Morgunblaðið - 11.02.1932, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Upptök Keflavíkur-
deilu nnar.
DeiluefniÖ, um rjett landverkamanna
til að semja um kaup sjómanna.
Ofsóknir sósíalista á hendur
Keflvíkingum, hafa nú staðið svo
lengi, svo mlargir atburðir gerst,
og eftirminnilegir í ofsóknarher-
ferð þeirri, að hætt er við, að
-mönnum taki að yfirsjást hvern-
|g upptök þessarar merkilegu
tíeilu voru.
Skal því vikið að þeim með fá
iim orðum að nýju.
Verkalýðsf jelagið.
í Keflavík var stofnað verka-
lýðsfjelag í haust. í fjelagið var
komið 60—70 manns^ karlar og
Skonur, er deilan hófst.
Af fjelagsmönnum voru um
30 sjómenn, eða tæplega helm-
ingur. Fjelag þetta sendi útgerð
iarmannafjel. Keflavíkur brjef,
þess efnis, að fjelagið ætlaði sjer
að semja um kaup sjómanna á
þessari vertíð.
Útgerðarmenn vilja að eins
semja við SJÓMENN um kaup
sjómanna.
Þessu svöruðu útgerðarmenn
því, að þeix teldu verkalýðsfje-
iagið ekki' rjettan aðíla til' þess
að semja um kaup sjómann-
anna. Að vísu höfðu nokkrir
sjómenn gengið í verkalýðsfje-
lagið. En þeir voru þar í minni
hluta. Og samanborið við þá
menn sem sjó stunda frá Kefla-
vík, voru sjómenn í verkalýðs-
fielaginu að eins lítið brot —
utn 30 af 300.
Af þeim ástæðum töldu út-
gerðarmenn í Keflavík, sem
kaupsamningur við verkalýðs-
fjelagið um kaup sjómanna,
væri ekki samningur við rjett-
an aðila.
En þeir ljetu þess jafnframt
getið, að ef stofnað yrði fjelag
meðal sjómanna, myndu þeir
semja við það fjelag um kaup
sjómannanna.
Jafnframt tjáðu þeir sig fúsa
til að semja við verkalýðsf jelag-
ið um kaup verkamanna í land-
vinnu.
lýðsfjelagsins ó.keypis far heim
til sín.
Út af því, að verkamenn í
landi fengu ekki að semja um
kaup sjómanna þar, risu svo
árásir Alþýðusambands íslands
á Keflvíkinga, bannfæringin,
umsátin, ofsóknirnar hjer í
Reykjavík, olíustuldurinn o. fl.
o. fl., sem mönnum er í fersku
minni.
Sósíalista-hefndin.
Sósíalistabroddarnir börðust
fyrir því með oddi og egg, að
engar lífsna'uðsynjar kæmust
til Keflavíkur. Þangað mátti
ekki flytja oiíu í bátana, salt í
fiskinn eða kol í ofna heimil-
anna. Sjúkir menn, börn og gam
aimenni í Keflavík skyldi bæði
líða hungur og kulda, fyrir það,
að útgerðarmenn þar viður-
kendu ekki óskoraðan rjett fje-
lags landverkamanna, sem raun
ar var ekki lengur til, til þess
að semja um kaup sjómanna.
Verkalýðsfjelagið lýsir útgerð
Keflavíkur í bann.
Út af þessu svari útgerðar-
manna urðu verkalýðsfjelags-
foringjarnir æfir. Þeir kölluðu
saman fund í fjelagi sínu, og
fengu þar samþykt, að úr því
útgerðarmenn vildu ekki semja
um kaup sjómanna við verka-
lýðsfjelagið, þá skyldi útgerð
Keflvíkinga bannfærð.
Sárfáir sjómenn voru á þeim
fundi í verkalýðsf jelaginu, þeg-
ar þetta var isamþykt.
Þegar landverkamenn í Kefla
vík tóku til þessara ráða, til
þess að knýja það fram, að þeir
fengju að semja um kaup
manna, sem ekki voru á fund-
inum, ekki í fjelaginu og ekki
höfðu á neinn hátt óskað eftir
því, að þessi fjelagsskapur
skifti sjer af ráðningakjörum
þeirra, þá var þolinmæði Kefl-
víkinga nóg boðið. Og þeir
fengu, eins og Alþýðublaðið
komst að orði, formanni verka-
Landsstjórnin spurð.
Og landsstjórnin er spurð á-
lits. Jiún er beðin um aðstoð
gegn ofbeldismönnunum. En úr
hennar herbúðum kemur ekki
annað svar en það, sem for-
sætisráðherrann birti í Tíman-
um, að nú, síðan keflvískir út-
gerðarmenn hefðu sýnt nokkurn
mótþróa gegn því að semja við
óviðkomandi landverkamennum
kaup sjómanna, þá væri „þolin-
mæði þjóðfjelagsins á þrotum“.
Þolinmóðir áttu útgerðar-
menn í Keflavík, að dómi Tím-
ans, að láta sjer lynda, að verða
ofbeldi beittir, ofsóknum, banni
og hverskyns óskunda af hálfu
ofstopamanna í landinu, af því
að þeir neituðu að semja um
kaup sjómanna, við mann eins
og Axel B’jörnsson, sem aldrei
hafði fengið neitt umboð sjó-
manna til samninga.
Þannig stendur málið.
Keflvíkingar hafa ekki enn
viljað viðui;kenna umboð og
vald annara en sjómanna þar
til að semja um kaup sjómanna
á keflvískum bátum.
I þessu stefnumáli hafa þeir
Keflvíkingar sýnt einbeitni þá
og festu, sem rómuð er um land
ið. Þeir hafa ekki hikað við að
leggja á sig hverskonar óþæg-
indi og atvinnutjón, til þess
að fá mál sitt til lykta leitt á
viðunandi grundvelli — fyrir
þá, og í raun og veru fyrir þjóð ■
ina í heild sinni.
Því hvar er þá atvinnumálum
okkar komið, ef nokkrir menn
geta hlaupið saman, myndað
fjelag, og heimtað síðan, að þeir
einir eigi úrskurðarvald um það,
hvort menn, sem eru þeirra fje-
lagsskap algjörlega óviðkom-
andi, eigi að gera sig ánægða
með þessi eða hin ráðninga-
kjör? Hvar er sjálfsákvörðun-
arréttur manna, ef 10 hluti ein-
hverrar atvinnustéttar heimtar
alræðisvald yfir níu tíundu hlut-
um, sem eru fyllilega andvígir
öllu athæfi og framferði hins
litla minnihluta?
Og hver er þá vinnufriðurinn
í þessu landi, ef Alþýðusam-
band Islands með landsstjórn-
ina að baki sér, styður og styrk-
ir alræðisvald hinna fáu, um-
boðslausu, í baráttu þeirra gegn
atvinnu- og athafnalífi lands-
manna?
Það kann að vera, að þolin-
mæði Tryggva Þórhallssonar og
þeirra Tímaklíkumanna sje best
borgið, meðan alræðisvald hinna
fáu ofbeldismanna fær óáreitt
að njóta sín, gegn atvinnulífi,
rjettsýni og heilbrigðri skyn-
semi landsmanna.
Pingmálafunöir
í Amessýslu.
Þingmenn Árnesinga li*fa verið
að halda þingmálafundi undan-
farna daga.
Fundur var haldinn að Stokks-
eyri á sunnudagskvold, 7. þ. mán.
Á fundi voru um 200 manns og
ýms mál tekin fyrir. Skulu lijer
fáein nefnd.
Kjördæmamálið. Jörundur Brynj-
ólfsson reifaði það mál, enda hefir
hann setið í kjördæmanefndinni
undanfarið. Hann fór að ilýsa til-
lögum fulltrúa Sjálfstæðismanna í
kjördæmanefndinni og kvaðst
liafa reiknað út hvað þingmenn
gætu orðið margir, ef þær tillögur
yrðu samþyktar. Reiknaðist Jör-
undi svo til, að þingmenn gætu
orðið 100, 200 eða jafnvel 300,
eftir þessum tillögum. Ekki vildi
Jörundur skýra frá tillögum Áft-
urhaldsins.
Að lokum var samþykt svohljóð-
andi tillaga:
„Jafnframt því, að fundurinn
fellst á að landkjörið verði felt
niður og að tölu landkjörinna þing
manna sje bætt við þau kjördæmi,
sem mestan rjett hafa til þing-
mannafjölgunar, skorar fundur-
inn á þingmenn kjördæmisins að
Vaiðveita núverandi kjördæmaskip
un og tryggja, að vald það, sem
hin sjerstöku kjördæmi hafa nú á
löggjöf og landsstjóm verði á
engan hátt rýrt. Jafnframt er
fundurinn mótfallinn fjölgun þing-
manna“.
Tillaga þessi var samþykt með
17:2 atkvæðum; flestir sátu hjá.
Tillögumaður var Sigurgrímur
Jónsson, Holti. Þingmennirnir
höfðu flutt aðra tillögu, sem kom
ekki til atkvæða.
Bannmálið. Svohljóðandi tillaga
var samþykt með 22:9 atkvæðum:
„Fundurinn skorar á Alþingi að
afnema bannlögin nú þegar; jafn
framt því lýsir fundurinn yfir því,
að hann telur rjett að ríkið sjálft
annist innflutning og sölu áfengra
drykkja; enn fremur veita sveitar-
stjórnum aðstöðu til að gera þeim
að skyldu að gera, herferð á hend-
ur heimabruggi“.
Þingmennirnir vildu bera mál
þetta undir þjóðaratkvæði, en sú
tillaga kom ekki undir atkvæði,
þar eð hin var samþykt.
Fjármál. Þingmennirnir fluttu
nokkurar tillögur í fjármálunum,
sem voru allar samþyktar. Ein
tillagan var um sparnað og afnám
bitlinga, svo hljóðandi:
„Fundurinn skorar á stjórn og
þing að gæta hins ýtrasta sparn-
aðar um meðferð á landsfje í hví-
vetna, lækka laun og afnema bitl-
Nýkomið s
Pressnger.
Verklegt námskeið
fyrir málara, lærlinga og sveina, verður haldið á vegnm
Iðnskólans í vetur og hefst 15. þessa mánaðar. — Þatttak-
endur komi í Iðnskólann til innritunar laugardaginn 13.
þ. m. kl. 4—7 síðdegis.
H. H. Eirikssaa.
Kartöflnr.
Við höfum til sölu egta kartöflur í smáum og stórum
„partíum“. Samband óskast við firma, sem selja vildi
fyrir oss.
ORION, Haderslev, Danmark.
Sími 973. Símnefni 973, Orion.
inga, eftir því sem við verður
komið.“
Fyrirvarinn „eftir því sem við
verður komið,“ mun vera settur
með sjerstöku tilliti til Jörundar
Brynjólfssonar. En Jörundur hef-
ir, sem kunnugt er, verið allra
þingmanna frekastur á bitlinga
og bein.
Fundur' var að Eyrarbakka á
mánudagskvöld. Samþyktar voru
þar ýmsar tillögur frá kommun-
istum. Á fundi sátu um 100 manns
en þátttaka í atkvæðagreiðslu
var mjög lítil — oftast um tíu
manns. Flestir sátu hjá.
Esperantó.
Alheimsmálið esperantó fer sig-
urför um heiminn. Fleiri og fleiri
alþjóðafjelög aðhyllast það sem
viðskiftamál að einhverju eða öllu
0eyti. Það er tekið upp sem náms-
grein í mörgum skólum, sums
staðar jafnvel sem skyldunáms-
grein í barnaskólum. Mun það ef-
laust verða gert mjög víða innan
slyimms. Liggja til þess bæði upp-
eldisfræðileg rök og menningarleg,
auk þeirra „praktísku". Hjer hjá
oss íslendingum, sem höfum mikla
ástæðu til þess að fagna alheims-
máli, liafa enn þá engar opinberar
ráðstafanir verið gerðar til að
rvðja esperantó braut. — Márgir
hafa þó þegar lært það, og Reyk-
víkingar standa alveg sjerstaklega
vel að vígi í þeim efnum, þar sem
lijer starfar að kenslu einn hinn
lærðasti esperantisti og snjallasti
kennari. Þessi maður er Þórberg-
ur Þórðarson,' rithÖfundur. Hann
hefir í mörg ár lagt stund á esp-
erantó, og nú seinast í surnar kynt
sjer kensluaðferð Andreo Che, hins
fræga Ungverja, sem ferðast land
úr landi til þess að kenna esper-
antó.
Þórbergur hefir nýlega loldð
fyrsta námsskeiðinu með aðferð
Andreo Che. Er mjer kunnugt um
það, bæði af eigin reynslu og í
gegn um kunningsskap við nokkra
menn, sem þetta námsskeið sóttu,
að menn, sem ekki kunnu stakt orð
í esperantó í haust, vþegar byrjað
yar, og sem engum tíma eyddu í
námið utan kenslustundanna (2
kvöldstundir á viku), lesa nú mál-
ið viðstöðulítið og geta talað og
skrifað villullítið um dagleg efni.
Kenslustundirnar hjá Þórbergi
líða eins og „spennandi“ leikur.
Á hverju augnabliki kemur eitt-
Iivað óvænt, og má eigi í milli sjá
hvað veldur mestu, kraftur Þór-
bergs, rökvísi málsins eða snilli
aðferðarinnar.
j Nú er Þórbergur að byrja nýtt
námsskeið, og komast væntanlega
færri þar að en vilja. Alveg er
sjerstök ástæða fyrir alla kennara
1 að kynnast kensluaðferð Andreo
|Che.
Athugavert er það einnig, að
I víðtækar tilraunir erlendis hafa
sýnt mjög greinilega, að þeir sem
kunna esperantó, ©iga að öðru
jöfnu auðveldara með að læra
önnur tungumál.
Sigurður Tkorlacius.
Clr Srímsey
Hjer þola menn verst tóbaksleys-
er Morgunblaðinu skrifað þann 25.
janúar:
i—■ Hjer í Grímsey er fremur
ömurlegt i vetur. Nú eru senn
fjórir mánuðir að engar samgöng-
ur hafa verið við land. — Engin
verslun er nú hjer í eynni og alls
laust af öllu, og óstillingar svo
miklar, að aldrel gefur á sjó. —
ið. Menn tyggja fóðrið úr vös-
um sínum, heldur en ekki neitt,
ef ske kynni að það geymdi í sjer
tóbakskeim frá fyrri tímum. ffeg
kenni í brjósti um karlana, sem
hafa tekið upp í sig í 40—60 ár.