Morgunblaðið - 28.02.1932, Page 6
6
i,- 0 R Q UNBLAÐIÐ
Iðnsýningin.
Frásögn Jóns Halldórssonar trjesmíðameistara
Fyrir nokkuru birtist lijer í
blaðinu ávarp frá nefnd þeirri, er
Iðnaðarmannafjelagið kaus í vet-
nr, til þess að annast um iðnsýn-
ingu hjer í Reykjavík á þessu ári.
I ávarpi þessu voru iðnaðarmenn
hvattir til þess, að taka þátt í
væntanlegri sýningu.
Forstöðunefnd þessa skipa þeir
Jón Halldórsson trjesmíðameistari,
formaður nefndarinnar, Guðbjörn
Guðmundsson, ritari, Guttormur
Andrjesson gjaldkeri og Jónas Sól-
mundssori. rðnaðarmannf jelagið
kaus ennfremur Sigurjón Pjeturs-
son í nefndina. En hann átti ekki
samleið með nefndarmönnum er
til kom, og sagði hann sig því úr
nefndinni.
iMorgunblaðið hefir átt tal við
Jón Halldórsson um starf nefnd-
arinnar og væntanlega sýningu,
o'g hefir hann skýrt frá því, sem
hjer fer á eftir.
Tilgangur sýningarinnar.
Það vakir fyrir okkur forgöngu-
mönnum sýningarinnar, segir J.
H., að fá með sýningu þessari
giögt vfirlit yfir, á livaða þró-
unarstigi íslenskur iðnaður og ís-
iensk iðja stendur nú, hvaða nýj-
ar iðngrinir hafi bæst við á síðari
árum, o g hvaða framfarir hafi
orðið í hverri grein, síðan síðasta
iðnsýning var hjer haldin, en það
var árið 1924.
fðnsýningar ættu að, vera hjer
að minsta kosti á 10 ára fresti,
þar sem framleiðendum gæfist
kostur á að sýna framleiðslu sína,
hvernig vöruvöndunin er í ýmsum
greinum, smekbvísi manna og kunn
átta, og hversu hin innlenda fram-
leiðsla í öllum greinum er sam-
keppnisfær við ehlenda.
Þeir iðnaðarmenn og iðjuhöldar,
sem hafa 'hug og dug til þess að
ryðja atvinnu sinni og afurðum
braut, verða þátttakendur í sýn-
ingu þessari. Hinir, sem draga
sig í hlje, verða aftur úr í sam-
keppninni.
Fðnsýningar eiga að vera rjettur
spegill af þekkingu. hagsýni og
mætti þátttakendanna.
Hentugur tími.
En þó ekki sjeu liðin full 10
ár, síðan síðasta iðnsýning var
hjer haldin, þótti hentugt að efna
til sýningar einmitt nú. Margir
iðnaðarmenn hafa rýra atvinnu
um þessar mundir, og því gott
tækifæri til þess að undirbúa þátt-
töku í sýningunni.
Yfirstandandi kreppa og inn-
fíutningshömlur eru og þess vald-
andi, að almenningur gefur hvers
konar innlendri framleiðslu meiri
gaum, en endranær.
Sýningin á að byrja í júní og
má búast við að hún verði opin
1—2 mánuði.
Þátttakan.
Ekkert yfirlit er enn fengið um
það, hver þáttaka verður í sýn-
ingunni. En undirtektir manna
ekki við því að búast enn.
Orðið höfum við þess varir, að
ailmargar iðnaðar- og iðjugreinar
hafa bæst við í atvinnulífi lands-
manna síðan síðasta sýning var
haldin.
Iðnaður og iðja.
I þessu sambandi dettur mjer
í hug, segir J. H., að gera skil-
greiningu á þessum tveim hugtök-
um, iðnaði og iðju; því oft er það
svo, að menn blanda þessu saman,
víta ekki hvaða hugtök eiga við
hvort þessara nafna.
fðja er samkvæmt gildandi lög-
um nefnd framleiðsla sú, sem
rekin er í stórum stíl, verksmiðju-
iðnaður hefir það oft verið nefnt,
þar sem, menn framleiða birgðir
vissra vörutegunda, án þess að
fyrir hendi sjeu sjers.takar pant-
anir.
Aftur á móti er til dæmis klæð-
skeraiðn ’ iðnaður, :þar sem gerð
eru föt eftir pöntun einstaklinga
af ótal gerðum. Húsasmíðið telst
einnig til iðngreinanna.
Til frekari skilgréiníngar má
nefna, að ef hjer væri verksmiðja,
sem framleiddi skófatnað i stór-
um stíl, væri það skóiðja. En
skóviðgerðir fyrir einstaklinga, er
skóiðn.
Sýningarstaður og fyrir-
komulag.
Við höfum hugsað okkur, segir
,]. H., ennfremur, að fá Miðbæj-
arskólann fyrir sýninguna. — En
formaður skólanefndar er ekki í
bænum, og hefir því fullnaðarleyfi
fyrir þvi húsnæði ekki fengist.
í sambandi við sýninguna hugs-
um við okkur að hafa sjerstaka
söludeild þar sem þáttakendur geta
selt framleiðsiluvörur sínar, eða
tekið á móti pöntunum.
Á sýningunni ætlum við að hafa
ýmiskonar línurit og yfirlitstöflur
um framþróun íslensks iðnaðar og
iðju á síðustu áratugum, til fróð-
leiks fyrir sýningargesti.
Yfirleitt segir mjer svo hugur
um, að iðnsýning þessi geti orðið
íslenskum iðnaði og iðju til mikils
liagræðis og gagns.
Hríðar í Frakklandi.
Tím miðjan febrúar gerði miklar
hríðar í Frakklandi og lcyngdi
niður snjó um alt landið, alt frá
Pyreneafjöllum til Vogesafja'lla og
Alpafjalla. Var snjókoman svo
mikil að járnbrautarlestir kom-
ust ekki léiðar sinnar víða, sjer-
staklega í Elsass. í Cherbourg
átti um þessar mundir að halda
fiotaæfingu, en henni varð að
fresta vegna dimmviðris.
Austur-Asíu-fjelagið.
Reikningur Austur-Asíu-fjelags-
ins danska er nýkominn og er rekstr
argróði talinn 814 milj., 714 milj.
hjer í Reykjavík hafa verið hinar á að taka frá til þess að standast
bestu, og eins lijeðan úr nágrenn-1 gengisbreytingar og verðbreyting-
inu. En fá svör höfum við enn ar. Þetta er í fyrsta sinn í sögu
fengið við fyrirspurn okkar til fjelagslns að hluthafar fá engan
fjarlægra staða á landinu — enda(arð.
Reykjavíkurbrjef.
27. febrúar.
............ n
Veðráttan.
Enginn getur orða bundist yfir
veðurblíðunni, sem verið hefir á
Þorranum. — Hjer í Reykjavík
ihefir jörð stirðnað í næturfrosti
þrem sinnum síðan í byrjun fe-
brúar annars sífeldar þíður, liiti
venjulega 5—8 stig lijer sunnan-
lands, en oft hlýrra á Norður- og
Austurlandi. Fleiri hafi þar verið
frostnætur. Gróðurnál svo mikil
komin í úthaga, þar sem góð er
beit, svo sem í skóglendi §korra-
dals, að þar hafa bændur slept fje
sinu. Hjer í Reykjavík grænka
túnblettir, með degi hverjum og
stöku blóm , springa út í skrúð-
görðum.
Hafísinn.
Rjett eins og til þess að minna
landsfólkið á, að ])orrabróðir, haf-
ísinn hafi eigi yfirgefið þetta vetr-
arhlýja iand, hefir sá grænlenski
sýnt. sig fyrir annésjum Norður-
lands. Hafa hafísbreiður verið
undanfarna viku á austurreki með
frarn Norðurlandi, en sunnanáttin
svifað þeim frá landinu. Er síðast
frjettist úr Grímsey, var ísinn að
hverfa þaðan úr augsýn til aust-
urs og var á hraðfara reki fvrir
Melrakkasljettu.
Útgerðin.
Isfiskveiðar togaranna eru nú
að hætta. Rúmlega lielmingur flot-
ans lagstur fyrir. Því um útgerð
á saltfiskveiðar er ekki að ræða
að svo stöddu, þareð engin hreyf-
ing er á kaupgjaldssamningum —
en síðustu aflasölur í Englandi
gáfu um 14 útgerðarkosntaðar.
Yilja sósíalistaforkólfar engar
kaupgjaldsbréytingar iieyra nefnd-
ar. Virðist þeirra vitleitni í svip-
inn öll miða að því einu að halda
veiðiskipum kyrrum, framleiðslunni
niðri. lrar svo að heyra á Olafi
Friðrikssyni í Alþýðublaðinu á
dögunum, sem hann væri því
hlyntur að fiskframleiðsla lands-
manna minkaði. Það má vera að
honum verði að ósk sinni.
Línuveiðararnir.
Þó hefir þeim sósíalistabroddum
kki tekist að girða fyrir það með
llu, að línuveiðaskipin kæmust á
eiðar. Er nú sem óðast verið að
úa þaii til veiða. — Kaupsamn-
ígum hafa sósíalistar og kom-
lúnistar spornað á móti, og eins
iutaskifta fyrirkomulagi. — En
iómenn, sem ekki lifa við launa-
jör sósíalistabrodda, og telja sjer
agkvæinara að bjarga sjer við
innu sína, en bíða atvinnulausir
landi eftir óvissum tekjum, hafa
kið það ráð, að leigja línuveið-
cana í orði kveðnu, og leysa þá
annig undan banni sjómannafje-
igs stjórnarinnar. En leigusamn-
ígi skipanna er þannig háttað,
5 nálgast mun hlutaskiftafyrir-
omulag. Þannig leysir sjálfs-
jargarviðleitni manna og heil-
rigð skynsemi atvinnufjötra þá,
‘m sjergóðir lýðskrumarar leit-
J við að leggja á athafnalíf
indsmanna.
Fiskmarkaðurinn.
Birt hefir yfir saltfiskmarkaðn-
m í seinni tíð, sem betur fer. —
erð á skippundi, sem lengi hafði
erið í nánd við 60 kr., er hækk
5 í nánd við 70 kr. Og eftir-
rurn eftir fiski í markaðslöndun-
Fánm áaglega:
EGG, glæaý frá Akraneú.
Verðlð Iækkað.
Besta
ráðslðfnn gegn kreppnnni,
R
E
I
N
S
er að nota
Kristalsápu,
Handsápur,
Þvottaduft,
Skóáburð,
Kerti,
Vagnáburð,
Stangasápu
Raksápu
Ræstiduft
Gólfáburð
Fægilög
Baðlyf
Gðð ódýr og innlend framleiðsla.
M.b. „Faxi“
fæst til flutninga í lengri og skemri ferðir.
Upplýsingar hjá Gísla Magnússyni, Hótel ísland, eða
Sveini Benediktssyni, símar 345 eða 1725.
um er meiri, eu hún hefir verið
lengi. Eru allar líkur til þess, að
meginið af fiskbirgðunum frá
fyrra ári verði farið í mars eða
apríl. Er því a'lt útlit fyrir að allur
fiskurinn verið seldur áður en
nokkur uggi af uýju framléiðsl-
unni verður verkaður.
En þó íslensku birgðirnar verði
tæmdar innan skamms, er alt
öðru máli að gegna með saltfisk-
birgðir Norðmanna, því aukin eft-
irspurn eftir ísl. fiski, og bráða-
birgðaverðlækkun stafar af því að
Norðmenn hafa alt itndanfarið ár
haldið fiskverði sínu hærra en ís-
lendingar, og sala þeirra því orðið
tregari. ITm áramót álitu fiskkaup-
menn í Portúgal, að Norðmenn
rnyndu þá og þegar slaka til með
fiskverð sitt, og þangað mundi
dembast mikið af norskum fiski.
Vildi þeir því ekki kaupa ísl. fisk.
En Norðmenn sátu enn við sinn
keip og séldu ekki. Við það opn-
aðist Portúgalsmarkaðurinn að
r.ýju. Hefir þetta greitt mjög fyrir
íslensku sölunni í bili.
Norðmenn og íslendingar.
Þó íslenskir framleiðendur virð-
ist liafa haft stundarhag af því
live Norðmenn halda staðfast við
hærra verð á fiski sínum, er ekki
vert að gleðjast um of yfir þeim
feng, sem á þann hátt hefir fallið
okkur íslendingum í skaut.
Það er ekki útilokað, að for-
göngumenn norskrar fisksölu hugsi
á þá leið til okkar íslendinga, að
„sá hlær best sem síðast hlær“.
Norðmenn reka sína útgerð með
minni útgerðarkostnaði en við. —
Þeir liafa og vafalaust yfir meira
og ódýrara fjármagni að ráða til
útgerðarinnar en við.
Sakir fyrirhyggjuleysis okkar ís-
jendinga og fram'hleypni í síldar-
útgerðarmálum, liggjum við nú
lamaðir á vettvang þeirrar sam-
kepni við Norðmenn.
—‘ Geta iná sjer til, að Norð-
menn hugsi sem svo, að þess sje
ekki 'langt að bíða, að álíka illa
verði þorskveiðaútgerð okkar ís-
lertdinga komin, svo samkeppnis-
þróttur okkar verði og lamaður
1 þar.
Islensk útgerð hefir við að búa
mikil rekstursútgjöld, hátt kaup,
drápsMyfjar skatta og tolla, dýrt
rekstursfje og af skornum skamti.
Togaraflotinn að eldast. Hafa út-
gjöld útgerðarinnar verið svo
mikil, að um endurnýjun hefir
ekki verið að ræða. Ofan á þenna
þróttlitla atvinnurekstur hætist
verðfall afurðanna, og öllu verður
að demba á markað vegna fjár-
skorts, jafnskjótt og kauptilboð
fást.
Kjöttollurinn.
Landsstjórninni hafa borist fregn-
ir um það, að uppsögn kjöttalls-
samningsins við Norðmenn stæði
fyrir dyrum. Formlega mun upp-
sögnin ekki vera komin í hendur
ríkisstjólrnarinnar, því enn hefir
hún ekkert opinberlega tilkynnt
um það. En Sveinn Björnsson
sendiherra ér fyrir nokkuru kom-
inn til Osló, til þess að kynnast
því, hvernig málum er komið, í
því efni.
Bjarni Ásgeirsson var í Ósló
ekki alls fyrir liingu. Var hann
sendnr utan til þess að kynna sjer
kreppuráðstafanir nágrannaþjóð-
anna. Er hann kom heim, ljet liann
vel af för sinni, sagðist hafa heim-
sótt norskan ráðherra einn, vin
sinn, og talfært við 'hann, hvort
nokltur hætta væri á því, að Norð-
menn hreyfðu við kjöttollinum.
Eftir þá samræðu mun Bjarni hafa
litið svo á, sem málinu væri vel
borgið.
En Bjarni „sendiherra" hafði
ekki fyr snúið baki við vinum
sínum í Ósló, en tilkynning kemur
á hæla honum frá norsku stjórn-