Morgunblaðið - 28.02.1932, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.02.1932, Blaðsíða 5
Stunmdaginn 28. febrúar 1932. 5 Frt tttveistiikaiit. Út af fyrirspurnum þeim, sem birtust hjer í blaðinu síðastlið- inn fimtudag, og beint var til ráðamanna Útvegsbankans, hef- ir Morgunblaðinu borist eftir- farandi skýrsla, sem snertir fyrra atriði fyrirspurnarinnar, og sem' á sínum tíma var send fjármálaráðherra frá banka- stjórum bankans. Svari við síðari fyrirspurninni hefir blaðinu verið lofað síðar. Skýrslan. Til fjármálaráðherra Reykjavík Samkvæmt viðtali við yður, hr. fjármálaráðherra, um yfir- drátt þann á seðlum, er varð í septembermánuði síðastliðnum, leyfum vjer oss hjer með að senda yður eftirfarandi skýrslu um þetta mál og aðdraganda þess. Með lögum nr. 7, 11. mars 1930 um Útvegsbanka íslands h.f. og íslandsbanka, var seðla- útgáfurjettur íslandsbanka feng inn í hendur Útvegsbankanum, sem sjá átti um inndrátt seðl- anna. En það var ákveðið í sömu grein laga þessara (15. gr.), að fjármálaráðherra setti nánari reglur um innköllun seðl- anna. Frestaði Alþingi þar með inndrættinum þangað til sú reglu gjörð kæmi. Á sumarþinginu í ár, var þetta mál tekið til athugunar, og setti Alþingi þá sjálft reglur um inn- drátt seðlanna, með lögum nr. 38, frá 18. ágúst 1931. Var þar ákveðið, að Landsbankanum veit ist heimild til að kaupa tvö af útibúum Útvegsbankans „vegna inndráttar á seðlum þeim, er Út- vegsbanki íslands hefir nú í um- ferð“. Virðist það því ótvírætt, að Alþingi hafi álitið að seðlaút- gáfuréttur íslandsbanka hafi runnið til Útvegsbankans. Aðrir aðilar, sem fjallað hafa um þetta mál, munu einnig hafa skoðað það sjálfsagt, að seðla- útgáfurjettur íslandsbanka fjelli ekki niður, heldur að Útvegs- bankinn tæki við honum, svo sem virðist hafa verið vilji Alþingis. Er Útvegsbankinn hóf starf- semi sína, kom það í ljós, að íslandsbanki hafði sem trygg- ingu fyrir seðlum þeim, sem hon- um var leyft að hafa í umferð, að upphæð 4 miljónir kr., málm- forða, er nam 1.125.000.00 kr., og auk þess innistæðu erlendis er nam 194.882.50 kr., en í kjall- ara bankans voru geymdar kr. 180.277.50 í Landsbankaseðlum og mynt. Með því að þetta virt- ist ekki vera í samræmi við 9. gr. reglugjörðar fyrir íslands- banka, var fjármálaráðherra til- kvnt þetta, svo og framkvæmda- stjórn Landsbankans og banka- ráði Útvegsbankans. Töldu all- ir þessir aðilar sjálfsagt, að það væri Útvegsbankinn, sem kippti þessu í lag, enda var það gjört. Ef nokkur þeirra hefði álit- ið, að ákvæði um seðlaútgáfu- rjett íslandsbanka hefði fallið úr gildi við lokun bankans, hefði Útvegsbankinn að sjálfsögðu ekki haft með seðlatrygginguna að gera frekar en hvað annað fyrirtæki á íslandi. En vegna þess að hann hafði fengið í sínar hendur seðlaútgáfurjett íslands- banka, með þeim rjettindum og skyldum, sem honum fylgdu, þótti þessum aðilum öllum sjálf- sagt að það væri Útvegsbankinn, sem kippti þessu í lag. Fjölyrðum við því ekki um þetta sjálfsagða atriði, enda hef- ir enginn, sem vit hefir á þess- um málum efast um, að seðlaút- gáfurjettinum sje svo varið, sem hjer er lýst. Af þeim seðlum, sem eftir eru, má hafa í umferð kr. 4.000.000.- 00, en afgangurinn, kr. 4.522.- 009.00 liggur sem geymslufje í aðalbankanum hjer í Reykjavík og útibúunum. Þegar einhver þessara aðila þaj*f að grípa til stórrar fjárhæðar í seðlum, tek- ur hann seðlana úr geymslunni, og skal þá draga inn jafn-mikið í öðrum landshlutum, svo að heildarupphæð seðla þeirra, sem eru í umferð, fari ekki fram úr fjórum miljónum kr. Er þessu komið svo fyrir, að útibúin síma síðasta dag hvers mánaðar, hve miklu nemi geymslu-fje þeirra. Verður aðalbankinn þá að draga inn samsvarandi upphæð og úti- búin hafa sett út, eða minkað geymslufje sitt. Þetta hefir sparað bankanum að þurfa að senda seðla í aðra landshluta, og hefir einnig Lands bankinn notað sjer þetta, og beð- ið Útvegsbankann að greiða af geymslufje sínu, t. d. á ísafirði, til Landsbanka-útibúsins þar, stórar fúlgur, venjulega 100.000- 00 kr. í einu, sem Landsbankinn hefir síðan greitt aðalbankan- um hjer. Að Landsbankinn hefir vitað um þessa venju og talið Útvegsbankanum leyfilegt að setja í umferð seðla, án þess að draga þegar inn samsvarandi upphæð, sjest á því, að hann hefir lagt slíkt fje inn á reikning vorn í Landsbankanum, en ekki sent það í seðlum, sem hægt væri að draga úr umferð um leið, svo sem eftirfarandi brjef, dagsett 4. ágúst, sýnir: „Vjer biðjum yður góðfúslega að síma útibúi yðar á Isafirði í dag, að afhenda útibúi voru á ísafirði í seðlum: kr. 100.000.00 eitt hundrað þúsund krónur. — Upphæðina höfum vjer fært yð- ur til tekna á hlaupareikning yðar hjer( en símakostnað mun- um vjer greiða eftir reikningi. Virðingarfyllst Landsbanki íslands. Magnús Sigurðsson, (sig.) Rich. Torfason, (sig.)“. Á þessu eru að sjálfsögðu agn- úar, en það er gert ráð fyrir að það geti komið fyrir, að meiri seðlar sjeu í umferð, en ætlast er til af landsstjórninni og gull- forðinn dugar fyrir. 44. gr. reglu gjörðar íslandsbanka er á þessa leið: — „Meðan einkarjetturinn til seðlaútgáfu varir, verður bank- inn ekki lagður niður eftir neinni ráðstöfun af hálfu hlut- hafa. En landsstjórninni er heim ilt að ganga að honum og gjöra þær ráðstafanir, er þörf kann að vera á, svo framarlega sem hann fullnægir ekki skyldum þeim, sem á honum hvíla sam- kvæmt lögum og reglugjörð þess ari. En ef nokkru sinni skyldi raskast hlutfall það, er ákveðið er um grundvallan bankans, skal honum þó veittur eins mánaðar frestur til að koma því í lag‘. Hlutfall það, sem talað er um í síðustu málsgrein, getur að eins verið málmtryggingarhlut- fallið, í þessu sambandi. Virðist því ótvírætt, sem löggjafinn hafi búist við, að svo gæti farið, að bankinn hefði úti fleiri seðla einhver mánaðamót, en hann hefði rjett til. Jafnvel þótt þetta komi fyrir, er landsstjórninni ekki heimilt að ganga að bank- anum fyrir þessar sakir. Reglu- gjörðin skipar svo fyrir, að bank anum skuli veittur eins mánað- ar frestur, til að leiðrjetta þetta. Þegar sá frestur er liðinn, getur landsstjórnin gert þetta að að- fararsök. Svo stóð á í septembermánuði síðastliðnum, að greiðslur miklar hlóðust á bankann. — Nokkrir menn höfðu fengið loforð um, að þeir skyldu fá lán gegn veði í frosinni beitusíld, og þurftu þeir að fá peningana í ágústlok og septemberbyrjun. Þó munaði meira um það, að síldarbræðsla sú, sem bankinn rak á Sólbakka við Önundarfjörð, þurfti einnig á miklu rekstursfje að halda. Festi hún nær Vo miljón króna í síldarafurðum, sem peningar komu ekki inn fyrir fyr en í nóvember og desembermánuði. Hafði bankinn áður fengið fje lánað gegn veði í afurðum þess- um hjá Landsbankanum, en nú reyndist honum það ekki hægt. Jón Baldvinsson bankastjóri fór utan í septembermánuði, og ætlaði að reyna að fá lán út á þessar afurðir, þó hann færi út í öðrum erindagjörðum en fyrir bankann. Talaði hann um að fá Ián hjá Hambros Bank í London, og tók bankinn því vel. Töldum vjer því, að rekstrarlán mundi verða komið í kring í septem- berlok, svo að þetta veltufjár- leysi yrði ekki til stórra baga. Þann 21. september breyttist þetta alt. Englandsbanki hætti við gullinnlausn, og enska pund- ið fjell verulega í verði. Stafaði þetta af því, að greiðslujöfnuður Bretlands var landinu óhagstæð- ur, svo að eftirspurn eftir ensk- um pundum varð minni en fram- boðið. Þegar svo stóð á, bann- aði Englandsbanki að sjálfsögðu að auka framboð á enskum pund- um með því að lána þau til út- landa. Varð því ekkert úr lán- veitingunni að sinni. Gengis- breytingin kom einnig á annan hátt við Útvegsbankann. Erlend- ir bankar, aðallega á Norður- löndum, urðu hræddir um, hvað yrði um gengi íslensku krónunn- ar, og heimtuðu áð bankinn greiddi það, sem þeir áttu á hlaupareikningi hjer. Er skeyti kom hingað, 30. sept., um hve mikið geymslufje væri í vörslum útibúanna, reynd- ist það hafa minkað svo mikið, að aðalbankinn gat ekki dregið nógu mikið inn til að jafna það. Ðaginn eftir, þann 1. októ- Skriftarnámskeið Ouðrúnar Geirsdóttur. JítSr tL< J ÁU-AyUx-- Nýtt námskeið byrjar í næstu viku Væntanlegir þátt- takendur gefi sig fraln sem fyrst. — Upplýsingar, Lauf- ásveg 57 eða síma 680. ÁU,___<L&vn tajÁ -O- - a-ri ' irz / í --^Uunm-u-c '.tJcijy -u-Ác --^yz- 'i. cjí-jc <y' n-Lum Hjer er sýnis- horn af skrift eins nemanda fyrir og eftir námskeiðið. — Fleiri sýnisliorn verða í glugga Bókav. Sigfúsar Evmundssonar. Flestar stærðir fyrirliggjandi. Þessi dekk eru sjerstaklega sterk og ódýr, og þrátt fyrir gengismuninn hafa þau rfcki hækkað í veriði Aðalumboðsmaður: F. ÖlafssoBi. ofc* Austurstræti 14. Sími 2248. ber, var haldinn bankaráðsfund- ur, og skýrði bankastjórnin þá bankaráðinu frá, hvernig mál- um væri háttað, og daginn eftir fjekk formaður bankaráðsins einnig brjef frá endLirskoðend- um bankans um það sama. Lagði bankaráðið fyrir bankastjórnina að kipþa þessu í lag, og var eft- irfarandi bókun gerð um það: „Fulltrúaráðið skorar á banka- stjórnina, að neyta allra ráða til þess að koma seðlum þeim, sem í umferð eru, mður í til- skilið hámark. * Ennfremur felur fulltrúaráð- ið bankastjórninni að skýra fjár málaráðherra og stjórn Lands- bankans frá seðlaútgáfunni“. Var það og gjört. Svo sem áður er getið, bar bankanum eins mánaðar frestur til að kippa þessu í lag, samkv. 44. gr. reglugjörðarinnar. Var og búið að koma þessu í samt lagt í nóvembermánuði. Bankastjórnin hefir borið það undir nokkra lögfræðinga, hvort þessi skilningur sje ekki rjettur, og hafa þeir verið á sama máli og vjer um skilning 44. gr. reglu gjörðarinnar, og það atriði, að Útvegsbankinn hafi fengið seðla- útgáfurjett þann, er íslandsbanki hafði, og hljóti því sömu regl- ur að gilda um hann og áður voru ákveðnar. Ef svo er, að vjer höfum mis- skilið alt það sem á undan er nefnt, leyfum vjer oss að benda á, að hafi það reynst svo, að Út- vegsbankinn gat ekki haldið hlut íall það, „er ákveðið er um grundvallan bankans“, hafi far- ið eins fyrir seðlabönkunum • Bretlandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi, um sama leyti og Út- vegsbankinn hafði meiri seðla í umferð en ætlast var til. I þess- um löndum reyndust atburðirnir sterkari en mennirnir, og þó að ríkisstjórnin t. d. í Danmörku, heimtaði að seðlabankinn þar hjeldi sama hlutfalli milli gulls og seðla, sem áður, varð hún einnig að beygja sig fyrir nauð- syninni og leggja fyrir ríkisþing- ið lög, er leystu bankann und- an þessu ákvæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.