Morgunblaðið - 28.06.1932, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.06.1932, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Hugl$singadagbðk í ferðalög á sjó eða landi, ættu konur og kariar að kaupa sælgæt- ið og tóbaksvörurnar í Tóbaks- húsinu, Austurstræti 17. Hollenskir blcmaknúppar. Sýn- ishorn send. 100 túlipanar í 5 litum, 100 nareis, 30 hyasinthur, 5 Iris, 25 crocos. Greiðsla með pöntun. Verð með burðargjaldi 5 dollarar. % sending 3 doll. H. P. B. Sshubert, Lysterstr. 19, Leiden Holland. ~ Drekkið morgunkaffið í Heitt 6 Kalt. Húsmæður! Munið að bestan fisk fáið þjer í símum 1456, 2098 og 1402. Nýkomin þurkuð skata. Haf- liði Baldvinsson. Til hægðarauka fyrir fólk, sem þarf að fá nýjan fisk, verður tekið á móti pöntunum í síma 1456 til kl. 9 síðd. hvern dag. Mótorhjól, nýtt, D. K. W., 8 hesta, luxus 300, er til sölu. Þetta jaerki er heimsfrægt. Upplýsingar i Hljóðfærasölunni á Laugaveg 19. Dömuhattar gerðir upp sem ný- ir. Lágt verð. Ránargötu 13. Tapast liefir ljósmyndavjel á Hamrinum í Hafnarfirði síðastlið- inn sunnudag. Skilist gegn fundar- launum á Hótel Björninn, Hafnar- firði. I flarveru mínni, í nokkra daga gegnir hr. læknir Sveinn Gunnarsson læknisstörfum mínum. Reykjavík, 28. júní 1932. D. V. Fieldsted. „Dettiioss“ fer í kvöld kl. 10 í hraðferð til ísafjarðar, Siglufjarðar, Akureyr- ar og Húsavíkur. Farseðlar óskast sóttir fyrir há- degi í dag. Skipið fer hjeðan 6. júlí til Hull og Hamborgar. „Brnarfoss" fer 1. júlí til Leith og Kaup- mannahafnar. Nesti. Þrátt fyrir öll inn- flutningshöft, erum við vel byrgir af alls konar góðgæti í nestið. Laugaveg 08. Sími 2893. Danska varðskipið „Hvidbjörn- en“ Iiggur hjer.og er á leið til Grænlands. Bíður það hjer þar til næst kemur skip frá Danmörku, því að með því kemur vísinda- maðurinn Lauge Koch og fer hann til Græn'lands með „Hvidbjörnen“ í vísindaleiðangur. Perð þessa varð skips nú stendur því ekki í sam- bandi við strandgæslu hjer. Fylla liggur einnig hjer til að hreinsa katla og er það gert þessa dagana í samráði við landsstjómina, til þess að ekki þurfi að verða töf frá eftirliti um síldveiðatímann. Litlu verður Vöggur feginn. Al- þýðublaðið segir frá því í, gær með miklum fjálgleik að hafnfirskir sjómenn krefjist þess að síldar- verksmiðjan verði rekin, og lýsi samúð sinni með siglfirskum verka- lýð. TiLlaga þessa efnis var sam- þykt á Sjómannafjelagsfundi, þar sem mættir voru nokkrir menn, mest landverkamenn. Var tillagan samþ. með 7 atkvæðum gegn 3. Þeir, sem að samþyktinni stóðu, voru Jens Pálsson kyndari í Land- spítalanum og aðrir landkrabbar. íþróttaskólinn á Álafossi. 1 gær lauk öðru námskeiði drengja þar. Voru þeir alls 44 og sýndu nú hvað þeir höfðu lært. Fyrst var leikfimi, staðæfingar og stökk á dýnum og yfir hest. Tókst litlu snáðunum alveg prýðilega og voru furðu vel samtaka. Leikfimina hef- ir Ingólfur Kristjánsson kent þeim. En svo hafa þeir líka allir lært að synda og hefir Sigríður Sigur- jónsdóttir kent þeim það. Var það falleg sjón að sjá allan hópinn, drengi frá 8—13 'ára, hlaupa í laugina, stinga sjer af háum pöll- um og synda eins og selir. Og til þess að sýna enn betur, hve færin þeir eru orðnir í sundi, voru þeir látnir leika sundknattleik í 20 mínútur. Þar var nú aðgangur og ka!pp! — Drengirnir hafa þyngst að meðaltali um 750 grömm þenn- an mánaðartíma sem þeir hafa ver- ið á Álafossi, hækkað og þreknast um brjóst. Eru þeir mjög frjáls- mannlegir og ólíkir þeim bömum, sem hafast við á götum bæjarins. Er hinn góði árangur af veru þeirra á skólanum sýnilegur í hví- vetna, og er skóli þessi hin þarf- asta uppeldisstofnun. Næsta nám- skeið byrjar á morgun. Er það fyrir telpur og hefir verið sótt um vist fyrir 47. — Enn verður haldið námskeið í ágúst og hefir þegar verið pöntuð víst fyrir svo marga, að ekki geta fleiri en 10 komist að hjer eftir. Til Strandarkirkju frá konu að austan 10 kr., konu í ÁrnessýsJu 3 kr., G. G., Vetsmannaeyjum 10 krónur. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af síra Friðrik Hallgrímssyni, þau Elinborg Jóns- dóttir og Egill Þorsteinsson. Heim- ili brúðhjónanna er á Reykjavík- urveg 8 í Skerjafirði. Trúlofun. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína ungfrú Guðrún Mjátveit og Ólafur Ingimundarson bátasmiður. Togari sektaður. Á fimtudaginn var kom danska eftirlitsskipið „Maagen“ hingað með þýskan tog- ara, Albert Sturm frá Weser- múnde, sem það hafði tekið að veiðum fyrir sunnan land. Togar- inn ,var dæmdur í 15000 kr. sekt og afli og veiðarfæri upptækt. Aflanum var skipað á land í gær og hann seldur á uppboði. Með- ferðin á aflanum var ósæmileg. Honum var um morguninn ekið upp á sólhitaða steinstjettina aust- an steinbryggjunnar og ekki var að sjá að hún hefði verið þrifuð, því að fiskurinn var svo skítugur, að hryllilegt var á að horfa, en hrákar sáust liingað og þangað milli hrúganna. Þarna var nú fiskurinn látinn liggja í 15 stiga hita lengi dags, og má nærri geta hvernig hann hefir verið orðinn útlítandi. Aðalfundur í. S. í. var haldinn í Kaupþingssalnum á sunnudaginn. Voru þar samankomnir rúmlega 100 fulltrúar frá íþróttafjelögum víðs vegar um land. Fundarstjóri var Eyjólfur Jóhannsson frkvstj. Forseti gaf langa og ýtarlega skýrslu um hið margþætta starf sambandsins á árinu sem leið og gjaldkeri gaf skýrslu um efnahag þess, sem er allgóður, vegna þess að sparlega hefir verið á haldið. Vantrauststillaga K. R. á stjórn sambandsins kom ekki til umræðu, því fundarmenn brugðu 'á sitt ráð og neyddu málsaðila til að sættast, likt og þegar bændur í Svíþjóð og Danmörk neyddu forðum konunga sína til að semja frið. Var það gert með því að samþykkja rök- studda dagskrá þess cfnis, að þar sem deila K. R. við K. R. R. og í. S. í. hefði verið óheppileg og íþróttahreyfingunni til tjóns, og í trausti þess að íþróttafjelög lands- ins ljeti sjer þetta að kenningu verða, tæki fundurinn fyrir næsta mál á dagskrá — Síðan var rætt itm lagabreytingar. Hafði stjornin lagt það til, að Hegningarlaga- bálkur yrði tekinn inn í sjálf lög- in og komið með fleiri breytingar. Þótti fundarmönnum of naumur tími til að ganga frá þessu máli. Var því samþykt að bera breyting- arnar undir fjelög sambandsins og eiga þau að senda svör sín og til- lögur 3 mánuðum fyrir næsta aðal- fund. Forseti var endurkosinn Ben. G. Waage (með 107 atkv. af 117 sem voru á fundi) og sjórnarmenn endnrkosnir Kjartan Þorvarðarson og. Magnús Stefánsson. í vara- stjóm voru kosnir Axel Andrjes- son (endurkosinn) og Erlingur Pálsson. — Margar tillögur voru samþyktar á fundinum og verða þær sendar sambandsfjelögum inn- an skamms. Jón S. Oddsson skipstjóri og út- gerðarmaður frá Hull og frú hans eru nú stödd hjer í bænum, komu með Dettifoss síðast, eru þau kom- in til að vera í gullbrúðkaupi for- eldra Jóns. Jón fór, eins og margir aðrir, ungur og fjelítill að heiman, átti bara þrótt í köglum og góða mannkosti. Hann hefir nú verið togaraskipstjóri í tuttugu ár, og alt af verið mjög heppinn afla- maður. Síðastliðið ár, og reyndar oftar, var hann fiskikóngurinn frá Hull á hinii nýja skipi sínu, Kópa- nesi. Er haiyi nú eigandi tveggja togara. Margir íslendingar, sem til Hull koma, kannast við þau Odd- sons hjónin, því margir þeirra koma á hið prýðilega heimili þeirra í Hassle, og hafa notið góðs af gestrisni þeirra. Sjómaður. Afmæli. Guðjón Gíslason, Hverf- isgötu 61 á 62 ára safmæli í dag. Farsóttir og manndauði í Reykja vík. Vikan 12.—18. júní. (í svigum tölur næstu viku á undan). Háls- bólga 16 (40). Kvefsótt 18 (65). Kveflungnabólga 2 (2). Iðrakvef 7 (10). Influenza 0 (7). Taksótt 1 (0). Umferðargula 0 (1). Hlaupa bóla 1 (2).*Mannslát 6 (3). Landlæknisskrifstofan. Trúlofun. Síðastliðinn laugardag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sigurborg Pjetursdóttir (Bjarna- sonar skipstjóra) og Björgvin H. Magnússon. Útiskemtun Grindvíkinga. Hin árlega útiskemtun Grindvíkinga 'á Svartsengisflötum verður að for- fallalausu haldin sunnudaginn 10. júlí n. k.; verður hún auglýst áð- ur hjer í blaðinu með nægum fyr- irvara. Amatördeild F. A. Thiele. Filmur, sem eru afhendar fyrir kl. 10 að morgni, eru jafnaðarlega tilbúnar kl. 6 að kvöldi. Öll vinna framkvæmd með nýjum áhöldum frá KO- DAK, af útlærðum mynda- smið. Framköllun. — Kopiering. — Stækkun. Þnrkaðir ávextlr. Hvítkál, Harðfiskur, Saltfiskur. Hjðrtnr Hjartarson. Bræðraborgarstíg 1. Sími 1256. Stangaveiði. Vegna sívaxandi aðsóknar í Mjóa- nesi við Þingvallavatn, eru veiði- gestir beðnir að panta veiðitíma með nægum fyrir vara. Upplýsingar gefur Halldór P. Dungal, Bjarkargötu 4, sími 3. Drðttarvextlr. Sje fyrri helmingur út- svara 1932 eigi greiddur fyr- ir 1. júlí n.k. falla á hann dráttarvextir samkvæmt gildandi lögum. Sjá götuauglýsingar. Hafnarfirði, 27. júní 1932. B«|arg|aldkeriun. Knattspyrmunót íslands. í kvöld kl. 8V2 keppa „Knattspyrnufjelag Akureyrar“ og „Víkingur“. Allir út á völl. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Veðnrfregnir. 19.48 Tónleikar: Celló-sóló (Þór- hallur Ámason). 20.00 Klukku- sláttur. Grammófón: Till Eulen- spiegel, eftir Richard Strauss. Dú- ettar: Lucrezia Bori og Tito Schipa syngja: Dauðasenuna úr „Bohéme“ eftir Puccini. — M. Sheridan og A. Pertile syngja: Lokadúettinn úr „Andrea Chenier“, eftir Giard- ano. 20.30 Frjettir. Músík. Eimreiðin, 2. h. þessa árs, er nýkomið, fjölbreytt að efni að vanda. Þar eru m. a. þessar rit- gerðir- Við þjóðveginn, eftir rit- stjórann, Þjóðarbúskapur og tölur, einkar athyglisverð grein, eftir Brynjólf Stefánsson skrifstofustj., Sjeræfing og samæfing, eftir dr. jGuðm. Finnbogason, Lárviðarskáld ið John Masefield, eftir R. Becli, Skýjaborgir, eftir J. Sm'ára, Kol- finna, smásaga, eftir Svanhildi Þorsteinsdóttur, Trúin á manninn, eftir Benjamín Kristjánsson, „Skáldskapur og ástir“ eftir Árna Jakobsson, Þegar jeg var myrk- fælinn, eftir Odd Oddsson; auk þess ýms kvæði, Raddir og Ritsjá og fleira. Raflagnir Nýjar lagnir, breytingar og: viðgerðir á eldri lögnum. Munið fljótt, vel og; ódýrt. Jdlfns Bjðrnsson, Austurstræti 12. Sími 837.. fllls mðnid. og fimtudag fastar ferðir til Borgarness og Borgarfjarð- ar frá Blfieiðastöð Steindúrs. Sími 581. Amatðrdeild Lofts í Nýja Bíó. Framköllun og kopíering fljótt og vel af hendi leyst. Ödýrt. Herra' vasaúr á 10.00 Dömutöskur frá 5.00 Ferðatöskur frá 4.50 Diskar djúpir 0.50 Diskar, desert 0.35 i Diskar, ávaxta 0.35 Bollapör frá 0,35 Vatnsglös 0.50 Matskeiðar 2 turna 1.75 Gafflar 2 turna 1.75 Teskeiðar 2 t. 0.50 Borðhnífar, ryðfríir 0.90 Pottar með loki 1.45 Áletruð bollapör o. m. fl. ódýrt lijá l. Elra i ira Bankastræti 11. Hviar kartöflur, nyjar gnlrætnr, blámkál, gnrknr, og trðllasfira. Fjallkonu ofnsvertan tekur allri annari ofn- svertu fram að gæðum. Reynið strax og látið reynsluna tala. Það besta er frá H.f. Efuagerð Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.