Morgunblaðið - 05.11.1931, Qupperneq 3
MOROUNBLAEIÐ
c
■■iiiminiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiimiliinillllllllllllllllllllimilig
■S tjtgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. ^
:= Rltstjðrar: Jðn KJartansson.
Valtýr Stefánsson.
S Rltstjðrn og afgreiCsla: =
Austurstræti 8. — Siml 600.
= Auglýsingastjðri: E. Hafberg.
S Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Slml 700. [=
55 Heimasímar:
Jðn KJartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220. =
E. Hafberg nr. 770. =
= Áskriftagjald: =
Innanlands kr. 2.00 á mánuCi. =
Utanlands kr. 2.60 á mánuCl. ||
= 1 lausasölu 10 aura elntakiC.
20 ura meC Lesbök. =
a'iiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiinmiiiiH
„Dorgeir skorargeir".
Hveis vegna var honum lagt
inni í sundum?
Nýjar hrakfarir verklýðs-
flokksins í Bretlandi.
Qagbók.
Við bæjarstjómarkosningar tapar
hann 260 sætum.
Jón Baldvinsson bankastjóri
hefir ekki svarað fyrirspurn þeirri,
:sem beint. var til hans í Morgun-
blaðinti unt daginn út af því að
togaranum „Þorgeiri. skorargeir* ‘
var lagt inni í Sundum. — Þess
vegna skal nú minst á þetta mál
dálítið nánar.
Eftir það að skipverjar á tog-
urunum „Andra“ og „Ver“ höfðu
fengið skipin leigð, ltom skipverj
um á „Þorgeir skorargeir“ í hug
ao fara að dæma þeirra, svo að
þeir þyrfti ekki að ganga iðju-
lausir. Hófu þeir því, með for-
göngn skipstjórans, samningaum-
leitanir við útgerðarfjelagið og
bankann. Stóð lengi í þeim samn-
ingum, en að lokum var þó alt
„klappað og klárt“. Sjómennimir
höfðu gengið að þeim skilyrðum,
sem þeim voru sett um leigu á
skipinu, og' bankinn hafði lofað
skipinu með því móti, að þeir
settu áltveðna tryggingu. Samning-
ar voru ])annig fullger.ðir og ekki
annað eftir en undirskrifa þá.
En þegar skipstjórinn kemur
bankann til þess að leggja fram
trygginguna, sparisjóðsbækur o. fl.
frá allri skipshöfninni, þá segir
Jón Baldvinssonj að skipið verði
alls ekki leigt með þessum skip-
stjóra. Á þetta hafði aldrei verið
minst áður, og kom það því eins
■og þruma úr heiðskíru lofti yfir
sjómennina, því að þeir höfðu
aldrei hugsað sjer að leigja skipið
með neinum öðrum skipstjóra en
þeim, sem þeir höfðu haft áður
Og svo slitnaði upp iir samningum
og skipinu var lagt inn í sund.
Með þessum hætti hefir Jón
Baldvinsson, foringi þeirra manna
sem hæst hrópa um atvinnubætur.
svift heila skipshöfn atvinnu um
langan tíma. Það er vonandi að
sjómenn muni honum það.
SterllagspuN fellnr
London 2. nóv. Mótt. 3. nóv.
TTnited Press. FB.
Oengi sterlingspunds miðað við
•dollar 3.75.
New Yorkt Gengi sterlingspunds
3-74y2.
London, 3. nóv.
United Press. FB.
Gengi sterlingspunds miðað við
dollar 3.69—3.72.
New York: Bönkum og kaup-
böllum lokað í dag (frídagur).
London, 3. nóv.
United Press. FB.
Bæjarstjórnarkosningar, sem
fram fóru í gær (mánudag) í 300
borgum og í Englandi og Wales,
hafa leitt í Ijós, að verklýðsflokk-
urinn hefir eigi haft neinu betra
gengi en í almennu þingkosningun-
uim, einkanlega í iðnaðarhjeruðun-
um. Fullnaðarúrslit eru ekki kunn,
en til þessa er kunnugt, að íhalds-
menn hafa bætt við sig 149 og tapað
fimm, frjálslyndir bætt við sig 26
og tapað fimm, jafnaðannenn eða
verklýðsmenn bætt við sig fimm og
tapað 260, óháðir bætt við sig 46
og tapað tíu. — Ljeleg þátttaka
utan Lundúnaborgar og í London
undir 35%.
-----«<P»--------
Kosriingarnar í Banda-
ríkjunum.
Washington 4. nóv.
TTnited Press. FB.
Urslit í kjördæmunum í Banda-
ríkjunum, þar sem aukakosningar
fóru fram í gær til þjóðþingsins,
urðu þau, að demokratar unnu
þrjú þingsæti, en repubílikanar 2
Hafa demokratar því náð meiri
hluta atkvæða í deildinni.
löhanna löhannsdöttir
endurtekur söngskemtun sína í
Nýja Bíó annað kvöld. Nokkuð
hefir mjer og öðrum, sem hafa
haft ánægju af að lilýða á söng
ungfrúarinnar, þótt hún fá ómak-
lega harða dóma i blöðunum, og
ekki vei'ið minst á hina mörgu
kosti, sem hún hefir til að bera.
Ungfrú Jóhanna hefir fagran
og tárhreinan sópran, röddin
ekki mikil, en vandvirkni liennar
og smekkvísi er aftur á móti ó-
skeikul. Söngskráin var vel sam-
sett. Það sem mjer þótti fallegast
var „Bosa“ eftir Tosti og Aria vir
„Schöpfung“ eftir Haydn. Er það
ekki heiglum hent að fara með
þessi lög eins fallega og ungfrú
Jóhanna gerði, því þau voru sung-
in af kunnáttu, ljett.ilega og með
yndisþokka, „Koloraturinn' ‘
Haydn aríunni var með ágætu
hljómfallí og hreinn. — íslensku
lögin hygg jeg að fáir hafi heyrt
betur sungin hjer, og er það gleði-
efni að heyra hvern nýjan lista
mann, sem ísland eignast.
TTngfrú Jóhanna á þann innn
yl, er gerir listamanninum fært að
setja sig inn í Ijóð og lög, sem
mörgum öðrum er ekki gefið. —
Jeg skrifa þessa grein að eins til
þess, að hvetja menn til að sækja
þessa einu söngskemtun, sem ung-
frú Jóhanna heldur hjer, því hún
fer norður innan fárra daga
Að endingii vil jeg svo óska
listakonunni alls góðs á þessari
braut hennar, og vona að við eig-
um oft eft.ir að fá að heyra til
hennar seinna.
Söngvinur.
Dronning Alexandrine fór frá
Kaupmannahöfn kl. 10 á miðviku
dagsmorgun.
—Veðrið (miðvikudagskv. kl. 5):
Uægðarmiðjan er nii yfir Islandi og
byrjuð að fyllast upp. Veður er
kyrt og úrkomulítið á S- og A-
landi, en um NV-hluta landsins og
úti fyrir N- og V-landi er enn all-
hvöss NA-átt með slyddu eða jafn-
vel rigningu. Hiti er víðast 1—3
stig. Að líkindum verður lægðin
kyr yfir landinu á morgun og veð-
ur víðast stilt.
Veðurútlit í Rvík í dag: NA-
kaldi. Úrkomulaust.
Dánarfregn. í .gærmorgun and-
aðist hjer í bænum ungfrú Unnur
Jóhannsdóttir (alþm. Jósefssonar í
Vestmannaeyjum), að eins 19 ára
að aldri. Fyrir tæpum tveim árum
fekk hím aðkenning að slagi og
varð máttlítil lengi á eft.ir. Var hún
á stödd í Þýskalandi á skóla. Dvald
ist hún þar um hríð sjer til lækn-
inga og fekk mikinn bata, en náði
þó aldrei fullri heilsu. Á þriðjudag
var hún á gangi hjer um bæinn,
liress og kát að vanda, og merkti
enginn, að nein breyting væri á
heilsu hennar. En næstu nótt fekk
hún nýtt áfall og andaðist kl.
7 í gærmorgun. — Ungfrú Unnur
var einstaklega efnileg stúlka, stilt
og prúð í allri framkomu, gáfuð
og skemtileg. — Lík Unnar sál.
verður flutt til Vestmannaeyja með
Lyru í dag og fer fram kveðjuat-
höfn í Bergstaðastræti 62, kl. 3y2
síðdegis.
Trúlofun sina opinberuðu síðastl.
laugardag ungfrú Elinborg Þórð-
ardóttir hjá Heildverslun Ásgeirs
Sigurðssonar og Mr. J. M. Ferrier
frá London.
Leikhúsið. ímyndunarveikin með
listdansinum „Draumur greifafrú-
arinnar“ verður sýnd í kvöld. Á
sunnudaginn var var leikurinn
sýndur fyrir troðfullu húsi. — Á
sunnudaginn kemur verður fyrsta
sýningin á leikritinu „Hallsteinn
og Dóra“.
Verslunarmannafjelag Hafnar-
fjarðar heldur fund í kvöld kl. 8y2
Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði.
Verður þar rætt um innflutnings-
er höftín og afleiðingar þeirra, sem
jegar eru farnar að koma í ljós
að eru fyrst og fremst atvinnu-
missir fjölda manns. Öllum versl-
unarmönnum og kaupmönnum í
Hafnarfirði er boðið á fundinn.
Samsætínu, er lialda átti sira
Magnúsi Bl. Jónssyni í dag í Hótel
Borg verður, sökum lokunar hótels-
ins, frestað þar tíl á laugardaginn.
Auglýst nánar síðar.
Borgar-málið. í dómsforsendum
1 Borgarmálsins er skýrt fram tekið,
að fyrirskipuð hafi verið málshöfð-
un gegn þeim hótelráðendum „en
málshöfðunarskipun dómsmála-
ráðuneytisins var ekki víðtækari“,
segir enn fremur í forsendum. Nú
skýrði dómsmálaráðuneytíð Mbl.
frá því í gær, að ekki væri enn
ákveðið hvað gert yrði í þeirri hlið
málsins, er að neytendum vínanna
'snýr.
Þakklætí hefir Mbl. verið beðið
að flyt.ja frá sjiiklingum í Reykja
hæli í Ólfusi, tíl bókaútgefanda og
annara', sem sent hafa hælinu bæk-
ur. —
Morgunleikfimi. í blaðinu í dag
Viknritið
Þeir, sem hafa fengið 1. hefti
af Strokumanninum, geta fengið
2., 3. og 4. hefti á afgr. Morg-
unblaðsins.
35 aura heftið.
fyrirlestur
heldur
föstudaginn næstkomandi kl. 8y2
síðdegis, um: Ástína. Aðalinnihald
ágrip af sálarfræði ástarlífsins,
lnnar tvær hliðar ástarinnar, sú
hin holdlega og hin andlega —
hvernig ber að snúa sjer gegu
ástínni með tíltítí tíl sálarlífsins
og siðgæðislögmálsins. eða hins sið-
fiæðilega mælikvarða.
auglýsir Benedikt Jakobsson fim-
ileikakennari að hann ætli að kenna
stúlkum morgunleikfimi og enn
fremur hafi hann námskeið fyrir
börn. Benedikt hefir kynt sjer nýj
ustu aðferðir hinnar frægu kenslu
konu EHn Fak í Stokkhólmi og
má því biiast við góðum árangri
af kenslu hans. Það er óþarfí að
taka það fram hvað leikfimi er
holl og nauðsynleg, eigi síst. þeim
sem hafa mikla innivist. Stúlkur,
sem eru við verslun eða í skrifstof-
um, hafa sjerstaklega gott af því
að iðka leikfimi, og er þá þægilegt
fyrir þær að nota morgunstundirn-
ar til þess.
Stúdentafjelag Háskólans lijelt
aðalfund fyrir skömmu. Kosnir
voru í stjórn stud. jur. Sigurður
Olason formaður, stud. mag. Jón
Símonarson ritari og stud. jur.
Valdimar Stefánsson gjaldkeri. Fje
lagið fagnar nýjum háskólastúd-
entum á laugardaginn kemur.
Hjálpræðisherinn. Hljómleika-
samkoma í kvöld kl. 8. Lúðraflokk-
urinn og strengjasveitin aðstoða.
Allir velkomnir. Barnasamkoma
annað kvöld kl. 6y2. Öll böm eru
velkomin! Dorkas-fundur kl. 8.
Innbrot var framið í fyrrinótt í
skrifstofu þeirra fisksalanna Stein
gríins Magnússonar og Jóns
Guðnasonar á fisksölutorginu. Stal
þjófurinn þar peningakas*sa, en í
honum voru engir peningar, heldur
reikningar og ýnns skjöl.
ísfisksala. Ver hefir selt afla
sinn í Þýskalandi fyrir nim 14.000
mörk og Baldur fyrir 15.000 mörk.
Markaðurinn hefir farið mjög
lækkandi að undanfömu.
Hjónaefni. Hinn 1. nóv. opm-
beruðu trúlofun -sína ungfrú Jón-
ína Jónsdóttir og Ármann Vigfús-
son.
K. F. U. M. A. D. fundur í kvöld
kl. 8i/2. Altír karlmenn velkomnir.
Árni Einaxsson kaupm. hefir leg-
ið þungt haldinn undanfarið, en
er heldur á batavegi. Hann liggur
Landakotsspítalanum.
Árás á konu. Aðfaranótt þriðju-
dags var gift kona hjer í bænum
leið heim til sín úr kvöldboði.
Á leiðinni rjeðst á hana ölvaður
maður, fleygði henni flatri í göt-
nna og reif og tætti föt, hennar.
Konan gat hljóðað og lögreglu-
ijónn, sem var skamt á brottu
Jaeyrði hljóðin. Þegar hann kom á
ettvang ætlaði ofbeldismaðurinn
að flýja, en lögregluþjónninn náði
honum og kom honum í fangelsi.
— Ofbeldismaðurinn er iir Kefla-
vík. — Konan er talsvert mikið
meidd og sparifötín, sem hún var í,
gersamlega eyðilögð.
Kristileg samkoma á Njálsgötu 1
kl. 8 í kvöld. Allir velkomnir.
„Ægir“, 10. heftí þ. á., er ný-
komið út. Efnið er m. a.: Salt-
fisksalan, eftir K. Bergsson, E.s.
Namdal eftír Svbj. Egilson, Um
síldarrannsóknir 1931, eftír Árna
Friðriksson, Fyrstu vökur á stjórn
paltí (þýtt). Þá eru og í heftinu
skýrslur um útflutning, fiskbirgðir
o. fl.
Vilh. Finsen ritstjóri var meðal
farþega á Lyru hingað. Er hann
koiminn til þess að sjá um útgáfn
„Islands Adressebog“.
Flutningur á húsi. Jón Jónsson
frá Flatey hefir farið fram á við
bæjarstjórn, að hann fengi 2500
krónur úr bæjarsjóði fyrir að
flytja hús nr. 76 við Hverfisgötu
inn í rjetta húsalínu. Byggingar-
nefnd leggur tíl að honum sjeu
greiddar 1600 krónur fyrir það
verk .Lóðarræmu, sem bærinn þarf
að fá tíl breikknnar á götunni
þarna, vill J. J. selja á 14 kr. fer-
metrann, en fasteignanefnd viB'
gefa 11 kr. fyrir fermetrann.
Blágrýti og gTágrýti. Veganefnd
hefir óskað effir því að bæjarverk-
Finnbogi Hr. Larsen
í Varðarhúsinu,
Aðgöngumiðar
verslun Sigfúsar
1 krónu.
seldir í Bóka-
Eymundssonar á
Dansskóli
Sigurðar Guðmundssonar
&
Fríðar Guðmundsdóttur.
Fyrsta dansæfing í Hafnarfirði í
kvöld í Hótel Björninn.
Ódýr matarkaup.
Okkar viðurkenda afbragðs góða
cjötfars á að eins 75 aura y2 kg.
Wienarpylsur 1.50 y2 kg. Medister-
Dylsur 1.10 y2 kg. Hakkað kjöt
1.35 i/2 kg.
Alt viðurkent að gæðum, sem það
besta.
Kjötverslun
Vesturgötu 16.
Sími 1769.
fræðingur ljetí nefndinni í t.je upp
lýsingar um notkun og nothæfi
„Boðaioss11
fer annað kvöld klukkan 11
til Hull og Hamborgar.
Farseðlar óskast sóttir
fyrir hádlegj á morgun.
Bógm|01
•g alls konar
krydd
í slátrið.
Vorsl. Foss.
Laugaveff 12. Simi 20SL