Morgunblaðið - 15.04.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.04.1932, Blaðsíða 3
• JfóorgiinblafcU* •• J Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjarlk. • Rltstjörar: Jön KJartansson. • Valtýr Stefánaaon. • Rltstjörn og afgrelCsla: • Austurstrætl 8. — Sfml 500. • Auglýsingastjörl: E. Hafberg. J Auglýsingaskrifstofa: « Austurstrætl 17. — Slml 700. i. Helmaslmar: a Jön KJartansson nr. 741. a Valtýr Stef&nsson nr. 1110. • E. Hafberg nr. 770. J Áskriftagjald: a Innanlands kr. 2.00 & mánuBt. 'J Utanlands kr. 2.50 á mánuBL • 1 lausasölu 10 aura elntakiB. 20 aura meB Lesbök. 5tjórnarskráin. 3>riðja iimræða málsins hjelt á- íram í gær og tók yfir allan fund- artímann og var fyrst lokið ld. 7 síðdegis. Ekkert nýtt kom fram við þess- ar umræður. Mangiis Torfason flutti viðaukatillögu við brtt. þá, er hann hafði áður borið fram ■ög tók nú aftur alt, er hann áð- nr hafði lofað. Var auðheyrt ,á M. T., að hann vissi ekki sjálfur, hvað hann var að fara. Sama má segja tm dðmsmálaráðherrann, er flutti danga ræðu í gær og óð elginn að vanda, en botnaði ekki í neinu/ Jón í Stóradal og Einar Árna- son lýstu því báðir yfir, að þeir mundu fylgja frumvarpinu út úr Ueildinui. Hinsvegar sögðu þeir, að Eramsókn myndi ekki fylgja frv, •óbreyttu xit úr þinginu . Atkvæðagreiðslu um brtt. og frv. var frestað til fundarins í dag. Frá Siglnfirði. Siglufirði, FB 14. apríl. Hafíshroðinn, sem rak hjer inn i síðustu hríðinni, gerði talsverðar skemdir á brýggjum, sjerstaklega á Sheillbryggjunni sem hann braut að mestu leyti. Voru þetta þó að eins smákögglar. Suðaustanrok gerði hjer í fyrra- kvöld, en flestir bátar voru komn- ir til lands. Bátur var á leið frá Haganesvík með heyfarm og liafði nótabát, í eftirdragi, fermdan heyi. Nótabáturinn slitnaði aftan úr und ar Úlfsdölum og týndist. — Einnig skolaði út, nokkru af farmi vjelbátsins. Komst hánn hingað inn seint um kvöldið við illan leik. Tveir vjelbátar frá Ólafsfirði, rendu á land í fyrrinótt, nálægt bórustöðuni á Svalbarðsströnd sökum dimmviðris. Brotnaði annar taisvert en menn sakaði ekki. Gengið var á fjall í fyrradag. Sást engin ís í góðri sýn vestur fyrir Skaga. Torvö skíðakennari er byrjaður á sltíðakenslu hjer. Færi slæmt. 'Slasaðist einn þáttakandinn í morg un í skíðastökki. Heitir hann Guð- laugur Gottskáiksson. Var hann fluttur á sjúkrahús til aðgerðar. Læknir telur meiðslið ekki alvar- Jegt. Afvopnunarráðstefnan. Genf. 14. apríl. Afvopnunarráðstefan hefir frest- að fundum þangað tií á mánudag kl. 10, til þess að fastanefndir ráðstefnunnar geti tekið til at- hugunar nýjar tillögur, sem fram eru komnar frá .Tapönum og Fandaríkjunum. Þinqtíðindi. Reikningsskil Síidareinkasölunnar, Frv. um skiftameðferð á búi Síldareinkasölu íslands var til 2. umr. í Nd. á miðvikndag. Hafði sjávarútvegsnefnd lagt til að samþ. frv. óbreytt. Undir um- ræðunum gat Pjetur Ottesen þess, að hann hefði í höndum reikning frá skilanefnd Síldareinkasölunnar til útgerðarmanns á Akranesi, sem lagt hefði inn 5430 tunnur af síld til Einkasölnnnar á s.l. snmri af tveimur bátum. Reikningur þessi sýndi að þess- um útgerðarmanni hefði verið greitt sem svaraði 2 kr. á tunnu, en reikningurinn bæri ekki með sjer að hann hefði lagt neitt inn. Gerði Pjetur því þá fyrirspurn til stjórnarinnar, hvort það væri meining skilanefndar Síldareinka- sölunnar að krefja endurgreiðslu a þeim ca. 2 kr., sem borgaðar hefðu verið út á hverja síldar- tunnu. En fremur beindi P. Ottesen þeirri fyrirspurn til stjórnarimi- ar, livort hún ætlaði ekki að láta hefja lögreglurannsókn út af gjaldþroti Síldareinkasölunnar. —- Benti hann á, að lögin um gjald- þrotaskifti mæltu svo fyrir, að það skyldi ávalt gert undir svona kringumstæðum. Það væri öllum kunnugt að mjög þungar sakir hefðu, hæði í ræðn og riti á þingi og utan þings verið bornar á stjórn Síldareinkasölunnar. Henni hefði verið horið á brýn óstjórn á Öllum sviðum, ófyrirgefanlegur trassaskapur, um vöruvöndun, að hún hefði látið nota ljelegar tunn- ur, skemt salt, sýnt skeytingar- kysi við verkunina, oft hefði verið tunnuleysi o g saltleysi á veiði- tímanum, en hins vegar geisilegir aðdrættir og birgðir eftir að síld- veiðnm var lokið. Þá hefði henni og verið borin á brýn vítaverð inpkaup , óhóflegur kostnaður, fölsk reilmingsfærsla, misrjetti í greiðslum út á síldina og mjög mikið ólag á sölunni. Þetta værn alt þungar sakir og því sjálfsagt að fram færi ra.nnsókn á þessn máli. Forsætisráðherraun var fyrir svörum af hálfu stjórnarinnar. Á- skildi hann sjer frest trl að gefa svör því viðvíkjandi hvort krefja ætti endurgreiðslu á því sem svar- að hefði verið út á síldina, en um lcgreglurannsóknina voru svörin harla óákveðin. Sveini Ólafssyni þótti býsna ein- kennilegt að eigi kæmi annað fram í þessum reikningum en það sem Síldareinkasalan hefði svarað út, þar sæist ekki að neitt hefði verið lagt inn, því hann hefði líka feng- ið reikning frá Síldareinkasölnnni, sem sýndi ekki einasta að hann hefði bæði lagt þar inn og tekið Ú1, heldur sýndi reikningurinn inn eign, sém hann þó alls eltki hefði búist. við. Strætisvagnarnir ern nú orðnir fimm. Yinsældir þeirra. fara va.x- andi. Fólki lærist að notfæra sjer hinar ódýru ferðir. Alls aka þeir á degi hverjum vegalengd, sem í beinu áframhaldi væri talsvert á annað þúsund kílómetra. MORGUNBLAÐIÐ NeYðarvörn. Ríkisstjórn vor öll mátti vel liafa fyrirsögn þessa yfir svari sínu eldhúsdaginn, og æfinlega er hiin ræðir um ráðdeild sína. Þegar sá átti að svara til mil- jóna gripdeilda, sem auk þess liafði með öðrum brotið upp skrána til þess að fara ránshendi sjer í hag, nm helgidóm þjóðar- innar, þá hafði hann ekki öðru að svara ákæranda en því, að hann hefði engan tíma til þess, að svara lionum. Getur rannsóknardómari gert sig ánægðan með slíka afsökun, eða neitun um svar frá sakhorn- ingi? Og það, að sakborningur geti þá og noti þá Vz klst. til þess að segja öðrum manni, að hann ætli víst að gera liáskalegt verk- fall(!) á Alþingi, ef hann eða aðr- ■ir greiði þar atkvæði eftir sann- færing sinni, eins og eiðsvarin skylda býður. Svona lagað svár hrópaði hann út um alt. land, maðurinn, sem áður hafði tekið þúsundir af alþjóðárfje, til þess að hjálpa þeim er hann var að álasa, út úr ógöngum hans í of- stopafullu verkfalli og ósvífinni árás á-Eimskipaf jelag' vort, og að al atvinnuvegi þjóðarinnar. í staðinn fyrir tilraun um skyld ngt svar, afsökun og röksemdir, kemnr reiðiþrunginn hávaði um alveg óskylt efni; að eins til að æsa. og blekkja áheyrendur, og revna að fæla þá frá því að gefa gaum að ákærunni. Hinn ráðsmaðurinn á þjóðar- búinu, er síst átti til minni saka.r að svara, vjek ekki heldur frá vana sínum, að skreyta sig og rjettlæta með lasti um látna heið- ursmenn, og níði um ntilifandi menn, aðra en þá er svara bar, og sakirnar höfðu fram að færa. Ekki var nú reyndar búist við betra, eða neinu óvanalegu, frá þeim, sem, ekki hefir enn getað þvegið af sjer æruleysis áburðinn. Ekki er það nýtt eða óvanalegt þó fáeinir menn verði gjaldþrota, af öllum þeim athafna mönnum er veit.a mikla atvinnn þegar mest er þörfin fyrir hana. Eigi heldur það, að nokkrum óhyggnum og djarftækum mönnnm takist að ná í imeira fje, en þeim er trúandi fyrir. En þó ráðleysi sói fje, eða þjófur steli því, mundu honum verða það litlar málshætur, þó aðrir hafi gert. hið sama áður. og síst, ef það gerist þá Hka undir T nndleiðslu h a n s. Og þó jeg vilji síst orðnm fegra of háar launagreiðslur við alla banka landsins, eða ógætilegar lánveitingar, þá fæ jeg þó ekki skilið, bvað tap íslandsbanka fyr- ir 10 á.rtim og síðan, getur rjett- (lætt, eða bætt úr ógengdareyðsln ríkisstjórnar á síðustu 4 árum. — Engin, sem vill vita sannleikann, mun get.a skilið þetta. Þó frá sje talin hálf önnur milj. kr., sem stjórnin, af lántökum sín um befir lagt t.il Utvegsbankans, — bjálpin öll af hennar hálftt — þá eru samt eftir rúmar 30 mil- jónir króna, sem ríkisst.jórnin hef ir haft t.il ráðstöfunar — að hálfu með útlendnm lánttm. og að hálfu frá innlendum skatt.þegnum — fram yfir það, sem fjárlögin heim- iluðu henni á fjórum s.l. árttnt. — Heimild þó vitanlega fvrir nokkru af þessit. eftir öðrum lögum. Betur mundi þó eiga við, að tvöfalda þessa 1% milj. kr. í syndaregistri stjórnarinnar, en að draga frá því, sökum beina tjóns- ins. — Þó slept sje tjóni viðskifta manna bankans, lánstraustspjöll- um og óvirðing þjóðarinnar út á við. í ræðulokin spnrði ráðherrann hvort „þessir menn“ (gjaldþrota- menn og dáair menn!) væru lík- legri til þes sað ráða betur á rík- isbúinu, en nú væri gert. Getur þjóðin verið ánægð m,eð önnur eins svör? Getur dómstóll alþjóðar síknað sakborninga fyrir slíka vörn? Y. G. Starfsemi Hitlers bönnuð. Berlín 13. apríl. United Press. FB. Opinberlega tilkynt, að Hinden- burg hafi skrifað undir neyðar- ráðstafanalög um að leysa upp og hindra alla, starfsemi Hitlersliðsins í brúnu skyrtunum. Síðar: í brúna Hitlersliðinu ern 400.000 menn afburða vel æfðir af reyndum yfirforingjum. Skipnlag- ið á herliði þessu hefir mjög verið sniðið eftir því, sem tíðkaðist á dögum keisarans. Aðalstjórn brúna liðsins hefir herráð á hendi. Her- liðið var upphaflega stofnað til þess að verhda fundarstaði Nazista, en að undanförnn hefir liðið hrifsað til sín lögreglnvald og óbeðið tek- ið sjer lögregjluskyldur á hendur. Einnig hefir það brotist inn á verksvið og valdasvið ríkislögregl- unnar. Aðalbækistöðvum Hitlers- sinna í Berlín og Munchen var lokað seinni hluta dags í dag. Hamborg, 14. apríl. United Press. FB. Lögreglan hefir gert árás á æf- ingaskála og verustaði brúna liðs- ins. Brúnaliðið notaði ,,táragas“ í vörn sinni gegn lögreglunni og tókst því, að koma í veg fyrir, að lögreglan kæmist inn í hermanna- skálana. Berlín 14. apríl. United Press. FB. Hitler hefir enga tilraun til mót- spyrnu gert, gegn ákvörðunum nm að leysa upp brúnu liðssveitirnar. Hefir hann gefið út ávarp til manna sinna og segir m. a. í því: „Þið eruð hjeðan í frá að eins flokksfjelagar. Kröfur verklýðsfjelaganna í Þýskalandi. Berlín, 14. apríl. United Press. FB. Þing verklýðsfjelaganna hófst, á miðvikudag. Hefir þingið samþykt kröfur í þá átt, að ríkisstjórnin sjái hinum atvinnnllausu fyrir vinnu við opinberar framkvæmd- ir, sem hægt væri að fá fje til, að nolckuru með nýjum lántöknm, en að nokknru væri hægt að nota fje af skatttekjum ríkisins. Enn fremur lagði þingið til, að sam- þykt væri. að vinnndagafjöldi viku hverrar skyldi vera 40 klst. Ályktanir þessar hafa verið af- hentar ríkisstjórninni af Theodore Beipart. Stegerwald verkamálaráð herra varð fyrir svörum af hálfu stjórnarinnar og gaf í skyn, að ríkisstjórnin yrði að hafna kröf- um þingsins, vegna fjárhagserfið- leika. Fjörutíu vinmistunda viku kvað Stegerwald stjórnina ekki ____________ t ' —1^———— geta aðhylst, því það myndi ekki vera affarasæHla, þótt vinnuvikan væri stytt. Ársafmæli lýðveldsins á Spáni. Madrid, 13. apríl. United Press. FB. Hátíðahöld í tilefni af því, að á morgun er ársafmæli lýðveldia- ins, eru þegar hafin. Syndikalistar hafa reynt að spilla hátíðahöldun- um á nokkurum stöðum. f Sala- manca reyndu þeir að hrinda af stað allsherjarverkfalli. Tókst það að nokkuru leyti, því vinna var víða lögð niður. Alþnargir menn, sem staðnir voru að því að grýta búðarglugga, voru handteknir. Madrid 14. apríl. United Press. FB. Á Catellanastræti, þar sem Al- fons fyrverandi konungur tók þátt í hátíðahöldum á ári hverjn, er lierinn hylti hinn rauða og gnla fána konungsríkisins, söfnuðust í dag saman nín þúsund menn úr hinum endurskipaða. nýja her lýð- veldisins. Gengu þeir í fylkingu eftir götunní fram hjá tómum holl- um höfðingja þeirra, sem fóru í útlegð með Alfons, en feikna mikr ill mannfjöldi hylti lýðveldisfán- ana, er hermennirnir báru. metaskrd I. 5. 1. Sund fyrir karla. 50 st., frjáls aðferð, 31.6 sek., Jón D. Jónsson (Æ.), sett 14. sept. 1930. 100 st., frjáls aðferð, 1 mín. 14.3 sek., Jónas Halldórsson (Æ.), sett 26. júlí 1931. 400 st, frjáls aðferð, 6 mín. 39.4 sek., sami, sett 30. júlí 1931. 500 st., frjáls aðferð, 8 mín. 44.6 sek., sami ,sett 23. ág. 1931. 1000 st. frjáls aðferð 20 mín. 57 sek. Magn- ús Magnússon (K.R.) Sett 12. sept,. 1929. 100 st. bringusund 1 mín. 33.5 isek. Þórður Gnðmundsson,, (Æ). Sett 27. júlí 1930. 500 stiku bringusund 3 mín. 19 sek. Jón Tngi Guðtnundsson (Æ). sett. 23. jiíní 1928. 400 st. bringusund 7 mín. 10,8 sek. Þórður Gnðmnndsson (Æ). Sett 27. júlí 1932. 500 stiku bringusund 9 mín. 1 sek. Jón Ingi Guðmundsson (Æ). Sett 26. ág. 1928. 100 st. baksund 1 mín. 40.3 sek. Jónas Halldórsson (Æ). Sett 6. júlí 1930. 4 x 50 st. boðsund 2 mín. 14.2 sek. Sundfjelagið Æg- ir, Rvk. Sett 30. júlí 1931. 100 st. stakkasund 2 mín. 39.2 sek. Jón H. -lónsson (Æ). Sett 15. júlí 1928. Sund fyrir konur: 50 stiku sund, frjáls aðferð, 43,6 sek. Regína Magnúsdóttir (KR). Sett 26. júní 1927. 1000 stiku sund frjáls aðferð. 22 mín. 1.2 sek. Sama — sett 15. júni 1926. 100 stiku bringusund 1 mín. 44.8 sck. Þór- unn Sveinsdóttir. (KR). Sett 30. júlí 1931. 200 st. bríngusund 3 mín. 41 sek. Sama. Sett 26. júlí 1931. 100 st. baksund 1 mín. 51.3 sek. Regína Magnúsdóttir (KR>. Sett 10. ág, 1927. Ferþraut. (1000 stiku hlaup. 1000 stikn hjólreiðar. 1000 stiku róður. 1000 st. sund). 35 mín. 51,1 sek. Hauk- ur Einarsson .(KR). Sett 31, ág. 1930.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.