Morgunblaðið - 20.01.1932, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.1932, Blaðsíða 4
4 Nokkurir smekklegir grímubún- ingar ti'l leigu. Ingólfshvoli, I. hæð. (Lampaskermaverslunin.) Húanæði. í mörgum fallegum lit- um og Blússuefni, margar teg- undir, sjerlega fallegir litir. Einhleypur maður óskar eftir 2 herbergjum móti suðri á góðum stað í bæn. Tiiboð auðkent „Tvö. herbergi“ sendist afgreiðslu Morg- unblaðsins. Verslun Harollnu Benedikts, Njálsgötu 1. Sími 408. Jakka við samkvæmiskjóla verður maður að eiga. — Ef yður vantar hann, skuluð þjer fara strax upp í NINON og athuga hina hríf- andi fallegu perlu-, flauels- og paillet-jakka, sem þar fást Og svo getið þjer auk þess keypt hann við innkaupsverði, þar sem nú er áraxnóta útsala í NINON. — En best er að koma strax. ISkíðasleðar allar stærð- ir og brekkusleðar, fyr- ir hálfvirði. ilúsgagnav. Reykjavíkur, Vatnsstíg 3. Sími 1940. Fjallkonn- sknridnftið reynist betur en nokkurt annað skúriduft sem hingað til hefir þekkst hjer á landi. Reynið strax einn pakka. og lát- ið reynsluna tala. Það besta er frá Nú og framvegts fáið þið besta þorskalýsið í bæn- um í Versluninni Bjðminn, Bergstaðastræti 35.^ Sími 1091. Trúlofun. Síðastliðinn laugardag opinberuðu trúlofun sína Guðlaug Erlingsdóttir, Skothúsveg 7 og Magnús Snorrason, Lokastíg 9. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Guðlaug Kristjánsdóttir og Oddur J. Bjarnason skósmiður, Vestur- götu 15. Eimskip: Gnllfoss er í Kaup- mannahöfn. Fer þaðan 20. febrúar. — Goðafoss kom til Akureyrar 18. essa mánaðar. — Brúarfoss er á eið til Kaupmannahafnar. — Detti foss er á leið til Hull. — Lagar- foss fer frá Keykjavík í kvöld kl. 8 vestur 'og norður. — Selfoss er á Iéið til Reykjavíkur frá Huil. Bæjarstjórnarfundur verður hald- inn á morgun. Þar verður meðal annars framhald 2. umræðu um fjárhagsáætlun bæjarins 1932. Skólavörðutorg. Á fundi bygg- iugarnef'ndar 16. þessa mánaðar voru lagðir fram tillöguuppdrættir af væntanlegum húsum af vestur- blið Skólavörðutorgs, samkvæmt ■jamkeppnisútboði, og brjef skipu- Efnagerð Reyklavlkur. SIRIUS Konsum súkkulaði er fyrsta flokks vara, sem allir gera rjett í að nota. óoýr Epll ___'b kg. 55‘anra'.|:3 ™ Kol & Kox, Holasalan 8.1. Sími 1514. Dutlungar ástarínnar. og kveikti í honuin með ögrandi hirðuleysisvip. — Það er best að þú farir með honum Myrtiie, sagði hann. — Kristófer langar sýnilega til að láta bera á sjer og við getum að minsta kosti ekki farið að berj- ast hjerna. — Vertu sæll Gerald, sagði hún með beig í röddinni. Þú mátt ekki vera reiður við mig. — Auðvitað ekki. — En við gengum víst fulllangt, góða. Hann kysti hana skeytmgarleys- islega; kinkaði kolli til Kristófers, og þau fóru. — Um leið hætti fiðl- arinn að leika. Þau gengu þögul um auðar göt- urnar. Þegar þau komu þangað sem Myrtile átti heima, nam Kristófer staðar. Hún stóð við hlið hans og grjet. — Myrtile, ságði hann í bænar- róm. Vertu nú skynsöm og hlust- aðu á það sem jeg segi. — Jeg hlusta á það, svaraði hún þreytulega. — Klukkan hálf átta í fyrra- málið kem jeg hingað og fylgi þjer til stöðvarinnar. Þessi föt máttu skilja eftir í herberginu þínu, jeg skal sjá um að þau verði send fil frú Lénore. En þú ferð tíl Lund- úna með ungfrú Mary, systur Ger- alds. IThistar þú a mig? — Já, sagði hún hnuggin. — Láttu þjer ekki detta í hug, að jeg geri þetta af einhverri mein- M 0 R G U N BLAÐIÐ lagsnefndar, sem dæmdi um upp- drættina. Tillögur komu frá fjór- um mönnum og lagði skipulags- nefnd fil, að verðlaunum yrði skift að jöfnu á milli Guðmundar Guð- jónssonar og Ágústs Pálssonar, þannig að hvor fengi 250 krónur. En byggingarnefnd tekur það fram, að hún geti ekki mælt með að bygt verði eftir uppdráttunum. Guðmundur Stefánsson lögreglu- þjónu hefir sagt upp starfi sínu frá 1. janúar þessa árs að telja. Guðmundur hefir verið í þjónustu bæjarins frá 12. febrúar 1907. — Hann hefir gegnt starfi sínu með fiamúrskarandi trúmensku og skildurækni, og haft óskift traust yfirmanna sinna og borgara bæj- arins. Emar Jónasson hreinsunarmað- ur hefir látið af starfi sínu frá áramótum.Hann hefir verið í þjón- ustu bæjarins frá 1. okt. 1914 og er 71 árs að aldri. Dýrtíðaruppbót starfsmanna hæj arins. Fulltrúar Alþýðuflokksins í bæjarstjórn bera fram svohljóð- andi breytingartill. við fjárhags- áætlun bæjarins 1932:: „Bæjar- stjórnin samþykkir að greiða föst- um starfsmönnum bæjarins, sem dýrtíðaruppbótar njóta, sömu dýr- tíðaruppbót fyrir yfirstandandi ár, eins og þeim var greidd á árinu 1931“. — Hermann Jónsson flytur þá tillögu, að dýrtíðaruppbótin haldist óbreytt hjá þeim starfs- mönnum bæjarins, sem hafa að byrjunarlaunum 3000 krónur og minna. — Meiri hluti fjárhags- nefndar mæltir með tillögu Al- þýðuflokksfulltrúanna. Útvarpið í dag: 10.15 Veður- fregnir. 16,10 Veðurfregnir. 18.15 Háskólafyrirlestur. (Ágúst H. Bjarnasoh). 19.Q5 Þýska, 1. fl. 19.30 Veðurfregnir. 19,35 Enska, 1. fl. 20,00 Klukkusláttur. Erindi: Frá útlöndum. Vilhj. Þ. Gíslason). 20.30 Frjettir. 21.05 Grammófán- hljómieikar. Rosamunde-Musik, eftir Schubert. Einsöngslög. Chalia pine syngur: Gamli korpóralinn, bægni við þig, hjélt hann áfram með óvenjulegum hreim í röddinni. En ástín er .eitt af því, sem þarf aðgæslu og varkárni. —; Hiín er hættulegur sælureitur. Ef þið Ger- :ald unnist þá kemur sá tími að þið sameinist þrátt fyrir alt það, sem nú virðist skilja ykkur. Myrtile laumaðist upp í herbergi sitt án þess, að mæla orð frá vör- um. Kristófer beið urn stund við hornið og horfði á dyrnar — svo sá hann að hún slökti ljósið. Fór hann þá aftur til gistihússins og liafði fataskifti og fleygði s.jer síð- an upp í rúmið. Þegar hann kom aftur til hennar beið hún eftir honum föl og þögul, klædd í hláu útifötin. Þau lögðu af stað til stöðvarinnar. Kristófer bar tösk- una hennar. — Myrtile, sagði hann, meðan þau biðu eftir lestinni. Jeg hugsa að þú hatir mig núna. Þjer finst. auðvitað að jeg hafi verið hrotta- 'esrur strangur við þig. Viltu lofa mjer því, að fella engan dóm um mig, fyr en eftir ár? Hún andvarpaði. Jeg held hjer viljið mjer vel; en þjer skiljið ekkert. Kristófer fekk henni dálítið af peningum og fór svo með hana til ungfrú Mary, sem nú var komin og stóð þar hjá heljarmiklum hlaða af ferðaskinnum og töskum. Hún ávarpaði Myrtile með nokkurum vingjarnlegum orðum, sem hún svaraði kurteislega, en án minsta eftir Dargomwijsky, Le cor, eftir Megier, Söngur víkingsins, eftir Kimsky-Korsakow og In questa tomba oseura, eftir Beethoven og Ivar Andresen syngur: Per svina- herde, sænskt þjóðlag, og Im kiihlen Keller sitz ich hier eftir L. Fischer. Fjelag talsímanotenda í Reykja- vík, sem stofnað var hjer í vetur, telur nú um 900 meðlimi. Þó að þetta sje glæsileg tala, er það þó markmið fjelagsstjórnarinnar, að allir talsímanotendur í bænum verði meðlimir í fjelaginu. Til þess að gera mönnum enn hægra með að ganga í fjelagið, verða listar látnir liggja frammi hjá öllum dagblöðunum í hænum og geta meun skrifað sig þar á og gerst meðlimir í fjelaginu, gegn greiðslu gjalds (1 króna). Svo sem kunn- ugt er, er höfuðverkefni þessa fje- 'iags, að sjá um að eigi verði okr- að á bæjarbúum þegar nýja sjálf- virka stöðin tekur til starfa. Þó að valdliafarnir 'Játi lítið á sjer bera nú, síðan bæjarbiiar risu upp gegn okurgjaldskránni, er ekki að vita nema þeir reyni að skatt- leggja Reykvíkinga á þenna hátt síðar; og er því vissast að vera á. verði. Eftirlaunagreiðslur bæjarins. — Stjórn Eftirlaunasjóðs bæjarins samþykti á fundi 9. þ. m. að greiða eftirlaun á árinu 1932 eins og hjer segir: Borgþór Jósefsson.. .. 4060 kr. Einar Jónasson .......... 1570 — Guðlaug Arason........... 2500 — Guðm. Jakobsson .. .. 2240 — Guðmundur Jónsson.. .. 1270 — Guðm. Stefánsson .. .. 2520 — Guðr. Guðmundsdóttir .. 1880 — Kristinn Árnason.........1180 —- Kristín Árnadóttir .. .. 1720 — Jónas JónaSson...........2190 — Magnús Magnússotí .. .. 900 — Oddur Jónsson............ 2000 — Páll Erlingsson.......... 1050 — Sesselja Sigvaldad, .. 437.50 — Auk þess hafa nokkrir af þe'ss- um mönnum dýrtíðaruppbót, eins og hún er ákveðin á hverjum tíma. snefils af þakklæti. Myrtile settist á eina ferðakistuna og horfði á- kveðið á gistihúsið, þar sem allir voru i fasta svefni. — Mary og Kristófer töluðu saman álengdar. — í raun og veru veit jeg eltki hvers vegna jeg fór að taka þetta ið mjer, fyrir yður, sagði ungfrú Mary. Ef satt skal segja geðjast 'er illa að þessari ungu stúlku. — Ef þjer viljið ekki gera þetta v ín vegna, þá skuluð þjer gera "o vegna Geralds. Ungfrú Mary horfði þögul á hann um stund. í þóttalegu augna- ráði hennar fanst Kristófer hann sjá Uifandi ímynd hleypidóma að- alsins, sem hiklaust heimtar alt af ðrnm, en sjálfur---------- — Ætlið þjer að heimsækja okkur í Lundúnum?, spurði liíin loksins, nokkuru blíðari í bragði. — Já, undir eins þegar jeg lcem aftur, sagði hann. Jeg skal aldrei gleyma því, sem þjer hafið nú gert fyrir mig, Mary; þjer hafið verið góður fjelagi. Hún brosti feimnislega að þakk- læti hans. Kristófer gekk tii Myr- tile. — Vertu sæl, Myrfile, sagði liann. Hún leit af gistíhúsinu. Verið bjer sælir, Kristófer svaraði hún og fór aftur að horfa á framhlið gistihússins, með skrautlegum út- stæðum hornum og þykkum gluggatjöldum. Bak við eitt þeirra svaf Gerald. Nú kom eimlestin og Fyrir skriistofnr: Brjefaskápar, úr stáli 4to stærð, með 4 skúffum. Stafrófssp jöld. Safnmöppur stafrófsmöppur 25-skift- ar og 45-skiítar, 4to og fol. Brjefamöppur venjul. fyrir brjefaskápa, 4to og fol. Brjefa- og reikningabindi, af ýmsum stærðum ok gerðum. (Ef óskað er, eru veittar leiðbeiningar um hentugt fyrirkomulag á brjefa- röðun á skrifstofum). Spjaldskrárskúffur og kassar, úr trje og stáli í 3 aðal- stærðunum. Stafróf og spjöld í þá. Spjaldskrár er eins og menn vita, meira og meira að ryðja sjer til rúms, vegna þess hve hentugar þær eru, fyrir alls konar skýrslur ög: reikningshald. Lausblaðabindi margar tegundir, sem að- allega eru sýnishorn til þess að panta eftir í þeim stærðum, sem menn óska að fá þau. Höfuðbækur og alls konar reiknings- færslubækur í ýmsum þykktum og stærðum. Reikningsv jelar, bæði samlagningar- og margföldunarvjelar. Þess skal getið að vjelar þess- ar eru fluttar inn áður en gengið hækkaöi, og eru þær því ódýrari en hægt er að fá þær nú, auk /þeas -sem innílutn- ingsbann er á reiknivjel- um sem stendur. liPBIHIiM Austurstræti 1. ------- Sími 900. Kvensloppar hvítir og mislitir, Borgunkjólar. Gott úrval, Verðið lágt. Vðrnhnsið Og Útbúið Langav. 35 Nýslrakkað s m | fi r frá mjólkurbúi okkar„ er nú ávalt á boðstól- um í öllum okkar mjólfc urbúðum, svo og veral- uninni LIVERPOOL og: útbúum hennar. Mjðlkurfjelsg Reykjavikur. s Allt með islenskum skipnm! jJR|

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.