Morgunblaðið - 01.03.1932, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.03.1932, Blaðsíða 4
4 M O R G r N B L A Ð I Ð es^siB^sasszsa HugNsingadagbók y Fræsala. Blómfræ, matjurta- fræ og íslenskt fræ selur Ragn- heiður Jensdóttir, Laufásveg 38. Andlitsfegrun. Gef andlitsnudd og strokur eftir aðferð Mrs. Gardn- er, sem læknar bólur og filipensa og gerir )hörundið hvítara og mýkra. Með þessari aðferð hefir tckist að lækna bólur, sem hafa reynst ólæknandi með öðrum að- ferðum. Martha Káiman. Grund- arstíg 4, sími 888,____________ Útsala. Kaffistell 10—30% afsl. Matarstell 15%. Borðhnífar 35 au. Eldhúshnífar 50 au. Skeiðar og gafflar 25 au. Skeiðar og gafflar 2 turna 1.35. 2 tuma 12 grm. 10 —-30% afsl. Myndarammar með lægsta verði og m. m. fl. sem best er að kaupa í verslunJóns B. Helgasonar, Laugavegi 14, í Lækjargötu 6 A, verður til leigu 14. maí n.k. 5 herbergi og eldhús og geymsla. Einnig einstök herbergi, með húsgögnum eða án.' Guðm. Gamalíelsson. „Orð úr viðskiftamáli“ er nauð- syn'leg handbók hverjum verslun- armanni. ---- Fæst á afgreiðslu Morgunblaðsins. Brunatrygging er hvergi trygg- ari en hjá British Dominious. Reiðhjól tekin til gljábrenslu, ódýr og vönduð vinna. Reiðhjóla- verkst. Örninn, Laugaveg 20. Sími 1161,_________ Þrátt fyrir verðhækkun á tó- baksvörum, eru enn þá nokkrar tegundir, sem við seljum með sama verði og áður — meðan birgðir endast. Notið tækifærið. Tóbaks- húsið, Austurstræti 17. Ágætt saltkjöt í hálfum og heil- um tunnum, einnig í lausri vigt. Verðið lækkað. Halldór R. Gunn- arsson. Aðalstræti 6. Sími 1318. Fyrsta flokks saltað dilkakjöt fæst í Norðdalsíshúsi. Sími 7. SklliBfundur í þrotabúi h.f. Drangsness verður haldinn í bæjarþingsstofu Hafn- arfjarðar fimtudaginn 3. mars n.k. kl. IV2. Verður þar tekin ákvörð- un um framkomin tilboð frá hlut- feöfum um greiðslu á vangreiddu hlutafjel. Reykjavík, 29. febrúar 1932. Þórður Eyjólfsson, skipaður skiftaráðandi. HrafnMlflw. Skáldsaga eftir Jðn Bjðritgson, fæst hjá bóksöilum og á afgreiðslu Morgunblaðsins. ðdýrt: tssb?* mem.£ &n naa^ • ísl. smjör 1.60 pr. V2 kg., ódýrara í stærri kaupum. Rjómabússmjör 1.75 V2 kg. ísl. egg, riklingur ham- arbarinn í pökkum. Kæfa, afbragðs góð. TIRiRHWÐl Laugaveg 63. Sími 2393. Liitryggingarfjel.' Andvaka fslandsdeildin. Nemendatryggingar Ferðatryggingar! Lækjartorgi 1. Sími 1250. □agbók. I. O. O. F. Rb. st. 1, Bþ. 81318 Ve — 0. □ Edda 5932317 — 1. Veðrið í gær (kl. 5); Góðviðri helst enn hjer á landi. S og SV kaldi með 4—8 stiga hita. Bjart- viðri á A-landi en lítilsháttar rign- ing sums staðar vestanlands. — Hæðin er enn yfir íslandi, Norð- uhlöndum og Bretlandseyjum, en yfir Grænlandi er lægð á hreyf- ingu NA-eftir. Mun vindur verða, SV-lægari um stundarsakir og kólnar heldur á NV-landi. Veðurútlit í Rvík í dag: SV- kaldi. Smáskúrir. Lýra kom til Bergen klukkan 2 síðdegis í gær. í þjóðvegatölu. P. Ottesen flyt- ur frv. um að teknir skuli í þjóð- vegatölu: Vegur frá Hvítárbrú vestan Hafnarfjalls að Akranesi, og vegur af þeim vegi á þjóð- veginn hjá Ferstiklu á Hvalfjarð- arströnd, vegur frá Kláffossbrú um Reykholtsdal og Hálsasveif að Húsafelli, og Lundarreykjadals- vegur, frá Götuási á Uxahryggja- veg gegnt Gilstreymi. — Frv. vís- að til samgöngumálanefndar. Ráðleggingarstöð fyrir barns- hafandi konur, Bárugötu 2, opin fyrsta þriðjudag í hverjum mán- uði frá 3—4. TJngbarnavernd Liknar, Báru- götu 2, opin hvern fimtudag og föstudag frá 3—4. Hjúskapur. Á laugardaginn voru gefin saman í hjónaband ungfrú Hildur Grímsdóttir og Gunnar Kaaber lyfjafræðingur. Vestri fór frá Port Talbot á ‘há- degi í gær áleiðis til Keflavíkur. Er með saltfarm þangað. Fjölskákir. Taflfjelag hefir ný- lega verið stofnað meðal Háskóla- stúdenta. Á. fyrsta fundarkvöldi fjelagsins tefldi Jón Guðmunds- son 16 samtíma skákir, vann 11, gerði 2 jafntefli, en tapaði tveim- ur. Á föstudaginn kemur ætlar Eggert Gilfer að tefla fjölskák við stúdenta. Hreppstjórann, leikrit Eyjólfs Jónssonar rakara, er stúkan Verð- andi nú að æfa og ætlar að sýna hjer opinberlega innan skamms. Skátar halda hinn árlega dans- leik sinn að Hótel fsland n.k. laugardag, sjá auglýsingu á öðr- um stað í blaðinu. Leiksýningar fró Soffíu Guð- laugsdóttur (frk. Júlía, eftir Strindberg) byrja í kvöld kl. 8% í Iðnó. Sjerstök sýning fyrir böm verður seinna. f’ f ;T . V j f) , < Njörður er farinn á veiðar aft- ur. Var hætt við að leggja honum. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 í kvöld. Al'lir velkomnir. Bethania: Biblíulestur í kvöld kl. 8: Síra Bjarni Jónsson útskýr- ir. Allir velkomnir. „Germania“. Aðalfundur í fje- laginu „Germania" var haldinn 24. febr. Éftir að fráfarandi stjórn liafði gefið yfirlit yfir starf fje- lagsins síðastliðið ár var gengið til stjórnarkosningar. Formaður var kosinn Theódór Siemsen og meðstjórnendur: Júl. Scbopka kon- súll, Sigríður Björnsdóttir, Stein- grímur Arnórsson og Ing. Ziegler. Fráfarandi formaður Matthías Þórðarson, sem er einn af stofn- endum fjelagsins, baðst undan endurkosningu, og var kjörinn heiðursfjelagi. Schwabe stúdent, flutti erindi um stúdenta og her- menn í beimsstyrjöldinni. Fjelags- mönnum fjölgar nú óðum og sátu fundinn fast að hundrað manns. Að fundinum afloknum skemtu menn sjer við dans fram á nótt. Útvarpið í dag: 10.15 Veður- fregnir. 12,10 Tilkynningar. Tón- leikar. Frjettir. 12.35 Þingfrjettir. 16,10 Veðurfregnir. 19.05 Þýska, 2. fl. 19,30 Veðurfregnir. 19,35 Enska, 2. fl. 20,00 Klukkusláttur. Erindi: Varnir gegn kynsjúkdóm- um (Hannes Guðmundsson). 20.30 Frjettir. 21.00 Grammófóntónleik- ar. 21.15 Upplestur (Theódór Frið- riksson.) 21.35 Grammófóntónleik- ar: Sónota í G-dúr fyrir fiðlu og piano, eftir Brabms. Dagskrár Alþingis: Efri deild: Frv. um viðauka við 1. nr. 79, 14. nóv. 1917, um sam- þyktir um lokunartíma sölubúða í kaupstöðum. 1. umr. Frv. um breyting á 1. nr. 7, 14. júní 1929, um tannlækningar. 1. umr. Neðri deild: Frv. um heimild handa atvinnumálaráðhwra til að veita Transamerican Airlines Cor- poration 'leyfi til loftferða á ís- landi o. fl. 1. umr. Frv. um breyt. á I. nr. 54, 7. maí, 1928, um Menn- ingarejóð. 1. umr. Skipafrjettir. Gullfoss kom frá útlöndum á sunnudagsmorgun og er hjer enn. Fer í kvöld til Breiða- fjarðar og 'hjeðan 7. mare beint til Hafnar. — Goðafoss kom til Rvíkur í gærmorgun frá Norður- Iandi. Fer hjeðan annað kvöHd á- Ieiðis til HuII og Hamborgar. — Lagarfoss fer frá Akureyri í dag (er á suðurleið). — Dettifoss kom til Hull kl. 11 í fyrrakvöld og fer þaðan í dag áleiðis til Rvíkur. Trúlofun sína hafa nýlega opin- berað ungfrú Katrín Jónsdóttir, Hafnarfirði og Guðmundur Kjart- ansson, Laugavegi 58 B í Reykja- vík. Fundur í Kvennadeild Slysa- varnarfjelags ís'lands er í kvökl kí. 8V2 í K. R.-húsinu. Allar konur sem kynnast vilja starfi deildar- innar eða ganga í hana, eru vel- komnar á fundinn. Jarðarför frú Karólínu Gott- skálksdóttur fer fram á morgun, miðvikudag 2. mars og hefst með húskveðju að heimili hennar, Amt- mannsstíg 4. Hjálpræðisherinn. Opinber sam- koma í kvöld kl. 8. Lautn. H. Andrésen stjórnar. Allir velkomn- ir! Kærleiksbandið fyrir börn kl. 6V4. Færeyskur fundur annað kvö'ld kl. 9. Farþegar m.ð GuIIfossi frá út- löndum voru. John Fenger ræðis- maður, Sigurður Jónsson verkfræð- ingur og frú, frú Norðfjörð, Egg- ert Guðmundsson listmálari, nng- frú Emma Cortes, Davíð Þorláks- scn bryti o. m. fl. Hjónaefni. Á laugardaginn opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Lauf- ey Jónsdóttir frá Ölva'ldsstöðnm í Borgarfirði og Sverrir Smith loft- skeytamaður á Ægi. Landi. Sú fregn flaug fyrir í gær að lögreglan hjer í bænum hefði klófest einn Austanvjera, klyfjaðan af heimabrugguðu á- fengi. Mun sagan sönn, en hvaðan áfengið er komið, var ekki víst í gærkvöldi. Ægir fór lijeðan í gær til Vest- mannaeyja til þess að reyna að ná út enska togaranum ,Black Prince“, sem strandaði við Eiðið í vetur. Togarinn sökk þar, en hefir nú rekið svo hátt upp á Eiðið að hann er kominn upp úr sjó. Aðalfundur Múrarafjelags Rvík- ur verður haldinn annað kvöld í baðstofu iðnaðarmanna. Blindskákir. — Á sunnudaginn tefldi Ásmundur Ásgeirsson skák- meistari 8 blindskákir samtímis við góða taflmenn úr 2. flokki Taflfjelags Rvíkur. Fór kappskák- in. fram í K. R. búsinu, en þau vandkvæði voru á, að Ásmundur /arð lengi að vera frammi á gangi, innan um fjölda fólks, klið og alls konar hávaða, sem hlaut að trufla hanu mjög og gera honum erfiðara fyrir. En inni í herberginu, þar sem keppendur hans sátu við taflborðin, voru áhorfendur sem lögðu ráð á hvern- ig leika skyldi, og er sllíkt fyrir- komulag með öllu óhafandi. Þegar slíkar kappskápir eru tefldar, á sá, sem keppir blint við alla að vera algerlega einangraður og í ró og næði, en áhorfendur mega ekki leggja neitt til málanna. — Keppendur ætti að vera út af fyrir sig, en aukataflborð vera til sýnis áhorfendum, þar sem þeir geta fylgst með öllum töfl- unum samtímis, án þess að rugla leikendur (eða hjálpa þeim) með athugasemdum og leiðbeiningum feínum. En þegar þess er nú gætt hverja afstöðu Ásmundur hafði þarna, og hvað hann er lítt æfður í því að tefla margar blindskákir samtímis, eru úrslitin honum til heiðurs. Hann vann 5 skákir, gerði eina jafntefli, en tapaði tveimur. Þeir, sem unnu hann voru Her- sveinn Þorsteinsson og Kristján Silfuríusson. Heimdallur. Foringjafundur í Hótel Borg í kvöld. kl. 8%. Horn- herberginu, uppi. Leikhúsið. Á fimtudaginn kem- ur sýnir Leikfjelagið nýstárlegan leik, leikrit eftir ungan færeysk- an rithöfund, William Heinesen. Ileitir leikurinn „RanafelT ‘ og ger- ist í Færeyjum á vorum dögum. Er þetta fyrsta færeyska leikritið, sem sýnt er hjer á Iandi og mörg- 11 m því sennilega forvitni að sjá bað. Á undan færeyska leiknum verður leikinn bráðfjörugur norsk- ur gamanleikur, „Afritið'. Veiði- og loðdýrafjelag íslands hjelt aðalfund sinn í gærkvöldi í baðstofu iðnaðarmanna. Stjórnin (Gunnar Sigurðsson frá Sela'læk, Ársæll Árnason bóksali, Pálmi Hannesson rektor, Emil Rokstad bóndi á Bjarmalandi) var endur- kosin, en í stað Guðm. skipstjóra Guðmundssonar frá Nesi, er beð- ið hafði um Iausn úr stjórninni, var kosinn Elías Halldórsson bankamaður. Varastjórn var end- urkosin. Elías'Halldósson hafði áð- 11 r verið endurskoðandi, en í haps stað var kosinn Sigurjón Pjeturs- scn á Álafossi. Fundurinn var ekki vel sóttur, og olli það, eins og formaður tók fram, að tilkynn- ing um hann hafði ekki komist í Morgunblaðið á sunnudaginn. Dðmnbindið Geltez uppfyllir allar óskir, það inniheld- ur mjúkt, dúnkent zellu-vatt, sem veitir hin bestu þægindi. — Það uppleysist í vatui, má því eftir notkun kasta því í vatnssalserni. 6 stykki kosta aðeins kr. 0,95. Dömubelti, fleiri gerðir og stærð- ir, er má nota við öll dömubindL Ferðabindi, margar stærðir frá 0.25. Ennfremur margar aðrar teg- urdir af dömubindum. lialsöindl. Fyrlr herra. mjöff smekklegt úrval. Viinhflslð. Hið marg eftirspnrða lohn Brav’s Marmelade er komið í Mnnið. Að trúlofunarhringar eru happ- sælastir og bestir frá Signrþór Jðnssyni. Ansturstræti 3. Rvík. Prófesjsor K. Bonnevie í Ósló.. var boðinn til Bandaríkjanna á næsta ári til þess að halda fyrir- lestra við ýmsa háskóla þar. En nú hefir hann fengið brjef að vest- an, þar sem honum er skýrt frá því, að fjárhagsvandræðin sje svo. mikil að ekki sje hægt. að taka á móti honum. Kin^sford-Smith, hinum fræga flugmanni, hefir stjórnin í Kína boðið yfirforingja&töðu við flug- Ihðið þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.