Morgunblaðið - 25.09.1931, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.09.1931, Blaðsíða 4
4 MORGUN BLAÐIÐ fluglýslngidagbík Stúlka óskast í vist 1. október eða strax. Upplýsingar í síma 171, Hafnarfirði. Niðnrsnðudósir með smeltu loki fást smíðaðar í blikksmiðju Guðm. J. Breiðfjörð, Laufásveg 4. Sími 492. Pjölritun. Daníel Halldórsson. Hafnarstræti 15, sími 2280. Ný svið, lifur og hjörtu. Kjöt & fiskmetisgerðin, Grettisgötu 64 Sími 1467. Hestfóður í Kaldaðamesi. Get- nm bætt við nokkrum eldishestum. 'Jón Sigurðsson, Alþingishúsinu. Sími 61. Svipa fundin. Vitjist á Hall- veigarstíg 6 A. Lifur. — Hjörtu. — Svið. Klein Baldursgötu 14. Sími 73. Hýkomlð: Reimar, Reimalásar Reimavax. Versl. Vald. Ponisen. Kiapparitig 2*. t slátríð þarf að nota íslenska rúgmjölið frá Mjólkurfjelagi Reykjavíkur. Ekkert annað rúgmjöl er jafn- gott til sláturgerðar. Biðjið kaup- mann yðar um íslenska rúgmjölið. Hafi hann það ekki til, þá pantið það beint frá Mjólkurfjelagi Reykjavíkur. Mjólkurfjelag Reykjavíkur. StatesHien ar stérn erðif kr. 1.25 á korðifl. Hótel Skjaldbreið. Eftirmiðdagsmúsík frá kl. 3^—5. Kaffi og 2 Wienarbrauð 85 aura. Dívanar, vel unnir úr vandaðasta efni. — Mjög ódýrir af mörgum gerðum. Húsgagnaverslun Reykjavíknr. Vatnsstíg 3. Sími 1940. Búð i miðbænum til leigu í haust. Uppl. gefur Björn E. Árnason, endurskoðandi, Mjólk- urfjelagshús, herb. 37. um á laugardaginn. Efni: Sprútt- salan í Reykjavík. Kylsant lávarð- ur og íslenska ríkisstjómin. Ljótur draumur. Erlendar frjettir. Seot- land Yard o. fl. U. M. F. Velvakandi heldur fund annað kvöld kl. 9 { Kaupþings- salnum. Þangað þurfa fjelagar að fjölmenna. Húsinu er lokað kl. 10. Kennarafjelag Reykjavíkur held ur fund í kvöld kl. 8 í lestrarsal Mentaskólans. Pundarefni er læklc- un kaups fyrir stundakenslu. Allir kennarar við unglingaskóla lijer í bænum, bæði fastir kennarar og stundakennarar, eru boðnir á furul ir.n og er áríðandi að sem flestir mæti. Silfurbrúðkaup eiga þau hjónin Halldóra Hansdóttir og Agnar Magnússon fyrv. skipstjóri, nú innheimtumaður hjá tollstjóranum í Reykjavík, sunnudaginn 27. þ. m. Játning Alþýðublaðsins. í gær kemst Alþýðublaðið svo að orði um framkvæmdastjóra Síldareinka sölunnar, að „enginn forstjóranna, hvorki Einar Olgeirsson, Pjetur A. Olafsson nje Ingvar Pálmason, liöfðu neitt vit á því verki, er þeir höfðu tekið að sjer“. — Morgun- blaðið hefir á hverju ári, síðan Síldareinkasalan hóf göngu sína, skýrt frá axarsköftum þessara manna. Sú hneykslissaga er orðin æði löng. En það hefir einhvern veginn atvikast svo, að Alþýðu- blaðið hefir jafnan varíð gerðir framkvæmdastjóranna og talið verk þeirra óaðfinnanleg. Nú er Síldareinkasalan, sökum langvar- andi óstjóraar, komin að fótum fram. Þá fyrst opnast augu þeirra Alþýðublaðs manna. Guðmundur Friðjónsson skáld ætlar a-ð flytja erindi í útvarpið næstkomanda laugardags- og sunnudagskvöld. Erindið nefnir skáldið „Innibyrgðar þrár“. Samsæti frú Bríetar Bjarnhjeð- insdóttur hefst kl. 7 á sunnudags- kvöld, en ekki kl. 6, eins og áður hafði verið tilkynt. Er þess vænst, að menn skrifi sig sem fyrst á lista. fsfisksala. Þessir togarar liafa nýskeð selt afla sinn í Englandi: Geir fyrir 640 stpd., Baldur fýrir 784 stpd. og Bragi (í gær) fyrir 867 stpd. (665 kit). Hannes ráð- 'herra hefir líka selt afla sinn í Þýskalandi fyrir 24 þús. ríkismörk. Hlutaveltunefnd L R. er beðin að koma á fund í kvöld kl. 9' á sama stað og síðast. — Þeir fjelag- ar f. R„ sem ekki enn hafa komið hlutum sínum til nefndarinnar, era beðnir að koma þeim í K. R.-húsið við Vonarstræti á morgun eftir kl. 4. Sjötugsafmæli á í da-g hinn víð- kunni höfðingi, Runólfur Runólfs- son bóndi í Norðtungu. Allur sá fjöldi manna, sem notið hefir gest- risni og vináttu þessa ágætis manns, óskar honum til hamingju. Dansleik heldur glímufjelagið Ármann í Iðnó (niðri) kl. 9 síðd. í kvöld (föstudag). Hljósveit P. 0. Bernburg spilar. Starfsfólk hluta- veltunnar vitji aðgöngumiða sinna í Efnalaug Rvíkur í dag. Aðrir fje- lagar geta fengið keypta aðgöngu- miða á sama stað við mjög vægu verði. Eldur kom upp í bifreið á Lækj- artorgi í gær. Hreyfill bifreiðarinn- ar var í gangi og hafði slettst bensín á heitar leiðsluraar, og kviknaði óðar í. Slökkviliðinu va.r gert aðvart og kom það á vett- vang, en þá hafði eldurinn verið kæfður og munu litlar skemdir af honum hafa hlotist. Súðin á að fara hjeðan austur um land á mánudaginn. Verslunarmannafjelag Hafnar- fjarðar hefir nýlega tekið til starfa aftur. Var um nokkurt skeið Iítið gert í fjelaginu, en nú mun vera ákveðið að starfrækja það af fullum krafti. Hefir fjelagið verið að undirbúa námskeið fyrir versl- unarfólk og mun það verða sett á stofn fvrstu daga næsta mánaðar. Enn fremur mun fjelagð beita sjer fyrir breyttum lokunartíma sölu- búða. í Hafnarfirði, og mun taka ýmis önnur mikilsverg mál til með- ferðár. — Á laugardag efnir fje- Iagið ásamt verslunarmannafjelag- inu Merkúr til skemtikvölds fyrir verslunarfólk. íþrótitamet. Þessi afrek hefir stjórn f. S. í. staðfest sem íslensk met á fundi sínum 18. þ. m.: 2000 stiku kappróður (fjórir ræðara.r) á 8 mín. 9.6 sek., sett af glímu- fjelaginu Ármann, Rvík. 110 stiku grindahlaup á 18.4 sek., sett 16. sept. af Ingvari Ólafssyni, 19 ára (K. R.). Kúluvarp, betri hendi, á 12.40 stikur, sett 16. sept. af Þor- steini Einarssyni, 19 ára (Á.), og kúluvarp sama-nlagt, á 21.62 stik- ur, 16. sept. af sama. Síðasta árs- skýrsla í. S. í. og sambandsreikn- ingarnir hafa verið sendir fjelög- unum, einnig umburðarbrjef og ársskýrslueyðublöð, sem útfylla ber og endursenda samba.ndsstjórn inni. (f. S. í. — F. B.). Leiðrjetting. í grein eftir mig í nýútkomnum „Skírni“ þ. á. um Kaupstaðarferðir 1880—1890, eru — af einhverjum orsökum — nokkrar leiðinlegar villur, sem heiðraðir lesendur era nú vinsam- lega beðnir að afsaka. Á bls. 78 stendur Losserinn, á að vera Gross- erinn, enn fremur Losseranum, á að vera Grosseranum. Á bls. 83 hefir setning raglast, og orðið nú fallið búrtu. Setningin átti að vera þannig: Nú var nægur tími til þess að skoða verslunarhúsin. Þau standa á sljettum sandfleti, fram við sjávarmál, en fyrir framan þau, va.r eftir aldamóta-flóðið 1800, bygður afar traustur sjóvarnar- garður úr grjóti, bæði hár og þykk ur, og hið mesta mannvirki á þeim tima. Nær garður þessi nú frá Ós- eyri austur fyrir Stokkseyri, um 10 km. að lengd. Eyrarbakka, 15. sept. 1931. Oddur Oddsson. Prófessor Jolivet flytur 2. fyrir- lestur sinn í 1. kenslustofu Háskóla íslands í kvöld, föstudag, kl. 6. Fyrirlestur þessi verður um skáld- sögur Émile Zola. Meðlimum Alli- ance Frangaise, gestum þeirra og öðrum heimilaður aðgangur með- an húsrúm leyfir. Þegar þjer kennið óþæginda í hálsi af að reykja virgina — cigarettur — ÞÁ EIGIÐ ÞJER AÐ SKIFTA OG REYKJA TEOFANI ILMANDI EGYPTSKAR. Messing stigaskinnur borðkantar fást í JÁRNVÖRUDEILD JES ZinSEN. I rnmgott sferifslofnherbergi til leigu 1. október í húsi minu Lækjartorgi 1. P. Stefánsson. Weck niðursuðuglösin eru best. — Allar stærðir og varahlutir fyrirliggj- andi í NB. Vergið lækkað! Nestlé ostur I 227 gr. öskjum er Ijúffengur og lostætur. Fæst mjög vfða. Hú kennir niargra grass hiú okkur eins og vanf er. Ávextir nýir, flest allar tegundir,.úrvals vara. Grænmeti, þar á meðal Tomatarnir góðus og ódýru. E gg 13 og 15 aura. Knáckebrauð. Tvíbökur, hollenskar. Riklingur, Súgfirðskur. Ostar, norðlenskir og útlendir. tuiuimdi Hns H1 siln. Húseignin Hallveigarstíg 10 er til sölu nú þegar. Laus íbúð, fjór- ar stofur og eldhús. Eignaskifti á« minna húsi möguleg. Uppl. gefur Halldór Jónsson, Barónsstíg 25.. Sími 1403. jpjj *ILKA RAKSAPA B | lKrona ]Mfrtttr?ayÍT' Wjl Strényusín || feröfuTT? I. Brynjólfsson & Kvaran.. Látið vinna fyrir yður. Ekkert rm- erfiði, aðeins gleði og ánægja. Alt verður svo hreint og spegilfagurt. H.f. Efnagerð Reykjavfknr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.