Morgunblaðið - 23.01.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.01.1932, Blaðsíða 3
*. Jttotgtutffottft • Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. -« Rltstjörar: Jön KJartanaaon. • Valtýr Stefánaaon. 2 Rltstjörn og afgrelVala: • Austurstrœtl 8. — Stml 500. 2 Augrlýslngrastjöri: E. Hafberg-. • AuKiysingaskrtfstofa: Austurstræti 17. — Slasl 700. • Heimaslmar: Jön KJartanaaon nr. 742. Valtýr Stefánaaon nr. 1220. • E. Hafbergf nr. 770. • Aakrlftagjald: t Innanlands kr. 2.00 á mánuSL • Utanlands kr. 2.60 á mánuBL « 1 lausasölu 10 aura elntakiO. • 20 aura meB Leabök. • Bát uantar. Einn af Keflavíkurbátunum, >,Hulda“ GK 475, um 11 smálestir aft stærð, hefir verið hjer í Reykja- vík um hríð til viðgerðar. Yar Eann kominn hingað löngu áður Keflavíkurdeilan hófst, en fyr- i? 3—4 dögum var viðgerðinni lok- ið, og ætlaði báturinn þá að fara heim. Hann liafði ekki nægilega mdda olíu til þess — mundi liún þó líklega liafa enst í góðu veðri en hvernig sem formaðurinn ^eyndi að fá olíu til viðlótar hjer, þá vrar iloku fyrir það skotið. — Alþýðusamband íslands hafðj lagt •afgreiðslubann á alla vjelbáta úr Keflavík. Þá reyndi formaðurinn a-ð fá oíiu í Hafnarfirði og víðar, það varð árangurslaust. I fyrradag um hádegi lagði bát- urinn svo út upp á von og óvon'. um það, að oílían, sem hann hafði, Wnndi hrökkva. Var það um há-1 *iegi að hann lagði á stað. Veð- Qr var þá sæmilegt, en þegar fram íl daginn kom, gerði ofsa útsynn- ingsrok. I gærmorgun var báturinn ekki kominn fram og gerðust menn þá óttaslegnir um afdrif lians. Var símað í allar áttir hjer nærlendis til þess að spyrja um hann, en hans hafði hvergi orðið vart. Kl. í gærdag var Þór svo send- Ur að leita lians, en í gærkvöldi hafði sií leit ekki borið neinn ár- angur, og sendi þá Slysavarna- fjelagið í gegn um Tltvarpið á- skorun til allra skipa og báta hjer innan flóans, að svipast að honum. Á bátnum voru fjórir menn: Eáll Magnús Pálsson, formaður, Magnús Sigurðsson vjelarmaður, ’Tóhann Ingvarsson, fyrverandi ■oddviti, ali ir úr Keflavík. Pjórði uiaðurinn var unglingspiltur, sem 'ohki átti heima í Keflavík, og 'vitum vjer ekki nafn hans. Konungur fer ekki til Cannes. Khöfn 22. janúar. United Press. PB. Kristján ltonungur liefir ákveð- ið að fara ekki suður að Miðjarð- U'hafj; í ár, sjer til hressingar, eins ug hans er venja á ári hverju. fók konungur ákvörðun þessa vegna. kreppuástandsins. Rússar og Finnar gera með sjer friðarsáttmála. Helsingfors, 22. jan. United Press. PB. Rússland og Pinníand hafa und- U'skrifað samning til þriggja ára, þess efnis, að hvort landið um sig heitir því, að hefja eigi arásar- Myrjökl á hitt FjárhagsumrcEður f bæjarstjórninni. Umræður bæjarstjórnarinnar um fjárhagsáætlunina fyrir árið 1932, •; fimtudagskvöldið, voru með frið samara og styttra móti. Meiri hlutinn í bæjarstjórniniii hafði borið fram nokkrar breyt- ingar á frumvarpinu, en smávægi- legar, er samþyktar voru. Voru það þessar: Að styrkur til Kenn- araskólans og Iðnskólans hækki úr 3 í 4 þús. kr. Styi'kur sje veittur Tónlistarskólanum — 2000 kr. og Páli ísólfssyni fyrir stjórn Lúðra- sveitar Reykjavíkur 3000 kr. Sömuleiðis var samþ. að fella burtu 1800 kr. fjárveitingu til að- stoðar handa byggingarfulltrúa. — Till. frá P. Iíalld. og Jab. Möller um 1000 kr. styrk tiil Lúðrasveitar- innar var og samþ. og enn fremur tillaga frá sósíalistum um 1000 kr. styrk til málaskóla Hendriks Ottós sonar. Samþykt var að greiða starfs- mönnum bæjarins i ár, sömu dýr- fíðaruppbót og þeim var greidd í fvrra, 40% af föstum launum, með tilliti til þess, hve laun starfs- mannanna eru yfirleitt lág. Tillaga frá Hermanni Jónassyni um að til launa lögregluþjónanna væri ætlað 111 þús. kr. fyrir 95 þús. kr. í frv., var og samþ. með samhlj. atkv. Tillögur sósíalista. Eins og bæjarbúum er kunnugt, hafa sósíalistar þann sið, að hrúga breytingartililögum upp, við fjár- hagsáætlun bæjarins, um alls kon- ar aukin útgjöld. Nota þeir þar ábyrgðarleysi sitt, um fjárhagsaf- komu bæjarins. Ætlast þeir til þess, að með því að bera fram tillögur þessar, geti þeir veitt ein- liverja bæjarbúa til fylgis við sig, sem veita því ekki eftirtekt, a.ð tillögur þeirra sósíalistanna, eru alls ekki bornar fram í því skyni, að þær sje samþyktar. 1 þetta sinn námu hækkunar- tillögur sósíalistanna á fjárhagsá- ætluninni 465 þúsund krónum. Um þessar titlögur sósíalistanna fómst Pjetri Halldórssyni orð á þessa leið: Þegar fj.árhagsáætlunin fyrir ár- ið 1931 var til umræðu, taldi jeg ekki víst, að takast myndi, að ná þeim tékjum inn, sem áætlaðar voru. Sósíalistar töldu þetta álit mitt firru. En reynslan hefir skorið úr um það, að álit mitt var rjett. Grípa varð til aukaniðurjöfnunar er leið á árið. Prumvarp það, sem hjer liggur fyrir um fjárhagsáætíun bæjarins, g'erir varla ráð fyrir nokkurum útgjöldum, sem eru ekki alveg nauðsynleg. Þó er ekki gert ráð fyrir, að útsvörin lækki svo neinu nemi, enda þótt gja.ldgeta borgar- anna hafi minkað miltið á þessu ári. — Það er ljett verk og löðurmann- legt, sem sósíalistar hafa hjer með höndum, að bera fram tillögur um alLs konar útgjöld, vitandi það, að tekjur bæjarins hi'ökkva ekki til þeirra útgjalda. Það hefir komið fyrir, að sósíal- istar hafa borið fram tillögur, sem nema 2—3 milj. kr. viðbótar út- gjöildum. En nú nema þær þó inn- an við l/2 miljón. Má. kalla þetta nokkra framför. MORGUNBLAÐIÐ Þá er það og sjerkennilegt við framkomu sósíalista í ár að sýni- legt er, að þeim er enn þá minni alvara með þessar t.illögur sínar, en nokkru sinni áður. Jakob Möller sýndi og fram á ýmsar reikningsblekkingar í tillög- um sósíaliaía. og talaði um nokkr- ar þeirra sjerstaklega. T. d. tillög- ur um, að draga 50 þús. kr. frá fátækra framfæri, og veita 60 þús. kr. til mæðrastyrksnefndar. Taldi liann mjög vafasamt, hvort tillögur þessar væru lögum samkvæmt, livað sem nytseminni viðvíkur. — •• — Frjettaritari Rlþýðublaðsins í Vestmannaeyjum. Alþýðublaðið birtir í gær frá sögn af atferli kommúnista í Vestmannaeyjum á fimtudaginn var. Getur blaðið þess, að frá- sögnin sé „samkvæmt viðtali við Ísleif Högnason“, en ísleifur þessi er aðalforingi kommúnista í Eyjum. ísleifur segir þannig frá: „í gærdag var stöðvuð vinna við slippana og vjelaverkstæði, sem voru að útbúa bátana til ver tíðarinnar, ennfremur hættu ýmsir sjómenn vinnu, sem höfðu verið að vinna við bátana“. Enn fremur segir ísleifur: „Kl. um 2 í gær voru ýmisir úr liði útgerðarmanna orðnir crukknir og fóru að ganga í hóp um um göturnar. Rjeðust þeir að einum og einum verkamanni og lömdu þá, og höfðu þessir óðu menn þannig lamið þrjá verka- menn niður, þegar drengur kom upp í Alþýðuhúsið og tjáði verka mönnum, sem þar voru saman komnir, 30 að tölu, tíðindin. Fóru verkamennirnir þá þegar á vettvang og mættu hóp af ýmsum mönnum, á að giska 100 að tölu, og lenti undir eins í ryskingum. Lauk þeim brátt. Föt voru rifin, en engin meiðsl urðu“. Mbl. skýrði í gær tíðinda- manni sínum í Eyjum frá þess- ari frásögn Isleifs Högnasonar. Tíðindamaðurinn sagði, að frá- sögnin væri lygi frá rótum. Eng- inn verkamaður— ekki einn ein- asti — hlýddi boði kommúnista um að leggja niður vinnu. Á sumum stöðvunum tóku verka- menn þannig á mióti kommúnist- um, að peir ráku þá burt með harðri hendi. Þetta heitir á máli Isleifs, að vinna hafi verið stöðv uð! Ut af frásögn ísleifs af viður- eign kommúnista og sjálfboða- liða sagði tíðindamaður Mbl., að hlutur Isleifs væri nú svo rýr í Eyjum, eftir þessa viðureign, að óhugsandi væri, að hann ætti þar upreisnarvon framar. Svip- að væri að segja um aðra for- sprakka kommúnista. T. d. hefðu sjómenn ætlað að beita sömu að- ferð við Jón Rafnsson og Isleif (flytja hann heini), en Jón hefði grátbænt þá um að sleppa sjer, því hann væri lasinn. Þetta var gert, því foringinn(!) var með grátstafinn í kverkunum. Almenningur í Eyjum er undr andi yfir því, að Alþýðublaðið skuli ekki snúa sjer til einhvers Reykuískir kommúnístar Idta á sjer bcera. Þeir ætla að ógná bæjarstjórninni með hand- afii til að segja af sjer, og verja bæjar- fulitrúunum útgönguúr Templarahúsinu. Lögreglan rekur kommúnista frá húsinu Þess er getið á öðrum stað hjer í bilaðinu, að umræður bæjarstjórn- arinnar um fjárhagsáætlunina i ár voru venju fremur hógværar. Þær eru vanar að standa fram á nótt. En í þetta sinn var þeim lokið fyr- ii' klukkan 11. Tiltölulega fáir áheyrendur voru á fundinum, eink- um eftir ltvöldmatarhljeð, er úti var kl. OVa. En á kvöldfundinum þar á eftir fóru engar umræður fram — aðeins atkvæðagreiðsla um fjárhagsáætiunina. Guðjón Benediktsson, er mun telja sig einhverskonar fyrirliða kommúnista hjer í bænum, sat á áheyrendabekkjum meðan stóð á umræðum um fjárhagsáætlunina. En fátt mun þar hafa verið af flokksmönnum hans. Þeir hjeldu sig annars staðar. Síðasta mál á dagskrá bæjar- stjórnar voru iitsvarsmál. Voru þau, sem endranær, rædd fyrir luktum dyrum, og áheyrendur beðnir að víkja úr salnum, áður en umræður um þau byrjuðu. En rjett- um sama leyti og á- heyrendnr voru farnir úr liúsinu, fiyktíst hópur hommúnista inn í fordyri hússins, með ærsílum og gauragangi. Því það er, sem kunn- ugt er, sjerkenni þess flokks, að á hverskonar samkomum hans, hvort lieldur er úti eða inni, kepp- ist hver sem betur getur um það, að bera á sjer flokksmerki skríl- æðis. í Tveir lögregluþjónar, er verið höfðu dyraverðir bæjarstjórpar- fundarins, vörnuðu komumönnum inngöngu á hinn lokaða fund. En sjer til ánægju, meðan á umræðum stóð hins lokaða fundar, hófu kommúnistar að syngja flokkssöngva sína, og varð eigi fundið, að þeir spöruðu hljóðin. En er bæjarfullltrúarnir höfðu lokið störfum siínum, og ætluðu út úr húsinu, var þvaga kommún- istanna fyrir þeim í fordyrinu, og vörnuðu forsprakkarnir bæjar- fulltrúunum útgöngu. Meðal þeirra áem leituðu mest á kommúnista- fylkingu þessa, var lögreglustjór- inn og bæjarfulltrúinn, Hermann Jónasson. Nú tóku kommúnistar að kasta ýmsum ókvæðisorðum til bæjar- fulltrúanna. Heimtuðu þeir, m. a. að bæjarstjórnin segði af sjer þegar í stað. Urðu nokkurir fyrir svörum, m. a. Jakob Möller, er sagði, að slíkt kæmi sjer ekki til hugar. Stefán Jóhann Stefánsson tók í sama streng. Lögregluþjónarnir tveir stóðu í dyragættinni, og komust kommún- istar ekki inn fyrir. Eftir nokkurt þjark þarna við innri dyrnar, komu 4 lögreglu- þjónar að utan inn í fordyrið, og gætins verkamanns til þess að fá frjettir úr Eyjum. í þess stað birtir blaðið lognar frjettir frá æstum kommúnista. var Erlingur Pálsson fyrir þeim. Báðu þeir þá, sem inni fyrir voru að víkja út, og tæmdist ytri hiuti fordyrisins, án þess nokkurt liandalögmál yrði. En þeir sem þarna voru, og fast- ast fylgja Guðjóni Benediktssyni 'og Brynjólfi Bjarnasyni og slíkum, tóku saman höndum þarna í for- dyi'inu og mynduðu „bendu.“ Er lögreglan bað þá að fara út, svör- uðu kommúnistar Jieirri málaleit- un með því að ráðast á lögreglu- þjónana. Tóku lögregiuþjónarnir þá fram kyilfur sínar og ráku kommúnistr ana út úr liúsinu. Norðurdyr for- stofunnari höfðu kommúnistar brotið upp, svo forstofan var opin í báða enda. Hentu þeir klaka- stykkjunum inn um báðar dyrnar á lögregluþjónana. Helst sá hend- ingaleikur nokkuð eftir að út vax komið. Einn lögregluþjónninn fekk óþyrmilegt högg í höfuðið af klakastykki. — Lögregluþjónninn bandaði til þess sem næstur stóð; kom höggið í öxlina, og fjell sá við. Nokkurir kommúnistar mimu hafa fengið óþægileg’ högg á bak og í brjóst, svo þeir voru dasaðir i gær. En af engum alvariegtun ávei'ka liefir Morgbl. frjett. Er forstofan var rudd, gengu bæjarfulltrúar óhindrað heimleið- is. Kommúnistar spöruðu ekki gif- uryrði í garð bæjárfulltrúa Og lögregluþjóna. Ljetu þeir óspart í Ijósi, að þeir söknuðu vinar í stað þar sem Ólafur Priðriksson hefði ekki verið á bæjarstjórnarfundi þessum, og hefðu þeir því ekki getað liaft tal af honum í þetta sinn. Áður en k Ommúnistahópurinn kom að Templarafhúsinu, höfðu þeir verið á fundi í Bröttugötu. Hvað þar fór fram, er Morgbl. ekki kunnugt um. En alt bendir til þess, að þeir hafj beðið með árás sína og ekki látið á sjer bæra, fyr en þeir vissu, að bæjarfulltrií- árnir voru einir eftir í Templara- húsinu. Einhver slæðingur kommúnista staðnæmdist í Pósthússtræti eftir að bæjarfulltrúarnir voru farnir heim. Var skotið þar á einskonar útifundi. En skömmu síðar kom liríðarjel, og kólnaði þeim þá svo þeir hurfu undir þak. Segir ekki fieira af ferðum þeirra. Hermannaskálar gerðir að sjúkrahælum. Vegna þess hvað Svíar fækkuðu her sínum mikið 1925, urðu margir hermannaskálar auðir. En þeim hefir verið breytt í veðveikrahæli og hressingarhæli. Hefir stjórnm varið stórfje á seinustu árum til þess að breyta í slík hæli fjórnm hermannaskálum hjá Örebro, Sala og Hemösand og vom þeir nú um áramótin að öOlu leyti útbúnir til þess að taka á móti sjúblingitm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.