Morgunblaðið - 25.06.1932, Blaðsíða 2
s
MORGUNBIAÐIÐ
Leiftur eldspíturnar
margeftirspnrða ern
komnar aftnr.
jfiismessonatið
fjelagsins MAGNI, verður haldin sunnudaginn 26. þ. m.
að Yíðistöðum í Hafnarfirði.
SKEMTISKRÁ: —
1) Hátíðin sett: Bjarni Snæbjörnsson alþingismaður.
2) Hornablástur, 14 manna hljómsveit.
3) Fimleikar: Kvennaflokkur frá Akureyri (Alþing-
ishátíðarflokkurinn) sýnir leikfimi undir stjórn
Hermanns Stefánssonar íþróttakennara.
4) Karlakór sýngur.
5) Ræða: J,ón Jónsson, læknir.
6) Gamanvísur og skemtisögur.
7) Skotbakki.
8) DANS á palli. — Tvær harmónikur.
Hátíðin hefst kl. 3 síðd. með hornablæstri við hús
Jóns Mathiesens og verður gengið þaðan í skrúðgöngu
til Víðisstaða.
Hljómsveitin leikur öðru hvoru allan daginn.
Alls konar veitingar verða á staðnum.
Aðgangur kostar 1 krónu fyrir fullorðna, og 50 aura
íyrir börn.
ffinnið Hellisgerði og ijðlmennið i
bátíðina.
Öllum ljósmyndastofum bæjarins verð-
ur Iokað sunnudagana frá 26. þ. mán.
til 28. ágúst, að báðum dögum meðtöld-
um á sama tíma verður lokað á laug-
ardögum kl. 4.
Stúlka, sem kann enska hraðritun og er
vön brjefaskriftum, getur fengið framtíðar-
stöðu nú þegar. Umsóknir í lokuðu umslagi,
merktar: „Hraðritari“, sendist. A. S. í.
5 manna filkgflntniagsfeifroið
sem ný til sölu með tækifærisverði og góðum borgunar-
skilmálum. —
Samband ísl. samvinnufjelaga. Sími 496.
Kárastaðir
taka á móti gestum til lengri og skemmri dvalar. Sann-
gjarnt verð. Allskonar veitingar, heitur og kaldur matur
allan daginn. Einnar stundar bílferð frá Reykjavík.
Daglegar áætlunarferðir. Símastöð (beint samband).
Síldveiiir Kveldúlfs.
í fyrradag birtist hjer í blað-
inu greinargerð fyrir því, hver arðs
von væri af síldveiðum togara
okkar á komandi sumri. — Höf-
uðniðurstöðurnar voru þessar:
Verði kaupgjald fært niður í
150 kr. mánaðarkaup og 3 aura
premíu, er 15640 kr. tekjuhalli á
tveggja mánaða úthaldi hvers tog-
ara, og er þá miðað við 12000
mála veiði og 3 kr. verð á síldar-
máli. Bera hásetar þá úr býtumi
660 kr. auk fæðis og hlunninda.
Til þess að útgerðin beri sig þarf
rneðal afli að verða um 20.000
mál á skip. Allar þessar tölur eru
teknar eftir bókum okkar, og" því
auðsannanlegar, og erum við fúsir
að færa á það fullar sönnur fyrir
sjómönnum okkar. Bnginn eyrir
er hjer ætlaður fyrir fyrningu eða
vöxtum af andvirði skipanna nje
heldur til greiðslu á skrifstofu-
kostnaði, framkvæmdastjórn, skött
um eða öðrum árlegum rekstrar-
.kostnaði.
Það er eftirtektarvert, að engiun
befir treyst sjer til þess að vje-
fengja þessar tölur. Það stafar
fyrst og fremst af því, að forseti
Alþýðuflokksins er orðinn svo
kunnugur útgerð og síldarbræðslu
að hann veit að við höfum bygt
áætlun okkar á fylstu bjartsýni.
Honum er ljóst,. að síldarmálið
er sem stendur tæplega meira
virði en 2 króirur. Hann veit, að
útgerðarkostnaður togaranna er
svo hár, að ef miðað er við T2000
mála meðalafla og 3 kr. verð, er
hallinn af 60 daga rekstri rjett
reiknaður með 15640 kr. Og sjálfir
vita sjómennirnir, að það er a. m.
k. alveg nóg í lagt að áætla meðal
afla 12000 mál.
Tölur okkar eru allar óvjefengj-
anlegar, en þær segja frá þeirri
staðreynd, að við ætluðum okkur
að takast á hendur stórkostlega
fjárhagslega áhættu, með yfirgnæf
andi líkum fyrir verulegu tjóni,
og- hverfandi von um hagnað, ein-
göngu í því skyni, að reyna að
draga úr því hræðilega böli, sem
við blasir, þegar svo að segja alt
atvinnulíf íandsmanna liggur í
rústum.
Sjómannafjelagið hefir nú fyrir
atbeina nokkurra manna hafnað
þessu tilboði okkar, og með því
svift nokkur hundruð manns at-
vinnu.
Mjer er ekki kunnugt hver rök
niðurrifsmennirnir færa fyrir að-
stöðu sinni, en venjulegast er við-
kvæðið þetta: Sjómenn hafa ekki
fengið arðinn í góðærinu og eiga
því ekki að taka þátt í hallanum
þegar illa árar, — eða, við viljum
ekki lækka kaupgjaldið í landinu
þótt það sje nauðsynlegt vegna
atvinnu nokkur hundruð manna.
Við hinu fyrra er það að segja:
að svo að segja hver einasti út-
gerðarmaður er kominn á knje.
Þeir sem upp úr standa, hafa
stuðst við fleira en útgerð, eins og
t d. Kveldúlfur, sem rekið hefir
margs konar verslun og viðskifti,
þ. á. m. stærstu fiskverslun heims-
ins. Bn auk þess verða sjómenn að
hafa það hugfast, að sje kaup-
gjaldið svo hátt að vonlaust sje
um sæmilega afkomu útgerðarinn-
ar, þá verða þeir æ færri sem vilja
eða geta lagt fje í þann atvinnn-
rekstur. Afleiðingin verður at-
vinnuleysi, sem fyrst og fremst
bitnar á sjómönnum sjálfum.
Hin síðari viðbáran gæti til
sanns vegar færst, ef atvinnulífið
stæði yfirleitt með blóma, en kaup-
gjaldslækkunar væri krafist í því
skyni að lífga einliverja einstaka
visna grein. En eins og almenn-
ingur veit, er hjer á landi alt á
eina bókina lært, og enginn at-
vinnurekstur öðrum vesælli, held-
ur er alt jafn rýrt.
Þannig er sagt, að bændur.
treystist ekki til að greiða kaupa-
mönnum meira en 20—25 kr. á
viku, en kaupakonum 15 kr.
Allur almenningur verður að
gera sjer ljóst, að kaupgjaldið
verður að miklu leyti að miðast
við afurðaverðið. Það er ekki hægt
að halda áfram að greiða sama
kaupgjald þegar fiskverðið er 60
kr. eins og gert var meðan það
var 150—250 kr. Við verðum því
að horfast í augu við þá staðreynd
að kaupgjaldið verður að iækka
í bili. Pram hjá því verður ekki
komist, það skilja þeir sjómenn
best, sem sjálfir hafa fengist við
útgerð í vetur. Þá hefir reynsian
brynjað gegn þjóðnýtingarli.jali
og mannskemdafýsn ábyrgðar-
lausra angurgapa. En því miður
má gera ráð fyrir, að nokkuð
skorti á, að sjómenn sjeu alment
bíinir að gera sjer málið ljóst.
Þeirra starf liggur á öðrum svíðum.
— Þetta ætti þó ekki að koma
að skaða ef foringjar þeirra væru
starfi sínu vaxnir, en eins og ástatt
er, er hætt við að ómetanlegt tjón
hljótist af því að menn þverskall-
ast við að taka afleiðinguni af
óumflýjanlegum staðreyndum.
Mjer hefir þótt rjett að vekja
athygli sjómanna á viðhorfinu. —
Jeg tel rjett að þeir geri sjer ljóst
að við höfum engar eða a. m. k.
sáralitlar vonir um arð af síld-
veiðum í sumar, en hinsvegar
miklar líkur fyrir að tapa fje.
Sjeu þeir í vafa um þetta þá eiga
þeir að ganga úr skugga um það
t. d. með því að spyrja Sigurjón
Olafsson eða Jón Baldvinsson og
leita frekari upplýsinga hjá okk-
ur. Þegar þeir hafa fengið fulla
vissu í þeim efnum, þá er ve.l að
þeir spyrji sjálfa sig hvar þeir
ætla að taka þær 660—900 kr.
,auk fæðis og hlunninda, sem verið
er að hvetja þá til að hafna. En
sjái þeir ekki ráð til þess, ber
þeim skylda til að at.huga málið
að nýju. Og það verður að gerast
tafarlaust, annars er það of seint,
því síldin bíður ekki.
Hins mega hvorki sjómenn nje
aðrir vænta, að jeg leggist í blaða-
deilur við snáða eins og Ólaf Prið-
riksson. Prá því hann komst. á
snoðir um að við ætluðum að
reyna að tryggja sjómönnum okk-
ai sumarvinnu, hófst hann handa
um níð og svívirðingar um Kveld-
úlf og mig persónulega í Alþbl.
Kveldiilfi brigslar hann um svik,
mjer um leti og ómensku. Kveld-
úlfur hefir nú krafist þess að
dómur gangi um síldarmálin, og er
best að bíða hans. En jeg þykist
mega líta framan í Ólaf Friðriks-
son meðan jeg er hvorki ómagi
konu minnar nje flokks míns.
Ólafur Thors.
Hlnstnðnð
þið á nýju plöturnar, sem
útvarpað var yfir Austur-
völl í gærkvöldi?
;M ú s í k
er holl útiskemtun.
Kaupið í dag!
Perðafónninn verður að vera
með á morgun.
HljéðSærahúsið.
Austurstræti 10.
Laugaveg 38.
Teonisskér,
margar tegundir.
Skðbúð Reykjavíkur.
Til Aknreyrar
fer bíll þriðjudaginn 28. þ.
m. Nokkur sæti laus.
Bifreiðast. Hekla.
' Sími 970.
Lækjargötu 4.
Felaliakjlt
í buff o g steik.
Nýr lax úr Elliðaánum.
Dilkakjöt frosið,
og margt fleira í sunnudagsmat-
inn. —-
Benedikt I. öuðmundsson & Co.
Sími 1769. Vesturgötu 16.
Nýtt
Alikálfakjöt og
Kvígukjöt,
ov nýr la.x og reyktur.
Hiötbúðm Herðubreið.
Sími 678.
***•& '•Ht.-tO C "lu- 9 O ■’Hi,.- O •Htw9 -'Hw 9 "lli.- O i
C Drekkið Egils-öl L °
Elgnlst
ferðaskrínu með
borðbúnaði.
Þá eruð þjer altaf ferð-
búinn þegar
sólin skín.
Seldar ódýrt.
Komið í dag.
Leðnryðradeild
III jóðf ærahússins.
Aust.nrstræti 10.
og Laugaveg 38,