Morgunblaðið - 20.09.1931, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.09.1931, Blaðsíða 9
íSmmudaginn 20. sept. 1931. Þrjátíu miljónir. Oft hefir verið sýnt fram á það með skýrum rökum, að stjórnin hefir á árunum 1928—1930 notað til ríkisþarfa 30 miljónir kr. fyrir utan það fje, sem þingið hafði heimilað í fjárlögum. Oft hafa stjómarblöðin endur- læti, að kalla alla þá hraskara, sem ekki hafa getað uppfylt skuldbind- ingar sínar. Tímanum er tíðrætt um það nú, að afurðir landsmanna hafi íallið í verði um %, og er það síst- of- mælt. Hugsum oss nú útgerðar- tekig þá staðhæfingu, að hankamir mann, sem á 5000 skpd. af fiski og haii táþað um 30 milj. kr. af lán- um, er þeir hafi veitt atvinnurek- endum landsins. “Þessar tvennar 30 milj. kr. gefa tilefni til samanburðar og athuga- semda. Hjer verður ekki rakið, hvort það sje rjett, að bankamir hafi í raun og veru tapað 30 milj. kr. á lánum, en .það verður ef til vill athugað síðar. Hjer skal því geng- ið út frá, að þetta sje rjett, en þess her jafnframt að gæta, að hjer er um að ræða töp, sem hafa orðið á hankarekstrinum síðan hankar voru stofnaðir hjer fyrst árið 1886 .Hjer er um að ræða töp á bankarekstrinum í 44 ár. Að meðaltali verða þetta % milj. kr. á ári, en vitaskuld koma töpin mest á árin eftir stríðið, jafnvel þótt skuldbindingarnar eða lánin kunni að hafa verið miklu eldri. Því neitar náttúrlega enginn, að þessi töp eru mikil og að það hefði verið mjög æskilegt að losna við þau, en reynslan sýnir, að við- skifti hjer á landi eru svo áhættu- söm ,að ekki er hægt að reka þau nema hrenna sig á því við og við. Hver einasta verslun á landinu tap ar árlega einhverju á viðskiftum sínurn og skilamennirnir verða að borga þann halla fyr eða síðar. Samband íslenskra samvinnufje- laga, sem því nær eingöngu versl- ar við tryggustu viðskiftamennina, bænduma, afskrifar í reikningum sínum árlega álitlegar upphæðir sem tapaðar. Hvernig skyldu þá bankarnir, sem verða að versla við hina áhættusamari atvinnuvegi, geta losnað við töp 1 Peningaversl- un er engu áhættuminni en önnur verslun. Þegar stjómarblöðin ræða um töpin hjá bönkunum, þessar 30 milj .kr., þá láta þau venjulega svo sem þessi stóra fúlga sje ó- greidd. En sannleikurinn er, að hún er að fullu greidd. Og það eru bankarnir, sem hafa greitt hana sjálfir með ágóða af viðskiftum sín um við sömu atvinnuvegina, sem tapast hefir á, þó þannig, að þess utan hefir þurft hlutafje íslands banka, 4% milj. kr. og innskotsfje ríkissjóðs í Landsbankann samkv. lögum 1913. Með öðrum orðum, at- vinnurekendur hafa greitt það, sem tapaðist á sumum stjettar- bræðrum þeirra. Þetta er stað- reynd, sem ekki verður á móti mælt og þetta er mjög veigamikið atriði. Það er eklq tilgangurinn með þessum orðum að bera á nokkurn hátt blak af bönkunum fyrir ófor- svaranlegar lánveitingar. Því fer fjarri, en málið verður að ræðast eins og það liggur fyrir, ef reist á ag verða í niðurstöðunni. Stjórnarblöðin nefna þá menn alla braskara, sem bankarnú* hafa tapað á. Það er ekkj tilgangur þessara orða að mæla á neinn hátt bót þeim mönnum, sem verðskulda braskaranafnið, en því má ekki gleyma, að það er hið mesta rang- átti jafnmikið í fyrrá með sama tilkostnaði. Þá seldi hann fiskinn fyrir um 500000 kr., og var þá um það bil skaðlaus, en nú fær hann fyrir jafnmikinn fisk 300.000 kr. og tapar um 200000 kr. Ef hann er ekki ríkur maður, þá get- ur hann ekkj staðið í skilum. Lán- ardrottnar hans tapa á honum. Er þessi maður braskari, fyrir það eitt, að á hann skellur svona gífur- legt verðfall? Nei, þessi atvinnu- rekandi getur engu að síður verið strangheiðarlegur maður. Hann rak löglega atvinnu, sem var al- þjóð þarfleg og hann veitti mörg- um atvinnu. En hann lagði sig í þá hættu, sem atvinnuveginum fylgdi og því liggur hann flatur. Einhverjir verða að leggja sig í þessa hættu, því að ekki er hægt að búa þjóðarbúskapnum án at- vinnurekenda. Hvernig ætti ríkis- sjóður að fá allar miljónirnar, sem hann þarf, ef enginn ræki atvinnu? Hvar ættu verkamenn að fá at- vinnu ef enginn væri atvinnurek- andi ? Tökum annag dæmi. Atvinnurekanda gengur vel ár eftir ár. Hann græðir. 'G-róðann setur hann fastan í að færa út kvíarnar. Hann byggir hús, kaupir skip, ræktar land, eykur áhöfn, en tekur lán til rekstrarins. Þetta gengur alt vel árum saman. Hann græðir og veitir fleirum og fleirum atvinnu. En svo kemur geigvænleg kreppa eins og t. d. eftir heims- styrjöldina. Eignir hans falla í verði og afurðirnar líka. Hann getur ekki staðið í skilum, eignirn- ar eru seldar á uppboði fyrir lítið brot af því, sem þær kostuðu hann. Lánardrottnar hans tapa, þar á meðal bankarnir. Er þessi maður braskari 1 Tæp- lega verður það sagt, fyrir það eitt, að hann fer þannig að. Hann hefði sennilega getað farið varleg- ar að, en svipaða aukningaraðferð og hann nota margir. Þessi dæmi sýna, að tap á at- vinnurekstri er ekki sama og brask. Tap getur komið án brasks og brask getur átt sjer stað án þess, að af því leiði tap. Af þessu sjest hversu ranglátt það er að nefna alla braskara, sem tapa. Sjálfsagt finnast þess dæmi, að atvinnurekendur eyði alt of miklu til persónulegra þarfa, og getur enginn mælt því bót, en geysilegar ýkjur er oft farið með um þau efni og gefið í skyn eða sagt bein- línis, að fjöldi manna eða heilar stjettir lifi í óhófs- og munaðar- lífi. Þetta er tæpast svaravert, enda er það notað til þess eins, að reyna að ala á rógi milli lands- manna innbyrðis og er enginn iðn- ari í þeim efnum en hinn svonefndi dómsmálaráðherra, sem eyðir meiri tíma en flestir aðrir í flökt til út- landa og flakk um landið í bílum, hvort tveggja á reikning ríkis- sjóðs. Það var tekið fram x byrjun þessarar greinar, að töp bankanna í 44 ár og eyðsla stjómarinnar í 3 ár umfram áætlun fjárla-ga, væri sem næst jafnhá. Er þá að athuga hvort að öðru leyti sje nokkur líking milli þessa tvenns. Þar um má þegar í stað segja, að eyðsla stjómarinnar á ekkert skylt við tap atvinnurekendanna af verðfalli. Stjómin fær bein- hai’ða peninga handa í milli og á þeim hefir ekki orðið verðfall; þvert á móti hefir kaupmáttur þeirra aukist vegna lækkandi verð- lags á ýmsu. Híns Végáf ér stjómin talsvert svipuð þeim atvinnurekenda, sem setur mikið fje fast í húsabygg- ingum, skipakaupum o. fl. o. fl. — Þessa atvinnurekendur kalla stjórnarblöðin braskara og þar með er auðvitað sagt, að stjómin sje þá líka braskari. Það bætir ekki lir fjrrir stjórainni, að hún hefir tekið um 15 milj. kr. lán þessi 3 ár, þrátt fyrir það þótt landsmenn hafi greitt á sama tíma 15 milj. kr. meira í ríkissjóð, en fjárlög gerðu ráð fyrir. Sá at- vinnurekandi, sem færi þannig að, væri sannnefndur braskari. En á þá stjómin nokkuð skylt við mennina, sem eyða miklu per- sónulega handa sjer og sínum, þessa menn, sem enginn vill mæla bót? Hún hefir eytt um 75.000 kr. í bílakostnað þessi 3 ár. Hiin hefir eytt yfir 100.000 kr. i nefndir, er unnu verk, sem húm átti að vinna sjálf. Hún hefir eytt yfir 100.000 kr. í útgáfu skrumrita til að gylla sig og níðrita um andstæðingana. Hún hefir eytt 30—40 þús. tr. í ráðherrabústaðinn og tvöfaldað risnufje sitt. Hún hefir eytt 60—80 þús. kr. til utanferða sinna og gæðinga sinna. Hún hefir tekið varðskip ríkis- ins til einkanytja sinna, tímunum saman, jafnvel' í einu svo vikum skifti. Hún hefir eytt miklu til að bæta sumarbústað sinn á Þingvöllum og þess utan reist þar veglegt hús til notkunar í viðlögum. Hún hefir eytt ægilegum fjár- hæðum í ný embætti, handa fylgi- fiskum sínum. Hún hefir eytt miklu fje í bitl- inga handa flokksmönnum sínum. Miklu fleira mætti hjer telja, en þetta er sannarlega nóg til að sýna, að stjómin hefir ekki gleymt sjer og sínum. Hún hefir ekki hlíft ríkissjóðnum, er um hennar þarfir var að ræða eða hennar nánustu. Þegar nú alls þessa er gætt og það haft í minni að stjórnin hefir á 3 árum eytt jafnmiklu fram yfir áætlun fjárlaga og nemur öllum töpum bankanna í 44 ár, þá mun enginn vera í efa um, að hún er stærsti braskari landsins. Það er sanorevno að vöraverð okkar og vörugæði taka fram því, sem aðrar verslanir bjóða. SuBfnherbergishúsgSgn Borðstofuhúsgögn. Divanar ng dínur höfum við nýlega. fengið ljóm- andi falleg af ýmsum gerðum. Enn fremur smíðum við þau eft- ir pöntun. Samstæð ,sjerstakir skápar og matborð og borstofustólar í meira úrvali og með lægra verði en nokkuru sinni áður. af öllum gerðum, einungis uxm- ið úr vandaðasta efni. Auk þess dívanteppi og veggteppi. Barnavagnar okkar eru alþektir í Reykja- vik og úti um landið. — Það vita allir, að þeir eru hinir bestu, sem völ er á. Seljum þessa daga.na barnakerrur með tækifærisverði. Bamarúm og vöggur í miklu úrvali mjeð mjög lágu verði. Svo höfum við meðal annars stofuborð, saumaborð, spilaborð, taflborð, blómaborð, blómasúlur, skrifborð, skrifsitofustóla, körfustóla, skinn- stóla, birkistóla o. m. fl. Menn gera alt af best kaup hjá okkur. Húsgagnaverslun Reykjavíkur. Vatnsstíg '3. Sími 1940. Stór ntsala. Eftirtahlar vörur verða seldar með geysimikilli verðlækkun næstu daga: Grammófónplötur (munið okkar fallega úrval). Myndastyttur (tómskáld og aðrar smekklegar styttur). Veggmyndir, Grammófónar, Bamagull, Harmónikur, Fiðlur, Banjo, Guitar, Cello, ný og notuð Orgel og Piano. Happaka-up; Eitt nýtt, Piano eða Orgel verða seld fyrir alveg sjerstaklega lágt verð gegn staðgreiðslu. Munið, sá fyrsti verður fyrir happinu. Hljóðfærasalan, Laugaveg 19. FILAPENSAR GulHosS fór frá Beykjavík til útlanda í gær. Meðal farþega voru: Mr. & Mrs. Bemhard H. Richardson, Ásgeir Sa.ndholt, Gunnar Möller, stúdent, Baldvin Einarsson og frú, Ólöf Árnadótt- ir, Kristján Kristjánsson, Hall- grímur Benediktsson og frú, Bryn- jólfur Bjömsson, Viggo Christian- sen, Magnús Sigurjónsson, Erlend ur S. Ólafsson, Guðbjörg Egils- dóttir, Hróðný Pálsdóttir. OG Þessum livimlelíSu óhreinimlnm, scm allir vita nð eru störlýti A hverju and- liti* er lafhægt að ná af sjesr meh 3BREN3VISTEINS-MJÓLKURSÁPU Lindes læknis. Þvoiö yöur eins og: meö öörum sáputt^undum, en gætið þess, aö froö- an nói yfir alt andlitiöj Jieg-ar l>jer haf- iö skolað hana af, skuluö l>jer bera •froöuna aftur á rauöu blettina — en skoliö nfi ekki fyr en eftir nokkrar mlnútur. Aö örfúum dögum liönum sjest greinilegur bati, og ondlitiö veröur brútt frfsklegt og lýtalaust. f sambandi viö sápu þessa ætti aö nota BRENNISTBINSMJÓI.K;iJRSMYRSt, (creme) Lindes læknis. Smyrslin eru borin á liiö sýkta hörund aö kvöldi dags og látin vera alla nöttina. Þnu eru *vo sötthreinsandi, aö þau eru afar-sterkt meðnl viö fflapensum. Þau eru smyrsl- in sem allir hafa þráð, sem vilja fá verulegn betlbrig'önn og hreinan hör- undslit og fagra, bjarta búö. t Allt itieö íslenskum skipmn! t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.