Morgunblaðið - 12.05.1932, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.05.1932, Qupperneq 2
2 MORGUNBIAÐIÐ D) Mmm & Qlsem ((É Nýkomlð: Flórsyknr Rúgmjöl Hveiti Qer I Belgískur. Danskur. Blegdamsmöllen. Nobis. Cream of Manitoba. Gilt Edge. Pressuger. Þurger. Sá timi kemur bráðum, að þjer þurfið á málningu að halda. Við höfum að eins viðurkendar góðar tegundir frá bestu verksmiðjum, og verðið er síst hærra fyrir það. Leitið tilboða hjá okkur. Málning & Verkfseri. (Mjólkurfjelagshúsinu). m er pi ottadacjiirínn mjinn erfidisdarjur segir María ff Notið Rinso þá er þvottadaqurinn ekki erndur STOR PAKKI 0,55^AURA IÍTIU PAKKI 0,30 AURA Jeg hefi komist uppá aö gera þvottadaginn skemtilegann. •— Van(iinn er ekki annar, strá Rinso í heitt vatn og' gegnvæta pvottinn í því. Ef paö eru mjög óhrein föt pá kanske sýö jeg þau eöa pvæli þau ofurlítiÖ. — SíÖan skola jeg þau og allt er búið. Þvot- turinn er eins bragglegur og hvítur og maður getur óskað sjer, ekkert nugg eða erfiði. R. S. HUDSON LIMITED, LIVERPOOL,.ENGLAND M-R42-047A IC islenskar vðrur góðar og ódýrar: Smjör, kr. 1.40 pr. V% kg... Ostur frá 0.95 pr. V2 kg. Hœnuegg, Andaregg. Gulrófur í lausri vigt. Hamarbarinn riklingur í pk. Freðfiskur. TiRlRflMHI Lauiravei? 68. Sími 2393 Flðsukambar, sjerstaklega gerðir til þess, að hreinsa flösu úr hárinu, og halda því hreinu. Ekta fflabeinskambar, þunnir og þjett tentir. Höfnðkambar, fleiri tegundir. f Þorlákur Vilhjálmsson Bjarnar. Jarðarför móður okkar, Jóhönnu Sigríðar Torfadóttur frá Flat- ey, fer fram frá dómkirkjunni, föstudaginn 13, kl. 11 árd. Guðrún Bjarnadóttir. Sigríður Bjarnadóttir. Andrjes Bjarnason. Innilegt hjartans þakklæti færum við öllum þeim mörgu, nær og fjær, er sýndu okkur hluttekningu við fráfall og jarðarför okkar kæra föður og tengdaföður, Eiríks Pálssonar frá Eyrarbakka. Börn og tengdabörn. Hann var fæddur í Kaupangi í Eyjafirði 10. des. 1881 og ólst þar upp iijá foreldrum sínum, Vil- hjálmi bónda Bjarnarsyni og Sig- ríði Þorláksdóttur, uns hann flutt- ist nieð jteim að Bnuðurá við Reykjavík árið 1893. Þar var hann svo alla æfi sína, nema eitt ár (1901—1902), er liann gekk á búnaðarskólann í Dalum á Fjóni. l'ar hann ötnll aðstoðarmaður föð- ur síns við Rauðarárbúið meðan báðir lifðu. En er faðir hans dó 1912, tók hann við bústjórn nieð móður sinni, uns hún brá búi 1919. Það ár kvæntist Þorlákur Sigrúnu Sigurðardottur, systur síra Arna fríkirkjuprests og þeirra systkina. Ilafa þau búið á Rauðará síðan og eignuðust 4 börn, er öll lifa. Þorlákur var búmaður góður og mikill jarðyrkjumaður. Færði hann mjög út Rauðarártúnin með nýrækt og liafði jafnan úrvalskýr. Hann var einn af aðalstofnendum Mjólknrfjelags Reykjavíkur, í stjórn þess frá upphafi og for- maður þess um langt skeið. Hann tók ]>átt í útgerð Njarðarfjelags- ins, en hafði af því mikið tjón hin síðari árin. Síðustu fjögur árin hefir hann búið við lieilsubrest þann, er að lokum dró hann til bana. Þorlákur var maður prýðisvel gefinn, athugull, skýr í hugsun, og vel að sjer. Hann fylgdist vel með í öllu er að búnaði laut, og las mikið um margvísleg efni. Hann las Norðurlandamálin, ensku og nokkuð frönsku, og liafði lært þau mál að mestu af sjálfum sjer. Hann var hreinn í liuga, hlýr og tillögugóður, orðvar og samvinnu- þýður. Hvgg jeg að allir. sem kyntust honum, beri hlýjan til hans og sakni lians. G. F. Skipströnd og bátstapar. Á árinu sem leið mistust tveir ís- lenskir togarar (Barðinn og Leiknir), tvö línuveiðagufuskip (Namdal og Eljan) og póstgufu skip (Unnur). Átta vjelskip stærri en 12 smálestir strönd- uðu og sukku; af þeim náðust 3 og var gert við þau. 10 vjel- bátar minni mistust úr flotan- um. Aðeins einn maður fórst við alla þessa skipskaða. — (Árbók Slysavarnaf jel.). Drukknanir 1931. Á árinu sem leið drukknuðu 20 íslendingar, 5 nf skipum, sem fórust (þar af 4 á Ulv), einn af nótabáti frá gufu- skipi, einum skolaði út af vjelbáti, 4 fjellu útbyrðis af vjelbátum, 4 fjellu út af bryggju, 4 fórust af róðrarbátum og einn fórst niður um ís. (Árb. Slysavamafjel.). Öllum hinum, mörgu trygðavinum og frændum konunnar minnar sál. Ingibjargar Grímsdóttur vil jeg þakka innilega henni anðsýnda samúð og vináttu í hinum löngu veikindum hennar í Landakots- spítala, og hluttekningu við heim flutning hennar og jarðarför. Tjörn á Stokkseyri, 10. maí 1932. Sigurjón Guðnason. Jarðarför drengsins okkar fer fram föstudaginn 13. þ. m. kl. 1% frá Reykjavíkurveg 21, Hafnarfirði. Katrín Hildibrandsdóttir. Hinrik Haraldsson. Innilegt þakklæti til allra, er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför Eyþórs Einarssonar. Aðstandendur. Jarðarför móður okkar og teúgdamóður, Steinunnar Björnsdótt- ur, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. þ. m. kl. 3 síðd. frá Framnesvegi 34. ' Guðmundína Guttormsdóttir. Þorbjörg Guttormsdóttir. Sigurður Sveinsson. Sumarferðir Ferðafjelags íslands. Fyrsta ferðin: í Hvalfjörð. Itáðgert er, að þær liefjist næst komandi Hvítasunnudag með ferð inn í Hvalfjörð, kl. 8 árdegis með Suðuriandi. Bíður skipið inn í Hvalfjarðarbotni fram nndir kvöldið, þannig að nægur tími gefst til ferðalags í landi. — Á fólk þar um eftirfarandi að velja: 1) Þeir sem ekki eru göngu- garpar halda kyrru fyrir á Þyrli eða þar í nágrenni. Er þar sjer- kennilegt landslag og stórlega fag- urt, því að um Þyril er sagt, að ekkert fjall á landi hjer sje bæg- ara. að ]>ekkja. 2) Þeim, sem víkka vilja sjón- deildarhringinn þarna efra verður ekki skotaskuld úr því. Þeir ganga upp á Þyril og útsýn opnast á alla vegu. Fjallið er 388 metra hátt. 3) Þá er enn um að velja að ganga að Glym. Er það nokkur langur gangur en fossinn er fal- legur og borgar vel ferðina, enda er margt fleira að sjá í leiðinni. 4) Þá er loks hægt að komast á Botnssúlur og er sú fjallganga tvímælaíaust skemtilegust þeirra, sem menn eiga völ á hjer í ná- grenninu. En til þess að komast þangað þarf að lialda vel á spöð- um, ef ná á skipinu í Hvalfirði um kvöldið. En þeir , sém vilja, geta líka látið það ógert að snúa við sömu leið af Súlum. Þeir geta ef þeir vilja, gengið áfram til Þingvalla og gist þar eíTa á Kárastöðum. Og notað svo annan dag Hvítasunnu til þess að skoða sig um á Þing- völlum og í nágrenni, eða haldið EGGERT CLAESSEN hæ8tarjettaim61aflntningsma8nr Skrifstofa: Hafnantrmti B. Simi 871. ViOtaLrtími 10—13 f. k. áfram að morgni niður að Sogi og í bí) til Reykjavíkur. Hlljómsveit skemtir um borð í Suðurlaudi. Farmiðar verða seldir í afgr. ,FáIkans‘ og er vissara að tryggja sjer þá strax í dag. Kostar farið í Hvalfjörð og til baka 5 kr. fyrir fjelagsmenn og 6 kr. fyrir aðra. Fjelagsmenn sýni skírteini. VIIC. „Hún þekkti mig“. Borgfii-ðingur einn, sem hefir tekið sjer fyrir hendur að verða leiðarljós erlendra ferðamanna, var nýlega í París. Fekk liann, áður en þangað kom utanáskrift ís- lenskrar stúlku, sem búsett er í París, og ætlaði, sem eðlilegt var, að njóta leiðbeiningar hennar í stórborginni. En utanáskriftin brenglaðist eitthvað, svo hún fekk orðsending ferðamannsins síð- ar en skyldi, og er hún kom á liótel það er hann hafði tilgreint sem verustað sinn var hann alveg nýfarinn. En dyravörður sagði stúlkunni, að ef hún hraðaði sjer á tiltekna. járnbrautarstöð myndi hún ná landa sínum þar. Stúlkau gerði sem fyrir hana var lagt. Sagði ferðamaður söguna er heim kom, og dáðist að glögg- skygni stúlkunar. „Því“, sagði hann, ..bún þekkti mig úr innan um allan mannf.jöldann á stöðinni, og hafði liún þó eigi sjeð mig áður“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.