Morgunblaðið - 14.10.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.10.1931, Blaðsíða 3
I • • / i :; '/ : ;• ; : S) ■ : ?«A MORGUNBLAflÐ Dcila lapana og Kínuerja út af mansjuriu. siinmiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiniiiiiiiiiiig I | = Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. = = Ritstjðrar: Jðn Kjartansson. Valtýr Stefánsaon. J Ritstjðrn og afgreiBsla: S Austurstræti 8. — Slml 600. ^ E Auglýsingastjðri: E. Hafberg. S Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slmi 700. rr E Heimaslmar: Jðn Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. 5 E. Hafberg nr. 770. -g Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánutJl. = Utanlands kr. 2.60 á mánubl. = = í lausasölu 10 aura elntakltS. 20 aura meS Lesbðk. = Í'illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllf Rtlantshafsflugið um Grænland og Island K.höfn 13. okt. (Prá frjettaritara PB.) Danska stjórnin fjekk í gær urn- ;-SÓkn frá Transcontinental Airlines Corporation um leyfi til regln- bundinna Atlantsliafsflugferða um Crænland. Freuchen, umboðsmaöur fjelags- ins, segir að flugvjel útbúin skíð- um leggi af stað í reynsluflug í haust. Þar aö auki er áformaö að fimm flugvjelar fljúgi þessa leið, hver sinn áfangan, í janúarmán- nöi. Frá Seyðisfirði. Seyðisfirði, PB. 13. okt. Á meðan Hvammstangadeilah stóð yfir, lýstu verkalýðsfjelögin hjer eystra yfir verkbanni við skip Eimskipafjelagsin.s. Stóð því til að Brúarfoss yrði ekki afgreiddur, þegar hann var hjer síðast, en til þessa kom ekki, því deilunni var lokiö áður en skipið kom. Samkvæmt áskorun frá verkalýðs fjelaginu hjer, samþykti bæjar- stjórnin að sækja um 15.000 króna :styrk úr ríkissjóöi og frá 15.000 --- 30.000 kr. að láni til atvinnu- ibóta í kaupstaðnum. Verkalýðs- fjelagið hafði látið gera skýrslu um atvinnuleysi þ. 1. þ. m., 120 karlmenn og 14 konur ljetu skrá- sctja sig, þar af 69 fjölskyldufeð- ur með 193 menn á framfæri. — Pyrirhugaðar framkvæmdir eru framræsla á bæjarlandinu, stækk- un vatnsleiöslu, uppfyllingar við höfnina, vegagerðir o. fl. Bæjar- stjórnin tilnefndi í atvinnunefnd ríkisins fyrir liönd Seyðisfjarðar- kaupstaðar Harald Guðmundsson hankastjóra. Nakskovmálin Nýtt kommúnistauppþot I Kaupmannahöfn. 1 tilkynningu frá sendiherra Dana segit frá því, að á laugar- daginn hafi að nýju orðið komm- únistauppþot í Kaupmannahöfn út af Nakskov-málinn. Tók lög- reglan 50 menn fasta, aðallega unglinga. Hæstarjettardómur fjell þannig í máli Agermose, bæjarstjórnar- 'skrifara t'rá Nakskov, að refsing hans var þyngd frá einföldu missiris fangelsi í heils árs betr- unarhússvist. Hinir óróaseggirnir frá Nakskov voru dæmdir samtím- is, einn í 18 mánaða betrunarhúss- vist, þrír í 12 mánaða.og tveir í 8 mánaða betrunarhixssvist, en «inn í 4 mánaða einfalt fangelsi. Genf. 13. okt. United Press. PB. Þjóðbandalagið kom saman í dag til þess að ræða Mansjúríudeil- una og liefja rannsókn út af lienni. Briand, utanríkismálaráðherra Prakklands, sat í forsetastól. Pyrir hönd Bretlands var mættur Kead- ing lávarður, fyrir hönd ítalíu Grandi ráðherra. Alfred Sze, full- trúi kínversku stjórnarinnar, bar fram kröfur um, að Japanar kveddi heim herlið sitt úr Mansjúríu. Var Sze, mjög hrærður, er hann talaöi máli þjóðar sinnar. Talið er, að horfurnar út af Mansjú ríudeil- unni sjeu svo alvarlegar, að ef þjóðabandalagið geti ekki vmiðlað inálum, sje engin von um árangur á afvopnunarstefnunni. Ennfrem- ur, að ef alt verði í uppnámi í Asíu, muni allar tilraunir til þess að koma fjárhagsmálum þjóðanna í viðunandi horf fara út um þúfur. ÍTlac Qonalö flytur kosningaræðu. Seaham 12. okt. United Press. FB. Mac Donald hóf kosninagbar- áttuna hjer með ræðu, sem liann hjelt í gærkveldi. M. a. lýsti hann yfir því, að þegar búið væri að festa gengi sterlingspunds væri næsta hlutverkið. að koma ófriðar- skulda- og skaðabótamálunum í viðunandi horf. Taldi Mac-Donald nauðsvnlegt, að alþjóðafundir tæki þessi mál til meðferðar, en mikið væri undir því komið, að málunum væri ekki hraðað um of, því að ó- gerningur væri að leiða þau til lykta án langs og rækilegs undir- búnings. ------------------ Nýir þingmenn í Bretlandi. London 13. okt. United Press. PB. Fyrstu þrír þingmenn liins nýja þings verða þingmenn skosku há- skólanna. Eru þeir sjálfkjörnir, þar sem um enga mótframbjóðen- ur var að ræða. Af þessutti þrem- ur þingmönnum eru þeir Buchan og Skelton íhaldsmenn, en sá þriðji, Cowan, er frjálslyndur. .... «— Frá Búlgaríu. Sofia 12. okt. Mótt, 13. United press. PB. Alexander Malinoff forsætisráð- lierra hefir sagt af sjer. Konungur- inn hefir útnefnt Nicolas innan- ríkismálaráðherra til þess að gegna störfum forsætisráðlierra og utan- ríkismálaráðherra. Ghirghinoff fjármálaráðherra verður innanrík- ismálaráðherra og Stephan Steph- anoff þingforseti fjármálaráöherra. 14 menn drukkna. Seint í september hvolfdi þýsk- um vjelbát með 18 mönnum skamt frá eyjunni Juist. Pjórir voni synd ir og gátu komist upp í eyna. en lnnir 14 drukknuðu. Er Iþetta enn ,eitt. dæmi úm ]iað, hvað nauðsyn- legt er að allir kunni að synda. ■ Tokio 13. okt. United Press. PB. Shidehara hefir skýrí- frá því að ákveðið liafi verið að semja milli- liðalaust við stjórnina i Nanking viðvíkjandi atriðum þeim, sem liggja til grundvallar ágreiningn- um um Mansjúríu. Kvað hann það skilyrði til sátta, að Kínverjar lof- uðu að hætta öllum andróðri gegn Japönum og viðurkenna samnings- rjettindi Japana. — Einnig ljet hann þess getið, að Alhonjo hers-. höfðingja hefði verið falið að forðast allan yfirgang í Mansjúríu. Genf 13. okt. United Press. FB Bandalagsfundinum var frestað til kl. 3.30. Yoshizavá gerir þá grein fvrir málstað Japans í Man- sjúríudeilunni. Pistlar frá Hlbingi. 15. Til þingsins í sumar komu kær- ur yfir kosningunum í Árnessýslu og Barðastrandarsýslu. Kærum þessum var vísað til kjörbrjefa- nefndar og vildu margir úr Aft- urhaldinu helst ekkert sinna þeim og samþykkja alt eins og fyrir lá. En þegar það hafðist ekki í gegn þá tók Afturhaldið það ráð að kjósa Magnús Torfason og Berg Jónsson í nefndina, til þess að tryggja það, að þeir fengju sjálfir að dæma um sínar eigin gjörðir og er þag í hinu glæsilegasta sam- ræmi við aðrar aðferðir stjómar- liðsins. Undir þinglokin kom álit frá kjörbrjefanefnd og segir hún, að ósannað sje um verulegar misfell- ur og gerir engar tillögur. Kæran úr Barðastrandarsýslu var frá Hákoni Kristóferssyni í Haga og var einkum um það, að Bergur sýslumaður (hefði gefið út óútfylt eyðubloð handa kjósend- um, sem vildu kjósa utan heimilis- sveitar og látið eyðublöðin liggja hjá umboðwmönnum sínum víðs- vegar um sýsluna, til útbýtingar eftir því, sem þeim byði við að horfa. Ef þetta er rjett, þá er þetta gróft brot hjá sýslumanni og má misbrúka þetta herfilega, en sýslumaður neitar alveg að hafa farið þannig að ráði sínu. Nii er eftir áð vita* hvort kærandi eða aðrir Barðstrendingar geta eða vilja sanna þetta. Miklar rimmur hafa staðið und- anfarið milli Afturhalds og Sjálf- stæðisfl. út af ríkisskuldunum, hversu háar þær væm og hversu þær skyldi sundurliða. 1 lands- reikningi 1929 eru skuldirnar ó- flpkkáoar og enginn greinarmun- ur gerður á því, hvort ríkissjóður á að borga af þeim eða ekki. — Ríkissjóður hefir t. d. tekið ýmis lán fyrir veðdeild Landsbanlcans og um þau þarf hann ekkert að hugsa og ekkert af þeim að gtæiða, en stjórnin hiafði verið svo vitur að slengja öllu þessu saman í einn hrærigraut og taldi skuldirnar í árslok 1929 um 30 milj. kr. Yfirskoðunarmenn landsreikn- inganna bentu á þessa vitleysu og lögðu til, að skuldimar væru sund- urliðaðar eftir eðli þeirra, svo að það kæmi skýrt í ljós hvaða skuld- um ríkissjóður á að standa straum af og hverjum ekki. Þetta sam- þykti svo þingið, en til þess að taka af öll tvímæli um það, að stjórninni væri ekki trúandi til að framkvæma þessa skiftingu hlut- drægnislaust og af fullri skynsemi, þá var Hagstofunni falið að ann- ast flokkun skuldanna. Með þessu er þá líklega lokið hinni langvinnu deilu um ríkis- skuldirnar og flokltun þeirra, með fullkomnum sigri Sjálfstæðisflokks ins. Hannes dýralæknir, sem vill láta telja sig aðalfjánnálaspeking Afturhaldsins, var sá sem fyrstur leiddi þann asna (eða fór hann sjálfur?) inn í Afturhaldsherbúð- þrnar, að það skifti engu hvort ríkissjóður hefðii tekið lán lianda öðrum eða handa sjálfum sjer, og að ekkert þyrfti að hugsa um það, liver ætti ag annast um greiðslu vaxta eða afborgana. Nú hefir Hannes orðið að láta í rninni pok- ann og telst hjer eftir til fals- spámanna Afturhaldsins í fjármál- um, sem öðru. f 17. Nokkrir Sjálfstæðismenn fluttu á síðasta þingi fmmvarp um að breyta fyrirkomulagi á stjóm síld- arbræðslustöðvarinnar í Siglufirði, til þess að tryggja þeim, sem þar eiga hagsmuna að gæta íhlutunar- rjett um rekstur hennar. Á síð- astliðnu ári tapaði bræðslustöð þessi stórfje, sem ríkissjóður verð- ur að greiða og þó greiddi hún lægra verð fyrir slldina en eig- endur samskonar einkafyrirtækja. Engu að síður varð stórhalli á rekstri síldarbræðslustöðvar ríkis- ins, en aðrir sem ráku samskonar stöðvar sluppu *skaðlausir. Þetta bendir sennilega greinilega til þess að breyta Jnirfi stjórn fyrirtækis- jins, en þrátt fyrir það, fekk þetta fnunvarp Sjálfstæðismanna alls enga áheyrn og dagaði uppi. 18. Á vetrarþingittu þ. á., því sem Tr. Þórhallsson hleyptí upp að for- dæmi Trampes hins danska, bar stjórnin fram tíllögu um aft em- bættísmenn og eftirlaunamenn skyklu liafa hærrií dýrtíðaruppbót en lög mæla fyrir. Var talið að gjaldaauki ríkissjóðs af þessu 1931 mundi verða 2—3 hundruð þús- und krónur. Afturhaldið virtist yf- irleitt mótfallið þessu og ýmsir Sjálfstæðismenn líka, svo :að ekk- ert var líklegra en að tillagan mmidi falla í þinginu. En þegar þinginu var hleypt upp, var hún ekki útrædd. Engu að síður hjelt stjómin áfrarn í heimildarleysi að greiða hina hærri uppbót og lagði fyrir sumarþingið aftur óbrejytta þessa sömu tillögu. Nú tób* Aftur- haldið þá afstöðu tíl málsins, að greiða skyldi liina ólöglegu og hækkuðu uppbót tíl 1. okt. þ. á. og var það samþykt. Það er auð- sjeð, að stjórnarflokkurinn tók þessa afstöðu, til þess að losa stjórnina. við ábyrgðina af því að hafa greift í 8 mánnði ólöglega háa dýrtíðaruppbót. Þetta er sið- ur ]ieiiva stjómarsinna. Þeir greiða hvað ofan í annað atkvæði gegn skoðun sinni til þess að firra stjórnina víturn. Stjórnin bórgar aftur í fríðu ríkisfje, en þeasi verslun er ríkissjóðnum dýr, því að alt bitnar á honum. Pramh. Dagbók. Veðrið í gær: Djiip lægð er að nálgast suðvestan úr hafi. Veldur hún nú þegar SA-kalda og slyddu eða regni um allan vesturhluta landsins, en á Austurlandi er enn þá stinningskaldi á N eða NV, og úrkomulaust. Hiti er 2—4 stig um alt land. Lægðin mun færast norðaustur eftir Grænlandshafi og valda mik- illi úrkomu sunnan lands og vestan. Veðurútlit í Reykjavík í dag: S eða SV-átt með snörpum regn- skúrum eða hryðjum. Sil'furbrúðkaup eiga í dag Anna María Guðmundsdóttir og Jóhann Þórðarson, Hverfisgötu 70. Prentvilla. I minningargrein um Carl Nielsen stóð í gær: tónsmíð- ar hans voru fjarri því að vera góðar eftír fyrirmyndúm annara. Á að vera: gerðar eftír fyrirmynd- um annara. Ennfremur: Alhambra- suiti, lesist Alladin-suite. Mjólkurbú Flóamanna heldur ostasýningu þessa daga í matar- bíið Sláturfjelags Suðurlands á Laugaveg 42. Þar eru margskonar ostategundir mjólkurbúsins, með mismunandi fituinnihaldi. Auk þess er þar sýnt smjör frá búinu. I skemmuglugga Haraldar eru og ostategundir búsins tíl sýnis; en í matarbiiðinni fást ostarnir keypt- ir, við venjuíegu verði. En þeir sem vilja kaupa ostana beint frá búinu, geta snúið sjer til útsölunn- ar á Týsgötu 1 (sími 1287). Óskar Þorláksson eand. theol. hefir verið settur prestur í Kirkju- bæjarklausturs-prestakalH frá 1. nóv. n. k. Hann verður vígður af biskupi dr. Jóni Helgasyni fil prestakallsins í Dómkirkjunni á sunnudaginn kemur. Þorsteinn Briem prestur á Akra- nesi hefir verið skipaður prófastur í Borgarfjarðarsýslu. Stúdentsprófi lauk fyrir nokk- urnm dögum • Sigurbjörn Einars- son. Hafði hann lesið 6. bekk ut- anskóla f sumar, en 5. bekkjar- prófi lauk hann í vor. Hlaut hann góða einkunn, 5.06 (II. eink.), er tillit er tekið td þess, að liann las ekki 6. bekk nema í 214 mánuð í sumar. Silfurbrúðkaup áttu í gær, frú Ólína Oddsdóttii' og Einar Kr. Þorsteinsson á Lindargötu 16. Breiðholt. Jón Ingimarsson hefir sótt um það til bæjarins, að fá Breiðholtstúnið ,ásamt mýrum og móaspildu vestur af túninu og nið- ur nieð læknum, á leigu eða erfða- festti. Þetta er 15—20 hektara land. Enn fremur hefir hann boð- ist tíl þess að kaupa húsin í Breið- holti og vatnsleiðslmia fyrir 400 kr. Fasteignanefnd hefir lagt tíl að honum verði leigt liúsið, ný- ræktín og ca. 4 hektarar utan túns til 5 ára f senn fyrir 500 króna ársleigu. Vatnsveitan. Oddviti Seltjarn- arneshrepps liefir farið fram á það við bæjarstjórn Reykjavíkur, að Seltjarnarneshreppur fái að leggja 80 mm. viða vatnsæð frá Grandavegi fram á Seltjarnarnes, í vatiisgeyíni, sem hreppsnefnd Seltjarnarness ætlar að byggja á nesinu. Á þessi geymir að taka sólarhringsforða af vatni fýrir nes- ið. Yatnsnefnd bæjarins lítur svo á, að ekki verði hjá því komist að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.