Morgunblaðið - 23.06.1932, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.06.1932, Blaðsíða 4
f MORGUNBLAÐIÐ B Hugl$slnpdagbðk Mynda og rammaverslunin, Freyjugötu 11, Sig. Þorsteinsson, sími 2105, hefir fjölbreytt úrval af Veggmyndum, ísl. málverk bæði í olíu og vatnslitum, sporöskju- rammar af mörgum stærðum. Verð- ið sanngjamt. Glæný, stór Iúða, útbleyttar kinnar og ótal margt fleira. Hverf- isgötu 123, sími 1456, Saltfisks- búðin, Hverfisgötu 64, sími 2098 og á planinu við höfnina, sími 1402. Hafliði Baldvinsson. Nýr smálax og silungur í Nor- dalsíshúsi, sími 7. Heitt og Kalt, Veltusundi 1, sími 350. Smurt brauð, íburðarmikið eða lítið, eftir óskum, sent út um allan bæ. Barínn og óbarinn harðfiskur, mjög ódýr, fæst í Fisksölunni, Nýlendugötu 14, Sími 1443, Haldið verður íþróttamót 4 Lambey í Fljótshlíð 25. þ. m. Hefst mótið kl. 12 á hádegi. Til skemtun- ftr verða ýmsar íþróttir, ræður og dans. Veitingar á staðnum. Grjót gefins við hús Georgs Ólafssonar bankastjóra. — Upp- lýsingar frá kl. 7—12 árd. Guðjón Sæmundsson. Rósir fást daglega hjá Einari Helgasyni, Sími 72, Athugið. Hattar, harðir og linir, sokkar, nærföt, húfun, manchettu- skyrtur, vinnuföt o. fl. með lægsta verði. Hafnarstræti 18. Karlmanna- hattabúðin. Nýja ánamaðka fáið þið besta á Grettisgötu 22. Sími 2395. Mótorhjól, nýtt, D. K. W., 8 nesta, luxus 300, er til sölu. Þetta jaerki er haimsfrægt. Upplýsingar í Hljóðfærasölunni á Laugaveg 19. Tapast hefir bleiknösóttur hest- ur, 8 vetra. Finnandi beðinn að gera aðvart í Kaupfjelagi Hafn- arfjarðar. Frá Fjelagi útvarpsnotanda. Tilnefning þriggja fulltrúaefna í útvarpsráð fer fram þessa dag- ana hjer í borginni. Kosningin er leynileg. Hverjum fjelag.smanni hefir verið sendur kjörseðill og tvö eimslög með. Annað umslagið er án áritunar og í það á að leggja kjörseðilinn með nöfnum þeirra þriggja fjelagsmanna, sem kjósandinn treystir best sem full- trúa útvarpsnotanda. Þessu um- slagi er svo lokað og því næst látið í annað umslag með áletrun: Fjelag útvarpsnotanda', Reykjavík. Kjörseðlana má láta í póstkassa eða afhenda á afgreiðslu viku- blaðsins „Fálkinn“ í Bankastræti. Á sama stað liggur frammi skrá yfir fjelagsmenn í Reykjavík og er hver fjelagsmaður kjörgengur, sem fulltrúaefni. Æskilegt er að kjörseðlum verði skilað sem allra fyrst, því að at- kvæði þarf að telja fyrir mán- aðamótin næstu. Kjósendur gæti þess vandlega að rita nöfn sín á ytra umslagið ella verða atkvæði þeirra ógild. Hafa þegar borist fáeinir nafn- lausir kjörseðlar og er því ástæða til að vekja sjerstaka athygli á þessu atriði. Stjórnin. Ársþing Hjálpræöishersinr stendur nú yfir. Á sunnudagskvöld ið var samkoma í dómkirkjunni. Þar talaði Holmes ofursti, en síra Friðrik Hallgrímsson túlkaði. Síra Bjarni Jónsson bauð ofurstann velkominn í kirkjuna með stuttri og hjartanlegri ræðu. Majór og frú Beckett töluðu einnig., og túlkaði síra Friðrik Hallgrímsson. Samkoman var vel sótt. í fyrra- kvöld var fagnaðarsamkoma Árs- þingsins, og voru þar lesin upp eftirfarandi skeyti frá forsætisráð- herra og biskupi, og vöktu þau mikla gleði: Með þakklæti fyrir heimsókn yðar, herra oberst, og í tilefni af því, að majór Beckett hefir tekið við stjórn Hjálpræðishersins á ís- landi, vil jeg nota tækifærið til þess að þakka hið mikla og góða starf, sem Hjálpræðisherinn hefir unnið hjer á landi, og um leið láta í ljósi þá ósk, að honum á- fram auðnist að starfa hjer að áliugamálum sínum til blessunar fyrir marga. Ásgeir Ásgeirsson. Biskupinn yfir íslandi sendir árs þingi Hjálpræðishersins alúðar- kveðjur sínar, með þökk fyrir vcl unnið starf á liðinni tíð, og árn- andi Hjálpræðishemum blessunar Drottins á komandi starfsárum. „Að öðru leyti, bræður, verið glaðir. Yerið fulkomnir, áminnið hver annan, verið samhuga, verið friðsamir. Þá mun Guð kærleik- ans og friðarins vera með yður“ 2 Kor. 13, 11. Jón Helgason. Flótti frá Bandaríkjunum. Cleveland í júní. United Press. FB. Samkvæmt upplýsingum frá inn- flutningsmálaskrifstofum í Ohio og fieiri ríkjum norður og norðvest- urhluta Bandaríkjanna gætir þess æ meira, að innflytjendur frá Tjekkóslóvakíu, Póllandi og fleiri Evrópulöndum, er sest höfðu að í Bandaríkjunum, sjeu orðnið óá- nægðir með kjör sín hjer vestra. í Ohioríki flytja alfari aftur heim til Bvrópu í sumar um 1500 bændur. Heimflutningar bænda til ættlanda sinna í Evrópu hófust 1930 og hafa enn ekki náð hámarki. Talið er, að aðalástæðan til að menn taka sig upp og flytja aftur til Evrópu sje sú, að bændur geti nú komist betur af í Evrópu, ef þeir taki upp ■smájarðabúskap þar. Dagbók. Veðrið í gær (kl. 5 síðd.): Yfir norðanverðu Grænlandshafi er lægðarmiðja sem veldur suðvest- rænum loftstraumum um norður- hluta Atlanshafsins. Fylgja honum skúrir og svalviðri á SV- og V- landi, en austan lands er úrkomu- laust og hlýtt. Kl. 5 í kvöld var hiti um 10 st. vestan lands en 12—16 st. fyrir norðan og austan. Veðurútlit í dag: SV-kaldi. — Skúrir, en bjart á milli. Botnia kom til Leith kl. 2 í gær. Hjúskapur. Nýlega gaf síra Árni Sigurðsson saman í hjónaband ung frú Laufeyju Guðmundsdóttur og ' >.skar Þórðarson húsgagnasmið. — Heimili þeirra er á Bergstaða- stræti 50. Ejnar Mikkelsen lagði á stað frá Kaupmannahöfn í Grænlandsleið- angur sinn á skipinu „Sökongen" í gær. Hann ætlar að koma við hjer í Reykjavík, til þess að full- komna útbiinað sinn. Hjónaband. í gærkvöldi voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Herfríður Björg Tómasdóttir og Ingólfur Tómasson búfræðingur. Heimili ungu hjónanna er að Stað í Skerja firði. íþrúttakvöld. Annað kvöld kl. 8 ætlar íþróttafólkið frá Akureyri að keppa í íþróttum við K. R. á íþróttavellinum. Stúlkurnar keppa í handknattleik og boð- hlaupi og auk þess sýna þær leik- fimi. Piltarnir keppa í hlaupum 100 m„ 800m. og 5 kílómetra. Stakkasundið verður þreytt í kvöld kl. 8, úti hjá Sundskálanum í Orfirisey. Taka 4 menn þátt í því, þar á meðal Geir Jón Helga- son, seni varð fræknastur í því í fyrra, og Haukur Einarsson göngu arpur, sem þá gekk næstur hon- um. Kept verður einnig í öðrum sundum og eru keppendur alls um 20. Er það góð þátttaka, eink- um þegar ti-llit er tekið til þess hvað sundfólkið hefir lítið getað æft sig í sjó í sumar. Prófessor Weis hefir sagt í sam- tali við „Politiken“ að mikil fram faraskilyrði sje fyrir landbúnað á Islandi. Hann sagði meðal annars: Ef Island eignast eigin vísindalega rannsóknastofnun fyrir landbúnað- inn, þá mun landbúnaðurinn með litlum kostnaði ná liinum stærstu framförum. Skipafrjettir. Gullfoss er í Kaup mannahöfn. — Goðafoss fór hjeð- an í gærkvöldi áleiðis til íitlanda. — Brúarfoss er hjer, fer á morg- un vestur. — Dettifoss fór frá Hull í fyrrakvöld, áleiðis hingað. — Lagarfoss er á leið frá Leith til Austfjarða. — Selfoss kom til Grimsby í gærmorgun. Guðmundur Einarsson málari frá Miðdal tók sjer far með Goðafossi í gærkvöldi. Ætlar hann að ferð- ast um Þýskaland til þess að kynna sjer ýmislegt er að leir- brenslu Oýtur. Vestri kom í gærmorgun til Siglufjarðar. Næstu kappreiðar. Sunnudaginn 3. júlí efnir „Fákur“ til kapp- reiða á Skeiðvellinum hjá Elliða- ám. Verða þar veitt mörg verð- laun. Sjálfsagt verða margir hest- ar reyndir, því að þetta er besti tíminn til kappreiða, hestarnir mátulega feitir og ætti að vera æfðir, fremur en þegar þeir eru nýlega komnir úr htisi. Skeiðvöll- urinn er í svo góðu lagi, að hann liefir áldrei betri verið, og ætti Reykvíkingar að nota sjer það til þess að æfa hesta sína fyrir kapp- reiðarnar. Jón Jónsson, skósmiður, Grims- bý 6, verður 60 ára á morgun. Prestastefnan hefst hjer í bæn- um í dag með guðsþjónustu í dóm- kirkjunni kl. 1 e. h. Síra Eiríkur Albertsson á Hesti flytur synodus prjedikun og lýsir um leið vígslu, því að í guðsþjónustunni æt'lar biskup að vígja 3 kandídata: Garðar Þorsteinsson til Garða- prestakalls á Álftanesi, Jón Jak- obsson, settan prest á Bíldudal og Jón Þorvarðarson, aðstoðarprest I Mýrdalsþinga-prestakalli. Kandi- dat Jón Jakobsson prjedikar á eftir vígslimni. Síðan fer fram altarisganga. Prestastefnan verður sett í húsi E.F.U.M. kl. ö síðd. fffintýra prinsinn. að flytja inn í höllint og búa þar meðan hann dveldi í Péronne. — Fanst honum hann öruggari þar en annars staðar í borginni. Var honum veitt leyfið. Þegar daginn eftir bárust fregn- ir til Péronne um óeirðir og of- beldisverk í Liége. Var fullyrt að konungurinn væri valdur að þeilm, margir njenn höfðu verið drepnir — þar á meðal æðstu embættis- menn hertogans og sendiherra páfstólsins. Þóttust menn þekkja þar sendimenn konungs, svo áreið- ardegt þótti að konungur hefði skipað svo fyrir. Það fór að síga í hertógann við þessar fregnir. Hann skipaði svo fyrir að borgarhliðunum yrði lok- að og hengibrýmar halaðar upp. Honum var nú ljóst að Lúðvík hefði ætlað að gabba sig smán- arlega. Nú var úr vöndu að ráða. Hann kallaði á Antonius greifa, honum treysti hann best. Hertoginn var æfa reiður. Hann er kominn hingað til að svíkja mig, þetta grunaði mig, þó mjer dvtti aldrei í hug að hann væri svona bölvaður. Hann sendi menn sina til Liége og lætur strádrepa þar menn mína. — Ef hann hefir hugsað sjer að svíkja þig, þá er hann nú fallinn á sjálfs síns bragði, sem stendur er hann algerlega á þínu valdi, sagði Antonius. — Já, sagði hertoginn, og dró sverð sitt úr slíðrum. Hann skal líka fá það. — Vertu rólegur, Karl frændi. Þú átt ekki með að lífláta hann. Þið komuð ykkur saman um að mætast í Péronne og þú hjest hon- um fullum griðum meðan hann dveldi þar. Ef þú svíkur það muntu saurga nafn þitt um aldur og æfi. Greifinn gat með festu sinni og ró stilt hertogann í svip- inn. — Snemma morguninn eftir kall- aði hertoginn alla yfirmenn sína til fundar við sig og auk þeirra hina frönsku útlaga er áður voru nefndir. Var Antoníus þar einnig og átti að ræða hvað gera skyldi, hvort skylt væri að taka tillit til þeirra griða er Karl hafði veitt konungi. Voru mjög skiftar skoð- anir um það, var meiri hlutinn með því- að virða það að vettugi, en Antonius barðist eindregið á móti. Að lokum var það samþykt að lialda konungi í gæslu og senda hertoganum í Normandíu skeyti um að koma til Péronne hið skjót- asta. Þá var fundi slitið og kallaði hertoginn ritara sinn til sín til að rita brjefið. Meðan á því stóð kom Antoníus aftur, var Karli ekki meira en svo um það, hann bjóst við að Antoníus víldi breyta fyrir- ætlun hans enn einu sinni. — Karl, sendu ritara þinn burtu. Jeg á erindi við þig. — Ef það er eitthvað sem varðar konunginn af Frakklándi þá er það um seinan. Sendimaður minn er þegar kominn á bak og bíður bara eftir brjefinu. — Láttu hann bíða stundarkorn, heiður þinn er í veði. — Heiður, át.t þú að gæta míns heiðurs f — Nei, en jeg er vinur þinn og vil reynast þjer hollur ráðgjafi. Láttu skrifara þinn fara og hlust- aðu á mig svolitla stund. Dómkirkjufyrirlestur flytur vígslubiskup Sigurður P. Sívertsert. próf. kl. 9 í kvöld um starfshætti kirkjunnar. Allir velkomnir. Menn geri svo vel að hafa með sjer sálma bækur. Poul Reumert segir fram kvæði,. leikritskafla og sögur (þar á meðal „Leggur og skel“) í Gamla Bíó í kvöld kl. 7,20. Trúlofun sína opinberuðu síðast- liðinn sunnudag ungfrú Sigui’lín Unnur Sigurðardóttir, Þormóðs- stöðum við Skerjafjörð og Þórir E. Long, trjesmiður, Yéltusundi 1, Reykjavík. Karlinn í Kassanum verður leik- inn í allra seinasta sinn í kvöld. Iðnsýningin. Aðsókn að henni er mikið meiri, heldur en menn höfðu búist við. Veldur það eflaust hve gott orð sýningin fær manna. á meðal og hve merkileg hún þyk- ir. Engan daginn hafa komið þang- að færri gestir en 300. Valltýr Stefánsson, ritstjóri, fór í gær norður í land og verður- fjarverandi um tíma. Grænlandsveiðar. Færeysk fiski- skúta kom nýlega til Vestmanna- eyja og var á leið til Grænlands,. til handfæraveiða þar í sumar. Skipstjóri skýrði frá því, að Fær- eyingar sendu 70—80 skip til Grænlands í ár. Hafa öll skipin meðferðis smáskektur til þess að fiska á, þegar gott er veður. Ráðn- ingarkjör háseta eru þau sömu og voru við íslandsveiðar í vetur. ÚtvarPið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 13.00 Messa í dómkirkjunni. Síra Eirík- ur Albertsson. Setning Presta- stefnu. Prestvígsla. 16.00 Veður- fregnir. 19,30 Veðurfregnir. 19.40 Tónleikar. (útvarpstríóið) 20.00 Klukkusláttur. Tónleikar: Orgel- sóló. (Páíl ísólfsson.) Grammófón. Einsöngur: Elistbeth Schumann syngur: O hátt’ ich Jubals Harf’, úr „Jósúa“, eftir Hándel og Die heiligen drei Könige aus Morgen- land, eftir Richard Stráuss. 20.00 Frjettir. Músík. 21.00 Erindi í dólmkárkjunni (í sambandi við Synodus): Starfshættir kirkjunn- ar (Sigurður P. Sivertsen, vígslu- bískup.) Aðalfundur Prestafjelags íslands verður í ár haldinn að Þing- völlum dagana 27.—28. júní og. eru aðalmálin, sem þar verða rædd 1) Kristindómsfrælðsla kirkjunnar og 2) Störf kirkjunnar að mann- úðarmálum og fjelagsmálin. (FB). Hertoginn benti skrifaranum að fara. —- Flýttu þjer, segðu hvað þú vilt að jeg geri. Antoníus var alt af jafn róleg- ur: — Þú ert voldugur fursti og þú hefir miklar skyldur stöðu þinnar vegna. Það mun verða sagt um þig eins og sagt er um Lúðvík konung, að þú notir stöðu þína til’ að svíkja aðra. Þetta brjef hefir enga þýðingu það muntu sanna, það eina sem það getur gagnað, er, að þú verður rólegri .um stund. — Nei, Guð veit að jeg verð er.gu róHegri fyrir það. Greifinn brosti: — Ekki einu: sinni það. Blessaður hættu þá við að senda það. — Þú heldur þjer við efnið, Antonius, jæja hvað vildu þá að jeg geri. — Farðu til kóngsins og láttu hann játa svik sín opinberlega, sjerhver góður drengur hlýtur að fyrirlíta hann frá þeirri stundu er hann sýnir hver hann er. Þú getur skipað honum að undirskrifa frið- arsamningana, og sett honum hvaða skilyrði sem þjer líst. Það er nú af honum mesti völlurinn,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.