Morgunblaðið - 30.01.1932, Síða 3

Morgunblaðið - 30.01.1932, Síða 3
j J^orjputNa^ • ÍJtgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. • • Rltstjörar: Jön KJartansson. * J Valtýr Stef&nsson. « • Rltstjörn og afgrelBsla: J Austurstrœtl 8. — Slsal 500. a • Auglýslngastjðrl: B. Hafberg. • a Auglýslngaskrlfstofa: • • Austurstrœtl 17. — Sfstl 700. • J Helmaslmar: # • Jön KJartansson nr. 742. • • Valtýr Stefánsson nr. 1220. • E. Hafberg nr. 770. * • Áskriftagjald: • • Innanlands kr. 2.00 & mánnSL • trtanlands kr. 2.60 & mánudl. * « I lausasölu 10 aura elntaklB. • • 20 aura meV Lesbök. • • • .................................... Yfirgangur Japana í Shanghai. Shanghai 28. jan. Mótt. 29. jan. United Press. PB. Þogar tilkynt hafði verið, að -Japanar ætluðu að hemema Shang liai í bi;li, að undanteknum forrjett- indasvæðum erlendra þjóða, hóf- nst þegar orustur í Chapei, borg- arhlutanum, sem Kínverjar búa í. ■Opinberlega tilkynt, að þrír menn hafi beðið bana, en 32 særst. — ’Tundurspilladeild Japana skaut 40 skotum á Wosung-vígi og þagg- aði niður í fallbyssum Kínverja. Herlið Japana, sem sett var á land hóf gönguna til Chapei M. 11,10 «íðd. en um leið fór japanski hers- höfðinginn fram á það, að kín- verska herliðið væri kvatt á brott frá Chapei. Síðar: Japanar tilkynna, að þeir hafi lokið við að hernema Chapei fcl. 6 árd., nema svæðið bringum járnbrautarstöðina í norðurhluta hverfisins. London, 29. jan. Uniited Press. FB. Genf: Yen, fulltrúi Kína, hefir bært Japan fyrir árásina á Shang- hai. — Shanghai: Japanar hernámu Járnbrautarstöðina í norðurhluta horgarínnar, en hörfuðu síðar und- an. Japanar hafa samt á sínu valdi meginhluta borgarinnar að undan- skildum forrjettindasvæðum útlend ínga. Úrvalsherdeildir Canton- •stjórnarinnar hafa varist árásum ■Japaim vasklega. Kl. 1.40 e. h. skutu Japanar á Chapei úr flug- vjelum. Er eldur uppi víða í bórg- arhlutum eftir skothríðina. Stöð- ugi'i skothríð er haldið áfram á kínverska liðið, sem verst í nánd við norðurstöðina. Tíu þúsund kín- verskra hermanna eru á leiðinni til Shanghai frá Nanking. Ellefu japanskir tundurspillar eru á leið- inni. — Búðum og bönkum er lok- •að í borginni. Almenn mótmæli •gegn hernáminu hafa komið frá kaupsýslumönnum og borgurunum alment. Síðar frá Shanghai: Kl. 6 e. h. (Shanghaitími) fjellust Japanar og Kínverjar á vopnahlje fra kl. 8 að telja. — Eftir að tilkynningm um vopnahljeð liafði verið samþykt hófu Japanar skothríð á ameríska •stofnun í Shanghai. „Young Allen Memorial Home“. London, 29. jan. United Press. PB. Seinustu fregnir herma, að •skommu eftir að vopnahljeð hafi gengið í gildi, hafi vopnáhljesregl- urnar verið brotnar, og bardagar sjeu byrjaðir á ný. MORGUN.BLAÐIÐ 9 T Þegar u.b. Hulöa fór h|eðan, Frásögn Erlendar Sigurðssonar. Hann var sá sem seinast skildi við bátsverja. PErumeiðingar Tímans um ðr. Helga Tómasson ðcemðar í Hcestarjetti. Á það liefir verið niinst hjer í blaðinu, að Erlendur Signrðsson bílstjóri, bróðir Magnúsar Sigurðs- sonar vjelstjóra á vjelbátnum ,,Huldn“, æt'laði með bátnum til Keflavíkur þann 21. janúar, en hætti við að fara á síðustu stundu. Hann vinnur við bifreiðastöð Steindórs, og annast ferðir til Hafnarfjarðar og Keflavíkur. En vegna þess, að vegurinn var ófær suður eftir þessa daga, hafði liann ekkert að gera, og var því að hugsa um að fara heim sjóleiðis. Erlendur hefir nú skýrt Morg- unblaðinu frá síðustu samfundum sínum við mennina, sem fórust með vb. „Huldu“. Laust fyrir klukkan 1, miðdegis á fimtudaginn þ. 21. janúar kom Magmis inn á bifreiðastöð Stein- dórs, til þess að segja Erlendi frá því, að nú ætluðu þeir að leggja af stað. Erlendur slæst þá í för með bróður sínum, og halda þeir nið- ur á steinbryggju. Þar var bát- urinn. Á bryggjunni hitta þeir for- manninn, Magnús Pálsson og Jó- hann Yngvason. Eru þeir þar að tala saman. Bræðurnir ganga á tal þeirra. Formaðurinn Magnús Pálsson hefir orð á því, þarna á bryggj- unni, að veður sje nú orðið ískyggilegt, því þá gekk á með s:iörpum hryðjum. En þá segir hann: Þetta raun vera ein- asta tækifærið fyrir okkur að sleppa úr höfninni, því nú eru þeir búnir að hóta okkur því, að sökkva fyrir okkur bátnum, ef við reynum að hreyfa hann frá bryggjunni. Ekki segir Eriendur, að Magn- ús heitinn Pálsson hafi nafngremt menn þá, sem hafi haft slíkar liótanir í frammi. En það heyrði hann á þessu stutta samtali, að Magnfís heitinn bróðir sinn hafði 0g mætt sömu hótununum, því að liann sagði Erlendi, að hann hefði sagt við „þá“, „að harni myndi nú líklega reyna að hafa sig upp úr bátnum áður en hann sykki‘ . Svo skildist Erlendi að hótan- irnar um að sökkva batnum, hefðu átt sjer stað á fimtudagsmorgun- inn. Því á miðvikudagskvöldið voru þeir bræðumir saman í bíó, og talaði Magnús þá ekkert, um slíkt. En Eriendi skildist svo þá sem brottförin værj ákveðin kl. 9. á fimtudagsmorgun, en hótan- jmar um að hindra brottförina með ofbeldi, befðu orðið t-il þess að seinka bátnum fra þvi um morguninu, og þangað til í mat- arhljeinu um hádegið. En að þeir bátverjar á „Huldu“ tÖldu þarna vera sjerstakt tæki- færi fyrir þá að komast. a burt hei'lu og höldnu, kom til af því, segir Erlendur, að svo að segja var niaunlaust þama við höfnina þessa stund. — Tveir menn stóðu á bry ggjunni, er Erlendur þekti ekki, og gáfu þeir sig ekki að Keflvík- ingunum, svo Erlendur yrði var við. Þeir bræða það nú með sjer þarna á bryggjunni, hvort leggj- andi sje út í veðrið eins og það var þá, en komast að þeirri niðtir- stöðu, að rjett sje fyrir þá að fara a. m. k. út fyrir hafnalrgarða, og sjá þar hvemig þeim lítist á ferða- veðrið. Erlendur fer þá með bróður sín- um út í bátinn, og hjálpar honum til þess að setja vjelina í hreyf- ingu. Að því búnu kállar formað- urinn til Erlendar og biðnr bann að losa afturbandið á bátnum. Erlendur bregður við og gerir það. En í þeim svifum, sem hann leysir bandið, stekkur hann upp á bryggjuna. Sú hugsun grípur hann þá alt í einu, að honum lítst ekki á ferðalag þetta, og hann muni e. t. V. eins geta komist með bíl þann er hann ekur til Keflavíkur um kvöldið. Eriendur stendur á bryggjunni meðan báturinn er að leggja af stað. Þegar báturinn fer frá bryggj- unni þá sleppir hásetinn framband- inu of fljótt, svo báturinn snýst frá að framan, og lendir aftur- endinn við bryggjuna. Rjett um leið stöðvast vjelin. Þá kallar Erlendur til Magnúsar Pálssonar og spyr hann að því hvort skrúfuspaðinn muni ekki liafa numið við bryggjuna. Hann neitar því. Segir að hann hafi að eims „gefið vjelinni of þunga skrúfu' ‘. Yjelin er svo sett í hreyfingu samstundis, og báturinn fer á fullri ferð út höfnina. Erlendur segir það ósannindi, sem iit hefir verið borið, að bát- verjar á Huldu hafi ekki haft segl meðferðis. Pullkominn segla- útbúnaður var á bátnum og stór- seglið undirslegið, er þeir ljetu úr ,höfn. Hin seglin til taks ef á þyrfti að halda. Er Erlendur Sigurðsson las of- anritaða grein yfir, og staðfesti að rjett væri hjer farið með framburð sinn í öllu, bafði liann ekki verið kallaður sem vitni í rjettarrann- sókn þeirri, sem hafin er út af máli þessu. Drummond beiðist lausnar. Genf, 28. jan. United Press. FB. Sir Eric Drummond hefir beðist lausnar frá störfum sínum fyrir Þjóðabandalagið. Lausnarbeiðni hans hefir ekki fyni sem komið er verið tekin til greina. Ger.gi sterlingspunds. United Press. FB. Gengi sterlingspunds miðað við dollar 3.46V2, er viðskifti hófust, en 3.46%, er viðskiftum lauk. Newyork: Gengi steriingspunds $ 3.W7/8— $ 3,46%. Ritstjóri Tímans dæmdur í 1000 króna sekt — til vara 45 daga fangelsi — og 800 kr. málskostnað. Ærumeið- ingarnar dæmdar dauðar og ómerktar. Eins og skýrt hefir verið frá hjer í blaðinu, vanu dr. Helgi Tómasson nýlega mál í Hæstarjetti, er hann höfðaði gegn ríkisstjórn-; inni vegna brottrekstursms frá Nýja-Kleppi. í dómi Hæstarjettar var því slegið föstu, að brottiekst-1 urinn befði verið ólöglegur og ó-1 leyfilegur. Ríkissjóðuv verður svo að greiða dr. Helga bætur fyrir þetta fólksuverk valdhafanna. Þau útgjöld ríkissjóðs nema um 10—12 ^ þús. króna. En stjórnin ljet sjer ekki nægja, að reka dr. Helga fyrirvaralaust og að ósekju frá starfi sínn á Nýja- Kleppi. Samtímis þóf hún og henn- ar vikapiltar þá svívirðilegustu og ódrengilegustu ofsóknarherferð gegn dr. Helga, sem þekkst hefir í siðuðu þjóðfjelagi. Rógurinn var takmarkalans. — Svívirðingarnar gengu látlaust í Tímantun, blað eftir blað. Varia var til sá giæpur, sem dr. Helgí Tómasson átti ekki að hafa drýgt. Svo langt var geng- ið í þessu níðingsverki, að því var jafnvel dróttað að dr. Helga, að hann væri stórmorðingi. Einstöku sinnum voru það nafn- greindar persónur — undirtyllur stjórnarinnar — sem höfðu sett nafn sitt undir svívirðingarnar. Ðr. Helgi stefndi þeim og fengu þær allar sinn dóm. En oftast hirtust rógsgreinarnar sem ritstjómargrein ar eða undir dulnefnum. Þær voru allar á ábyrgð ritstjórans. Dr. Helgi höfðaði því einnig mál gegn Gísla Guðmundssyni rit- stjóra Tímans. í málinu giwði dr. Helgi þá kröfu, að rits^V^ Tímans yrði dæmdur í þá þj> stu refsingu sem lög leyfa; einnig krafðist hann 20 þús. króna skaðábóta fyrir at- vinnuróg. Má.lið var dæmt í undirrjetti í svívirðingar Tímans í garð dr. Helga voru mjög þess eðlis, að lmekkja atvinnu hans. En þar seiBi Hæstirjettur hefir talið, að full- komnar sannanir fyrir fjártjóni yrðu að vera fyrir hendi, til þess at um skaðabætur gæti verið að ræða, er varla hægt að skilja þetta á annan veg en þann, að Tíminn sje svo ómerkilegt blað, að almént sje ekkert mark á honum tekið. Og þetta er vafailaust „dómnr al- mennings“, sem veslings Tíminn er sí ög æ' að stagast á. Þetta mun vera þyngsti dómur, sem iiokkurt íslenskt blað hefir fengið fyrir ærumeiðingar. 20 ára afmœli v íþróttasambands íslands. Á 20 ára afmæli í. S. í. í fyrra- dag bárust því fjölda mörg heilja- óskaskeyti, þar á meðal frá kon- ungi, sem er verndari Sambandsins, frá forsætisráðherra íslands, í- þróttaskó'lanum á Álafossi, Glímti- fjel. Ármann, Knattspyrnufjel. Fram, Jens Guðbjörnssyni fortn. Ármanns, Sundfjel.agi Reykjavík- ! ur, Knattspyrnufjel. Víkingur, 1- I þróttavallarstjóminni, íþróttaráði Vestfjarða, Hallgrími Benedikts- syni stórkaupm., Þórarni Magnús- syni, Sundfjel. Ægi, Ólafi Sveins- syni, sira, Friðrilr Friðrikssyni, jllnefaleikafje]. Reykjavíknr, Knatt j spyrnufjel. Valur, Kjartani Þor- varðarsyni. Auk þessa bárust sambandinu gjafii'. „Ármann“ sendi því for- jláta fumlarhamar. Er hausinn úr U’ostungstönn og á annan hlýrann jgrafið skjaldannerki Ármanns, en hinn skjaldarmerki í. S. í. Skaftið aprílmánuðí í fyrra; lögmaðnrinn' er úr hvalbeini og á það letrað Reykjavík dæmdi. Hann dæmdijöðrum megin: 1. S. I. — 1912—28 ritstj. Timans í 400 kr. sekt, 100 ■—1—1932, en hinnm megin: Gef- kr. málskostnað ■ og ómerkti mörg /nn af glímufjel. Ármann. Er þetta meiðyiðanna. hinn vandaðaíti smíðisgripnr og er Þessum dómi áfrýjaði dr. Helgi eftir Martein Guðmundsson _ í- til Hæstarjettar. Málið kom þar fyrir mánudaginn 25. jan. Eggert Claessen hrm. sótti málið fyrir dr. Helga, en Stefán Jóh. Stefánsson mætti fyrir ritstj. Tímans; einnig mætti Gísli Guðmundsson sjálfur í rjettinum og talaði þar um „dóm almennings“. Hæstirjettur kvað upp dóm í malinu á föstudaginn var (í gær). Var sá dómur á þá leið, að Gísli Guðmundsson var dæmdur í 1000 kr. sekt — til vara 45 daga ein. falt fangelsi — og 800 kr. máls- kostnað. Einnig voru hin um- stefndu meiCyrði dæmd dauð og ómetrk. Hæstirjettur gat ekki fallist á skaðabótakröfu dr. Helga. Hann leit svo á., að eigi hefði verið færð- ar nægar sönnur á, að dr. Helgi hefði beðið fjárhagslegt. tjón. Um það verður að sjálfsögðu ekki deilt, að ærumeiðingar og þrottaskólinn á Álafoss sendi for- kunnar fagran pappírsliníf, skraut- lega grafinn af Birni Haraldssynj. Stendur á hann let-rað innan um útflúrið: í. S. f. 28./1. 1932. — Fr. í.þ.s.k. Álafossi, en á hand- fanginu er merki Álafoss. Knattspyrnuráð Reykjavíknr gaf stóra ljósmynd af knattspymn flokknnm, sem fór til Færeyja. A umgerðinni er silfurskjöldur og á hann ttetiað: 1912 — f. S. í. — 1923 — 28. — 1. — Frá Knatt- spyrnnráði Reykjavíkur. Jens Guðbjömsson, formaður Áx manns, sendi stóra gerðabók fyrir kapþróðramót fslands, er hún í skrautbandi og með áletiun. Stjórn f. R. sendi í. S. í. for- kunnar fagran silfurbikar í tilefni af afmælinh. Skal hann gefinn af f. S. f. til verðlauna og um hartti keppt í frjálsum einmenningsí- þróttum, eftir nánari fyrirmæltnn,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.