Morgunblaðið - 17.04.1932, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.04.1932, Blaðsíða 6
6 MORGT’NBLAÐIÐ því ]eyti verið erfiður hrossarækt- inni hjer, að verðmnnur jjóðra og l.jelegra hesta hefir verið þar mik- ið minni en í innanlancls sölu. Hann liefir því ekki stuðlað svo sem skilcli að því að hestarnir væru bættir með úrvali og bættri meðferð. Afleiðing ]>essarar tilhög- ar liefir því verið sú, að betri hrossin hafa flest verið Jijer í lancl inu ,en hin ekki megnað að vinna íslenskum hrossum þá hylli á er- jcndum markaði, sem sanngjörn væri, þá litið er á lieildina, og Jjyrfti til þess að boðið væri sæmi- legt verð í betri hestana. (fóð er kvatning þessa danska manns til íslenskra bænda, að bæta. hross sín sem fyrst. og sem mest. Þó væri ekki hvggilegt að ætla erlendum markaði að ráða mestu um stefnu í íslenskri hrossa- rækt, því fyrsta skilyrði til þess að hestarnir geti t.ekið framförum er, að ]>eir sjeu þess umkomnir að öðlast þroska og hrevsti við ís- lensk lífsskilyrði, og alclrei má okkur íslendingum glevmast að aðalþýðing hrossaræktar okkar er að framleiða hentugt og ódýrt vinnuafl í landinu. Th. A. Frú Rannveia Torfadúttir. lítt að sitja til flestra hlut.a, er ekkjur voru efna'lausar og áttu fvrir mörgum börnum að sjá. Það er og mála sannast, að frú Rann- veig lá ekki á. liði sínu, vann hún ];á löngum svo að kalla clag og nótt, og með frábærri iðjusemi og hagsýni tókst henni að koma öll- um börnum sínum vel til manns, og var jafngn fremur veitandi en ])iggjandi. Rannveig á Bakka er vinmörg og vel metin af öllum, sem hana þekkja, og þá einkum i Vesturbænum þar, sem hún hefir lengst, clvalist. Hún er enn hressi- leg kona á, ve'lli að sjá og táp- mikil og þótt hún hafi nú langt og strangt clagsverk að baki sjer, •er hún ljett í spori. teinrjett, Ijett.lynd og lífsglöð sem tvítug væri. Bærinn Bakki, þar sem Rann- veig dvaldist um 55 ára skeið, er eitt af elstu húsum í Vesturbæn- um og stendur á sjávarbakkanum að vestanverðu við Bakkastíg, það var reist 1845. Hiifnin tekur meira og meira í sínar þarfir af strand- ’engju bæjarins, og innan skamms hverfur Bakki. En Rannveig mun lengi minnast dvalar sinnar í Vest urbænum, og eins víst er hitt, að þar mun minningin um hana lifa lengi. T. Kr. Þ. ---------------— Frú Rannveig Torfadóttir, sem er meðal elstu borgara þessa bæj- ar, verður 75 ára á morgun .Hún er fæcld að Hóli í Norðurárdal 18. apríl 1857; voru foreldrar hennar Torfi Timoteusson og Guðríður 'Guttormsdóttir. Rannveig fluttist t.il Reykjavíkur 1876, til Tngi- mundar Sigurðssonar. er þá bjó á Austur-Bakka hjer í Vesturbæn- um og vann hjá honum þar til er hún giftist uppeldissyni hans Arna Rannveig Torfadóttir. Grímssyni 14. nóvember 1882. — Dvöldust þau Arni og Rannveig þó á,fram hjá Ingimundi og stund- aði Árni sjóróðra, sem þá var mjög títt, einkum um Vesturbæ- inga. En 2. janúar 1893 mist.i Rannveig mann sinn frá 3 börnum þeirra, öllum í ómegð, og hinu fjórða, er fæddist stutt-u eftir lát föður síns. Bjó Rannveig þó á- fram á Austnr-Bakka með börn sín þar til er hún fluttist þaðan alfarin í október 1931 enda var þá húsið selt og börn hennar öll uivpkomin, hafði hún þá clvalið þar samfleytt í 55 ár. Þegar Rannveig misti mann sinn, stóð hún ein uppi með börn sín og líti! efni. Mun þá stundum hafa verið allerfitt um lífsfram- dráttinn, því að þótt ekki væri sú dýrtíð, sem nú geisar lijer. var j þó lágt vinnukaup, og dugði þeim ] Um skólamál. Eins og Reykvíkingum er kunn- ugt flutti Sigurður Th-orlaeius skólastjóri fvrirlestur í ,,Varðar- ]iúsinu“ nú fyrir skömmu, er hann nefndi „Hvers vegna gefur Austurbæjarskólinn ekki rniðs- v etrareinkunn ir‘1. Fyrirlesturinn var hinn prýðilegasti og mjög at- hyglisverður almenningi a.ð því leyti, að bak við liann liggur sterk viðleitni til að bæta, lítt þolandi f,yrirkomulag á kenslu og prófum. Nýskólastefnan er þar lögð til grundvallar og afhjúpaðar mein- semdir gömlu skólastefnunnar. — Ilann gefur mjer tilefni til að fara um þessi mál nokkrum orðum. Almenningur hlýtur að gera sjer grein fyrir því, hvaða. skyld- um skólinn hefir að gegna í þágu nemendanna og þjóðfjelagsins, og hvað sje takmark hans. Hafl for- elclrar gert sjer grein fyrir þessu, verður það að vera áhugamá'l þeicra, að fylgjast sem best með jjví, er hann gerir fyrir börnin þeii'ra, og hvað hann vanrækir. Foreldrar hljóta enn fremur að spyrja um það, hvernig búið er að skólanum af hinu opinbera. Er það samkvæmt vilja ykkar, að af bverjum 16^5 kr., sem þið greiðið til opinberra þarfa, sje einum 14 kr. varið til allra mentamála, í landinu. Áhugamál kennarastjett- arinnar og lcröfur hennar um bætta, aðstöðu til að 'leysa hið mikilvæga starf sitt af hendi, hlýtur einnig að vera. ykkur á- hugamál og ykkar kröfur, vegna barnanna og samfjelagsins. Hið sama gildir og um alla viðleitni til að bæta kenslufyrirkomulagið. — Forelclrar hljóta að vera hlust- andi eftir öllum nýjungum í upp- eldismálum og sálfræðilegum stað reyndum. Eru tölustafiirnir „hin- ar talandi tölur“ prófanna nægi- leg staðfesting þess, að skólinn hafi gert skyldu sína gagnvart börnunum ykkar- Eða eru ein- kunnabækur barnanna í ykkar augum, sem kvittun hins opinbera fyrir þeim hluta af þessum 14 kr., sem varið er til barnafræðslunn- ar. Nú er það staðreynd, a.ð mikill hiuti skólastarfseminnar, eins og hún hefir tíðkast hjá okkur frá fyrstu tíð, liefir stundum haft gagnstæð áhrif við ]rað, er til var ætlast, í stað þess að vekja starfs löngun, bóklega og verkl., hefir skólinn skapað námsleiði og drepið niður starfslöngunina. Yerkefnin liafa ekki verið við hæfi barn- lanna alment, og að loknu námi liefir rjettlætistilfinníng barnanna oft. hrópað svo hátt gegn þessu ranglæti að þau ha.fa fleygt í eld- inn hinum lítt hæfu námsbókum, sem litOar aðrar en'clurminnihgar hafa geymt en tölustafina 1, 2 og 3, sem ritaðir eru með feitu letri í einkunnabækur þeirra. Menn munu nú spyrja: Er ekki sökin hjá kennurunum? Þessari spurn- ingu læt, jeg ósvarað hjer og læt nægja a.ð leggja fram aðrar spurn ingar: Hvernig er líkamleg og andleg aðbúð kennaranna? Hvern ig eru launin og mentastofnanirn- ai', sem þeir hafa haft aðgang að? Eru þeir ekki aldrei upp undir sömu skilyrðum og börnin og í engu betur að þeim búið fyrir sitt leyti ? Þrátt fyrir ]>essa aðbúð hafa kennararnir barist þungri baráttu til að lyfta íslenskum skó'lamálum upp úr feninu. Háværar radclir hafa hrópað til hins opinbera og til almennings um að gera, skylclu sína. Ein af þessum rödclum er fyrirlestur Sig. Th. skólastjóra. Hann á erindi inn á hvert heimili, sem nokkru lætur sig skifta upp- eldi barna sinna. Fyrirspurninni um það: „Hvers vegna gefur Aust urbæjarskólinn ekki miðsvetrar- einkunnir“, er þar svarað með svo sálfræðilegum rökum, að engum skynbærum manni blandast hug- ur um, að hjer hafi verið tekin rjett stefna. Nú hefir fyrirlesturinn verið sjerprentaður undir fyrirsögninni: Skólamál, einkunnagjafir o. fl., til að allir hlutaðeigendur geti haft, tækifæri til að kynna sjer þet.ta mál. Reykvíkingar! Látið það ekki sannast á ykkur, að þið hafið opnar hlustirnar við hneyksl ismálunum, en Jokið augum og eyrum fyrir nýjungum í uppeldis- má'lum, ]jví að hneykslismálin eru á.vöxtur af skökku uppeldi. Hafliði M. Sæmundsson. Deyjanöi móöir. Hún starði með opnum augum á eitthvað sem jeg ekki sá. Jeg vissi’ að hóm var að deyja,, jeg vissi að hún átti þrá. Hún bærði varirnar bleikar og brennandi tár jeg sá. Hún sagði: „Mig langar að lifa litlu börnunum hjá. Jeg get ekki, get, ekki dáið. Guð minn, hjálpaðu mjer! Alt það sem börnin mín eiga er nú í hendi þjer“. Það skar mig í lijarta hvert ein- asta orð. Orðlaus jeg starði’ úti í blláinn. Jjífið kemur og lífið fer — Ijóshærða konan er dáin. Anna. P Frú Kristín Buðjohnsen. Jeg lit.ast um og hlusta, er lengja tekur dag og ljósgeislum, sem verma, jeg reyni að ná í brag; á minninganna sviði er margt að sjá og telja, og myndir næsta dýrmætar þar er um að velja. Er þar jeg geng í valið, á þína myncl jeg lít, og þá í sjálfs mín orlofi hreinnar birtu nýt. Og enn er sem jeg horfi á íturvöxt þinn háa og auga þitt jeg líti ’ið skýra og fagurbláa. Þín hugsun að því stefndi, að hafa. á boi'ði gögn, og hversdags masi snúa í viti-borna þögn, — að ábyrgð fylgir verknaði, orði hverju vandi, og eftirköstin birtast í skapadægra landi. I ljósu auga þínu jeg las þá trúar-grein: ,,Yið lifum eftir clauðann, þá batna öll vor mein. Mitt viðnám — það er heima og von mín fjöðrum safnar í víg'i, þar sem ástúð við skyldustörfin dafnar“. IÞá viðkvæmni, sem tárast, þú vandir ekki á þig: „Þeir verða, er ætla að duga, að standa og herða sig. Og t.árin má ei bera á torg sem fjölment, iðar og tregamálin geymdu, uns hnígur sól til viðar“. Á brosin varstu örlát, við bernsku, er á því reið, að blómum væri og klæðnaði stráð á hennar leið. Og heimilinu þínu þú hjelst í rjettum skorðum og hreinar línur clróstu, í breytni jafnt sem orðum. En lengra út í veröld þú leist en fingur ná, og' lengra en st.ígur fótur, sem beitir þumal-tá; því sumarland þú evgðir í sólskinsb'irtu veldi og sál þín horfði yfir um, á morgni jafnt sem kveldi. Og kveðjumál þín voru af kærleik djörfum gerð, er kendirðu með vissu, að leggja skyldi í ferð — í langferð, sem þó ef til vill, ljett í skauti verður, til loftkastala, er mundi úr dýru efni gerður. Mjer virðist nú sje hprfin úr veri tigin álft, og vildarmanna yndi sje minkað niðri hálft. En best er þó að vona: að brosi morgundagur, að bjarma-gjöfull verði og yfirlitum fagur. Og lyftið ykkar höfðum og lítið á í kvölcl: Þá litafegurð miklu ,sem skreytir himintjöld, — því vetur hefir orðið að vori, svo að trúin er vængjum, til að fljúga í sólskinsálfu, búin. Einn fugl reis upp úr ösku, sem forðum elclur tók. Sá fyrirburður trúna á eilífð stórum jók. -— Ef Fönix upp úr gjalli var fært um veðra stigi, mun flugi gæddri mannsöndu l.jett að sigla a skýi. Er sumardagur leggur á sunnu allan hug og sævarhamra dreymir, að komnir sje á flug, þá lyftast manna hugir við leiði, er blómgun valda og Ijóssins dísir himininn blau og rauðu tjalda. Hve dálegt er á vetri til sumarlands að sjá og sitja í vorsins fangi, er leysir þorra snjá. Og hjarta voru ornar og hyggju tengist friður, að horfa á fleyga dúfu, sem kemur af himni niður. Guðmundur Friðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.