Morgunblaðið - 15.04.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1932, Blaðsíða 2
2 MORGUNBIAÐIÐ ff Utuarpið hlutlausa. Þannig er mælt fyrir í reglum útvarpsins, að í frjettaflutningi skuli það gæta liins fylsta hlut- leys is. Hvernig hefir þessum fyrirmæl- um verið hlýttf Um það munu vera skiftar skoðanir. Bn á hinn bóginn alveg ein- róma álit manna, að útvarpinu og starfsemi þess í nútíð og framtíð sje það fyrir bestu að fyrirmælum þessum sje fylgt. Landsmönnum er í fersku minni hin svonefnda Keflavíkurdeila. — Hvernig Alþýðusamband íslands gerði ítrekaðar tilraunir til þess að kúga útgerðarmannafjelag Keflavíkur til hlýðni við geðþótta sinn — og hvernig það mistókst. Eitt af ofbeldisvérkum Alþýðu- sambandsins í því máli, og það tiltækið, sem þrælslegast var og afleiðingaríkast var það, er samb. reyndi að hefta alla aðflutninga til Keflavíkur, og stöðva þannig <illa atvinnu- og lífsvegi Keflvík- inga. Að lokum sá Alþýðusambandið sitt óvænna í málinu, og formaður verkamálaráðsins, Hjeðinn Yaldi- marsson olíukaupmaður afrjeð að lýsa því yfir, að deilunni væri lok- 5ð og banninu afljett. Útvarpið flutti við og við fregn- ir af Keflavíkurdeilunni. Og kvöld ið sem Alþýðusambandið gafst upp, afljetti banninu og Ijet að óskum Keflvíkinga, flutti útvarpið fregn, um lok deiliinnar. A þessa útvarpsfregn hlýddu rit stjórar þessa blaðs, og settu sa:m- stundis eftirfarandi smágrein í írjettadálk Múrgunblaðsins: „Utvarpsfrjettirnar eru að jafn- jtði, sem kunnugt er, sniðnar með það fyrir augum, að þær fegri málstað sósíalista. í gærkvöldi var t. d. talað um Keflayíkurdeiluna í útvarpinu með þeim hætti, að hlustendur, sem ekki hafa aðrar fregnir af deilunni, gátu vel litið svo á, sem Alþýðusamband íslands hefði farið þar með sigur af hólmi. Sjálfstæðismönnum um land alt, ' t nú svo kunnugt um hlutdrægni ríkisútvarpsins, að þeir glæpast vart iá því að trúa útvarpsfrjett- um er snerta kaupdeilur eða þess Iiáttar," Ðaginn eftir hringdi Ouðmund- ur Guðmundsson oddviti í Kefla- vík til Morgunblaðsinsýtil ])ess að láta ritstjóra blaðsin.s vita, að hann hefði, eftir ósk útvarpsins sent því svohl jóðandi vottorð: Afrit af símskeyti til Ríkis-út- varpsins Nr. 30, þ. 13. febrúar 1932, kl. 12.50. ,,Það vottast hjermeð, samkv. beiðni, að útvarpsfrjett um lok Keflavíkurdeilunnar, er lesin var í kvöldfrjettum útvarpsins 12. þ. m„ var borin undir mig af frjetta- manni útvarpsins. Eftir því sem jeg þá best vissi, ltafði jeg ekkert við frjettina að nthuga, það sem hún náði. Guðmundur Guðmundsson, oddviti. Benti hann sjerstaklega á það í samtalinu, að um hina umræddu útvarpsfrjett segði liann, að hann hefði þá, þ. e. þegar frjettin var lesin upp í símanum. ekkert haft við hana að athuga — „það sem hún náði“. Nokkru síðar kom einn af starfs raönnum útvarpsins á skrifstofu Morgunblaðsins með eftirfarandi vottorð, ásamt fyrgreindu vottorði Guðmundar oddvita. Vottorð nr. 1. „Það vottast hjermeð, samkv. beiðni, að þ. 12. febr. 1932, að kvöldi, gaf útvarpsstj. þá skipun á frjettastofu útvarpsins, að skýrsla um lok Keflavíkurdeilunn- ar, er útvarpinu barst frá form. Verkamálaráðs Alþýðusambands íslands, Hjeðni Valdimarssyni, skyldi borin undir forvígismenn útgerðarmanna í Keflavík, og að athugasemdir, er kynnu að verða gerðar, skyldu aftur bornar undir formann Verkamálaráðsins og það eitt birt, er báðir aðilar kæmi sjer saman um í málinu, svo komist yrði hjá þrætum. Vottorð þetta er jeg reiðubúin að staðfesta með eiði, ef lrrafist verður. Reykjavík, 13. febr. 1931. Aðalbjörg .Tohnson,“ Vottorð nr. 2. „Það vottast hjermeð, samkv. beiðni, að þ. 12. febr. 1932 að kvöldi, bar jeg, samkv. fyrirmæl- um útvarpsstjóra, undir oddvita Keflavíkurhrepps, Guðm. Guð- mundsson, skýrslu um lok Kefla- víkurdeiltínnar, er útvarpinu hafði borLst frá formanni Verkamálaráðs Alþýðusambands íslands, Hjeðni Valdimarssyni, áður en hún var lesin upp í útvarpið. Hafði odd- vitinn ekkert við skýrsluna að athuga. Vottorð þetta er jeg reiðubúinn að staðfesta með eiði, ef krafist verður. Reykjavík, 13. febr. 1932. Asgeir Magnússon." Sta rfsmaður útvarpsins fór þess á leit að vottorð þessi yrðu birt hjer í blaðinu. Honum var bent á, að blaðið teldi sig á engan hátt skylt að birta þessi vottorð, og myndi það útvarpinu best, að láta málið nið- ur falla við svo búið, vegna þess, m. a. að vottorðin bæru það á eng- an hátt með sjer, að hin umrædda smágrein í Mbl. um hlutdrægni í útvarpsfrjettum væri röng. — En aftur á móti sýndu þau bein mis- tök í frjettastarfi útvarpsins. 1 vottorði nr. 1 frá Aðalbjörgu Johnson. er frá því sagt, að frjett- in, sem útvarpið flutti þ. 11 febrú- ar um Keflavíkurdeiluna, hafi ver- ið eftir Hjeðinn Valdimarsson for- mann Verkamálaráðs. Að útvarps- stjóri hafi gefið þá skipun, að fregnin frá Hjeðni vrði borin und- ir „forvígismenn útgerðarmanna í Keflavík* ‘. En samkv. vottorði nr. 2, frá Ásgeir Magnússyni, var frjett sú, er Iljeðinn samdi að eins borin undir einn mann í Keflavík, að vísu niesta ágætismann, Guðmund oddvita, en hann er ]>ó aldrei nema einn, og þeim mun hrapallegra var ]iað fyrir frjettamanninn, að bera fregnina undir hann, þar sem Guðmundur oddviti alls ekki er úlgerðarmaður í Keflavík ,eða í fielagi útgerðarmanna, og stóð því utan við aðaldeiluna. En bein af- skifti hans af málinu voru þau ein, að hann fyrir hönd hreppsfjelags- ins leitaði samninga við lands- stjórnina uití að afljett yrði flutn- ingabanninu til Kéflavíkur. Enda kemur það greinilega fram í vott- orði G. G„ að hann vill hafa vaðið fyrir neðan sig og segir, að út- varpsfrjettin sem hann heyrði í símann frá Hjeðni var ekki at- liugaverð, „eftir því sem hann vissi þá, og það sem hún náði.“ En úr því iitvarpið óskaði þess, að umrædd vottorð yrðu birt, þá var ekkert því til fyrirstöðu frá blaðsins liálfu, ef blaðið fengi afrit af fregninni um Keflavíkurdeil- una, eins og hún kom frá Hjeðni Valdimarssyni, og umrædd smá- grein í Mbl. var skrifuð um. En hve langt náði frjettin, sem Hjeðinn Valdimarsson samdi fyrir útvarpið um lok Keflavíkurdeil- unnar? Hvernig var fregn Hjeðins orð- rjett og stafrjett? Morgunblaðið vildi fá afrit af fregn Hjeðins, og ræða síðan málið við útvarpið á þeim grundvelli. Nú fjell málið niður um stund, þangað til að ofanrituð þrjú vottorð eru birt ritstjórum þessa blaðs meo stefnuvottum ,og til- mælum um birtingu í blaðinu. Þá fer sá er þetta ritar á fund útvarpsstjóra og sagði við hann. að það væri vitaskuld velkomið að umrædd vottorð yrðu birt í blað- inu, en :með því skilyrði, að blaðið fengi í hendur afrit af umræddri útvarpsfr jett. ‘ Samtalinu lauk með því, að út- varpsstjóri virtist vera fús til þess að láta blaðinu í t.je umrætt afrit. Nú liðu 2 dagar, og afritið kom ekki frá útvarpinu. Þá hitti sá er þetta ritar útvarpsstj. á götu og spurði hvernig stæði á drættinum. Útvarpsstjóri sagði þá, að nú væri ínálið orðið svo gamalt, að hann kærði sig ekki um að fá vottorðin birt(!.!!) Svo líður enn nokkur t.ími, þá koma stefnuvottár enn á ný til ritstj. blaðsins og er nú kært yfir því, að vottoiðin hafi ekki verið birt. Var nú næsti þáttur að mæta fyrir sáttanefnd, hitta þar iit- varpsstjóra og fá hann til a.ð end- urtaka fyrri loforð um afrit frjett- anna. En útvarpsstjóri kemur ekki á sáttafund, heldur sendir þangað Ásgeir Magnússon. Fyrir hann er það lagt þar, hvort hægt sje að fá afrit af útvarpsfregnunum um Keflavíkurdeiluna. Og hann neitar því í umboði út- varpsstjóra. Hjer er um hreint stefnumál að ræða, mrt rekstur utvarpsins. Það má vera, að samkvæmt nú- verandi starfsreglum þess sje hægt að neita inönnuin um, að fá að sjá afrit af frjettum þeim, er flutt- ar' eru í útvarpið. En fyrir starfsemi útvarpsins framvegis væri það hollast, að slík neitun kæmi aldrei fyrir. Ef starfsmenn útva rpsins sjá ekki nauðsyn þess að menn, sem eitthvað liafa við frjettirnar að athuga, fái að sjá þær svart á hvítu, þá verða starfsreglurnar að gefa almenningi þann rjett gagn- vart útvarpinu, sem hann hefir ekki nú. Því fær etíginn að sjá fregnirn- ar frá Keflavíkurdeilunni, og þá t. d. fregn þá, er Hjeðin Valdi- marsson samdi um lok deilunnar? ^Nhtmhm&OlsehCIÍ Vefnaðarvorndeildins Dömnkjólar. Barnakjólar. Dömnkápnr. Barnakápnr. Haupið meðan úrvalið er mest. Því heldur útvarpið henni svo kyrfilega leyndri, eftir þenna eina upplestur, þrátt fyrir margítrek- aðar áskoranir? Gefur þess háttar leynd ekki á- kveðnar grunsemdir um það, að ekki sje alveg hreint mjölið í pok- anum þeim? Hý framleiðsla. „Iðja“ á Akureyri. Sveinbjörn Jónsson bygginga- meistari á Akureyri hefir nýlega sett á. fót fyrirtæki eitt, er hann nefnir ,,lðju“. Ætlar hann þar meðal annars að gera einangrun- ar plötur úr vikri, sem eiga að koma í staðinn fyrir korkplötur á húsvc'ggi eða aðrar erlendar plötur. Fægiduft gerir „Tðja“, er nefnist ,,Dyngja.“ Enn fremur smíðar ,,Iðja“ ýms amboð úr almúminíum, m. a. hríf- ur, sem bændum Iýst vel á, og lcaupa þó dýrar sjeu. Sturlaugur .Tónsson er umboðs- maður „Tðju“ hjér í Reykjavík. Forsetakosningin í Þýska- landi. Þýskalandi 2.700.000 21.067.234 6.406.423 4.590.221 Eftirfarandi samanburðartölur eru fróðlegar um það, hvernig fylgi aðalflokkanna í liefir breyst: Ríkiskosningarnar 1930: Þjóðernisflokkur Miðfl. og soeial. Nazimenn Kommúnistar Forsetakosning í mars: Dústerberg. 2.557.876 Hindenburg 18.661.736 Hitler 11.338.571 Thálmann 4.982.079 Forset.akosningin í apríl: Hindenburg 19.359.643 Hitler 13.417.460 Thálmann 3.606.388 LXXVIIT. Það fór vel. m aður nokkur var ákærður fyr- ir að hafa stolið tveim lömbum, og varð að mæta fyrir sýslumanni. Þegar liann kom frá yfirheyrsl- unni, var hann spurður hvernig farið hefði. TTann svaraði þá: — Það er að ségja, það fór vel. Það er að segja, hann laug mann-fjandinn og jeg laug nokkuru, og svo reyndist. alt vera lýgi. National peningakassi til sölu, með tæki- færisverði, ef samið er strax. Kristjáu Lárusson, Lokastíg 14. Nýtt nautakjöt. Kjðibúðin Herðnbreið. Slmt 678. lír III SOlD. Nýborin kýr, sem mjólkaði síð- astliðið ár 3400 lítra, með lítilli gjöf, er til sölti af' sjerstökum ástæðum, aðeins í dag eða á morg- un. A. S. í. vísar á. Fjallkonu- tJr svertan er B Vf best. Hlf. Efnagerð Reyhjavikur. ! daghefst Lokssali Fðnar. Verb. Plötnr. Nálar. Nátnr. Albúm. Harmonikur. Goncertinnr. nnnnhðrpnr. Zitarar. Fiðlnkassar. Gitarkassar. Úlbnið. Langaveg 38.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.