Morgunblaðið - 17.10.1931, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.1931, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Stormvax er nanðsynlegt fyrir vetnrinn til að þjetta hnrðir og glugga, Sparar eldivið. Hiudrar dragsúg. Kven-nærfatnaöur kominn aftur í stóm úrvali. Silki-, ísgarn-, ullar- og baðmullar (þar á meðal liið þekta, góða verki — Juvena). Silkisokkar fallegir, margir lit.ir. Brauns-Verslun. Útborgnn til skuldheimtumanna í búi Guðmundar Helga Ólafs- sonar í Keflavík fer fram á skrifstofu Guðmundár Ól- afssonar og Pjeturs Magnússonar, Austurstræti 7, kl. 10 —12 árd. frá 19. þ. m., að því leyti sem skiftanefndin hefir gert samþyktir um. Reykjavík, 17. október 1931. F. h. skiftanefndar Gnðmnndnr Úiaisson. Trjesmiðafjelag Reyk]aviknr heldur fund í dag, laugardaginn 17. þ. m. kl. 8y2 síðd. í Baðstofu Iðnaðarmannafjelagsins. Fundarefni: 1. Lög Iðnsambands byggingamanna borin upp til samþyktar. 2. Onnur mál. Áríðandi að fjelagsmenn fjölmenni. Stjórnin. Mickey Monse dansklúbburinn. Þeir aðgöngumiðar, sem eftir eru, verða seldir í Iðnó í dag frá kl. 4—8 síðdegis. Persll fyrirliggjandi. Eggert Kristfánsson * Ce. Sfmar: 1317. 1406 og 1413. Sira J6n Pálsson á Höskuldsstöðum, prófastur í Húnavatnssýslu. Fyrir nokknim dögum bar.st, nijer til eyrna .andlát þessa mæta manns, og nú síðar í blaðinu í Vísi komu minningarorð um hann. Andlátsfregnin kom ekki á óvart yinum hans nje kunningjum, þar sem hann liafði svo lengi barist við sjúkdóm, sem talinn er ólækn- andi. Að jeg tek mjer penna í hönd til að skrifa nokkrar línur um síra Jón Pálsson á Höskuldsstöðum, kemur ekki til áf því, að jeg ekki viti fullvel að hans verður rækilega minst að verðugu, heldur geri jeg mjer það til hugariiægðar, þar eð með lionum er í valinn hniginn einn af mínum viniun, einn af mín- um bestu sveitungum og samstarfs- mönnum um 20 ára bil það sem jeg stundaði btískap í prestakalli hans, og verður því hjer lítið farið út fyrir það tímabil. Síra Jón Pálsson þjónaði Hös- kiildsstaðaprestakalli i tæp 40 ár og var jeg sóknarbam hans um 30 þeirra. Samhliða prestskapnum rak hann búskap á prestssetrinu Hös- kuldsstöðum og var honum staður- inn mjög kær, og það svo, að hann kvaðst ekki geta tU þess liugsað að sækja þaðan nje flytja sig búferi- um innan sóknar, enda líka hefir súa Jón Pálsson valið sjer binsta legstað að Höskuldsstöðum. Síra Jón Pálsson var fríður mað- ur og kurteis; hann var með af- brigðum vinsæll hjá sóknarbörnum sínum og út í frá, og það svo, að hann átti aldrei í erjum við nokk- um mann alla sína prestskapartíð. Stóð hann þá í ýmsum opinberum mállum fyrir sóknir sínar og hrepps fjelaga eins og títt er um mæta sveitapresta þessa lands, þannig var bann formaður fræðslumála- sóknanna og hi'eppsfjelagsins, sáttanefndaformaður allra sókn- anna, í hreppsnefnd, um eitt skeið pöntunardeildarformaður og lengi prófdómari vig kvennaskóla Aust- ur-Húnavatnssýslu. Alt þetta, auk prestskaparins og prófaststarfinu, rækti síra Jón Pálsson með svo stakri kostgæfni og samviskusemi að ekki varð betur ákosið. Síra Jón Pálsson var ágætur prestur, valmenni hið mesta og prúðmenni í allri framkomu. Gerði góðar ræður og oft ágætar. Söng- maður prýðilegur og röddin mjúk, mild, hljómfögur og blæfalleg og því tiltekið skemtilegur fyrir alt- ari, enda þótti hann í sínu prófasts dæmi sjálfkjörinn til þess að vmna þá athöfn guðsþjónustunnar af hendi, þótt fleiri prestar væm sam- ankomnir samtímis. — Vorið 1926 kom síra Jón Pálsson liingað til Reykjavíkur og var hjer við uppsögn Mentaskó1!- ans á 40 ára stúdentsafmæli sínu. harm þá nokkrum sinnum lieim ti 1 mín og ræddum við um eitt og annað, hvar á meðal jeg sagði: „Þótt þjónandi prestar í lieykja- vík sjeu ágætir kennimenn og dýrðlegt sje að vera í kirkju hjá þeim, þá ná þeir þjer ekki með tónfegurð“. Hann tónaði yndis- lega. Prestsetrið Höskuldsstaðir er landkunnugt7 fyrir gestrisnu þeirra prófastshjónanna; síra Jóns Páls- sonar og konu hans frú Margrjetar Sigurðardóttur, sem bæði í sam- einingu gerðu þann garð frægan. Drúpa nú liöfði söfnuðir Hös- kuldsstaðaprestakalls. Drýpur liöfði Húnaþing. Ilinn góði og rjettláti yfirmaður kirltjumála hjeraðsins er til mold- ar borinn. Jeg þakka þjer, vinur, indælar stundir í kirkju. Jeg þakka þjer ástúð í samstarfi. Jeg þakka hug- Jjúfar minningar. Guð hlessi þig og minningu þína. 2. október. B. F. Magnússon. Fossáröalur. í Lesbók Morgunblaðsins frá í sumar er ritgerð um Þjórsárdal eft- ir Árna Óla. Þótt jeg sje ekki að öllu leyti sammála lionum, þá samt skal hann hafa kærar þakkir fyrir ritgerðina, og man jeg ekki eftir að neinn, sem ritað hefir ferðasögu sína, er farið hefir um þessar slóð-. ir, hafi veitt náttúrufegurðinni jafn glöggt auga sem Á. Ó. Af ókunnugleika hans er, að hann aðgreinir eklri Þjórsárdal og Fossárdal. Þjórsárdalur byrjar hjá Þverá og nær inn fyrir hæinn Skriðufell. Þá kemur Fossárdalur. Þannig voru dalirnir aðgreindir í ungdæmi mínu af gamla fólkmu. Fossá hefir frá ómunatíð runnið eftir botni dalsins og átt. sinn þátt í myndun hans; en Þjórsá ekki, a m. k. hefir ekkert mannlegt auga sjeð hana renna eftir dalnum. Að vísu rennur í stórleysingum á vorin kvísl iir Þjórsá út í Rauðá, niður í gjá og út í Fossá; en slíkt verður ekki tekið til greina, er um nafn daisins er að ræða Jeg vík þá aftur að ummælum fyrri tíðar manna. í daglegu tali var alt af sagt': „Fossinn í Foss- árdal“, Gjáin í Fossárdal, Hjálp í Fossárdal. Njála getur þess, að Hjalti Skeggjason hafi bmð í Þjórs árdal. Að dalurinn liafi heitið svo í fornöld og nafn hans svo breyttst, á síðari öldum-, er mjög ólíklegt; enda bendir bæjarnafnið Fossáv- dalur á að dalurinn hafi heifið Fossárdalur og bærinn samnefnd- ur honum. Mjiig líklegt að höfund- ui' Njálu hafi verið ókunnugur og ekki þekt hin rjettu örnefni. Mjög algengt liefir það verið í fornöld, að nefna dalina eftir vötn- um þeim er runnu yfir hotn þeirra. Hjer á landi eru margir dalir, sem bera nafn þess vatnsfalls, er renn- ur eftir ]>eim. Ólíklegt þykir mjer að bæjar- stæðið Skeljastaðir beri nafn sitt af beinum þeim er hlásið hafa upp úr jörðu þar, jiví að það er langt frá því að bein hafi Oegið þar ofanjarð- ar svo áberandi sje. Hátt uppi í Skeljafelli eru líparítskriður, smá helluhlöð sem skrika undan fæti manna er gengið er yfir þær og skrjáfar í þeim líkt og gengið sje á skeljum. Af þessum skriðum, hygg jeg að fellið beri nafn sitt og bæjarstæðið af fellinu. (Samanhev Skelhóll í Hlíðai'fjalli; líparíthóll). Hið upphaflega heiti bæjarins er hulið, það sjest, livergi í fornritum. f snmar er leið fóru Reykvík- ingar inn í Gljúfurieit á Eystri- lireppsmanna afrjett.i, og sögðu þá sögu að þeir liefðu fundið nafn-, lausan foss í Þjórsá fyrir innan [ Gljúfurleitarfossinn. Foss þessi ev, á móts við Ófærutanga og heitir^ Leðurvðrur Nýtísku dömuveski. Samkvæmisveski. STÓRT SÝNISHORNA- SAFN — Selt í dag. og á morgun fyrir mjög lá^t verð. Leðurvörudeild Hljóðfærahússins. (Brauns-vei-slun). Útbúsins. Laugaveg 38. Hinar margleftirspurðu eru komnar aftur. Einnig fjöldi tegunda af Kven- silki og ullar baðmullarsokkum. Þar á meðal tveggja krónu silkisokkarnir. Nankinsfötin, allar stærðir ,þar á meðal bláir og mislitir drengja „Overalls“. Verð frá 2.50. Vetrarfrakkar á drengi og fullorðna. Fermingarföt og Karlmanna, ung- linga og drengja F Ö T (jakkaföt og matrosaföt). Engin verðhækkun í Austurstræti 1. Hsg. G. Gunnlaugsson & Go. Nýkomið: Tomatar. Hvítkál. Rauðkál. Púrrur. Rauðrófur. Gulrófur. Gulrætur. Selleri. Laukur. Kartöflur. Dynkur, og hygg jeg hann beri nafn sift af hinu þunga hljóði er kastast milli bergveggjaima í hinu þrönga gljúfri. Ber mest á þessu hljóði ]>egar áin er í vexti. Þorsteinn Bjarnason frá Háholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.