldi enga grind. Er það nær 2 sek. betra heldur en gamla metið. Þorsteinn kastaði kúlunni með betri hendi 12.40 metra og samanlögð köst beggja lianda voru 21.62 m. Er hvort tveggja met. Verða þessi þrjú met staðfest þegar er f.S.Í. hefir fengið sliýrslu um það hvernig þau voru sett. 40 ára hjúskaparafmæli eiga í dag hjónin frú Stefanía Benjamíns dóttir og Guðmundur Ólafsson, Njarðargötu 49. Sama dag eiga þau hjónin bæði 66 ára afmæli. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1, kl. 8 í kvöld. Allir velkomnir. Um sterkar tangar og gott skap heldur frú Paula Messel fyrirlest- ur á laugardaginn kemur klukkan 8 í samkomusal Hjálpræðishersins. Fjallar erindið um það, hvernig menn eiga að varðveita lífsfjör og líkamsþrótt sinn. í sambandi við lijeraðsfund Kjalamessþings fer fram í Hafn- arfjarðarkirkju í dag, kl. 5 síðd. guðsþjónusta, þar sem síra Hálf- dán Helgason prjedikar, og kl. 8VL> fyrirlestur, haldinn af síra Eiríki Brynjólfssyni. Þakkarávlarp frá jforeldrum barnanna, sem voru hjá Oddfje- lögum í sumar í Glaðheimum á Iðavelli, birtist hjer í blaðinu í dag. Útvarpið hlutlausa(I) Að kvöldi þess 15. þ. m. skýrði útvarpið frá breytingu, sem dómsmálaráðherra hefði gert á vínveitingatímanum á Hótel Borg. f frásögninni var látið í veðri vaka, að aðalbreytingin væri sú, að vínveitingatíminn væri styttur um y2 klst. daglega. Þegar skýrt hafði verið frá þessu. hljóm- aði sú viðbótarfrjett mjög ein kennilega, að templarar hefðamót- mælt breytingunni. Þetla muuu templarar hafa fundið, því að þeib sendu útvarpinu til birtingar, ályktun þá, sem samþykt var á almennum templarafundi 14. þ. m. 1 stað þess, að lesa upp hina gagn- orðu og skýru ályktun fundarins, þá skýrði útvarpið í gærkvöldi að eins frá því, að því liefði borist ályktunin, en ebbi fann það á- stæðu til að lesa liana upp. Hvers vegna mátti ekbi Iesa ályktunina upp? Var það vegna þess, að í ályktuMÍnni fólst „ádeila á hið opinbera“ 1 Síldar-útsala. Til þess að Reykjavík og umhverfi, með hægu móti,, geti átt kost á, að fá keyptar ýmsar vel og hreinlega til- reiddar tegundir af síld (saltaðar hreinsaða, kryddaða^ sykraða, marineraða, reyksaltaða), hefir Síldareinkasalan samið við útgerðarmann Jón Kristjánsson, Akureyri, um að hafa útsölu í Reykjavík á framangreindum síldarteg- undum, sem verða seldar þar, til innan land's notkunar, í smekklegum stærri og smærri ílátum, fyrir mjög sann- gjarnt verð. Akureyri, 10. september 1931. Síldareinkasala íslands. Auglýsing um bólusetningu. Fimtudag, föstudag og laugardag, 17., 18., og 19. þeu« mán. fer fram opinber bólusetning í MIÐBÆJAR-BARNA- SKÓLANUM kl. 1—2 e. h. Fimtudag skal færa til bólusetningar börn þau, sem heima eiga vestan Laufásvegafe- og Þingholtsstrætis, þar með talið Grímsstaðabolt og Skildinganes. ji Föstudaginn skal færa börn af svæðinu frá þessum götum og austur að Fjölnisvegi, Nönnugötu, Óðinsgötu, Týsgötu, Kára- stíg og Frakkastíg. Laugardaginn börn hinna síðarnefndu gata. SKYLDUG TIL FRUMBÓLUSETNINGAR eru öll bömt. sem ekki kafa kaft bólusótt eða verið bólusett með fullum ár- angri eða þrisvar án árangurs. SKYLDUG TIL ENDURBÓLUSETNINGAR enr ön böra, sem á þessu ári verða fullra 13 áxa eða aru eldri, ef þau ekki eftir að þau urðu fullra 8 ára bafa haft bólusótt eða verið* bólusett með fullum árangri eða þrisvar án árangurs. Reykjavík, 16. september 1931. Ðæjarlæknirinn* Allar algengar tegundir af vírnetjum verða nú fyrirliggj- andi aftur eftir nokkra dlaga. Dragið ekki að senda pant- anir yðar til Mjðlknrllelags Rayklavlkar. Símnefni: „MJÓLK“. Reykjavík..

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.