Morgunblaðið - 14.06.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.06.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ i Úteeí.: H.f. Árvakur, Revkjavlk. Rltatjörar: Jön Kjartanason. Valt.ýr Stefánaaon. Rltatjörn og afgrelBala: Auaturatrœtl 8. — Slati 100. Augrlýsingaatjöri: B. Hafbarr. ▲uKlýalngraakrifatofa: Austurstrœti 17. — Slaal 700. Heimasimar: Jön Kjartanaaon nr. 741. Valtýr Stefánaaon nr. 1110. B. Hafberg nr. 770. Áakrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 & mánuBi. Utanlanda kr. 2.60 & æánuBi. 1 lausasölu 10 aura elntaklB. 20 aura met! Leabök. Frá Siglufirði. Sig'lufirði, 11. júní. Mótt. 12. júní. FB. Agætis tíðarfar að undanförnu þangað til í fyrri nótt. Gerði lijer þá norðvestan bleytuhríð og hjelst hún allan daginn í gær og varð alhvítt niður að sjó. Sólskin í dag og liefir snjóinn leyst upp. Afli hefir verið ágætur að und- anförnu og er skamt sóttur. Haf- síldar hefir orðið vart. Hefir veiðst allvel af henni í reknet. Frakknesk skonnorta kom lijer inn í vikunni með veikan mann. Var hann lagður inn á sjúkrahús hjer. Færeysk Skúta, „Silver Bell“ kom inn í gær með 12 menn veika af inflúensu. Voru þeir einangrað- ir í skipinu. Mennirnir eru allir í afturbata. Safnaðarf undurinn. Safnaðarfundurinn í dómkirkj- unni í fyrrakvöld, var fjölsóttur (um 500 manns). Urðu umræður miklar um kristindómsfræðslu æskulýðsins og prestafækkun, en fóru að mestu leyti allar í þá átt að árásir þær, sem gerðar hafa verið gegn kirkju og kristindómi ætti að verða söfnuðinum hvöt til meira starfs, einkanlega meðal •æskulýðs. Þessar tillögur voru samþyktar í einu hljóði,- 1. Safnaðarfundurinn mælist til að sóknarnefnd leitist við að koma á fót næsta vetur fleiri barna- guðsþjónustum, eða sunnudaga- skólum en verið hafa hjer í bæ, og telur sjerstaklega æskilegt að sú starfsemi hefjist í þeim hlutum bæjarins sem lengst eiga til kirkju. 2. Safnaðarfundurinn er mótfall- inn allri prestafækkun, en telur nauðsyn á að þjónandi prestum sje fjölgað hjer í bænum. Fráfarandi sóknarnefndarmenn, Matthías Þórðarson og Sigurbjöm Á. Gíslason voru endurkosnir í einu hljóði og sömuleiðis safnað- arfulltrúinn, Kn. Zimsen, borgar- stjóri. Verslun Breta. London, 13. júní . United Press. FB. Skýrslur verslunarráðuneytisins herma, að innflutningur afurða í maí hafi numið 55.735.344 sterlings pundum eða 2.248.157 meira en í apríl, en 13.893.140 sterlingspund- um minna en í maí í fyrra. Út- flutningurinn nam í maímánuði 30.196.984 sterlingspundum eða 4.584.929 sterlpd. minna en í apríl og 3.698.445 minna en í maí 1931. Fitlantshafsflugið. Álit sjerfræðingafundarins í Róm, að besta leiðin sje um Grænland og Island. Frásögn Sir Hubert Wilkins. Hinn frægi flugmaður og for- ingi „Nautili.s1 ‘ -norðurfararinnar, Sir Hubert Wilkins kom til Kaup- mannahafnar hinn 2. júní. Hann var þá á leið til Bergen til þess að ráðgast við prófessor Sverdrup um næstu kafbátsför norður í ís- haf, því að hann er alls ekki hætt- ur við það áform sitt. Kom hann nú rakleitt í flugvjel frá sjerfræð- ingafundinum, sem haldinn var í Róm, til þess að íhuga og koma fram með tillögur um það hver væri heppilegust flugleið yfir At- lantshaf. Sagðist honum svo frá í samtali við blaðamann frá „Poli- tiken“ : — Vjer, sem höfum flogið yfir höf og höfum þekkingu á þeim flugum, komum saman í Bóm til þess að bollaleggja um það hvort hægt. muni að koma á föstum og reglubundnum flugferðum yfir út- höfin. Ráðstefnan skiftist í tvær deild- ir; fjallaði önnur um flug á suð- urhveli jarðar, en hin um flug á norðurhve’li. Jeg var auðvitað í hinni síðarnefndu og jeg get skýrt yður frá því, að vjer vorum þar allir á einu máli um það, að lang- heppilegasta flugleiðin milli Ame- Qrn rcenir bami en ketaur því ekki upp í hreiður sitt. Sunnudaginn 5. júní kom fyrir sá atburður í Naumudal í Noregi, að örn rændi 4 ára gömlu stúlku- barni. Þar var haldin skírnar- veisla á bæ, og meðal gestanna voru foreldrar litlu stúlkunar og höfðu þau lofað henni með sjeff. Seinni hluta dags var telpan ein úti að leika sjer, en þegar farið var að skygnast að henni fanst hún hvergi. Var nú lengi leitað, en loksins hugkvæmdist einhverj- um að örn, sem á hreiður þar uppi í háfjalli, mundi hafa rænt barninu. Var nú lagt á stað upp í fjallið og hátt uppi í því fanst barnið meðvitundarlaust, óskaddað að öðru en því, að það hafði nokkr- ar smáskrámur á höfðinu. Barnið sagði frá því, að stór fugl hefði komið og tekið sig og flogið með sig þangað. — Menn ætla að örn- inn hafi ekki haft nóga krafta til þess áð fljúga með barnið alla leið upp í hreiðrið; hafi hann ekki getað hækkað flugið nóg og er hann tók niðri hafi hann skilið barnið eftir Þetta var heldur ekki svo lítil byrði fyrir össu, því að barnið vegur 18 kíló. Munnmælasagnir ganga um það hjer á landi, og geta vel verið sannar, að ernir hafi haft það til að ræna ungum börnum. Forsetakosningin í U. S. A. Chicago, 13. júní. United Press. FB. Flokksþing demokrata kemur saman hjer þ. 27. þ. m., til þess að velja forseta og varaforsetaefni flokksins, í forsetakosningunum sem fram fara í haust. ríku og Evrópu væri um Labrador — Grænland — Island og Norð- urlönd. Vjer höfum enga trú á fioteyjunum. Leiðin um Azoreyjar er ekki heppileg hvorki um veðr- áttufar nje vegarlengd, og beina flugleiðin milli Newfoundlands og. írlands er alt of löng til þess að flug þar á milli geti borgað sig. Það verður að velja hina stystu leið með millistöðvum — og híin liggur um Grænland. Jeg þekki svo mikið til flugs á norðurleiðum, að jeg þykist mega fullyrða, að þessa leið muni unt að halda uppi nokkurn veginn reglu- bundnum flugferðum með flugvjel- um þeim, sem við eiga. Og þvert á móti því, sem aðrir halda fram, hygg jeg að hún sje enn heppilegri á veturnar, heldur en á sumrin. Snjórinn leyfir nauðlendingar miklu víðar, og dimman er ekki til neinnar hindrunar. A sumrin eiga menn að nota flugbáta, á vetrum flugbáta með skíðum. En að sjálfsögðu er nauð- synlegt að leita uppi hina rjettu lendingarstaði og rannsaka veðr- áttufar rækilega, áður en hinar föstu flugferðir hefjast. Hrossamarkaður f Danmörku. Morgunblaðið 14. apríl þ. á. hefir liaft eftir all-langt viðtal við fyrsta stýrimann á „Island“, um markað í Danmörku fyrir ís- lenska hesta. Stýrimaðurinn full- yrðir, að takast megi að auka sölu íslenskra hesta erlendis. Jeg trúi því vel, enda hefi jeg nokkurum sinnum ritað um það efni í „Vísi“ og fleiri blöð, en jeg hefi þá einatt tekið fram, að íslendingar fylgdu hestunum og kendu sem flest- um útlendum kaupendum, að færa sjer gæði þeirra í nyt, treysti þeim betur til þess en mönnum, sem aldrei hafa við hesta fengist. Sitt hvað af því, sem stýri- maðurinn segir, er á rökum bygt, og hafi íslendingar ekki dáð í sjer til að notfæra sjer þessar bendingar hans og annara, um sölu á reiðhestum nú, þá er að láta danskinn gera það. Rjett er það hjá stýrimanni, að hann stofnaði til sölu á íslenskum hestum vorið 1929, og fekk Chr. Zimsen heit. konsúl, til áð annast um kaup á nær 30 hestum, og mátti segja, að þeir væru allir prýðis fallegir og sæmilega góðir til reiðar. Þessa hesta borgaði C. Zimsen mjög sómasamlega, og menn hjer fóru að gera sjer vonir um framhalds sölu á samskonar hestum, en hvað skeður 1 Jú, það sem skeður er það, að stýrimann- inum eru boðnir hestar fyrir lægra verð, en um leið lakari. Hann stenst ekki freistinguna-og kaupir þá, og síðan mun hánn hafa lagt stund á, að kaupa ódýrt, og held- ur lokað augunum fyrir gæðum hestanna. Eftir sögn mun Zimsen hafa kunnað þessn illa, og eftir það því lítið fengist. við kaup á hestum fyrir stýrimann og fjelaga hans. Innanhandar var fyrir stýrimann að fá liesta með þeirri stærð, sem hann telur heppilega, 52—54 þml. hefði hann fundið hvöt hjá sjer til að greiða fyrir þá sæmilegt verð, og jeg þori að fullyrða, að enn þá getur hann fengið nokkur hundruð hesta af þessari stærð, ef hann sjer sjer fært að borga þá nokkuð hærra verði en algeng markaðs- liross. Rjett er það hjá stýrimanni, að bændur hjer þurfa að rækta hesta sína og er fyrir löngu byrjað á því, þótt enn kunni að, sjást þess lítil merki. í þetta sinn hirði jeg eigi að rita um þetta mál lengra, en benda vil jeg bændum á, að eitt- hvað verða þeir að gera til þess að opna markað fyrir hesta sína erlendis, nema þeir ætli í framtíð- inni aðeins að ala upp hesta til átu fyrir menn og refi hjer. Dan. Daníelsson. Dagbók. Veðrið (mánudagskvöld) kl. 5): Suðvestur af Islandi er djúp og víðáttumikil lægð, sem veldur SA- og S átt hjer á landi með lítils háttar rigningu á S- og V-landi, en bjartviðri á N- og A-landi. Suðvestan lands er vindur orðinn allhvass og hvass í Vestmannaeyj- um. Hiti er víðast 10—13 st., mest- ur 15 st. á Akureyri og Seyðisfirði, en minstur 8 st. í Grímsey og á Raufarhöfn. Lítur út fyrir SA-læga átt og hlýindi um alt land næstu dægur með rigningu í flestum hjer uðum landsins. Veðurútlit í Rvík í dag: S-kaldi. Hlýtt og dálítil rigning öðru hvoru. íslenska flugvjelin. Margir bæj- arbúar gerðu sjer ferð í K. R.- húsið á sunnudaginn á flugsýning- una. Var það einkum íslenska flug- vjelin sem vakti þar athygli manna. Það hefði þótt ótrúlegt lijer áður, ef því hefði verið spáð, að íslenskir hagleiksmenn tækju sjer fyrir hendur að smíða sjer flugvjel. Menn fara í K. R.-húsið til þess að sjá þetta með eigin augum. Prófprjedikun. Guðfræðikandí- datinn Gunnar Jóhannesson flytur prófprjedikun sína í dómkirkjunni á morgun (miðvikudag) kl. 11 ár- degis. Skipafrjettir. Gullfoss kom í fyrrakvöld og fer hjeðan á morg- un áleiðis til Kaupmannahafnar. — Goðafoss kom hingað á sunnu dagsnótt frá útlöndum, fer í kvöld kl. 10 vestur og norður. — Brúar- foss fer frá Kaupmannahöfn í dag. — Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. — Dettifoss kom til Hull í fyrri nótt. — Selfoss er í Reykjavík. Jarðarför frú Guðnýjar Ólafs- dóttur fer fram í dag og hefst með húskveðju kl. 1 að heimili hennar, Ingólfsstræti 6. Fjelag ísl. loftskeytamanna held ur fund í dag kl. 14 í Hótel Borg. Allsherjarmót í. S. f. hefst hjer á íþróttavellinum 17. júní eins og vant er. Munu þar keppa margir fræknir íþróttamenn. Meðal ann- ars er sagt að Vestmanneyingar sendi 12—14 sína bestu menn. — Meðal þeirra verða hlaupararnir Karl Sigurhansson og Gísli Finns- son. 19. fánadagurinn var hátíðlegur haldinn að Álafossi s.l. sunnudag, að tilhlutun Sigurjóns Pjetursson- ar glímukappa. Ræður hjeldu þeir: Benedikt Sveinsson fyrv. alþm., fyrir minni fánans, og Steinn Sig- urðsson skáld, fyrir minni Islands, og sagðist báðum vel. Síðan var haldið upp að Álafosslauginni. — Voru þar háðir úrslitaleikir í sundknattleiksmóti Islands. En það mót hófst miðvikudaginn 8. júní. Dómari var Björgvin Magnússon. Þrjií fjelög tóku þátt I mótinu: Ármann, K. R. og Ægir, er sendi tvær sveitir. Urslit urðu þau, að A-sveit Ægis vann mótið, hlaut 6 stig (sigraði Ármann með 8:1, K. R. með 10:0 og B-lið Ægis með 14:0). Ármann fekk 4 stig (sigr- aði K. R. með 3:0 og B-lið Ægis með 11:2). K. R. fekk 2 stig, (sigr. aði B lið Ægis með 2:1). tlrslita- leikurinn var mjög skemtilegur, síðari hálfleikurinn. þó ef til vill nokkuð harður. Mátti þar sjá marga vaska og snjalla sundmenn, sem lofa góðu um framtíðina, ef þeir sækja vel æfingar. Því næst var sýndur skopleikur, þá afhent verðlaun, og loks var dansað til miðnættis. — Jónas Halldórsson, sundkappi Islands, fekk sjerstök heiðursverðlaun frá Sigurjóni Pjet urssyni. Fjölment var að Álafossi um daginn, enda veður gott. Ferð Gullfoss til Hvalfjarðar. I kvöld kl. 81/) verður lagt af stað frá hafnarbakkanum í skemtiför þá, sem kvennadeild Slysavamar íslands efnir til, til ágóða fyrir starfsemi sína. Þótt það kunni að virðast að bera í bakkafullan læk- inn að bjóða upp á eina útiskemt- un enn, og það meira að t segja á rúmhelgum degi, er hjer um nýj- ung að ræða, sem er þannig, að ólíklegt er að þátttöku skorti, verði veður sæmilegt. Eimskipafjelag ís- lands sýnir starfi deildarinnar þá miklu rausn, að lána eitt af skip- um sínum — sjálfan Gullfoss — til fararinnar. Hjer gefst bæjar- búum eitthvert hið besta tækifæri, sem þeir geta kosið sjer, til þess að lyfta sjer upp eina kvöldstund •— við siglingu á sumarbjartri nóttu — dans á þiljum uppi — og geta um leið notið náttúrufegurðar þess f jarðarins, sem skáld vor hafa rómað, sem fegurstan allra ís- lenskra fjarða. Og svo að sigla heim aftur um sólarupprás. Þetta er það sem kvennadeild Slysa- varnarfjelagsins hefir upp á að bjóða og væntir hiín þess að marg- ir verði til að taka því boði og styðja um leið að fjársöfnun þeirri sem hún vinnur að með öðrum deildum þessa þarfa fjelagsskapar, og sem miðar að því að efla öryggi sjófarenda hvar vetna við strend- ur lands vors. Sigurður Þórarinsson frá Akur eyri hefir lokið prófi í heimspeki við háskólann í Kaupmannahöfn, með ágætiseinkunn. Karlakórinn Geysir á Akureyri fór í fyrradag til Húsavíkur að halda þar samsöng. Segir frjetta- ritari Morgunblaðsins þar, að söng skemtunin hafi verið sótt mjög vel, og áheyrendur hafi skemt sjer prýðilega. Annan samsöng ætla,ði kórinn að halda í Laugaskóla. Prestskosningin í Hafnarfirði. — Atkvæði verða talin á fimtudag- inn kemur. Kvenfjelagið Gefn í Garði ætlar að halda skemtun í samkomuhús- inu í Gerðum næstk. föstudag kl. 4%. Sjá nánar í auglýsingu í blað- inu í dag. Aðalræðismaður Svía, Holmgren, sigldi með islandi á laugardaginn var, og verður fjarverandi um t.veggja mánaða tíma. Fenger fyr- verandi ræðismaður er settur sem útsendur ræðismaður'. til að gegna ræðismannsstörfum hjer á meðan. Skipstjóra- og stýramannafjelag- ið „Ægir“ heldur aðalfund sinn í Varðarhúsinu í dag kl. 2 síðd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.