Morgunblaðið - 14.06.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1932, Blaðsíða 2
MORGUN HI A f) ! f> BHS fri iifldsioianluni. Símskeyta- og talsímaafgreiðslan er flutt í nýja Land- símahnsið við Thorvaldsensstræti. Stöðvarstjóri. AðalfunÖur skipstjóra og stýrimanna fjelagsins »Ægir« verður haldinn í Varðarhúsinu í dag kl. 2 eftir hádegi. Dagskrá samkvæmt fjelags- lögum. , x STJÓRNIN. Sjötugur cr í dag merkismaðcrínn Jón Símonai'son áður bóndi á Læk í Od'usi, faðir Símonar kaupmanns og þeirra systkina. Hann getur nú við þessi tímamót æfi sinnar litið yfir starfsamt líf. Hann hefir ásamt konu sinni Sigríði Guð- mundsdóttur frá Grímslæk í Ölf- usi, komið upp ellefu börnum, og ■er það ekkert smáræðis æfiverk. Jón er einn af þessum góðu bændum ís'and.s, sem eru fáskiftn- ir daglega, en vinna verk sín í kyrþey, án þess að hugsa um lof ■eða last. Bru störf slíkra manna sjaldan metin að verðleikum. At- orka og starfsemi hins barnamarga bónda snýst um heimilið. og því gætir hans lítið út á við. Hann hlýtur því oft minna lof, en verðugt er fyrir sín áhyggju- mikilu störf. Jón er fæddur í Hrannshjáleigu í Olfusi 14. dag júnímánaðar 1862. í móðurætt er hann kom- iun af hinni afkunnu Bergsætt, en faðir hans var Símon Einarsson frá Sigluvík í Landeyjum. Er gáfu- og merkisfólk margt í báð- um þeim ættum. Jón ber aldurinn vel og getur hann nú ánægður litið til baka yfir vel unnið dagsverk. Munu vinir hans óska honiim þess, að hann megi enn lengi njóta lífs og góðrar heilsu. Jón liefir nú um nokkur ár bú- ið í Reykjavík og starfað við versl- un Símonar sonar síns. Vinur.. Deilur Breta og íra. London, 11. júní. United Press. FB. Vegna þess að samningaumleit- anir Breta og íra fóru út um þúf- ur, er búist við, að De Valera fari sjálfur til Ottawa, til þess að ræða við stjórnmálamenn sjálfstjórnarný lcndanna um deilumál íra og Breta. Búast írar við, að Bretar framkvæmi hótanir sínar um að leggja hömlur á viðskifti íra við Breta og mun De Valera leita að- stoðar stjórnmálamanna nýlend- anna til að koma í veg fyrir það. Liggur mikið við, að hann fái ein- hverju til leiðar komið í þessa átt, áður en Ottawaráðstefnan hefst Fullyrt er, eftir góðum heimild- um, að þótt samningaumleitanirn- ar hafi farið út um þúfur, sje ekki loku fyrir það skotið, að hægt verði að taka upp samninga á ný bráðlega. Er fullyrt, að Breta- stjórn búist við orðsendingu frá fríríkisstjórninni innan skamms. „5ueitir og sjáuarþorp“. Út af erindi mínu um þetta efni, eða um fólksstrauminn úr sveitum til sjávar, sem tímaritið „Stefnir“ flutti í ágústhefti 1931, hefir Jón H. Þorbergsson á Laxamýri skrífað í „Frey“ (mars—apríl þ. á.) og þykist þar vilja gera athugasemdir við skoðanir mína á því máli. Nokkuð þekkja menn Jón hjer eins og víðar, bæði frá því er hann átti að lieita búfjárráðunautur og fyr og síðar af þeim „skrifum“, sem hann hefir látið frá sjer fara. En samt undruðust menn, er þeir lásu þessa „Freys“-grein, því að varla verður sagt, að hún komi nálægt málefni því, sem um var að ræða, því síður, að liún hrekji með einum staf þær niðurstöður, sem komist er að í erindi mínu, heldur er hún frá upphafi til enda skætingur einn til mín, rangfærsl- ur á tilvitnuðum setningabrotum og elgvaðall, sem er jafnvel of- boðslegri en menn hafa áður þekt lijá Jóni, og var þó áreiðanlega að bera þar í bakkafullan lækinn. í Stefnis-erindi mínu var í fyrsta skifti lijá oss gerð tilraun til þess að kryfja til mergjar og skýra frá báðum hliðum þetta allmerka fyrirbrigði, „fólksstrauminn“, og afstöðu sveitanna og sjávarþorp- anna til fólksins. Það mætti nú flestum meðalgreindum mönnum þykja eðlilegt, að menn bæði gætu og mættu hafa mismunandi skoð- anir á þes.su, einkum er menn færa rök fyrir máli sínu, eins og allir geta fullvissað sig um að jeg gerði, með því að lesa það, sem jeg hefi um það sagt, og lesa það öðru vísi en á hundavaði Jóns. — En hann virðist hafa reiðst af því, að jeg aðhyllist ekki skoðun hans og ýmsra annara, sem þruglað hafa um málið algerlega eins og þeir byggju fyrir utan veruleikann, er jeg tel óverjandi af þeim, er þykj- ast geta leiðbeint almenningi í af- komu og búnaði. En hvort er af- farasælla — að bölsótast áfram með einhliða skoðun á máli, alls kostar skilningslaus á ástæðum þeim, sem þar að liggja, eða reyna að komast að rjettum grundvelli fyrst og síðan finna úrræði? J. H. Þ. þykist annað veifið munu geta „rætt margt“ við mig um þetta mál, en með þessum hreytingi í Frey hefir hann ein- mitt sýnt, að til slíks mun hann varla megnugur, nema hann þá geri alvarlega tilraun til þess að taka framförum og komast upp á umræðusvið skynbærra manna. Mjer þykir ekki ómaksins vert að tína til útúrsnúninga hans og rangfærslur, en vil aðeins biðja menn, ef þeir hafa tíma til, að bera saman erindi mitt og „svar“ hans, um leið og tekið skal fram það, sem hjer fer á eftir: Sjálf- sagt vísvitandi blandar hann hjer inn í málið skýrslu, sem Eyjólfur hreppstjóri Guðmundsson á Hvoli hafði gefið honum um eyðibýli, sem allir vita að *eru hjer til, eins og í öllum sveitum landsins, flest frá fornu fari, enda hefi jeg ekki and- mælt því, heldur eru orð mín þannig: „í þessu hjeraði (Skafta- fellssýslu) er engin byggileg jörð í eyði fyrir burtflutning til sjáv- arins“, og er það rjett. Veit Jón ekki ennþá, að býli hafa fyr og síðar farið ,,í eyði“, þ. e. lagst niður bygð á þeim (þótt aðrir nytjuðu þau á eftir) af öðrum sökum, svo sem af því að þau voru ekki byggileg, eða af enn öðrum jafnvel persónulegum á- stæðum 1 Hann ætti að skrifa meira um málið með slíka þekkingu! — Ilann heldur að „skuldir bænda“ alls staðar á landinu stafi einkan- lega af því, að þeir hafi verið að eignast jarðir sínar o. s. frv. Er hann svo ókunnugur um landið, að hann viti ekki betur um þetta efni nú á tímum? Hann segir, að að jeg telji „búandmenn“ í Rvík fult svo mentaða sem í sveitinni, en orð mín eru þau, að nú sje biiandmenn (þ. e. sveitamenn), undir hinu nýja skólafyrirkomu- lagi, ekki að verða meiri menta- menn en kaupstaðarbúar, og er þetta heldur ekki annað en það, sem J. ætti að vita. Jeg segi það vera fernt, sem komi til greina nú, þegar um það er að ræða að bæta aðstöðuna fyrir sveitafólkið — og rek það síðan nokkurn veg- iún greinilega (og betur en Jóni hefir nokkurn tíma hugkvæmst). Við það, sem þar er greint undir 4. atriðinu, segi jeg að fleira af því tægi mætti nefna (en nægja muni það, sem talið var) ; en eigi er hanu betur læs en svo, að hann snýr því upp á öll atriðin, og vill láta menn ætla, að jeg verði tví- saga með því. Á einum stað full- yrði jeg: Viðkoma er ekki úrdauð í sveitum. Jón hefir eftir mjer: „Viðkoma er ekki tir sveitum“. Samviskusamlega með farið. Mun nóg komið af svo góðu. En nú er mjer spurn : Getur Jón hrakið það, að bændur (jafnvel stórbændur) sjeu yfirleitt bæði ó- fúsir á og telji sjer eigi kleift að skifta jörðum sínum, brytja þær niður í „nýbýli” ? Hefir Jón H. Þorbergsson sjálfur skift sínum höfuðbólum í nýbýli? Getur hann hrundið því, að þegar grónir bændur og góðir búhöldar á vel sæmilegum jörðum komast illa af, muni skuldugum frumbýling á ó- ræktuðum jarðarskika að líkindum eigi farnast vel? En nú sjáum við hvað setur, með þau ágætu nýbýli, sem J. gortar af. — — Það hefir, eins og kunnugt er, verið mikill siður undanfarið að hæla sveitabændum, sem gæti verið alveg saklaust, því að sumir eiga það skilið, ef því hefði eigi fylgt — hjá þessurn „bændaveiðurum“ — að níða um leið kaupstaðina og atvinnu manna við sjóinn, einkum sjálfan sjáVarútveginn. Maður skyldi ætla, að J. H. Þ. ætti að vera upp úr því vaxinn, en svo er ekki. Það virðist vera nokkurs konar atvinnugrein að reka þessa iðju, enda hafa sumir komist ,hátt‘ á henni síðustu ár. Ekki að spyrja að því, að t. d. búnaðarráðnautar (sem J. er ekki lengur) virðast haida, að líf þeirra liggi við, ef þeir stunda ekki þessa grein ræki- léga. Einn þeirra sagði m. a. í útvarpserindi í vetur, að „land- búnaðurinn íslenski gæti bjargað og haldið við þjóðinni, þótt sjáv- arútvegurinn fjelli í rústir' ‘! — Glöggur skilningur á ástanclinu, eins og nú horfir við, eða hitt þó Iieldur. Ætli það væri ekki skikkanlegra að líta í kringum sig og tala ekki eins og fávitar? G. Sv. Hljómleikar í kuölð. Haraldur Sigurðsson píanóleikari er nú á förum hjeð- an; fer með Gullfossi á morgun. Heldur liann kveðjuhljómleika í Gamla Bíó í kvöld kl. 7þ4. Peir, sem hlýcldu á hljómleika Ilaralds á dögunum munu fagna því, að hann lætur nú aftur til sín lieyra. Á efnisskránni eru úr-valsverk eft- ir Haydn, Beethoven, Carl Nielsen og Chopin. — Reykvíkingar munu áreiðanlega ekki setja sig úr færi, að hlusta á þenna ágæta lista- mann, þar sem hann nú er á för- um til útlanda og ekki væntanleg- ur aftur fyrst um sinn. —— Ualö peninganna. Þegar fjármál Englendinga voru í öngþveitinu í fyrra, og gullið streymdi út vir landinu, neyddust þeir til þess að taka nýtt lán í Bandaríkjunum, að upphæð 80 mil- jónir punda. Um lánið var samið við ameríska bankamenn. „Þeir gáfu kost á því en með þeim skil- yrðum, að enginn tekjuhalli yrði á fjárlögum Breta og að lækkaður væri styrkurinn til atvinnulausra Hjer settu þá nokkrir valdalausir fjármálamenn stærsta sjálfstæða ríki Norðurálfunar tvo kosti, og það þó stjórnin í Bandaríkjunum sjálfum hefði miklu meiri tekju- halla á fjárlögunum en nokkru sinni England. Þeir miðuðu sjálf- sagt við það, að Englendingar hafa gert það áður að skilyrði fyrir lánum, að enginn tekjuhalli sje á fjárlögum þess lands, sem lánið tók. — Jafnaðarmannastjórnin enska gekk að því að gera fjárlögin tekjuhallalaus, en treystist ekki til þess að færa atvinnuleysisstyrkinn niður. Hún sagði því af sjer---“ Vjer sjáum hjer átakanlegt dæmi þess, hversu skuldug lönd og fje- lítil verða háð lánardrottnum sín- um. — Ur því það gengur þannig fyrir Bretum, livað skyldi þá vera um Islendinga ? (H. G. Wells: The work Wealth and happiness of mankind). G. H. Ern prófessor. Hinn danski pró- fessor, Steenstrup sagnfræðingur er 87 ára gamall, fer í sjó á hverj- um degi, og hefir alt fram til þessa ferðast um á reiðhjóli, hvert sem hann hefir farið. Jafnvel þeg- ar hann hefir farið í konungs- veislu, hefir hann rent sjer þangað á reiðhjóli sínu. Til Strandarkirkju frá Jónu 5 kr., N. N. 5 kr., G. B. 2 kr., Vest- firskri konu 10 kr„ að norðan 20 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.