Morgunblaðið - 21.10.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.10.1931, Blaðsíða 3
%Jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiumiim!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ JJHorgtmfektðid Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. i ■S Ritstjórar: J6n KJartansson. :E= Valtýr Stefánsson. = m Ritstjórn og afgreitSsla: | 1 Austurstræti 8. — Simi 600. = Auglýsingastjðri: E. Haíberg. = s Auglýsingaskrifstofa: = | Austurstræti 17. — Sími 700. Heimasímar: i Jðn Kjartansson nr. 742. = Valtýr Stefánsson nr. 1220. = E. Hafberg nr. 770. = Áskriftagjalcl: = Innanlands kr. 2.00 á mánuCi. = Utanlands kr. 2.60 á mánuöi. i í lausasölu 10 aura eintakitS. = 20 ura meti Uesbðk. = 'JIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIILIIIIIimillllllllllilllllllllllllllH Kieppuráðstafanir Dana. Kliöfn, 20. okt. United Press. PB. Landsþingið hefir samþykt til- lögui' stjórnarinnar, sem hafa í för með sjer 30 miljóna króna útgjöld til aðstoðar bændum og framleng- ing á styrkveitingnm vegna at- vinnu'leysisins, sem hafa í för með sjer 11V2 milj. króna útgjöld. Til þess að fá fje til þessara útgjalda verður tekjuskattur aukinn um :25%, tollar á bjór og silki auknir, :nýr tollur lágður á innflutt epli og ihernaðarutgjöld minkuð um 2—3 miljónir króna. Prumv. þau, sem fela í sjer framannefndar tillögur hafði fólksþingið samþykt á laug- ardag. í tilkynningu frá sendiherra Dana í gær segir svo: — Fjárkreppulögin voru sam- þykt á þjóðþinginu á laugardag- inn og í landsþipginu á mánudag- inn. í báðum þingdeildum greiddu jafnaðarmenn, radikalir og íhaþds- menn frumv. atkvæði, en vinstri- menn voru á móti. Þó greiddu íhaldsmennirnir Poul Drachmann, Halfdan Hendriksen og Bent HoJ- stein atkvæði á móti þjóðþinginu og í landsþinginu greiddu tveir íhaldsmenn ekki atkvæði. Þegar er lögin voru samj)j7kt, undirskrifaði konungur þau og géngu ])au þegar í- gildi. Gengi sterlingspunds. London, 19. okt. United Press. PB. Gengi steriingspunds í gær mið- að við dollar 3.87. New York: Gengi steriingspunds> •er viðskiftum lauk í gær $ 3.9iP^. Graf Zeppelin. Pemambuco, 20. okt. United Press. PB. <Graf Zeppelin lenti kl. 9.35 árd. Atvinnuleysið í Englandi. London, 20 o.kt. United Press. PB. Atvinnuleysingjar í Bretlandi ■vo.ru 2.766.746 talsins þ. 12. okt. -eða 24.774 færri en vikuna á und- an. — ' Kvennaderld „Merkúrs" heldur fund^ annað kvöld að Hótel Borg. — Áríðandi að stúlkur mæti fir hrauða* og mjólkursölubúðum. — “Samanber auglýsingu í blaðinu í dag. MORGUNBLAlÍÐ * Hð stanria (skilum. Eins og allir vita, hefir stjórnin verið óspör á það að lána bændum fje td húsabygginga, jarðræktar, áburðarkaupa 0. fl. Og hún hefir ýtt undir þá, að nota nú rækifærið til þess að komast í ríflegar skuldir. Bændurnir hafa ekki verið eftir- bátar annara í því að gína yfir þessari beitu. Þeir hafa flýtt sjer að því að hirða skildingana hjá stjórninni, hjá kaupfjelögunum og hjá kaupmönnunum, svo þar var lítið sem ekkeri eftir skilið. En svo komu eftirköstin. Það þurfti að greiða vexti og nokk- urar afborganir af lánunum, en þá kom það í ljós, að nýju bygg- ingarnar vom svo dýrar, að jarð- imar báru þær ekki, að fje skorti í vexti og afborganir, ekki síst er afurðirnar fjellu stórkostlega í verði. Eflaust liafa flestir bændur gert sjer von um það, að geta staðið í skilum. En þetta reyndist mörg- um erfiðara en þeir höfðu ætlað og nú vorii bændurnir í miklum vanda staddir. En nú hefir Yerklýðsblaðið fundið einfalt ráð tU þess að* greiða vir þessum vanda. Ráðið er að borga ekki neiitt! Blaðinu farast þannið orð 22. september: „Finst. ykkur, bændur, að þið sjeuð siðferðilegum skylduböndum bundnir við þessar skuldir? Finst ykkur það vera heilagur verkn- aður að svelta ykkur, konur vkkar og börn fyrir það að standa í skil- um? Finst ykkur ekkert órjettlæti 1 því, að með ári hverju sje æ tekið meira og meira af fram- leiðslu ykkar fyrir það eitt að þið hafið ræktað jörðina og komið upp vara.nlegum byggingum?" Mikið hafa þeir verið fáfróðir gömlu bændurnir, sem hjeldu það í einfeldni sinni einmitt lieilagt verk, að standa í skilum við hvern mann og efna öll sín orð, því þetta var gaínli siðurinn. Nú veit unga fólgið betur, síð- an rússneska sólin fór að skína yf- ir heiminn. Nú liggur öllum í aug- um uppi, að ekki þarf annað en að fara í bankann, kaupfjelagið búðina og lána það, sem hugurinn girnist; peninga til þess að byggja sjer góð hús, góðan mat til að borða, fín föt til að ganga í og ríflegt fje til að skemta sjer fyrir. Það þarf svo s£m ekki að gera sjer neina rellu út af því að borga neitt. því það væri hlægilegt. að „standa í skilum.“ Og það er svo sem engin hætta á því, að þessi nægtabrunnur þrjóti. Bankarnir hafa að vísu úr litlu að spila nema sparisjóðsskild- ingum þeirra heimsku manna. sem reyna að eyða ekki öllu, sem þeir afla, en þeir halda auðvitað áfram að leggja aura sína inn í bankann, þó aldrei sjái þeir neitt af þeim aftur. Og ekki er heldur hætta á því, að varningur þrjóti í kaupfjelag- inu. Það fær altaf nógar vörur út á samábyrgðina og hún er sann- arlega útlátalít.il fyrst enginn þarf að standa í skilum. Jeg tala ekki um kaupmanninn. Að vííúi má. öllxim standa á sama um slíka auðvaldsburgeisa. en auð- vitað fær hann ætið nógar vörur í útlöndum, sem honum er ánægja að lána bændunum, því ekki dett- ur lionum í hug frekar en öðrum, að vera svo vitlaus að standa í skilum. Og þá er ekki- hætta á að ríkis- sjóðurinn tæmist, svo fje skorii til þess að styrkja landbúnaðinn. — Jónas bregður sjer til Lundúna og fær margar miljónir að láni hjá Englendingunum. Ekkert á hann á hættu, því síst af: ölliím dettur honum það í hug, að standa í skilum. Það má nú segja, að Veridýðs- blaðið hafi komið vitinu fyrir oss alla, því nú hafa vonandi augu allra opnast fyi’ir þeim mikla sann- leika: Að það sje skömm að því að standa í skilum! G. H, Molar. Samkvæmni. Alþýðublaðið liefir flutt talsvert margar greinar um gengismálið. Varia verður þó talið að málið hafi mikið skýrst við þau skrif. Blaðið hefir rætt málið frá einni hlið, sem sje þeirri, hvem stórgróða gengis- fallið færi atvinnurekendum. At- vinnureltendum, ems og útgerðar- mönnum, sem rakað liafa saman fje undanfarin ár, á nú ofan á þetta að færa stórgjafir með geng- isfallinu, segir blaðið. í sambandi við þessar staðhæf- ing’ar sósíalistablaðsins er gaman að minnast þess, að skipshafnir á tveim togurum hafa nú leigt skip- in, sem þær voru á, og gera þau út sjálfar. Nú skyldi maður ætla, að hýrnaði yfir al þ ýð u f 0 r i n g j unu m, þegar alþýðan sjálf fer að hirða gróðann af út.gerðinni, ekki síst er svo stendur á, að „auðvaldið“ fær- ir útgerðinni nýjar stórgjafir með gengisfallinu. — En þetta stendur svo einkennilega þversum í höfði alþýðuforingjanna, að þeir fyrir- buðu harðlega þessum sjómönnum að taka skipin og gera þáu út sameiginlega á eigin ábyrgð. Er það hugsanlégt að Alþýðu- foringjamir vilji fyrirmuna sjó- mönnum að njóta grqðans af út- gerðinni og stórgjafa gengisfalls- ins? Eða gæti hitt átt sjer stað, að þeir væru ekki sanntriíaðir á út- gerðargróðann nje ,stórgjafirnar‘ 1 Þeir væru nú vísir að geta ráðið þessa gátu í fjelagi: Munnhörpu- Ólafur, Guðmundur úr Grindavík og Oddur sterki. „Þjer ferst, Flekkur“------ Alþýðublaðið nær ekki upp í nef ið á sjer út. af gengishruninu. Það hrópar reiði Lenins yfir ]>á óguð- legu, sem þessu valda. —- Eru það ekki þessir sömu menn, sem bari.st hafa, fyrir því ár eftir ár, og að lokum náð sigri í því, að lama atvinnuvegina, þar til framleidd verðmæti ekki hmkku fyrir því, er vjer þurftum að fá frá. öðrum? Eru það ekki þessir sömu menn, ’sem hafa talið, og fengið aðra til að trúa, að það væri þjóðarinnar mesta mein, ef menn græddu á atvinnurekstri ? Em það ekki þessir sömu menn, sem bein- linis eru þess valdir. að Afturhald- iö lvefir rekið þjóðarbúið með lialla ár eftir ár, og slegið sjer lán er- ‘lendis til að jafna hallann? Jú, það eru ] >essir sömu menn, sem. með ráðnum huga hafa grafið uridan gengi gjaldeyrisins. Og svo æpa þeir og spyrja: Hvað þetta eigi að þýða, að vera að fella krónuna, að vera að hringla með gengið? Það lítur út fýrir að þessir aum- ingjar haldi, að það sje engar or- sakir, sem valda gengisbreytingum. Að það sjeu bara einhverjir spila- gosar, sem geri það sjer tU dægra- styttingar að breyta gengi gjald- eyris. Siglufjarðarbrief. Siglufirði í ágúst. Bærinn var forðum orðlagður fyr ir það, hve mikið var drukkið hjer og flogist á. Tímaskifti hafa orðið að þessu eins og fleiru hjer, enda vantar nú þá, sem forðum settu einna mestan svip á bæjariífið á sumrin 1— útlendingana. Einu út- lendingarnir sem sjást hjer, eru Svíar, enda má svo heita, að þeir sjeu niú orðið þeir einu, sem nokk- uð að ráði kaupahslenska síld. Það er nú orðið flestum ljóst, að óráð mesta var upp tekið, er útlending- um var bannað að leggja síld upp t.il verkunar á íslenskum höfnum. Hefir það orðið til þess, að Ðanir, Norðmenn og Finnar hafa nú stóra fiota á miðunum fyrir utan land- helgina og veiða þar nóg fyrir inn- anlandsmarkaði sína, en eftír sitja fslendingar markaðslausir og svift- ir góðum tekjum af bryggjum, höfnum o. fl. að ekki sje talað um hinn mikla. atvinnumissi, sem af ]>essu tíltæki leiddi, enda er nú svo lcomið, að varla hefir nú meir en þriðjungur þess fólks atvinnu á Siglufirði, sem þar greip gullið úr grjótínu fyrir nokkrum árum. -— Einkasölunni liefir tekist að hfekka kaup landfólks að nokkrum mun, þrátt fyrir það, að fyrirsjáanlegt væri áður, að við gætum ekki stað- ist samkeppni við aðra síldarfram- leiðendur með hinum háu verkun- arlaunum á síld í landi. Sjómenn bera hins vegar lítíð sem ekkert úr býtum fyrir tífalt erfiðari vinnu, auk áhættunnar. Þeir eru ráðnir upp á aflalilut og aflinn er ekki mikill, þegar ofan á allar hömlur Einkasölunnar um verkun, bætíst ]>að að verð á bræðslusíld og beitu- síld kemst niður í þriðjung þess, sem það var fyrir nokkrum árum. Auk þess er það alkunna, að út- borganir Einkasölunnar eru næsta seinar, óreglulegar og að því, er marga snerth', allranglátar. Þannig hafa margar skipshafnir ekld haft néma um 200 króna aflahlut upp úr afstaðinni síldarvertíð. Þegar fæði og allra nauðsynlegasta út- tekt er dregin frá, er lítíð orðið eftir, enda eru margar skipshafnir enn þá í skuld við útgerðarfjelög- in, fvrir því sem þær hafa tekið út yfir veiðitímann Það eimir þó enn ofurlítið eftir af hinu gamla siglfirska vertíðar- lífi, en þó má segja að slagsmálin sjeu nú öllu daufari en áður og að minna beri á drykkjuskapnum, enda er gullöldin nú ilöngu um garð gengin og kemur væntanlega seint aftur. •leg kom fyrir nokkru að kvöld- lagi inn á ,,fínasta“ kaffihúsið. Dúkarnir á borðunum eni tiltölu- lega hreinir og borð óbrotin. Hljóm arnir frá seinasta foxtrottinum brjótast þunglamalega gegniun reykjarsvæluna, smjúga á milli dansflóksins á miðju gólfinu, lenda a berum veggjunum og' berast síð- an út um opinn gluggann út á göt- una. Það er nýbyrjað að skyggja á kvöldin og margt manna í bænum, því að um tuttugu skip liggja við bryggjur ríkisbræðslunnar, einu sildarverksmiðjunnar, sem er í gangi af þremur á Siglufirði. Fyrir 1 nokkrum dögum fyltust þrær henn ar og öll skip verða að bíða af- 1 greiðslu um ófyrirsjáanlegan tíma. Inni á kaffihúsinu er fólkið líka allmisilitt að sjá. Sitja við eitt borðið sjómenn í vinnufötum sín- um, þaktir síldárhreistri, en annars staðar skrifstofumenn og land- vinnufólk í sparifötum sínum. — Nokkrir af helstu borgurum Siglu- fjarðar líta einnig öðnr hverju inn þarna til að fá sjer kaffitár og hlusta á fiðlusnillinginn úr Reykja- vík. Það hefir atvikast þannig nú, eins og oftur í landlegum, að sjó- mennirnir hafa fengið sjer neðan í Það skilja engir, nema þeir, sem sjálfir liafa verið til sjós, hve ■mikil freistíng það er fyrir menn, I er jafnerfiða vinnu stunda, að fá sjer hressingu ’ landlegum. En nú er andrúmsloftið þrungið einhverju missættí, því að sjómenn hafa nú komið auga á, hve misskift er með þeim og landfólkinu, hvað kjör og útborganir sneriir. Enginn gerir það að gamni sínu að stunda síld- veiðar á 'smábá.tum eða litlum gufu skipum. Og þegar ekki er meira upp úr því að hafa, en reynslan hefir sýnt í sumar, er ekki að furða, þó að sjómenn hljóti að bera nokkum kala til riandfólksins, sem ekki einungis vinnur fyrir alt að þrisvar sinnum betra kaupi, heldur fær og uppgeri kaup sitt vikulega og þarf ekki að bíða svo mánuð- um eða jafnvel ámm slriftir eftír útborgunum Einkasölunnar eins og s.jómennirnir. Salurinn er nú orðinn svo setinn, að vandræði eru orðin með að ná í stóla lianda hinum mörgu og inis- litu gestum. Tveir fara að kítast um stól, sem báðir þykjast hafa rjett á. Og áður en varir er alt komið í báaloft. Má heita að nú sje hver höndin upp á mótí annari fyrir öðrum, því að allir virðast vera að stílla til friðar. Og meðan á þessu stendur fæðast nokkur glóðaraugu. sópað glösum og boll- um af tveim borðum og stóllinn sem ryslringarnar stafa af er bfot- inu mjölinu smærra. Þjónustustúlkan blæs í flautu tíl að kalla á lögregluna, það er ber- sýnittega ekki í fyrsta skifti, sem slíkt vill til hjerna, en lögreglan er merkilega sein til svars. Aftur á móti heyra allir á göturini í hljóðpípuniri og stréyma inn í sal- inn til að gæta að, hvað sje á seyði. En löngu áður en lögregilan hefir komið tíl skjalanna er alt dottið í dúnalogn, menn farnir að byggja að sárum sínum. spekvilera í hver hafi gefið sjer glóðarauga og hrópa á hefndir, en enginn fæst. tíl að byrja aftur. „Músík“ kallar einhver og hljómsveitin tekur að spila dillandi foxtrott. Fólkið fer aftur að dansa. Dömurnar, sem hafa hniprað sig saman meðan á slagsmálunum stóð úti í horni, taka nú í sig kjark og setjast aftur að borðunum. sem þær sátu við áður. Dansinn stendur til kl. llþó, þá fara allir út. Á leiðinni vit lendir í nokkrum pvvstrum og hrindinguiö, því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.