Morgunblaðið - 04.05.1932, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.05.1932, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ v JPAongttiiblaMð Út*ef.: H-f. Árvakur, RtrkJiTtk. Rltatjðrar: Jðn KJartanaaon. Valtýr Stefðnaaon. Rltatjðrn og afKrelBala: Auaturatrœtl 8. — Blaal 800. AUKlJ'ainKaatJörl: H. Hafbarf. Auelýalneaakrlfatofa: Auaturstrætl 17. — Bfaal 708. Helmaafmar: Jön KJartanaaon nr. 741. Valtfr Stefánaaon nr. 1**0. E. Hafberg nr. 770. ÁakrlftaKJald: Innanlanda kr. 1.00 t mtnuBL Utanlands kr. 2.60 * aaAnuBL 1 lausasðlu 10 aura alntaklS. 10 aura meO Lesbök. Niðurjöfnun á Akureyri. v Akureyri, FB. 2. maí. Niðurjlifnun útsvara er nýlega .itíkið. Aukaútsvör nema alls kr. :230.000 og er það litlu lægri upp- hæð en í fyrra. Hæstu gjaldendur eru: Kaupfjelag Eyfirðinga kr. '30.000.00, dánarbú Ragnars Ólafs- •sonar 10.500, Baldwin Ryel 6500, Verslunin París 6000, Olíuverslun Tslands, Shelhitibúið og Smjiirlík- isgerð Akureyrar 3500, O. C. Thor- arensen lyfsáti 3200, Höefnersversl un 3000, 1. Brynjólfsson & Kvaran, -Jakob Karlsson 2200, Tngvar Guð- ..jónsson, Verslunin Eyjafjörður, Nýja Bíó, Kristján Jónsson bakari, ■Gefjun 2000, Kaupfjelag verka- manna, Nathan & Olsen 1800 kr. Frá ísafirði. Tsafirði, FB. 3. maí. Tregfiski var hjer allan. apríl- iriánuð og ógæftasamt. Aprílaflinn á Vestfjörðum nemur 8000 skip- pundrnn af þurkuðum fiski, en nam 11100 skpd. á sama tíma í fyrra. í gær og í dag var ágætnr afli í Bolungavík. Stærri bátarnir af ísafirði stunda veiðar við Snæ- fellsnes og aflá mjög vel. Jafnaðarmenn hjer mintust 1. maí með ræðuhöTdum, kvikmynda- sýningu og sltemtisamkomu í v tempíaraliúsinu um kvöldið. Látinn er Halfdán Örnólfsson, fyrrum lengi hreppstjóri í Bolunga vík. Hann var um áttrætt. Augnveiki MacDonalds. London, 3. maí. United Press. FB. TJppskurður verður gerður bráð- lega, sennilega á morgun eða fimtu dag, á MacDonald forsætisráð- herra, vegna augnveikinda hans. Uppskurðurinn verður gerður á hægra auga hans og er sams kon- • ar og hinn velheppnaði uppskurður á vinstra auganu fyrir nokkru síð- an. — TJppskurður þessi fer frnm nú vegna þess, að MaeDonald er iv)jög hugleikið að geta tekið þátt í Lausanneráðstefnumii. Gerir hann sjer vonir um að verða alveg fcúinn að ná sjer, ef uppskurðurinn verði ekki látinn dragast. Hins vegar er ekki brýn þörf, vegna veikinda hans, að uppskurðurinn •sje gerður tafarlaust. Um Hvamnistangalæknishjerað bafa þessir læknar sótt: Lúðvík LTorðdaI, Eyrarbakka, Torfi Bjarna *on, fsafirði, Ölafur Einarsson M’ttur læknir í Flatey og Kjartan ’óhannesson, sem nú gegnir Stykk 'Oiólmshjeraði. Fjársukkíð mikla. Fáein sýnishorn af meðferö stjórnarinnar á fje almenn- ings árið 1930. VI. Dýr embætti. Tuttugasta og sjöunda athuga- senul yfirskoðunarmanna er svo- hljóðandi: „ Sltrifstof ukostnaður tollst j óra, lögmanns og lögreglustjóra í Reykjavík er eins og hjer segir: a) Tollstjóra .... kr. 10!).015.42 b) Lögmanns .... — 32.744.48 c) Lögreglustjóra — 41.799.68 Kr. 183.559.58 Auk þess hefir tollstjóranum verið greitt: aj Fyrir eftirlit með skipum, líiggæsla kr. 52.579.23 b) Fyrir álímingu tollmerkja - - • • — 22.695.52 Kr. 75.274.75 Starfræksla þessara embætta virðist því nokkuð dýr“. Tuttugasta og áttunda athuga- semd er svo hljóðandi: „í 11. gv. A. eru færðar til gjalda kr. 10.320.00 til tollstjórans í Rvík sem uppbót á laun hans árin 1925—1928. Hvernig stendur á þessari greiðslu ?“ Tuttugasta og níunda atliuga- semd er svohljóðandi: „í 11. gr. A. 5. b. eru tilfærð laun 6 tollvarða í Reykjavík kr. 31.400.00 og í 11. gr. A. 13. eru meðal annars tilfærðar kr. 52.579.- 23, vegna tollgæslu skipa í Reykja- vík, og af fgskj. LR. sjest ,að í þessari fjárbæð eru talin laun !>—10 eftirlitsmanna. Tolleftirlits- menn virðast því vera 15—16 í Reykjavík og vilja yfirskoðunar- menn skjóta því t.il stjórnarinnar. hvort ekki muni unt að spara á þessnm lið“. Stjómin svarar 27. aths. á þessa leið: „Athngað“. Þar með lætur hún útrætt um þetta. Yfir- skoðunarmönnum þykir svarið sem, von er snubbótt og vísa málinu til „aðgerða Alþingis". 28. atbs. svar- ar stjórnin því, að lögreglustjór- inn í Rvík hafi ekki gengið undir launalögin 1919 og hafi honum því ekki borið dýrtíðaruppbót af launum sínum. Með 1. nr. 16, 1925 hafi svo verið ákveðið, að allir ombættis- og sýshinarmenn lands- ins einnig þeir, er lann tækju samkv. öðrum lögum en launalög- nm, skyldu fá dýrtíðaruppbót. Upp hæðin væri því dýrtíðaruppbót fyr vorandi lögreglustjóra fyrir árin 1925—1928. — Yfirskoðunarmenn neita algerlega að fallast á skoð- un þessa og segja í tillögum sín- um til Alþingis: „TTpphæðina, kr. 10320.00, ber að innheimta og greiða í ríkissjóð“. 29. aths. svarar stjórnin á þessa leið: „Tollstjórinn í Reykjavík nefir, eftir því sem störf aukast hjer við tollgæslu fjölgað starfsfólki sínu, og )neð því tekist að auka st.órum tekjur ríkissjóðs af tollum, sem annars myndu greiðast misjafn- lega. ef Ijelegt eftirlit væri. Það ev misskilningnr. að þessi viðbót sje sjerstaklega gerð vegna áfeng- islöggjafarinnar, enda eru menn þessir alliv ráðnir af tollstjóra. en ekki af dómsmálaráðuneytinu“. — Y firskoðunarmenn eru ekki á- nægðir með svarið og vísa málinu til „aðgerða Alþingis“. Þegar athugaður er þessi gífur- legi kostnaður, sem orðinn er við eiúbættin þrjú hjer í Reykjavík, tollstjóra, lögmanns og lögreglu- stjóra, verður manni á að renna huganum til ársins 1928; en þá var gerð breyting á embættaskipun- inni hjer í Reykjavik. Stjórnin reyndi að telja þinginu trú um, að það mundi leiða sparnaður af breytingunni. Hún talaði um 80 þús. kr. sþarnað. Þetta var ein- kennileg rökfærsla í sambandi við fjölgun embætta. En málalið stjórn arinnar trúði stjórninni og sam- þykti fjölgunina. En hver verður sparnaðurinn ? Arið 1928, seinasta árið áður en fjölgað var, nam skrifstofukostnaður bæjarfógeta og lögreglustjóra um 130 þús kr. Tveim árum síðar, eða árið 1930 nemur kostnaðurinn við embætt.in }>rjú, tollstjóra, lögmanns og lög- reglnstjóra um 260 þús. kr. Þetta er m. ö. o. tvöföld sú upphæð, sem fór til embættanna tveggja fyrir skiftinguna. Enn fremur ber að geta þess, að auk þessa gífur- b'ga kostnaðar við embættin, þarf ríkissjóður að greiða fjórum em- bættismönnum laun nú í stað 2 áður. Einum embættismannirium (bæjarfógetanum fyrv.) greiðir ríkið laun án þess áð fá frá honum nokkurt starf á móti. Þetta fæst, fyrir ofsóknarherferð dómsmála- ráðherrans! Uinnumiöstöð kuenna. Fyrst í febrúar var skýrt frá starfsemi stöðvarinnar, frá byrj- un, 1. des„ til jamiarloka. ITöfðu þá tilboð vinnuseljenda og vinnu- kaupenda verið álíka mörg, 175 og 170, en ráðningar orðið um 100. Síðan bafa framboð seljenda og tilboð kaupenda verið sem hjer segir: Tilb. Framb. kaupenda. vinnu. Ráðn. í febrúar 134 98 98 í mars 97 73 62 t apr. til 25. 96 73 59 327 244 219 Áður talið í jan. des. 175 170 102 502 414 321 Alls hefir verið beðið nm 403 stúlkur í vistir um skemri og lengri tíma, 250 hafa boðist í vist- ir. en 229 verið ráðnar. Rúmur helmingur boðinna vista bafa veriS nttfn Reykjavíkur eða losnað vegna veikina, þó ofr um skemri tíma. 164 konur, mjög margar heim- ilisbundnar, hafa beðið um alls konar vinnu, 99 tilboð bafa komið um slíka vinnn og hafa orðið 92 í'áðningar, 7 farist fyrir vegna ónógs fyrirvara, t. d. saumaskap- u i' fyrir hátíðar. Óskað hefir verið eftir stúlku ■í 100 staði utan Reykjavíkur og í 33 í umhverfi bæjarins, ráðnar hafa verið 43 stúlkur upp í sveit eða í aðra kaupstaði, en 15 í um- hverfi Reykjavíkur, alls hafa 58 af 133 umsækjendum litan Reykja víkur ráðið stúlku fyrir milligöngu stiiðvarinnar. 86 heimili fiafa óskað eft-iþ stiilku vegna veikinda, oftast hús- móður, 65 þeirra hafa fengið hjálp. Auk Jiess hafa 10 fengið stúlku i nokkra daga, sennilega vegna veikinda. Ætla má að víðar hafi verið skift. um stúlku vegna veik- inda annarar, án þess að sú ástæða luifi verið tekin fram. Af þessu má sjá, að sífeld þörf er á slíkri hjálp og mundu stúlk- ur, sem gætu tekið að sjer keim- ili í forföllum lnismóðurinnar geta liaft atvinnu við það alt árið. En ekki er hægt að búast við að hæg't verði að útvega fullnægj- andi lijálp, þar sem mest á liggur, á fátæk veikindaheimili, fyr en bærinn launar fastar starfskonur til þess, ekki síður en til hjúkr- unar sjúkum. Eins og áður er getið hefir ver- ið beðiS um stúlkur á mörg sveita- heimili og hafa ýms þeirra Doðið að stúlkan mætti hafa með sjer barn. Fáeinar stiilkur hafa notað sjer þau boð, og væri æskilegt að fleiri færu á eftir, því sennilega er ]>að þó besta úrlausnin fyrir móður, sem ein er að berjast fyrir barni sínli að vinna fyrir því á góðu heimili. Þess má geta a<i nokkur slík tilboð eru nú fyrir hendi á stöðinni. Æskilegt væri iið fá að vita livort nokkur kaup- staðarheimili, í Reykjavík, eðrf annars staðar, vilja taka stúlku með barni. Yfirleitt er erfiðast að fá staði handa stúlkuimm sem. eru með ung börn og væri nauðsynlegt að þau sveitaheimili sem taka vilja mæð- ur með börnum, láti stöðina vita bvað þau mættu vera ung, því hægt hefði verið að útvega fleiri stúlkur á slík heimili, ef svo hefði liagað til að börnin hefðu mátt vera á fyrstu árununi. Óskað hefir verið eftir ungling- um upp í sveit og líka óskað eftir að koma unglingum. fyrir. Mætti bíiast við að margar reyk- vískar mæður vildu koma ungum dætrum sínum í sumarvinnu í sveit, ef góð heimili væru í boði og væri æskilegt að þau sveita- lieimili sein vildu taka telpur eða unglingsstúlkur, yfir súmarið eða sláttinn, ljetu stöðina vita. er um liðið, því ekki er gott að \ ita hvað margar af konum þeiin,. sem óskuðu t. <i. eftir þvottum og hreingerningum í vetur, og ekki hafa fengið vinnu, mu»du geta tekið þau störf að sjer í sumar. A sumrin eru margar hús- mæður vinnukonulausar, sem hafa stúlkur á veturna, og eru suœar þeirra þegar farnar að ósba eftir konum til morgunverka, nokkra tíma daglega eða vissa daga í viku. Konur, sem vilja gefa kout á sjer til slíkra starfa þyrftu þvi að láta stöðina vita. Enn fremtrr eru húsmæður mintar á það að meiri líkur eru til þess að fá góða stúlku ef þær koma sjálfftr á stöðina til viðtals. Stöðin þakkar öllum aðiljum góða samvinnu í vetur og væntir að allar konur vilji lijálpa til a9 starfsemi þessi megi boma að se» mestu gagni. L. Y. Norðurhuels- rannsóknirnar. Hlutdeild Breta. Það er nú ákveðið hverja hlut- deild Bretar taka í Norðurhvels- rannsóknunum (pólárinu). Þ«ir ætla að hafa tvær stöðvar, aðra. nyrst. í Kanada og hina í Tro*kf;i» í Noregi. Vísindamennirnir, sei» verða í Kanada. leggja á stað frá Euglandi hinn 14. maí, undir for- ystu Staggs, og hafa. þeir aðaV- bækistöð sína hjá Fort Rae, ♦:» þó eiga nokkrir þeirra að v«ra í annari stöð, 25 km. þaðan. ílr 'þrissf tvískifting gerð með tiltiti til norðurljósarannsóknanna, þ vi að nauðsynlegt er talið að norðuí- ljósin sje ljósmynduð samtíinis fiá tveim stöðum. Leiðangurinn. sem verður í Tromsö, er undir forystu próf. Appletons (eins af frægustu vís- indámönnum Breta) og ieggur hann á stað frá Englandi hinn 15., júlí.‘ Er alt tilbúið þegar í Tromoö að táka á móti honum. Vegna kreppuvandræðanna rr enn óvíst livort Þjóðverjar og Austurríkismenn geta tekið þátt í rannsóknunum eins og þriv 'höfðu' ætllað sjer. En von <er um að þeir taki einlivérn þátt í þeim. Austurríkismenn ætluðu að hafa rannsóknastöð á Jan Mayen, i,g verður liún þeim ód'ýr. því að vísindamennina. fá þeir flutta þang að og Norðmenn hafa bnðist til að ljá þeim húsaskjól. Stöðin biður húsmæður og stúlk- ur, sem óska eftir ráðningum frá 14. maí að koma sem fyrst, liafa allmargar slíkar ráðningar þegar verið gerðar, og ýms tilboð eru fyrir hendi, bæði frá stúlkum og liúsmæðrum. Enn fremur er vert að minna á það, að altaf er hægt að íitvega lireingerningakonur, þvottakonur, sámnakonur og hverskonar dag- og títnahjálp, þó er altaf best að liafa einbvern fyrirvara ef bægt er. — Stöðin getur því miður ekki náð til annara en þeirra, sem geta látið síma til sín, nema þær komi siálfar á stöðina. Konur, sem cska eftir vinnu eru því hvattar til þess að spyrjast eftir henni. þó þær hafi verið skrifaðar í bækur ■ stöðvarinnar, ebki síst ef langt, Þátttaka Svía. í fvrra samþvkti sænska rikis- })ingið að veita 100 þús. króna — ]iar af 50 þús. á þesstt ári — til Norðurhvelsrannsóknanna. End tirskoðunarmenn ríkisreikninganna lögðu það til, að þetta fje yrði ekki veitt í ár. En vegna þess áð nauðsynlegt er, að rannsókn.ir hinna ýmsu ríkja fari fram sar»- tímis. bar sænska stjórnin frain frumvarp um ]iað í þinginu, a? þessar 50 þiis. kr. skyldi veittar í ár til rannsóknanna, og fellust, báð ar deiOdir þingsins á það. ísland kemur frá útlöndum í dag. Bethania. Biblíulestur í kvbltt k'. 8(4. S. Á. Gíslason útskýrir. Söngæfing á eftir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.