Morgunblaðið - 17.06.1932, Blaðsíða 2
2
MORGUN B L AÐIÐ
Iðnsvn'ngln 1932
verðnr opnnð 17. innf kl. 1 sfðd. (1 dsg)
í mtðbæiarbarnaskðlannm, og befst at-
hðfnín með stnttrf ræðn sem borgar-
stiðrt Reykjavfkur heldnr.
Aðgöngnmiðar verða seldir við
innganginn og kosta 1 kr. fyrtr fnllorðua
og 50 anra fyrir Mrn.
Veitingar verða á staðnnm.
Sýningarnefndfii'
... juni
verður skrifstofum umboðs- og heild-
verslana lokað kl. 1 síðdegis.
elag íslenskra stðrkanpmanna.
Nemendasamband Hvítárbakkaskóla
heldur aðalfund sinn að Hvítárbakka sunnudaginn 26. júní, og hefst
fundurinn kl. 10 árd. — Yerður þar tekin ákvörðun um, hvernig ráð-
.staíf.ð skuli sjóðum þeim og bókasafni, er nemendur Hvítárbakka-
skóla áttu. Enn fremur verður rætt um útgáfu minningarrits skólans
og endanleg ákvörðun tekin um starfsemi sambandsins framvegis. —
S.s. Suðurland fer til Borgarness síðdegis deginum áður, laugardaginn
25. þ. m., og til baka til Reykjavíkur á sunnudagskvöldið. — Bílar
fara frá Borgarnesi til Hvítárbakka kl. 8 árd. á sunnudaginn. Er bú-
ist við því, að gamlir Hvítbekkingar fjölmenpi á fundinn.
Hexverksmiðjan „Frún“.
Aukin og endurbætt
starfræksla.
" 1
Iðnaður vor íslendinga smá fær-
ist í aukana, og er það vel farið.
Hin síðari ár hafa risið hjer upp
myndarleg iðnaðarfyrirtæki, sum
að vísu smá í fyrstu, en, hafa eflst
og blómgast, er fram liðu stundir.
Eitt þessara fyrirtækja er Kex-
verksmiðjan „Prón“ hjer í bænum.
Kexverksmiðjan „Prón“ tók til
staría í júnímánuði 1927 og árin
1927—1930 var framleiðslan að
meðaltali 3 tonn á mánuði. Verk-
smiðjan starfaði ekki á tímabilinu
frá 1. maí 1931 og þar til hún tók
til starfa í byrjun apríl s.l. (sök-
um vöntunar á húsnæði). En nú
hefir verksmiðjan fengið rúmgott
húsnæði á Grettisgötu 16, þar sem
áður var bílaverslun Egils Vil-
hjálmssonar.
Verksmiðjan var áður hlutafje-
lag; en nú hefir hr. stórkaupmað-
ui Eggert Kristjánsson keypt all-
ar eldri vjelar verksmiðjunnar og
jafnframt bætt nýjum við af full-
komnustu gerð. Bauð hann blaða-
mönnum að skoða verksmiðjuna í
gær.
Verksmiðjusalurinn er bjartur
og rúmgóðir. Áfastir við hann eru
aðrir tveir salir, og eru hráefni
geymd í öðrum, en birgðir í hin-
um. Vjelar ganga fyrir rafmagni,
en ofnar eru hitaðir með gasi.
Eftir að hinn nýi eigandi hafði
aukið vjelar verksmiðjunnar og
komið þeim fyrir í hinu rúmgóða
húsnæði, gat verksmiðjan stórum
aukið framleiðsluna. Getur verk-
smiðjan nú framleitt 8—10 tonn
af kexi á mánuði, eftir því hvaða
tegundir framleiddar eru. En í
þessum mánuði er enn Von á nýjum
og auknum vjelum, og getur þá
verksmiðjan framleitt 150-—180
tonn á ári.
Þegar þess er gætt, að árið 1929
nam innflutningur á kexi og kök-
um 228 tonnum og 262 tonnum
árið 1930, þá er auðsætt, að verk-
smiðja sem þessi er þarft og nyt-
samt fyrirtæki.
Verksmiðjan framleiðir alls 20
tegundir af alls konar kaffibrauði
og auk þess matarkex og kremkex.
Á iðnsýningunni, sem opnuð verð-
ur í dag sýnir verksmiðjan fram-
leiðslu sína (í leikfimissalnum). í
„íslensku vikunni“ í vetur hafði
verksmiðjan sýningarglugga-hjer í
miðbænmm og var það einróma á-
lit allra, að framleiðsla verksmiðj-
unnar mundi fyrsta flokks vara,
sem stæði fyllilega jafnfætis er-
lendri framleiðslu.
í verksmiðjunni starfa nú 17
manns (13 stúlkur og 4 karlmenn).
Yfirbakari er Ágúst Jóhannesson,
en framkvæmdastjórn hefir Sig-
urður Guðmundsson.
Er blaðamenn höfðu skoðað
verksmiðjuna í krók og kring bauð
verksmiðjueigandinn þeim til kaffi
drykkju, þar sem „Fróns“ -fram-
leiðsia var eingöngu á borðum. Var
það einróma álit allra, að þarna
væri á boðstólum fyrsta flokks
vara. Þetta munu og margar hús-
mæður þegar vita, enda notar
verksmiðjan að eins fyrsta flokks
hráefni til framleiðslu sinnar.
Hið íslenska kvenfjelag biður
fjelagskonur sínar að taka þátt í
skrúðgöngu kvenna 19. júní.
Norskar kartiflar
úrvals tegund fyrirliggjandi.
Eggert Kristjánsson & Ce.
Símar: 1317 og 1400.
Ninflu opin frá kl. 10-12 i dag.
t
Minnisvarði
á leiði síra
Þórðar sál. Tómassonar.
Vinir síra Þórðar sál. Tómas-
sonar bæði hjer á landi og í Dan-
mörku hafa gengist fyrir því, að
reistur væri minnisvarði á legstað
hans á Vestre Kirkegaard í Kaup-
mannahöfn. Var minnisvarði þessi
afhjúpaður fyrir skömmu. Aðal-
varðinni er íslenskur grásteinn
unnin úr námu Magnúsar Guðna-
sonar steinsmíðameistara hjer í
bænum. En ofan á þeim steini er
gömul kirkjuklukka úr sóknar-
kirkju þeirri í Horsens, þar sem |
síra Þórður var prestur í 27 ár.
Hafði klukka þessi rifnað og henni
verið hringt síðasta sinni sunnu-
daginn, sem lík síra Þórðar var
flutt frá Panö til Kaupmanna- \
hafnar.
Þótti þetta svo einkennileg til- S
viljun, að vinir síra Þórðar í Hors-
ens náðu eignarhaldi á hinni!
gömlu klukku í þeim tilgangi
að setja hana á minnisvarða hans.
Á steininn er að framanverðu
|etrað (á dönsku): „Klaustur-
prestur Þórður Tómasson. Pæddur
á Akureyri á íslandi, 7. desember
1871. Dáinn í Sönderho á Panö
21. ágúst 1931. 1. Pjet. 5,10“. Á
fæti varðans er letrað: „Gjöf frá
íslandi og Danmörku.“ En á
bakhlið steinsins mun vera letrað:
„Sjálfur steinninn er gjöf frá ís-
landi. Klukkan er gömul kirkju-
klukka úr klausturkirkjunni í
Horsens.“
Uppdráttinn af steininum hefir
gert V. Norn arkitekt í Horsens.
Hollustueiður íra.
Dublin, 16. júní.
United Press. FB.
Efri deild fríríkisþingsins hefir
samþykt frUmvarpið um afnám
hollustueiðsins — eða það, sem
eftir er af því — með tuttugu og
níu atkvæðum gegn átján. — Eins
og frumvarpið er nú úr garði gert
eru engar líkur til, að það nái
samþykt neðri deildar þingsins. —
Er því búist við, að málið sje úr
sögunni að mestu, þangað til næstu
þingkosningar fara fram.
Prófessorsembætti handa
docent Adolf Hoel.
NRP. 14. júní. PB.
Nokkrir kunnir vísindamenn
hafa stungið upp á, að stofnað
verði prófessorsembætti handa Ad-
olf Hoel docent, svo hann geti gef-
ið sig einvörðungu að rannsókn-
um, sem snerta norðurhvel jarðar.
„Akademiske kollegium“ hefir ein-
róma samþykt að mæla með, að
prófessorsembættið verði stofnað.
------------—-—
F.Í.L.
Fjelag íslenskra loftskeytamanhá
heldur framhaldsaðalfund sinn.
laugardaginn 18. þ. m. kl. 14 að
Hótel Borg. Áríðandi að fjelagar
fjölmenni.
STJÓRNIN.
er lyki'llinn að prýði heim-
ilipins. Hann er í meira enn
sextíu dásamlega fallegum
litum. — Hall’s Distemper
gerir heimili yðar hrein,
björt og heilnæm. Hann er
þektur um víða veröld og
alls staðar álitinn vera
undrafarfi. — Það er bæði
ódýrt og fljótlegt að nota
hann.
0.s. Botnli
fer laugardaginn 18. þ. m.
kl. 8 síðd. til Leith (um Vest-
mannaeyjar og Thorshavn).
Farþegar sæki farseðla
fyrir kl. 3 á morgun.
Tilkyimingar um vörur
komi sem fyrst.
Skrifstofa C. Zimsen.
Stórfeld
verðlækkun á reiðhjólTun.
Verð frá kr. 100—200.
Allir varahíutir seldir mjðg
ódýrt; áaettír ókfcypis.
Signrþór Jðnssan.
Austurstr. 3.
♦