Morgunblaðið - 18.12.1931, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
1
r
nmerlskir spðdðmar
um árið 1932.
I>að er nú orðin föst regla,
-að spámenn, dulspekingar og
stjörnuskoðarar gefa út spá-
dóma sína fyrir hver áramót,
um eitt og annað, sem á að ger-
ast á hinu komahdi ári.
í Ameríku hafa eftirfarandi
spádómar verið gefnir út fyrir
árið 1932:
Stjörnufræðingurinn Lee lík-
ir núverandi kreppu við risa-
vaxinn kolkrabba, sem slöngvar
örmum sínum um heim allan.
En hann á von á því, að krabb-
lini á takinu, þegar komið er
fram á mitt árið 1932, og fyrst
anuni batans verða vart í Banda
ríkjunum.
R. Newcomb spáir því, að á
;þessu ári hætti þjóðirnar alment
við gullmyntfótinn. Samþykt
um þetta efni verði gerð á al-
þjóðafundi í Genf, haustið
1932. Upp úr því muni draga
túr fjárhagsvandræðunum.
Þriðji spámaðurinn, John
Uhaton, býst við, að uppreisn
brjótist út í Bandaríkjunum, og
núverandi stjórn verði velt af
stóli í nokkura mánuði. En að
því búnu, hefjist endurreisnar-
starf, er leiði af sjer mikla bless
un. Chaton lítur döprum augum
á ástandið í Evrópu, og býst við
því, að mikii senna verði milli
JBreta og Frakka, er e. t. v. leiði
til vopnaviðskifta.
Lee spáði fyrir í fyrra um
ídauða Edisons, og kom sá spá-
dómur heim upp á mánuð. —
Hann spáir nú um merkilegar
tekniskar framfarir. Lee heldur
því fram, að ófriðurinn milli
Japana og Kínverja verði sein-
ustu vopnaviðskifti þjóða í milli.
Því seint á árinu geri verkfræð-
ingur í Ameríku uppgötvun
nokkura viðvíkjandi hernaði, er
geri það að verkum, að hver
■sú þjóð, sem leggi út í ófrið,
.geti búist við því, að eyði-
.leggja sig með öllu. Á þann
hátt hljóti allur hernaður að
íhætta um alla framtíð.
Lee segir ennfremur: Banda-
ríkjamenn reyna fyrst í stað að
balda uppgötvun þessari fyrir
sig eina. — En njósnurum frá
Frakklandi og síðar Rússlandi,
tekst að ná í þennan leyndar-
dóm. Og þá ákveða Bandaríkja
menn að gera hann kunnugan
öllum.
Uppgötvun þessi verður, að
því er Lee segir, á þá leið, að
fundnir verða eins konar raf-
magnsgeislar, sem hægt er að
nota til varnar gegn flugvjelum
og bryndrekum. Með geislum
þessum verður hægt að eyða
heilum borgum á svipstundu, og
tortíma þar öllu lífi. Þó menn
reyni að forða sjer niður í múr-
aðar hvelfingar undan geislum
þessum, komi það ekki að haldi.
Lee heldur því fram, að geisl-
ar þessir verði framleiddir af
segulafli, sem enn er óþekkt, og
allur málmur dragi geisla þessa
til sín, svo ekki þurfi að beina
þeim i ákveðna átt. Þó flug-
menn reyni t. d. að hylja sig í
þokumekki, þá þurfi ekki annað
en beina geislum þessum í mökk
inn, til þess að þeir hitti flug-
vjelina.
Hann segir enn fremur, að
þýskur læknir finni meðal við
krabbameini, á þessu ári. En
sökum þess, að læknir þessi hafi
lítið orð á sjer, þá muni það
dragast nokkuð, uns hann fái
meðal sitt viðurkent.
Þá muni á þessu ári mikið
vinnast í því, að kljúfa „atom-
in“, og á þanr. hátt verði hægt
að handsama orkulind, sem gjör
breyti öllum orkugjöfum heims-
ins. En sakir þess, að mikil
deila rís út af einkaleyfi á notk-
un aðferðar þessar, þá dragist
það í nokkur ár, að hún komi
að notum.
Þá vinnist og sú virðulega
þrekraun á árinu, að gerð verð-
ur lifandi fruma. Sannast þá og
jafnframt, að menn geti ekki
gert sjer vonir um, að gera sjálf
stæðar lífverur, sem samsvari
lífverum á lægstu stigum og af
einföldustu gerð.
Chaton segir enn fremur fyr-
ir um það, að þjóðhöfðingi einn
í Evrópu, sem lifir í útlegð,
deyi á þessu ári. Tveir menn
fari að dæmi Piccards prófess-
ors, og fljúgi upp í efra gufu
hvolfið, og komist hærra en
hann — alt upp í 45 km. frá
jörð.
Békarfregn.
Magnús Helgason: Kvöld-
ræður í Kennaraskólanum
1909—1929. Prestafjelag
íslands gaf út.
Langt er orðið síðan, að vinir
síra Magnúsar Helgasonar fóru
þess á leit við hann, að hann gæfi
út fyrirlestra sína. En hann var
lengi tregur til, taldi þá ekki svo
vel úr garði gerða, að hægt væri að
setja þá fyrir almenningssjónir.
Svo er oft um þá, sem vel gera, að
þeir verða seint ánægðir með sjálfa
sig og eigin verk. Nú hefir hann
]'»ó ’látið til leiðast, og fyrirlestrarn-
ir eru komnir út á vegum Presta-
fjelagsins. Þeir eru stærðarbók,
308 bls., pappír og frágangur vel
vandað í alla staði. Það er kostur á
hverri bók, en þó munu fleiri
spyrja um efni bókarinnar en ytra
útlit. En það er skemmst frá að
segja um efni þessarar bókar, að
undarlega hlýtur sá maður að vera
innrættur, sem ekki hefir bæði
gagn og garnan af að lesa hana.
Síra Magnús hefir löngum haft
undarlegt lag á að tala. til þess
besta í hverjum manni. Það mun
hver sanna, sem bókina les. Og það
er ekki gert með þurrum og hálf-
volgum siðakenningum, ekki með
dauðum bókstöfnm. Bókin er full
af lífi, lifandi liugsun í lifandi
máli. Efnið er víða að komið, forn-
ar frásagnir færðar í nútíðanbún-
ing, æfi og starf merkra samtíðar-
manna, náttúrulýsingar og margt
fleira, sem ekki verður rakið hjer.
En alt ber sama svip, sama yfirlæt-
islausa snildin i meðferð máls og
hugsunar. Málið á bókinni er sljett
og felt, þar er hvorki blettur nje
hrukka, smekkurinn hárviss og
bregst aldrei. Fagurt mál hæfir
göfugri hugsun eins og skartklæði
íturvöxnum líkama. Jeg veit sann-
ast að segja ekki, að hvoru jeg
dáist meira, efni bókarinnar eða
orðfæri. Hvort tveggja ber af.
Einar TT. Kvaran rithöfundur
hefir ritað langan og greinargóðan
rtf Allt með tslensknm skipum!
inngang að bókinni, og er þar lýst
æfi síra Magnúsar og starfi.
Það er siður margra hjer að gefa
fcók í jólagjöf. Það er ekki af
neinum hagsmunaástæðum að jeg
vil benda mönnum á þessa bók til
slíkra hluta, heldur af hinu, að
jeg tek hana tvímælalaust fram
yfir annað, sem völ er á hjer. Jeg
er sannfærður um, að hver sem
gefur hana, gefur góða gjöf.
Freysteinn Gunnarsson.
Bóthildur Björnsdótlir.
F. 30. sept. 1867. D. 7. des. 1931.
„Borg, sem stendur á
fjalli, fær eigi dulist“.
(Matt. 5, 14.).
Menn eru ósammála um flest.
Þeir, sem þelttu Bóthildi Björns-
dóttur, munu ekki allir líta sömu
augum á starf liennar og lífsstefnu
á síðari árum. En eitt veit jeg, að
allir eru sammála um sem höfðu
kynni af henni: Minningu hennar
ber hátt 'yfir fjöldann. Hún var
kona ríklunduð, stórgáfuð og vel
ment á allan hátt; en hún „seldi
alt sem hún átti“ fyrir perluna
einu; hún lifði fyrir hugsjónir sem
fjöldinn skilur ekki. Þess vegna
átti heimurinn ekkert heiðurssæti
handa henni. En vinum og góð-
kunningjum er hún og verður ó-
gleymanleg.
Bóthildur Björnsdóttir verður
fiutt til grafar í dag, á æskustöðv-
um ,sínum. Jeg er sannfærð um,
að hjer 1 bæ eru margir vinir henn-
ar, sem fegnir vildu heiðra jarð-
arför hennar með návist sinni, ef
þess væri kostur. Mörgum er ‘ það
hugljettir, að helga látnum vini
sínum algerlega litla dagstund.
Nú vilT svo vel til, að vjer eig-
um hjer á meðal vor þátt af hennj
sjálfri. Flestir vinir hunnar og
nánir ættmenn eiga sendibrjef frá
henni; þau eru ólík flestum öðr-
um sendibrjefum. Þar má víða
finna lifandi, eldheita trúarjátn-
ingu falslausrar sálar, og þar er
fult af frækornum lífsins, orðum
Krists, sem hún var svo óvanalega
auðug af. Hún sáði hvar sem hún
gekk — og oft með tárum. Vjer
getum ekki gefið frækornunum
hennar gróðnr, en vjer getum
varðveitt þau. Vjer getum helgað
brjefunum hennar einhverja næð-
isstund, haldið með þeim minning-
arhátíð, valið úr þeim brjef eða
kafla, sem hafa ævarandi gildi,
og gert það, sem í okkar valdi
stenduU til að forða þeim frá
glötun. 1 einu af sínu síðustu
brjefum kemst hún svo að orði:
„Haust-náttúran grætur horfna
sumartíð, dýrð og blíðu. Angur-
blíð þrá smýgur að hjartarótum.
Grasið visnar, blómin fölna, en
orð vors Guðs stendur stöðugt
eilíflega. Eftir vetur kemur vor.
— Jeg þrái líf, starfandi í kær-
(leika.“
’Það er trú mín, að síðar, þegar
endurlífgunarvor frá Drottni kem-
ur yfir þjóð vora, munj sannast-
prð sálmaskáldsins forna:
„Þeir, sem sá með tárum,
munu uppskera með gleðisöng4'.
Vinkona.
Lungnaormar
og Þfnaðarhættir þeirra.
Þráfalt valda ýmsir þráðormar
(Nematode) bólgu i lungnapípum
og lungum ýmissa dýra, er þeir
taka sjer bólfestu þar.
Stundum verða menn að eins
varir við einstök sjúkdómstilfelli,
en oft er einnig faraldur að þess-
ari lungnaormaveiki. Svo er t. d.
oft um Tungnaormaveiki í sauðfje
hjer á landi. Hefir sú veiki um
langan aldur sótt á auðfje vort,
og valdið stórskaða, beinlínis og
óbeinlínis. Beinlínis sökum þess, að
niargur sjúklingurinn veslast upp
og deyr að lokum, og óbeinlínis
vegna þess, að fyrirhöfn og fóður-
eyðsla bætist sjaldnar upp með
auknum afurðum þótt ilífið sparist.
Tel jeg því líklegt, að mörgum
mönnum leiki hugur á að vita ein-
liver deili á snýkjudýrum þeim,
sem slíku aflnpði valda.
Arið 1744 vakti í fyrsta skifti
dr. Frederik Ruysch frá Amster-
dam athygli á ormum í kálfslung-
um. Franski náttúrufræðinguriun
Daubanton varð fyrstur manna til
þess að skrifa um lungnaorma í
sauðfje. Var það árið 1768. F.
Modeer skrifaði um lungnaorma-
veiki í svínum í Svíþjóð árið 1791.
Um verulegar rannsóknir á ormum
þessum var þá ekki að tala. Það
varð fyrst á seinni hluta 19. aldar-
innar og það sem af er 20. aldar,
að vísindamenn lögðu kapp á að
rannsaka lifnaðarháttu þeirra, eðli
og uppruna, og enn er margt i
fari þeirra, sem mönnum er hulið.
Hinir kynþroskuðu' ormar lifa í
barka,lungnapípum og lungum
iýmissa spendýra, bæri viltra og
tamdra. Ormarnir verpa eggjum og
úr þeim skríða mjög kvikar lirfur.
Ormar, lirfur og egg berast burt
vír líkamanum með tvennu móti:
Annað hvort hósta skepnumar
þeim upp úr sjer og út úr sjer,
eða að þær kyngja hor og ber-
ast þá egg og lirfur með saurnum
til jarðar.
Beinlínis geta sltepnur ekki smit-
að hvor aðra. Ýmsar ábyggilegar
tilraunir hafa sannað það (Leuc-
kart, Schlegel, Janmaire).
Menn hafa þóttst vita, að orm-
ar þessir hefðu ýmis þroskaskeið
og tækju ýmsum myndbreyting-
um, en livar og hvernig þeir lifðu
lífi sínu var mönnum hins vegar
ekki kunnugt.
Lengi hjeldu menn, að lirfurnar
lifðu vissan aldur úti á víðavangi
og hefðust helst við í vatni eða á
vatnsplöntum. Seiima hugkvæmd-
ist mönnum þó, að þær þyrftu að
lifa vissan tíma í lægri dýrum, t.
-d. sniglum (Leuckart) eða ána-
möðkum (Cobbald) áður en þær
væru færar um að smita spen-
dýrin.
Nú alveg nýlega hefir vísinda-
manni, Hobmeirer að nafni, frá
Dorpat, tekist að sanna, að lirfur
lungnaorma sauðfjárins lifi í skel-
lausum mýrasuiglum og taki tveim
myndbreytingum þar, berist svo í
sauðfjeð með grasi og drykkjar-
vatni og taki þar öðrum tveim
œ yndbrey tingum, áður en kyn-
þroska er náð.
Enn eru skiftar skoðanir um
það, hvenær spendýrin taki lirf-
urnar. Sumir halda því fram, að
smitun eigi sjer aðallega stað að
vorinu og að lirfurnar berist í lík-
amann jafnvel oftar en einu sinni
—.. í:
NýsbokkaS
smjSr
frá mjólkurbúi okkar,
er nú ávalt á boðstól-
um í öfcum okkar mjólk
i\rbúðum, svo og versl-
uninni LIVERPOOL og
útbúum hennar.
Mjólkurfjelag Reykjavikur.
Smjör,
glænýtt af strokknum daglega.
Ostar:
Svissneskur. 30 og 45%,
Edamer. 20. 30 og 45%,
Taffel. 20 og 30%,
Gouda, 20 og 30%,
frá Mjólkurbúi Flóamanna,
þolir allan samanburð.
í heildsölu hjá oss.
Sláturfielagiö.
Boeskov
befir fallegasta, úrvalið
af alls konar blómum
og túlípönum. Kemur
nýtt daglega. Tekið á,
móti pöntunum til jól-
anna. Sími 93. Laúga-
veg 11.
Eitthvað til að gala at
Eggjadnlt — Gerdnft
og Krydd.
Homarbarinn
riklingur í pökkum,
nýkominn.
Versl. Foss.
Lauvaveg 12. Sími 208L
E6&ERT CLAESSEK,
hestarjettarmálaflutningsmaður,
Skrifstofa: Hafnarstræti 5.
?fmi 871. Viðtalstími 10—12 1. S.