Morgunblaðið - 19.01.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.1932, Blaðsíða 2
2 M 0 R G P N B L A ÐIÐ Til skíðaiólks. Það þarf engan spámann til að segja fyrir um framtíð skíðaiþrótt- arinnar á íslandi, en þó þykir mörgum seint ganga, og eigi of mælt þótt sagt sje, að þeir fáu Norðmenn ,sem hjer eru, hafi mest an veg af öllum framkvæmdum. Orðugleikaviðbárurnar þekkjum við öll alt of vel, og eru sumar þeirra allskemtilegar, t. d. að „hafa engan tíma“ og enga pen- inga, enda þótt sami -unglingur gangi með hendumar í buxnavös- unum upp og niður Laugaveginn alt kvöldið, og reyki vindilinga fyrir sem svarar skíðaverði mán- aðarlega. í>að er augljóst, að fyrir skíða- fólk Reykjavíkur er ekki hægt að byggja á bifreiðar eingöngu, þótt nauðsynlegar sjeu ef snjór er horfinn af láglendi. Það sjálfsagða fyrir okkur er að æfa skíðagör.gu fyrst og fremst svo að hver skíða- maður sje fær um að ganga 50—60 kílómetra, jafnvel á stuttum vetr- ardegi,. þá er leiðin til fjallanna oftast opin, liægt að heimsækja Bláfjallahásljettuna, Kleyfarvatn ng Esjuhryggi á einum degi. Það á ekki saman nema að nafn- ínu hvernig gengið er á skíðum og hvernig stöfunum er beitt. Sá, sem fengið hefir mýkt og hraða í göngu lag sitt, getur gengið með þreföld- um hraða og sáralítilli áreynslu. Skíðastökk, sveifiur og vmsar ör- yggisaðferðir j hengibratta eru sjálfsagðar íþróttir fyrir göngu- manninn, en hitt „að standa brekk úr“ með uppstiltum vaxfígúm- liætti er lítilsvert nema þá á hressingarmótum þeirra sem hugsa. mest um falleg föt. Þes.si almenni sannleikur er ekki sagður til þess að gera fólk óánægt með litla kunnáttu, því slíkt er hlutskifti hvers í byrjun, heldur vifdi jeg með línum þessum vekja skíðafólk til hugsunar um það. hvað okkur vantar, tilfinnanlegast. Flestir munu svara, að okkur Sunn iendinga vanti tilfinnanlegast snjó. ítaljr og Frakkar mundu hlæja dátt að þeirri vitleysu, því þús- undir skíðafólks þar um slóðir, telur ekki eftir sjer að bera skíðin sín tímum saman, til að fá sól- bráðinn snjó undir fæturna. Á B1 áfjallahásljettunni og við Rjúpnadyngjur er samfeldur snjór hálft árið og á Heiðinni-Há. enn lengur. Við Bjarnavatn og á Grím- annsfelli, er ávalt lengst vetrar ■sjijór fvrir kunnuga. eins í Hengla dölum. Við eigum miðstöð fyrir •skíðafólk þar sem Kolviðarhóll er. því að óvíða er risna betri og við- mót alúðfegra en þar. Það sem vantar tilfir.nanlega. eru skíða- skálax, bæði við Draugahlíðar, í Iiengladölum og Grímannsfelli. Þá mætti laga ,,sælu“-húsið á Mos- fellsheiði sem millistöð. Þau fjelög, sem að sjálfsögðu ættu að standa fyrir þessum fram- kvæmdum eru: Kkíðafjelagið, skát- r:.i' og Ferðafjelag íslands. Best væri að framkvæmdanefnd úr öll- um þessum fjelögum starfaði i sameiningu og safnaði öllum sjálf- boðnum kröftum meðal íþrótta- manna til verksins. Skíðaferðir bæj- ai'manna vetöa kák og holtarölt þangað til þetta er komið í fram- kvæmd, og ems hitt að kenna fólki að ganga á skííu*. Hver, sem að þekkir til fjallaskála Aipafjallanna logjNoi'cgs, mun samsinna þetta. Enginn íþróttamaður hefir nasa- sjón af unað fjallanna og sltíða- íþróttarinnar nema hann hafi gist fja'llaskála með opnu eldstæði, eft- ir skíðagöngu um stjörnubjarta nótt. Það er sannarlega raunalegt að sjá ungt fólk rölta um klambrað- ar göturnar í sunnudagafötum, vit audi vel, að sá, sem ekki hreyfir sig ungur, verður þungfær með tímanum. — En uppi á Bláfjöllum er glymjandi hjarn og litsýn alt til Langjökuls og Heklu. Síðafjelagið hefir nú fengið vask an skíðamann frá Noregi, sem er fær um að kenna hinar rjettu að- ferðir, sannarlega er þess þörf, því að of mikið er hjer af skíðafólki, sem ekki liefir haft tækifærj til að fá leiðbeiningar þær, er nauðsyn- legar eru. Það væri síst óþarfi, þótt þrír skíðakennarar störfuðh hjer allan veturinn (til saman- Ijurðar má geta þess að livei't þorp í Alpafjöllum hofir fástakennara). Það er mikið í liúfi, að þessi fyrsta tilraun takist. því skíðaíþróttin get ur því að eins orðið fólki til á- nægju, að rjett sje byrjað. Engin •ta.ki, sem notuð eru til íþróttaiðk- ana, eru jafn viðkvæm fyrir mis- notkun og skíðin; misbeiting þeirra getur orðið þess valdandi, að fíl- sterkur karlmaður gefist upp á 20 kílómetra skíðagöngu. Síðasta rjettingin á stallbrúninni sker úr uro hvort máourinn stendst stökk- ið, frekar en mikil. hugdirfð. I Bayern er skíðaíþróttin skýldu námsgreiu í barnaskólum víðast, og það lítur út fyrir, að hún sje ekki snáðunum nein pynting, Ný- lega stökk 11 ára drengur 33 metra á kappmóti fyrir börn, og ekki er palgengt að drengir um fermingu stökkvi 35—40 metra á skíðabraut- um Alpafjalla. Það væri síst úr vegi, að fræðslumálastjórn vor at- hugaði hvort eigi væri tiltækilegt að fara þá leið hjer, að æfa bariia kennara í skíðaíþrótt og kenna þeim að biia sig fit á skíði, því það er ekki síður nauðsynlegt. — Heilai' sveitir eiga ekki einum skíðamanni á að skipa þótt líf s.je i voða. Yeturinn er dýrðlegur, ef mað- ur lætur ekki inniveruna og svo- kölluð þægindl blekkja sig. Mjer finst að hvert nngmenni ætti að skammast sín fyrir að Kta framan í snmarsólina, liafi það ekki sjeð nórðurljós glampa yfir hjarnbreið- um beiðanna og fjallakambanna á rjúkandi skíðaferð. Hvað margir Reykvíkingar hafa sjeð Þingve’R í vetrarskrúða? — Bæði Kárastaðir og Valhöll bíða eftir hópnm glaðværs skíðafólks Anstur er 3-—4 tíma gangur yfir hr-iðina og oft rífandi seglavindur á Mosfellsheiði. Heill á fjöllnm! Guðm. Einarsson. Fjárhajfsviðreisn U. S. A. Wasbington, 16. jan. TTnited Press. FB. Fulltrúadeildin hefir samþykt frumvarp Hoovers, sem fer fram á fjárveitingar, sem nema 2 miljörð- um dollara, til þess að reisa við at- vinnu og viðskiftalífið. Biu'st er við, að Hoover forseti skrifi undir lögin í byrjun næstu viku. Qunnlaugur Blðndal. Blaðadómar um sýning-u hans í París. Hann seldi málverk á Luxem- bourg-safnið. París, 31. des. Sýningu Blöndals er nú lokið, og liafa birtst dómar um hana í öllum helstu dagblöðunum. Enn hafa ekki komið dómar í Hsttímaritum, en þau koma strjált út og er ekki hægt að búast við dómum þeirra fyr en í janúar—febrúar. Sýningin var opin í hálfan mán- uð við óvenju góða aðsókn. Var hún í hinum alþekta sýningarsal Billiet í Rue La Boétie, og seldust 8 málverk af um 20, og er það óvenjulegt um frumsýningar mál- ara hjer. Á meðal hinna seldu mynda, var ein, sem hið hetms- fj æga Hstasafn „Musée National du Luxembourg“ keypti. Er það safn eitt hið þektasta í heimi, liefir ein- göngu að geyma nútímalistaverk frá upptökum impressionismans. Forstjóri safnsins, Monsieur Dezar rois rjeði sjálfur kaupunum á mál- verkinu og ætlar hann að skrifa nm Blöndal í eitt þektasta listtíma rit Frakka. Málverkið er frá höfninni í Reykjavík, og er þess hvar vetna g-etið í blaðadómum fyrir hina einkennilegu „ístænií£ liti þess. Dómar frönsku blaðanna um list sýningar eru aldrei 'iangir. PARIS-MIDI skrifar um sýning- una: „Gimnlaugur Blöndal kemur frá íslandi. Það er ekki fyrsta för lians að heiman, en það er fyrsta sýning hans hjer. Síðan fór hann heim, að jeg lielcl til að hugsa sig um.Hann gleymdi Rue La Boétie*) og vinstri árbakkanum**) og öllu því málaraandrúmslofti, sem hann lifði í hjer. Nú er hann kominn aftur til Frakklands og málar jafn snildarlega hina votviðrasömu nátt úru Bretagne og væri hann að mála náttúru heimalands síns. — París á honum líka þalckir skilcl- ar, því hún veit að hann getur, þegar því er að skifta, dregið upp ai henni lifandi og sannar myndir. L’AVENIR: Listdómarinn Réne Jean, sem fylgir sýningu G. Bl. úr hlaði, lýsir í skýrum og yfir- læti.slausum orðum myndnm þessa listamanns af ísl. jöklum, fjöllum og sjó: Þær eru að mínu ábti einkennilegar fyrir það, hve þær eru næstum gagnsæar, djúpar, ó- efniskenclar. En þær eru líka hið besta, sem hann sýnir. í andlits- myndum***) hans gætir hinna sömu áhrifa náttúrunnar og jafn- vel nakinmyndir lians bera með sjer blæþyt og tæra liti hins ís- lenska loftslags. LA SEMAINE DE PAKIS: — — Blöndal sýnir okkur ópalbtað norðurhafið við ísland. Hann fer meistaralega með hina björtu tæru liti lands síns og fer hlýjum hönd- um Ijóssins um einföld og tignar- leg form. b. *) Þar sem sýning Blöndals var haldm. **) Montparnasse, þar sem flest- ir listamenn Parísar halda sig. ***) Meðal þeirra stór mynd af Einari Benedikssyni. ..........-n1 ■■■' . '' ■' ■ ýf rnansjúríuöeilan. Kínuerjar leita til Pjóðabanöalagsins . Tokio, 16. jan. Unitecl Press. FB. Litvinoff liefir lagt það til, að Rússar og Japanar geri með sjer samning, sem útiloki styrjaldará- rásir annarar þjóðarinnar á hina. Stakk Litvinoff upp á samnings- gerð Jjessari, ]>egar Yoshisawa var staddur í Moskva. Troyanowsky, sendiherra Rússa í Tokio, hefir far- ið á fund Inukai forsætisráðherra, til Jiess að ræða við hann um málið og leita álits hans. — Samkvæmt opinberum lieimildum er japanska stjórnin þeirrar skoðunar, nð málið 1 krefjist langrar og ítarlegrar rann- scknar, og ógerlegt sje að spá nokkru um það að svo stöddu, hvort Japanar fallast á tillöguna, eða ekki. Tokio, 16. jan. United Press. FB. Svav stjórnarinnar við orðsend- ingu Stimsons, utanríkismálaráð- Iierra Bandaríkjanna,' hefir verið af hent Mr. Forbes, sendilierra Banda ríkjanna. Orðsendingin kvað bera það með sjer, að stjórnin sje fús til hógværra umræðna um deiln- málin. I orðsendingunni er tekið fram, að Japanar hallist að sömu stefnu og áður viðvíkjandi Kína og rjettindum erlendra þjóða þar. Nanking 17. janúar. United Press. FB. Opinberlega tilkynt, að Kína ætli að fara fram á það, er fram- 1 kvæmdaráð Þjóðabandalagsins kemur saman 25. janúar, að 16. grein sáttmála bandalagsins, vergi létin koma til framkvæmda í Man- sjúríudeilunni, þ. e. að ráðið ár kveði að beita valcli. Ennfretnur liefir Nankingstjórnin ákveðið að fara fram á það, að stórveldin skrifi undir samning á þessu ári ti! öryggis rjettindum Kína. Einkennilegt gripasafn. í Róm liefir verið komið á fót safni pín- ingaráhalda, aftökuáhalda og morð vopna, sem notuð liafa verið alt frá tímnm Borgianna og fram á vora daga. Á því safni er járnbúr það, sem sjest hjer á myndinni. Það var fyrrum, ef prestur var dæmdur til datiða, að enginn böð- ujI ‘ fekst til Jiess að frajnkvæma danðadóminn. Var presturinn ]iá settur í járnbúr þetta og það síðan hengt upp á háan turn eða borg- armúr og látið hanga ]>ar Jiangáð tiil hinn dauðadæmdi sálaðist úv liungri og kulda. í þessu jámbúri or enn hauskúpan af seinasta prest inum, sem ljet þar líf sitt. ÖfriSarskuldirnar. Beaverbrook lávarður krefst þess að Bandaríkin slái af skuldakröfu sinni. Rjett fyrir áramótin birti Beav- erbrook lávarður brennandi áskor- un til kjósenda í Englandi, út af hemaðarskuldnm Bret.a. — Hann krefst þess, að sá mikli meiri hluti þjóðarinnar, sem stenclur að balci þjóðstjórnarinnar, láti ótvírætt < ljós vilja sinn á skuldamálimi, svo að stjómin neyðist til þe&s að berjast fyrir stéfnn kjósend- anna. Breska Jijóðiji berst nú fyrir lífi si'nu segir hann. Og vjer sknl- um þegar kannast við það, að vjer getum eklci greitt Bandaríkj- unum 50 miljón Sterlingspunda á ári, en því nema nú vextir og afbórganir af hemaðarskuldum síðan pundið fjell. Og hann skor- ar á Jijóðina að rísa upp sem einh maður og heimta það að Banda- ríkin slái af slmldakröfu sinni. — Bendir hann jafnframt á það hvern ig önnur ríki hafi komist að samningum um hemaðarskuldir sínar. Með fundahöldum og blaða- greinum ætlar hann að hamra á þessu máli, þangað til að þjóðin sjer það, að svo búið má ekki lengur standa og heimtar nýja samninga við Bandarlkin. Fiskveiðar Breta. London 18. jan. United Press. FB. Landbúnaðar og fiskveiðaráðu- neytið hefir tUkynt, að fiskveiðar Breta hafi árið 1931 numið alls 19.789.480 vættum. sem að verð- mæti voru £ 15.868.022. Til sam- anburðar skal getið, að fiskveiðar Breta námu árið 1930 21.877.361 vætt og var verðmæti aflans það ár talið £ 18.321.076. Fiskur innfluttur af erlendum þjóðum nam 1931 2.957.442 vætt- mn, en 1930 3.418.471 vætt. XIV. Búskapur. 5á, sem þetta ritar hjelt einu sinni ræðu á sveitasamkomn fyrir minni íslands — og „lofaði landið mjög‘ ‘. Bóndi einn, sem hlýddi á, og þótti nóg nm lofið, komst svo að orði við sessunaut sinn, að ræð- unni lokinni: „Hann ættj að búa sjálfur á einhverjum f j. . • ■ kotra.... og verða heylaus og aVlslaus — já, og taðlaus!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.