Morgunblaðið - 23.02.1932, Side 3

Morgunblaðið - 23.02.1932, Side 3
M O R G TT N R L A Ð T f) S * Útget.: H.t. Arvakur, Reyk]«Tlk. * kitatjörar: Jön Kjartansson. Valtýr Stefánsson. * Ritstjórn og afg-reiBsla: Austurstrœtl 8. — Stasl 800. * Ausrlýslngastjöri: B. Hafberg- 4 Ausrlýslngaskrlf stofa: U Austurstrœtl 17. — Slasl 700. * Xelmaslsmr: * Jön Kjartansson nr. 74S. * Valtýr Stef&nsaon nr. 1*10.* E Hafberg: nr. 770. e Askriftatf jald: « Innanlands kr. 2.00 A mAnuöl. Utanlands kr. 2.60 & asAnuBl. a t lausasölu 10 aura elntaklB. » 20 aura meB Lesbök. * ©jalöeyrisuerslunin Reglugerðin nýja. Viðbótarreglugerð sú, um gjalcl- <eyrisverslun, sem birt var hjer í blaðinu á sunnudaginn var, hefir slegið talsverðum óliug á kaup- sýslumenn. Hafa ýmsir litið svo á, ■að með þessari reglugerð væri við- skiftum í raun Og veru lokað að miklu leyti. Mbl. sneri sjer því til Georgs ’Ólafssonar bankastjóra, og leitaði upplýsinga hjá honum um það, bverra breytinga væri að vænta með þessari nýju reglugerð. Eftir því, sem bankastjórinn skýrði frá, verður tilhögun gjald- eyrisverslunar með svipuðum hætti •og áður. Viðbótarreglugerðin er að vísu talsvert strangari en reglu- gerðin frá 2. okt. í haust. Er það gert til þess, að geta haft meiri tök á gjaldeyrinum, ef á þarf að halda. En bankarnir munu reyna að hliðra svo til, að sem minst truflun hljótist af. 5tríðið. Sókn Japana í Kína. London, 22. febr. United Press. FB. Eftir mikla bardaga hafa Japan- ar tekið Mauhang fyrir norðvestan Tazang. Leggja Japanar mikla á- herslu á að ná Tazang á sitt vald. Tefla þeir fram þremur herfylkj- am í því skyni. Japanskar flug- vjelar varpa sprengikúlum á varn- arstöðvar Kínverja þar. — Uyeda befir tekið sjer aðalbækistöð í Thienlo, til þess að stjórna árás- inni á Tazang þaðan. — í Chapei or fallbyssuskothríð, en fótgöngu- iiðið heldur kyrru fyrir. Kosningarnar í írlandi. Dublin, 20. febr. Mótt. 21. febr. TJnited Press. FB. Seinustu kunn kosningaíirslit: Fiannafailflokkurinn (lýðveldis- flokkurinn) hefir fengið 65 þing- sæti, stjórnarflokkurinn 49, ó- háðir að meðtöldum bændum 17, verkamenn 7. Þjóðareign Bandaríkja. New York í fehr. United Press. FB. Ef tekjum manna í Bandaríkj- unpm væri skift milli allra fjöl- skyldna í landinu fjelli $2.977 í hlut hverrar fjölskyldu. Fjáreign á einstakling í Bandaríkjunum 1930 var $2.677, en $2.977 1929 eða 8.9% minna. Tekjur á einstakling voru $578, en 1929 $701, eða 16.4% minjia. Markaður 1 London á silfurrefabelgjum. Á liverju ári eru haldin mörg uppboð á grávöru í London og eru frægust þau uppboðin, þar sem eingöngu eru seldir belgir af silfur- refum. Hafa norsk refabú sent þangað stórar skinnasendingar, en enn þá er þó Húdsonsflóafjelagið stærsti frambjóðandinn. Hinn 20. jamiar s.l. hjelt grá- vörufirmað Murlay uppboð á 2000 silfurrefabelgjum í Cannon Street Hótel. Af þessum skinnum voru 15—20% komin frá Noregi, en liin voru frá Kanada. Verðið á þessum skinnum var 10—20% lægra heldur en í október í fyrra á skinnauppboði sem sama firma hjelt þá. Minst var verðfallið á skinnum af % silfurrefabelgjum, þar næst á % silfur. (í ársritinu „Loðdýrarækt“, sem gefið er út af Veiði- og loðdýrafjelagi íslands, má lesa um það livernig silfurrefir eru flokkaðir). Eftir því sem segir í norska blaðinu „Aftenposten“ verða þess- ar tölur þó ekki lagðar til grund- vaöar fyrir því hvert gangverð er á refaskinnum á Evrópumark- aðnum í ár. Hinn 25. jamiar ætlaði Hudsons flóafjelagið að hafa uppboð í London á sínum skinnum. Voru þar 16.000 silfurrefabelgir og af þeim voru milli 5 og 6 þúund frá Noregi. Þriðja firmað sem heldur upp- boð á grávöru í London heitir Huth. Það liafði um þetta leyti 20 þús. silfurrefabelgi á boðstól- um og voru um 4000 þeirra frá Noregi. Huth selur einnig á upp- boði í New York og hafði nýskeð selt þar og höfðu skinnin selst fyrir 6—19% hærra verð heldur en í desember í fyrra. Mest verð hækkunin á Ví silfurskinnum. Fjórða firmað í London sem selur grávöru á uppboði, heitir Lampson. Það hafði í lok janúar- mánaðar um 25.000 silfurrefabelgi á boðstólum. Norskir refaræktendur eru farn- ir að gefa markaðinum í London sjerstakar gætur; og á xippboðinu þar seinast í janúarmánuði fóru um 20 fulltníar norskra refarækt- armanna til þess að kynna sjer markaðinn af eigin sjón, og með- ferð skinnanna. Stóð „Norsk pels- dyrblad“ fyrir för þeirra og er búist við að hún beri þann árang- ur að Norðmenn standi betur að vígi en áður í samkeppni á heims- markaðnum um grávöru og þá sjerstaklega silfurrefaskinn, sem mest stund er nú lögð á að fram- (leiða. Tardieu myndar stjórn í Frakklandi. París, 22. febr. United Press. FB. Tardieu hefir myndað stjórn og er sjálfur forsætis- og utanríkis- málaráðherra. Flandin verkamála- ráðherra, Laval verslunarmálaráð- herra og Rollin póst- 0g símamála- ráðherra. Forvextir lækka. Aþenuborg 20. febr. United Press. FB. Forvextir hafa lækkað um 1% í 11%. ÍTlmning George LUashingtons. Georg Washington fyrsti forseti Bandaríkjanna. Þet.ta er mynd af líkneski hans, sem stendur í Richmond í Veiginia, þar sem hann fæddist. Washington, 21. febr. United Press. FB. Tuttugu lýðveldi í Suður-Ame- ríku og Mið-Ameríku taka þátt í minningarhátíðum í tilefni af 200 ára afmæli George Washington, en hátíðahöld þessi hefjast á morgun. — Frá öllum útvarpsstöðvum í landinu verður útvarpað minning- arræðum um George Washington. Ræðunum og öðru í sambandi við hát-íðahöldin verður einnig útvarp- að til Evrópu og Suður-Ameríku gegnum stuttbylgjustöðvar í Schenectady, Philadelphia og New York. —-——-------------- Merkileg rððstefna. Helmingur fulltrúanna í London, hinn helmingurinn í Sidney — og 21.000 km á milli. Hinn 14. janúar s.l. var haldin einkennileg ráðstefna. Bretar og Ástralíumenn höfðu komið sjer saman um það að ræða sín á milli ýmis verslunarmál, og höfðu stjórn ir beggja landa valið nefndir til þessa. En þær ltomu ekki saman á einn stað eins og venja er til, heldur kom breska nefndin saman á fund að ákveðinni stundu í London, og ástralska nefndin kom samtímis saman í Sidney í Ástra- líu. Voru um 21.000 kílómetrar á milli nefndanna, en það hamlaði, því ekki að þær gæti rætt saman. Á hvorum stað höfðu allir nefnd- armenn heyrnartól á höfðinu og töluðu saman þráðlaust yfir hálf- an heiminn. Fóru þær samræður fram alveg eins og allir hefði setið við sama borð. Nokkrar ræð- ur voru haldnar og auk þess köst- uðust nefndamenn á nokkurum orðum. Þegar ráðstefna þessi var hald- in var í London kaldur og hrá- slagalegur vetrarmorgunn, en suð- ur í Sidney var steikjandi hiti og þó komið undir kvöld - Goðafoss kom hingað á sunnu- daginn frá iitlöndum. Farþegar voru Kristinn Einarsson, Ásgrímur Sigfússon frkvstj. og frú, Ástvald- ur Eydal og Markham Cook. islensk þjóðlög. „Já, láttu gamminn geisa fram“. Maður er nefndur Lodewyckx, prófessor frá Melbourne, í Ástralíu. Hann mun íslendingum, eða að minsta kosti Reykvíkingum, þegar vera að góðu kunnur, því hann liefir, svo sem.kunnugt er dvalið þar í borginni um eins árs skeið. — Þ. 18. jan. s.l. flutti Lodewyckx prófessor, stuttan fyrirlestur um íslensk þjóðlög, í útvarpið í Köln. Fór prófessorinn fyrst nokkrum mjög vingjarnlegum orðum um ís- lenska menningu að fornu og nýju. Lagði hann sjerstaklega áherslu á, að íslendingar hefðu varðveitt hina fornu tungu sína 0g þjóðerni um liðnar aldir fram til þessa dags. í íslenskum þjóðlögum kæmi fram norrænt sjereðli og hin nýrri þeirra sameinuðu fagurlega sjer- kennileik þjóðarinnar og nýtísku hljómlist. Ljet hann síðan lieyra 5 íslensk þjóðlög á grammófón. Á undan hverju lagi flutti prófessor- inn ágæta þýska þýðingu íslenska textans. Enn fremur las hann á íslensku nokkur kvæðanna og var framburðurinn aðdáanlega góður, hreinn og hljómfagur. — Fyrst kom lag eftir Árna Thorsteinson: „Kirkjuhvoll“, þá lag eftir Bjarna Þorsteinsson: ,,’Systkinin“, þá lag eftir Jón Laxdal: „Sólskríkjan“, þá lag eftir Sigvalda Kaldalóns: „Heimir“ og loks „Áfram“ eftir Árna Thorsteinsson. ,,Já, láttu gamminn geisa fram, í gegn um lífsms öldur; þótt upp þær stundum hef ji hramm ei hræðstu þeirra gnöldur. Þessa kennningu sagði Lodewy- ckx prófessor eiga erindi til allra þjóða, ekki síst nú á þessum erfiðu tímum. Múnster, þ. 18. jan. 1932. Jón Gíslason. Dagbók. Veðrið (mánudagskvöld kl. 5): Sama góðviðrið helst enn hjer í landi, og er kenga breytingu að sjá fyrst um sinn. — Vindur er SV—V-lægur, víðast hægur. — Hiti frá 6—10 stig. — Vestan (lands er þokuloft og lítils hátt- ar rigning. Hæðin nær enn frá Bretlandseyjum norðvestur yfir Is- land. Um Jan Mayen er lægð á A-leið, og mun hún heldur herða á V-áttinni norðan lands. Við S- Grænland er önnur lægð á hreyf- ingu N-eftir. Veðurxitlit í Rvík í dag: SV- kaldi. Þokuloft og dálítil rigning. f fyrrakvöld voru tveir menn af Jslandi staddir á götu sunnan við Verkamennaskýlið. Voru þeir ölv- aðir og höfðu allhátt. Vestan göt- una kornu einhverjir bæjarmenn og munu hinir dönsku hafa slegist xxpp á þá og lenti í handalögmáli. Skifti það engum togum, að annar sá danski lá á götunni og hreyfði sig ekki. Var þá kallað í lögregl- una. Tók hxxn manninn og fór með hann upp á varðstofu. Var hann með sár á höfði og var læknir feng- inn tii þess að gera við það, og síðan var farið með manninn xim borð í skipið. — Sú saga gekk um bæinn í gær að hann hefði dauð- rotast, en það er uppspuni einn, eins og sjest á þessari frásögn. Múrarafjelag Reykjavíkur held- ur aðalfund sinn í Varðarhúsinu annað kvöld kl. 8. Trúlofnn. Síðastliðinn sunnudag opinberuðu trxilofun sína xingfrú Magnea Kristjánsdóttir, Laugaveg 49 og Kristján Bjarnason stýri- maður á Gullfoss. U. M. F. Velvakandi heldur fund i kvöld kl. 9, á Laugaveg 1. Bethanía. Biblíulestur í kvöld kl. 8. Ailir velkomnir. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1, kl. 8 í kvöld. Allir velkomnir. Sjómannakveðjur. FB. 21. febr. Erum á útleið. Bestu kveðjur til ættingja og vina. Skipverjar á Sindra. Barnasýning Ármanns á sunnu- dáginn tókst prýðilega og voru áhorfendur svo margir sem húsið rúmaði. 1 skjaldarglímu drengja bar Sigurður Hallbjörnsson sigur af hólmi og hafði 7 vinninga. 1. feg urðarglímuverðlaun hlaut Sæmund ur Gíslason. — Fimleikaflokkar drengjanna og telpnanna vöktu al- menna aðdáun, og eins danssýning barnanna, sem Rigmor Hanson stjómaði. Yfirleitt voru áhorfend- ur ánægðir með skemtunina og er það að vonum því að gleðilegt er það þegar æskan sýnir jafn mikla leikni í íþróttum og þarna kom í ljós. Frá Alþingi. Stuttir fundir voru í báðum deildum í gær. í Ed. var eitt mál til 1. umr. og var vísað til nefndar. í Nd. var „ömmufrum- varp“ dómsmálaráðherrans til 1. umr. Reiknaðist Ól. Thors svo til, að þetta væri 5 ára afmæli ,ömmu‘. — Á undanförnum þingum hefðu flokksmenn ráðherrans ekki viljað líta við þessu frumvarpi. Og það sýnir best ábyrgðarleysi stjórnar- innar, að hún skuli á þeim alvar- legu tímum, sem nú standa yfir, vera að burðast með þetta frnm- varp, sem öllum ber saman um, að er helber hjegómi. Hjálpræðisherinn. Opinber sam- koma í kvöld kl. 8. Kapt. Axel Olsen stjórnar. Allir velkomnir! (Kærleiksbandið fyrir börn kl. 6V2). Færeysk samkoma annað kvöld kl. 9. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Áheit frá gamalli konu 10 kr. — Möð þökkum meðtekið. — Einar Thorlacius. Mötuneyti safnaðanna. í gær var xxthlutað máltíðvxm til 101 fullorð- ins og 67 barna. Stjóm K. R. Varaformaður K. R., Erlendur Pjetursson, hefir nú tekið við formannsstöðunni í fje- laginu samkv. ósk stjórnarinnar 0g hins nýkosna formanns, Guðmund- ar ÓlafssOnar, sem hefir sagt af sjer vegna dóms í. S. í. gagnvart K. R. á 2. fl. haustmótinxi. Verka- skifting stjórnarinnar er því þann- ig nú: Sigurður Halldórsson vara- formaður, Carl Schram gjaldkeri, Björgvin Schram fjehirðir, Elísa- bet ísleifsdóttir skrásetjari, Torfi Þórðarson ritari, Magnxxs Guð- björnsson áhaldavörður, kom hann í stjórnina sem fj’rsti varaformað- ur. f þessari viku verðxxr kosið í allar íþróttanefndir fjelagsins, sam kvæmt hinum nýju lögxim fjelags- ins. S. Prestskosning. Nýlega fór fram prestskosning að Breiðabólstað á Skógarströnd. Kosinn var Bergur Björnsson frá Miklabæ, settur prestur þar, með öllxim greiddxxm atkvæðum, 62. Kosningin lögmæt. Árni Friðriksson magister hefir nýlega gefið út skýrslu um fiski- rannsóknir Fiskifjelagsins 1931.- Er skýrslan mjög ítarleg og fróðleg, og skemtileg aflestrar fvrir alla þá, sem eitthvað koma nálægt fiski veiðum, eða einhvern áhuga hafa um þau efni. Árni er frábær af- kastamaðxxr við rannsóknastörf sín.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.