Morgunblaðið - 18.12.1931, Síða 5
Föstudaginn 18. desember 1931
5
Molar.
Útreikningur Erlings.
Erlingur FriÖjónsson lief'ir beðið
Alþýðub.aðið fyrir nokltur hugg-
unarorð til þjóðarinnar út af töp-
um Síldareinokunarinnar. — Telst
honum svo til, að tapið verði
aldrei nieira en 1 y2 miljón króna.
Finst lionum það ekki mikið, sam-
anborið við töp ýmissa útgerðar-
ma’nna og fjelaga, er hann nefnir.
Það er auðsjeð á þessu, að Er-
lingur telur ekki tap á Síldarein-
okuninni annað en það, sem ríkis-
sjóður tapar. Hann skilur ekki
e$m, að höfuðtöp hennar eru það,
sem útgerðarmenn og sjómenn
hafa tapað á henni á hverju ári.
Hann skilur ekki þau töp, sem
felast í því, að þegar síldarverð
í Svíþjóð var 40 aurar sænskir
fyrir kílóið, þá fengu íslenskir
sjómenn og útgerðarmenn 12 aura
íslenska. fyrir kílóið, og þegar
greiddir voru í Svíþjóð 30 aurar
sænskir fyrir kilóið, þá fengu ísl.
útgerðarmenn og sjómenn 2 aura
íslenska. Hann skilur það ekki
enn, að Island hefir á hvérju ári
tapað miljónum króna á Síldar-
einokuninni, auk þeirra tapa sem
ríkissjóður nú bíður.
Samanburður Erlings.
Erlingur ber saman töp Sildar-
einokunarinnar og útgerðarmanna.
Finst honum einokunin liafa stað-
ið betur í skilum.
Þeir titgerðarmenn, sem orðið
hafa gjaldþrota, hafa borgað tugi
og sumir hundruð þúsunda í sveit-
arsjóði. Þeir hafa borgað ríkis-
sjóði útfiutningsgjöld og tolla,
stórkostlegar uphæðir, og sjó-
mönnum hafa þeir borgað óskerta
hluti eftir fyrir fram ákveðnu
verðlagi á óverkuðum fiski og
síld. Þeir hafa borgað hverjum
«itt án tillits til verðfálls á er-
lendum markaði.
Einokunin borgar ekki sveitar-
sjóði neitt, hún borgar ekki út-
flutningsgjöld, tolla nje aflann Þl
útgerðarmanna og sjómanna, nema
eitthvað bjargist á þurt land úr
sukkinu. Hún borgar engum neitt
fyr en hún hefir satt sína eigin
óstjórnarhít, og sú hít reyndist
óseðjandi, svo allir töpuðu. Hún
er í vanskilum við alla. HJá Ein-
okuninni er gjaldþrotið að eins
lokaþáttur tapanna og sá minsti.
En hjá útgerðarmönnum flestum,
sem gjaldþrota hafa orðið, hefir
hallinn við skifti búsins verið eina
tapið, oftast tap, sem þeir hafa
áður verið búnir að borga í ofháu
verði til landsmanna sjálfra.
Ófimur fjármálaspekingur.
Maður utan af landi skrifar:
„Allir hjer hissa á útvarpsræðu
Á. Á. um Landsbankann, og er
álit allra, sem á hana minnast,
eins Framsóknarmanna, að hún
liafi vakið óþarfa tortryggni út um
land, og spilt fyrir góðu áliti bank-
ans bjá þeim sem nokkprt marlt
tóku á ræðunni."
Hjer er ljóst dæmi um það, hve
alvarleg hætta liggur í því, að
setja óliæfa menn í vandasamar
stöður: 1 atvinnuleysinu hjer í
Reykjavík, verður fjöldi innstæðu
eigenda að taka sparifje sitt til
eyðslu. Aðrir innstæðueigendur
vita ekkert um lætta, síst út um
land. En fjármálaráðherrann mis-
skilur þennan einfalda hhit. Hann
heldur að menn .sjeu að gera ,run‘
á bankann. ög svo fvlgif annað
axarskaftið. Hanu þýtur í \itvarp-
ið og fer að segja fólki, að það
sje óþarft að rífa iit innstæðurnar,
það sje engin hætta, ef menn bara
sjeu rólegir.
Fólk, sem ekkert hefir lieyrt um
neina hættu, verður hrætt. Það
skilur ráðherrann svo, að nú sjeu
þeir syðra, að reyna að bjarga sínu
— og það vill líka hafa sitt á
þurru landi.
Valdið er voði í óvita höndum.
Hún náði prestsfundi.
Það þótti á Sturlungaöld sjálf-
sagt að menn næðu prestsfundi,
áður þeir væni höggnir Va.r það
talið einlilítt til sáluhjálpar.
Afturhaldið liefir víst þóttst sjá
vel fyrir ráði Jónasar, er það felck
honum tvo presta, Asgeir og
Tryggva. Það gat ekki betur gert
eftir atvikum. En nú sýnist nokk-
ur vafi á því, að þetta hafi verið
umhyggjusamlega ráðið, ef nokkuð
má af því álykta, hvernig þeir
skildust við afkvæmi hans. Síld-
areinokunina. Sýnast þeir hafa
tekið að sjer böðulsstarfið gagn-
vart ætt Jónasar.
Það væri efni í áhrifamikinn
■sorgarleik fyrir hirðskáld Aftur-
haldsins Þorberg og Laxness: Jón-
as er að skrifa hrós um Síldarein-
okunina í Tímann. Hann er að
hampa henni framan í þjóðina,
skýra frá því, hvernig hún hafi
bjargað síldarmálunum úr „ófremd
arástandi“ og hvílíka framtíð hún
eigi. Hann er að lofsyngja guð-
föður hennar, Erling og ljósmóð-
urina frá Norðfirði.Þá heyrir hann
hvin af öxi, og kjöltubarnið liggur
eins og afhausuð síld fyrir fótum
hans. Hann llítur upp og sjer yfir
sjer tvær „postullegar fígúrur“
með blóðuga öxi.
Hvers má hann sjálfur vænta ?
Hin ljettu spor.
Sumir telja að íslensku þjóð-
ina skorti mjög verklega þekkingu
og leikni í störfum, til þes.s að ár-
angurinn af elju hennar færi henni
lífsþægindi og mentun í hlutfálli
við stritið. Aðrir telja að hana
skorti mest andlega vakningu. —
Hinir fyrtöldu vilja leggja' sjer-
staka alúð við það að efla og
bæta sjerskóla : búnaðarskóla, hús-
mæðraskóla. sjómannaskóla, iðn-
skóla o. s. frv. Þeir síðar töídu
leggja meiri áherslu á eflingu lýð-
skóla, og vilja lielst- gera kenslu-
stundir í liverjum skóla að vakn-
ingarsamkomum.
Síðari stefnan virðist vinna á
gegn hinni, líklega af því að námið
e: ljett og þyki» .skemtilegt. Lítið
er heimtað. kenslan „fyrirlestrar*‘,
próf lítil eða engin, leikir dans
og frí.
Yerklegu skólarnir þykja þreyt-
andi. Mikil vinna og prófkröfur.
Piltar og stúlkur fá ekki að vera
saman, og það sem verst er: kensl-
an virðist undirbúningur undir
strit, eimnitt það, sem fæstir girn-
ast, en þjóðfjelagið þó svo sárlega
larfnast.
í Borgarfirði hefir staðið mynd-
arlegur búnaðarskóli mörg ár. —
Bíkið liefir verið örlátt við skól-
ann. Náði örlætið hámarki, þegar
mágur skólastjórans varð forsæt-
isráðherra. Þá var bygð svo fín
íbúð fyrir þær ea. 20 kýr( sem
ríldð átti þar, að gisting þeirra er
nú álíka dýr, eins og .leigt væri
fyrir hverja þeirra herbergi á Hó-
tel Borg með öllum þægindum.
Jónas fylgir vakningarstefnunni.
Tlann fvltist afbrýði gegn mág-
semdarfjósinu. í bræði sinni tók
hann að brjóta niður fjós. Hann
gerði heimreið í Reykholt með
lmbein, sleggju og misreikninga
Guðjón, lagði ríkisfjósið þar i rúst-
ir, bygði vakningarskála á rúst-
irni og ljet Ásgeii' vígja.
Nú sneyða námsmenn hjá Hvann
eyri. Gerist rúmt i skólastofunum
og fæst varla maður til að taka
tii í kúaherbergjunum. Tryggvi er
jafnvel farinn að hugsa um að
gera máginn að landbúnaðarráð-
herra. En „þar sem piltur og
stúlka leika saman“, er gleði og
glaumur. Reykholt vinnur, Hvann-
eyri tapar.
Enskur stjórnmálamaður
látinn.
Nýlega er látinn enski stjórn-
málamaðurinn T. J. Macnamara.
ITann fylti fyrst flokk frjáls-
lyndra, síðan gekk hann i sam-
steypuflokkinn og seinast tók
hann sæti í stjórn Mac Donalds
sem atvinnumálaráðherra. Hann
var fyrst kosinn á þing árið 1900
og sat þar stöðugt þangað til fyrir
tveimnr árum, að hann dró sig til
baka vegna vanheilsu. Hann var
fæddur í Kanada 1861.
Stríðið í Mansjúríu.
Þeir hafa ekki orðið mjög mann-
skæðir bardagarnir í Mansjúríu
milli Japana og Kínverja, eftir
því sem skýrslur Japana herma.
Fram til 1. desember segja Jap-
anar að manntjón sitt ihafi verið
210 fallnir, þar af 12 liðsforingj-
ar, og 473 særðir, þar af 27 liðs-
foringjar.
Innheimta bæjargjalda
gengur ekki betur í Ósló
en hjer.
Hinn 30. nóvember höfðu inn-
heimst í Osló bæjargjöld alls 18.3
miljónir króna, eða 36% af því,
sem bæjarbúum var gert að greiða
(50.9 milj.). Á sama tíma í fyrra
liafði innheimtan gengið heldur
skár, því að þá höfðu innheimst
36.78%. Innheimta á skuldum frá
fyrri árum hefir gengið mjög bág-
lega í ár og eru ástæðurnar til
þess raktar til verkfallanna í land-
inu og kreppnnnar.
Færeyingar
búast við að fá markað í Dan-
mörk fyrir saltfisk sinn.
Færeyingar eiga enn mikið óselt.
af saltfiski sínum, og leita nú í
allra bragða að fá markað fyrir
hann. En allar tilraunir þeirra að
selja fiskinn í Ameríku og Mið-
jarðarliafslöndunum liafa orðið ár-
angurslausar. Aftur á móti. búast
þeir nú við því að geta selt megin
hluta fisksins í Danmörku. Hafa
þeir haft þar sendimann, Mörk að
nafni. Hann kom heim til Fær-
eyja í byrjun þessa mánaðar til
þess aS ræða um verð og söluskil-
mála við fiskeigendur, en er nú
kominn til Kaupmannahafnar aft-
ur tíl þess að gera út um kaupin.
Bækuí til ifilagjaía.
Blblía, 5.00 til 25.00. Sálmabækur 6.25 til 18.00 — Passtusálmar 5.00 og' 7 00 —
Helgist þitt nafn, eftir V. Snævarr 3.50, 5.00 —- Almenn Kristinsaga, eftir JÓn
Helgason bisltup 4 bindi, ób. 27.00 ib. 45.00 — Kristnisaga íslands, eftir dr. Jón
Helg'ason bislcup, 2 bd.f ób. á 10 kr. hvort — Frá heimi fagnaóarerindisins, eftir
Ásmund Guðmundsson dósent, ib. 15.00 — Fimrn höfuSjátningar, eftir Sig. P.
Sívertsen prófessor, ób. S.OO — DaghÓkin mfn, eftir ValgerSi Jónsdóttur biskups-
frö, ih. 4.00 — Ptslarsagan, meS myndum, ásamt hugvekjum, eftir sr. FriSrik
Hallgrímsson, ib. 5.00. — HundraS hugvekjur, ib. 12.00, 16.50. — Marteinn Lúter,
eftir jragnús Jónsson próf. il>. 6.50 o. fl. — o. fl.
Heiinskrlng-Ui ób. 16.00, ib. 26.00. — Menn og mentir I—IV. eftir próf. Pál E. Óla-
son ib. 100.00 og 120.00. — Saga Reykjavtkur eftir Klemens .Tónsson ib. 25.00. —
íslensk l.estrareðk eftir Sig. Nordal próf. ib. 10.00, 15.00, 18.00. — íslenskt þjóS-
orni og íslandssag'a eftir Jón Aðils, hvor ib. á 10.00. — Fyrirlestrar Þorvalds GuS-
mundssonar ib. 15.00. — Alþingismannatal ób. 10.00, ib. 13.50. — Undirbúningsárin
eftir sr. FriSrik FriSrikssoon ib. 10.00. — Icela.nd eftir Þorst. Þorsteinsson ib.
10.00. — NorSur um höf eftir Sigurgeir Einarsson ib. 17.50. — Ennýall eftir dr.
Helga Pjeturss ób. 10.00. —* Síldarsaga eftir Matth. ÞórSarson ób. 10.00, ib. 17.50.
— Goethe: Faust, Isl. þýSing ib. 15.00. — Sehiller: Mærin frá Orléans ib. 7.00. —
Á íslandsmiSum eftir Loti ób. 6.00, ib. 12.50. — Vestan um haf, ljóð og' sögur frá
Vestur-íslendingum ób. 15.00, ib. 23.00. — Icelandic Lyrics ib. 15.00 og 25.00. —
Vesalingar eftir Hugo ib. 21.00. — MaSur og kona eftir Thoroddsen ib. 10.00. —
Piltur og stúlka eftir Thoroddsen ób. 6.00. — Bókin mín eftir Ingunni Jónsdóttur
ib. 6.50. — Saga Snæbjarnar I Hergilsey ób. 7.00, ib. 10.00. — Ritsafn Stgr. Thor-
steinsson, 2. bindi ób. á 10.00. — Málleysingjar eftir Þorstein Erlingsson ib. 0.50. —
Þúsund og ein nótt, 5 bindi í sltb. 55.00. —- ‘tVallace: Ben Húr ób. 7.75, ib. 16.00. —
Fiskarnir eftir dr. Bjarna Sæntundsson ib. 15.00. — Dýralækningabói: ' ' Mevnfts
Einarsson ib. 15.00. —- Ritsafn Gests Pálssonar ób. 12.00, ib. 17.50. — Uíiga frá
Slcaftáreldi eftir Jón Trausta ib. 20.00. — Keppinautar eftir sr. Fr. Fr. ib. 5.00. —
Frans frá Assisi eftir sr. Fr. Rafnar ób. 7.00, ib. 11.00. — Hrafnhildur, saga eftlr
Jón Björnsson 6b. 6.50, ib. 13.00. — Ný bók: Kvttldræfcur ú KennHrnskólnuum eftlr
sr. Mlignfls Helgason ób. 0.0«, ib. 8.00 «g ÍO.OO. o. fl. O. fl. O. fl.
Ljðllmæib Hannes Hafstein. — Einar Benediktsson. — Herdís og Ólína Andrjes-
dætur. — GuSm. FriSjónsson. — Þorsteinn Erlingsson. — DavIS Stefánsson. —
Steingr. Thorsteinsson. — Jón Thoroddsen. — Jónas Hallgrimsson. — Jakob Thor-
arensen. — Jón Magnússon o. fl„ o. fl. — Hafræna, sjávarljóS og siglinga ib. 10.00.
Svanhvít 6b. 1.75, ib. 6.00. — Islensk söngbók ib. 5.00. o. fl„ o. fl.
Mynclir iir Meiiiiingarsttgn íslands eftir Sigfús Blöndal og Sig. Sigtryggsson ób.
5.00, ib. 7.50. — Myndir Guóm. Tborsteinssonar 8.00. — Myndir RlkliarSs Jónsson-
ar 12.00 o. fl„ o. fl.
Barnnbiekur. MeS litmyndum: Hans og Grjeta, 3.00. — Öskubuslca 3.00. — Stígvjel-
aði kötturinn 3.00. — KynjaborSiS 3.00. — MeS myndum: Gosi, æfintýri gerfipilts
4.00. — För Gullívers til Putalands 1.50. — Tumi þumall 2.50. — Þrautir Heraklesar
2.50. _ Feröir Miinehhausens baróns 2.50. '•— Æfisaga asnans 2.00. — Refurinn
hrekkvisi 2.00. — Jólasveinarikiö 2.50. — Slceljar 1.50 og' 1.25. -— Lisa og Pjetur
2.00. _ Ottó og Karl 2.25 og 3.00. -— Sögur æskunnar 5.00. — DýraljóS, dr. GuBm.
Finnbogason safnaSi, 5.50. — Alveg ný bók: Sögur handa börnum og unglingum.
sr. FriSrik Hallgrimsson safnaSi — fyrsta heftiS ib. 2.00. o. fi„ o. fl.
Orttabök Blöndals ób. 75.00, ib. 100.00. — Dansk-islensk oröabók 18.00. — Enn-
fremur orSabækur frá þýsku, ensku, frönsku á dönsltu o. fl. oröabækur. — -—
JVðtnaliieknr: íslenskt söngvasafn, 1. hefti, 6.00, ib. 8.00. — 2. hefti ób. 6.00, ib. 8.00.
(í íslenskri söngbók eru allir textarnir viS lögin I söngvasafninu). Glettur 3.00 og
4 sönglög 4.00 eftir Pál ísólfsson. — íslensk þjóölög Svb. Sveinbjörnsson 5.50. —
íslenslt þjóSlög, Max Raebel 3.00. — Harmonia, safn fyrir harmonium, Brynj. Þor-
láltsson 2.00. — Forspil eftir Pál ísólfsson og Valag'ilsá eftir Svbj. Sveinbjörnsson
koma ftt fyrir jólin. — Kirk jusöngsbók sr. Bjarna t»orsteinssonar ób. 20.00 o. fl.
Eneyeloiisedin Britanniea, nokkur eintök fyrirliggjandi. — Ensltar bæltur, margar
nýjar, merkár bækur, þýskar bæltur, danskar- og norskar bækur.— Bæltur Gunn-
ars Gunnarssonar, ICristmanns GuSmundssonar, Sigrid Undset o. fl„ o. fl. — Mik-
iö úrval a£ skemtilegum ferSasögum meö myndum.
Jólahefti — norslc — s&nak — dönsk — ensk, öll bin venjulegu.
Kauplð jólagjafirnar í ár í
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
Funöarboö.
Samkv. fyrirmælum 41. gr. hlutafjelagalaganna verð-
ur almenriur hluthafafundur í fiskiveiðahlutafjelaginu „Is-
land“ í dag (18. des.) kl. 5 síðd. í Kaupþingssalnum í Eim-
skipafjelagshúsinu.
1 Til umræðu verður:
1. Skilanefndin skýrir frá störfum sínum.
2. Fjelagsslit.
Reykjavík, 17. des. 1931.
Stölanefnd H.f. „lsland“.