Morgunblaðið - 26.11.1931, Síða 3

Morgunblaðið - 26.11.1931, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ iiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiDg útíeí.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. s Rltatjðrar: Jön KJartanaaon. Valtýr Stef&naaon. Rltatjörn og afgreltiala: Auaturstrætl 8. — Sfaal 100. = AuKlÝalnKaetjörl: K. Hafberc. Auglýeingaskrlfstofa: Austurstræti 17. — Slaai 700. = Helnaslmar: Jön Kjartansaon nr. 741. Valtýr Stef&naaon nr. 1110. = E. Hafberg nr. 770. Áakriftagjald: Innanlands kr. 1.00 & mánufll. = Utanlands kr. 1.60 & aa&nufll. S t lausasölu 10 aura eintakifl. 20 ura mefl Leabðk. = llllllllllllllllllllllllllllll|l|||||||||||||||||||||ll||||||>||||||||||i Pólitískar ueðurfregnir. Molar úr viðskifiaprjedikun Ásgeirs. 'Sú pólitíska gola, sem „eng inn veit hvaðan kemur nje hvert fer“, var fallin í logn í Tíman- um, en 21. þ. m. blæs aftur upp með grein, sem heitir „Við- skifti“. — Má um það pólitíská veðurfar segja, eins og skáldið kvað: Veðrið er hvorki vont nje gott, varla kalt, og ekki heitt. Það er hvorki þurt nje vott, það er svo sem ekki neitt. Hinn forni farvegur. „Straumur tímans fellur í hinn forna farveg vöruskiftanna“, segir fjármála-dúkka Aftur- haldsins. Þetta á að sætta bændur við að afhenda kaupfjelögunum bús afurðir sínar fyrir óuppkveðið verð, sem að lokum verður venju lega mun lægra en orðið hefði annars staðar í frjálsri sölu, og að taka í staðinn vörur, sem venjulega eru mun dýrari en í nokkurri annari heildsölu. Nei, það er víst hvergi nema i kaupfjelögunum, sem viðskiftin eru fallin í hinn forna vöruskifta og skuldafarveg selstöðu- og -^inokunarverslunarinnar. Þetta >er eitt af því, sem Tíminn verður að endurtaka sex sinnum. „Að standa upprjett". „Það væri dauði fyrir okkar þjóð að leggjast nú á bakið þeg ar allir aðrir neyta alls hins ítr- asta í stað þéss að standa upp rjétt“.----- Annað hvort er þetta dálítið •óljóst orðað eða dálítið óljóst hugsáð. En ef hjer er átt við >það, að íslenska þjóðin eigi að standa upprjett, þá fer ekki illa á því, að Afturhaldið geri þá kröfu, eftir alt það, sem það hef- ir igert til þess að koma fótum undir land og þjóð, fjárhags 3ega! Haftastefna og heimskreppa. „Þáð er fáviska að ætla, að innflutningshöft okkar sje upp haf tolla- og haftastefnu þeirr- ar, sem nú er ríkjandi í heim inúm. Þáð er álíka fáviska og að íslenskt stjórnarfar undanfar- in ár sje orsök heimskreppunn- ar“. — Hjer er lagst í „hinn forna farveg" blekkinganna. Svo er látið heita, sem andstæðingar stjórnarinnar hafi haldið því fram, að innflutningshöft hjer sjeu crsök tollastefnunnar í heim- inum, og að fjármálaóstjórnin lijer í tíð núverandi stjórnar, sje orsök heimskreppunnar. — Síðan mótmælir höfundur þessu, sem enginn hefir haldið fram, og eng- um manni með fullu viti gæti dott ið í hug að halda fram. Það, sem stjórnarandstæðingar hafa sagt um þessi tvö atriði, er þetta: Þótt vjer af frjálsri á- kvörðun neytendann-a drægjum úc kaupum á framleiðsluvöru við skiftaþjóða vorra, myndu þær ekki einu sinni veita því eftir- tekt. En er stjórnarvöldin bein- línis banna innflutning og neyslu á framleiðslu ]æirra, hljóta þær að veita því eftirtekt, og þótt það dragi þær lítið eða alls ekki neitt, skoða þær það þó sem óvingjarnlegt bragð, sem rjett- mætt sje að mæta með samskon- ar ráðstöfunum gegn sölu vorra framleiðsluvara þar í landi. — Þetta er nú þegar sannað mál, og þarf því ekki um það að deila. Um fjármálastjórnina og kreppuna hafa Sjálfstæðismenn sagt þetta: Kreppan leikur þjóð- irnar misjafnlega grátt, eftir }>ví, hvernig þær eru undir hana búnar.. Stjórnin hefir fært Is- lendinga úr skyrtunni fjárhags- lega, þeir verða að mæta þessum fimbulvetri naktir. Þetta er nokkuð annað en að segja það, að fjármálastjórnin á Islandi sje orsök heimskrepp- unnar! Breska músin og ljónið frá Laufási. „Eiga Englendingar því meira undir okkur í viðskiftum en við undir þeim“, segir Ásgeir. Ja, vesalings Bretar. Skyldi þeim vera þetta ljóst. Þeir eiga sem sje undir högg að sækja hjá okkur með 0,8°/oo af sinni út- flutningsvöru! en við höfum ekki markað hjá þeim nema fyrir 16,4% af okkar útflutningi. b) e) oa Stefna þeirra er að veikja gjaid- þol borgaranna. Á síðasta bæjarstjórnarfundi minti Jón Ólafsson sósíalista á það livemig þeir hefðn altaf kom- ið fram í hagsníunamálum Reyk- víkiuga. Þeir hefðu gengið í flokk með Pramsókn, og stutt af alefli að tollur kæmist á kol og salt, vitandi vel, að Reykjavíkurbúar bæru mest af þeim tolli. Beint tál þess að sliga gjaldþol bæjarmanna hefðu þeir á undanfömum árum borið fram tillögur um hækkun bæjargjalda, er samtalls næmu 10 miljónum á síðari árum. Væri það ákveðin stefna þeirra með sem mestum álögum, að veikja gjald- þol bæjarbúa. Taldi J. ól. það nauðsynlegt, að bæjarbúar veittu slíku frámferði sósíaliista meiri gaum, en þeir hingað til hafa gert. Og jafnframt væri lærdómsríkt að athuga fjár- hagsafkomu þeirra kaupstaða, þar sem sósíalistar hefðu komist tSí valda. Þyrfti ekki lengra að fara en til Hafnarfjarðar. En taka mætti fleiri dæmi hjerlend, svo sem fsafjörð. . , Svo ætluðust sósíalistar t.il þess að bæjarbúar tryðu þeiin fyrir fjármálum bæjarinS(!) Búnaðarsambanö Suðurlanðs hjelt ankafnnd að Þjórsártúni 23. nóv s.l. A fundinum voru mættir um 30 manns, og auk þess Sigurður Sig- urðsson biinaðarmálastjóri, báðir þingmenn Rangæinga og Jörundur Brynjólfsson alþm. Yms mál voru tekin til meðferð- ar á fundinum og voru þessi þau helstu: 1. Fjárhagskreppan. í sambandi við liana var mikið rætt um vinnu launin og verðlag afurðanna. — Nokkrar tiMögur voru samþyktar í þessu máli og var efni þein-a þetta a) Skorað var á bændur, að hlaupa ekki hver fram fyrir annan með óhæfilegar kaup- greiðslur. Sambandsstjórninni var falið að vera leiðbeinandi um það, hvaða vinnulaun framleiðsla bænda þolir á hverjum tíma. Skorað var á Alþingi, að taka til athugunar hvort það ekki sjái sjer fært, að semja lög er verndi bændur frá að verða. að flosna upp frá jörðum sínum vegna innheimtu skulda. Skorað var á búnaðarfjelögin, að beita sjer fyrir sparnaði hvert á sínu svæði, svo og aukinni framleiðslu og notkun hennar á öllum sviðum. 2. Samgöngumál. Skorað var á rikisstjómina að halda bílfærum í vetur þjóðveginum frá He-llisheiði og austur í Pljótshlíð, svo mjólk- urflutningur ekki teppist vegna snjóa. 3. Umbætur á sláttuvjel. Skýrt var frá því, að Sigurður bóndi Sigurðsson á Steinmóðarbæ undir Eyjafjöllum hefði fundið upp á- hald, er hann festir á sláttuvjel. Rakar það heyinu aftur í hey- skiiffu, um leið og slegið er. — Þykir áhaiid þetta hentugt á vjel- tækt snögglendi. 4. Húsmæðraskóli á Eyrarbakka. Kosin var nefnd til að athuga möguleika til stofnunar húsmæðra- skóla á Eyrarbakka .Eru til hent- ug og ódýr húsakynni þar á staðn- um. Þessir hlutu kosningu í nefnd- ina: Guðmundur Þorbja.marson, Stóra-Hofi, Haraldur Guðmunds- son, Eyrarbakka og Lýður Guð- mundsson, Sandvík. Fútcekraframfcerið Þriðjungur bæjairgjaldanna.. Stríö. d) Maggi Magnús læknir flutti um það tillögu á síðasta bæjarstjórn- arfundi, að kosin væri þriggja manna nefnd til þess að athuga fátækramál bæjarins, og gera til- lögur um það, hvernig þeim megi skipa á hagfeldari og ódýrari hátt, en verið hefir. \’ar tillögu þessari vísað til fjárhagsnefndar. Er flutningsmaður bar fram til- lögu þessa benti hann á, að af öllum gjöldum bæjarins undanfar- in ár hefði Vs farið til fátækra- framfæris. Þótti honum, sem þetta mikla íatækraframfæri væri ískyggilegt, þar sem um hefði verið að ræða góðæri, og í bænum hefði sama og ekkert. atvinnuleysi verið. Hann komst að orði á þessa leið: —- Jeg sje ekki, að Reyþvík- ingar geti undir því risið, ef fátækraframfærið hækkar mikið fram úr þessu. En vitaskuld er það skylda bæjarins, að sjá fólki fyrir nauð- synlegum lífsþörfum. Jeg sje ekki að það sje neinum einum manni að kenna, þó fátækraframfærið sje dýrara en nauðsyn ber til. Prem- ur mun um vera að kenna úreltu skipulagi. Benti tillögumaður t. d. á, að dýrt væri fyrir bæinn, að greiða alla læknishjálp eftir taxta stað þess að hafa sjerstakan lækni, fyrir sjúktinga þá, sem bærinn þarf að arihast um. mansjúríuöeilan. Tokio, 25. nóv. LTnited Press. PB. Mainami hermálaráðherra hefir tilkynt á ráðherrafundi, að jap- anska hertiðið í Tsitsihar verði kvatt á brott þaðan. Stjórnin hafði áformað að leggja til við Þjóðabandálagið, að það hlutaðist til um að kínverska herliðið í Ehinehow væri kvatt á brott, en hætti við það áform, þareð stjórnin komst að þeirri niðurstöðu að þjóðabandalagið gæti ekki haft afskifti af þessu. Laxveiði var afar lítil í ám á Norðurlandi í sumar. Um veiði i Laxá í Þingeyjarsýslu, segir í brjefi til PB: Á Laxamýri, þar sem veiðin er ætíð mest, hefir ekki afílast neitt svipað því eins mikið og árin á undan, og svip- að er að segja um aðraa laxveiði- jarðir í Aðaldal og Reykjadal. Rtuinna í sueitum og atvinnuleys’’ í kaupstöðum. Maggi Magnús læknir bar fram þá tillögu á síðasta bæjarstjórnar- fundi, að athugað yrði, hvort ekki væri þörf á vinnuafli út um sveit ir, umfram það sem nti er þar. Gæti bæjarstjórn, eða atvinnubóta- nefnd síðan vísað mönnum, eink um einhleypum, sem atvinnulausir væru hjer, á þá vinnu. , Síðan M. M. flutti þessa tillögu sína hefir birtst frjettabrjef hjer í blaðinu, norðan úr landi, þar sem skýrt er frá því, að svo mikil fólksekla hafi þar verið í haust, að bændur hafi átt fult i fangi með að hagnýta sjer sláturafurðir. Má nærri geta, að lítið er þá enn um vinnukraft, á þeim slóðum. Og úr Þingeyjarsýslu er (þess getið, að vísu sem nýlundu, að bóndi hafi fengið sjer þýskan fjárgeymslumann, því á innlend- um var þar ekki völ, í haust. Sósíatistar gerðu óp að þessari tillögu Magga Magnús, og töldu hana engri átt, ná. Tillögunni var vísað til fjárhagsnefndar. En eitt af því, .sem sósíalistum þótti athugavert við tillögu þessa var það, að hjer kæmu aðeins ein- hleypir menn til greina. En hæjar- stjórn myndi síst hugsa um at- vinnu handa þeim — láta fjöl skyldumenn sitja fyrir. —• Þvi þá ékki að beina þeim einhleypu mönnum til atvinnu, ef hún er fáanleg? Norski flugmaðurinn Trygjjve Gran segir þessa sögu 11. nóv- ember s.l. í tilefni af þvi, að þá var 13 ára afmæli vopnahljessamp- inganna: — Ósjálfrátt minnist jeg 11. jnóvember 1918. Jeg var þá á her- flutningaskipi, sem var á leið frá Árkangel til Englands. Parþegar voru margir og sinn af hverju • sauðahúsi. Þar voru liðsforingjar, hermenn, rússneskif ýlóttamenn og fióttakonur. Klukkan 6 um kvöld- ið komum við til Hammerfest. Það ar dhnt — nema hvað ljósin i bænum spegluðust einkennilega í höfninni og á lofti voni töfrandi nörðurljós. Norskt flotaskip lagði síbvrt. að okkur og upp á skip okkar stökk norskur sjóliðsforingi. Hann sá mig og þekti mig. „Til lvamingju!‘ ‘ hrópaði hann. „Með hvaðf* spurði jeg. ..Með friðinn“, svaraði hann; „það var samið opna.hlje klukkan 1 í dag“. Rjett á eftir kváðu við enda- Taus fagnaðaróp um alt skipið. — Konur og karla ljetu eins og þau væri orðin ær. Það var eins og >a.u hefði fengið fyrirheit um öll heimsins gæði. Aðeins einn maður lititi japanskur herforingi — ljet sem ekkert væri. Seinna um kvöldið átti jeg tal við hann. — Hvernig stendnr á þvi að þjer gleðjist ekki eins og aðrirP‘ spurði jeg. Oymada hersfhöfðingi brosti og mælti svo: ..Það er vegná þess, að jeg skuli ekk'i þurfa að segja við sjálfan mig á fimt- ugsafmæli mínu 11. nóvembrr 1931: Þú gladdist of snemma.“ Það er einkennilegt, en það er satt. Hinn framsýni Japani, Oym- ada ófursti, er nú á fimtugsafmæli sínu með her sinn hjá Tahsen, norðan við Nonni-f 1 jótið í Man- sjúrím Hann hugsar sjálfsagt nia fleira en að sigra Kínverja. Hano hataði Rússa, og hatar þá sjálfsagt, enn. Og þetta kalla menn frið á jörðu! Matreiðsluskóla á Eyrarbakka hefir frk. Soffía Skúladóttir hyggju að halda um þriggja mán- niann. aða tímabil, frá 6. janúar n.k. Víðtækar ráðstafanir áform- aðar í Danniörku til bjálpar landbúnaðinum. Khöfn. 25. nóv. United Press. PB. Á sameiginlegum fundi beggja þingdeilda ríkisþingsins tilkyuti forsætisráðherra, að ríksstjómin hefði til ihugunar ýmiss konar víðtækar ráðstafanir til þess að aðstoða bændur landsins. Einnig kvað forsætisráðherrann í ráði að takmarka innflutniug á óþarfa vamingi. Demokratar í meiri hluta t þingi Bandaríkjanna. Washington .25. nóv. United Press. PB. Demokratar hafa unnið rigur í aukakosningum í tveimur kjör- dæmum í Texas. Þingmenn demo- krata i fnlltrúadeild þjóðþingsins eru pú 218 talsins, repnbtikana 216, en verkamenn og bændur (Farmer Labour) hafa einn þing-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.