Morgunblaðið - 28.06.1932, Síða 2

Morgunblaðið - 28.06.1932, Síða 2
3 MORGUNBIAÐIÐ Nokkrir kassar óseldir. Hyggnar húsmæður kaupa að eins Libby s dósamjólkina. Leggið ekkl f mlistOðina en notið „Therma“ rafmagnsofna. — Þeir eyða rafmagni fyrir 6 aura á klukkustund og fást hjá Jnlíns Björnsson. Raftækjaverslun. — Austurstræti 12. verið utan um hana alla sements- steypu, svo að hún væri nú orðin sem úr steini. Ný prestseturshús höfðu verið reist á Mosfelli í Mos- fellssveit, á Skinnastað og á Yatns enda í Ljósavatnsskarði. Loks mintist biskup bókagerðar kristilegs og kirkjulegs efnis, tíma rita, sem hætt væru að koma út (Straumar og Lindin) og þeirra sem enn kæmu út (Prestafjelags- rits og Bjarma o. fl.) Þá drap liann að endingu á endurskoðun Helgisiðabókarinnar, sem nú mætt.i fullger heita af hendi þeirra vígslubiskups Sig. Sivertsen og docents Ásmundar Guðmundsson- ar, sem falið hafði verið það verk á síðustu prestastefnn. — Og mundi það verk þeirra verða lagt fyrir preststefnu þessa og nefndir kosnar til yfirfara það. Þá fór fram úthlutun styrktarf jár til 52 prestsekkna og 4 uppgjafa- presta. Var a'lls úthlutað kr. 9590,- 00. Enn fremur var lagður fram reikningur Prestsekknasjóðs, sem við nýár var orðinn kr. 62.480.43. Voru að endingu kosnar fjórar nefndir til að yfirfara tillögur helgsiðabókarnefndar, og að því loknu fundi slitið . Kl. 9 um kvöldið flutti vígslu- biskup Sig. P. Sivertsen erindi í dómkirkjunni um starfshætti kirkjunnar. Prestastefnan 1932 Á fimtudag 23. júní hófst prestastefnan hjer í bænum, með guðsþjónustu í dómkirkjunni, að viðstöddum fjölda presta og miklu fjölmenni sóknarfólks; því að í guðsþjónustu þessari fór frarn vígsla þriggja prestsefna, kandí- datanna Garðars Þorsteinssonar (skipaðs sóknarprests í Garða- prestakalli). Jóns Jakobssonar (setts sóknarprests í Bíldudal) og Jóns Þorvarðarsonar (aðstoðar- jirests til Mýrdalsþinga). Sjera Eiríkur Albertsson á Hesti flutti synodus-prjedikun og lýsti um leið vígslu, en við vígsluna aðstoðuðu sjera Eiríkur Albertsson, sjera Þorvarður próf. Þorvarðarson og báðir dómkirkjuprestarnir. Sjera Jón Jakobsson prjedikaði eftir vígslu, en síðan voru ungu prest- arnir ásamt biskupi og synodus- prestunum til altaris, en dóm- kirkjuprestar báðir þjónuðu fyrir altari. Ki. 5 síðd. var prestastefnan sett aí' biskupi í samkomusal K.F.U.M. og hófst með bænarflutningi og sálmasöng. Voru þar þá mættir 38 andlegrar stjettar menn (meðal þeirra 6 uppgjafaprestar) og 4 kandidatar í guðfræði. Biskup gaf síðan ítarlegt yfir- lit yfir viðburði næstliðins far- dagaárs. — Mintist hann fyrst 3 látinna presta þjónandi, þeirra prófastanna sjera Árni Björnsson- ar í Hafnarfirði og sjera Jóns Pálssonar á Höskuldsstöðum og prestsins sjera Sigurðar Jónssonar á Lundi, og svo uppgjafaprest- anna og prófastanna sjera Einars Jónssonar á Hofi og Stefáns Jóns- sonar frá Staðarhrauni. Enn frem- ur prestsins Þórðar Tómassonar í Yemmetofte á Sjálandi, og loks fyrrum prests á Kvíabekk sjera Magnúsar Ó. Jósefssonar, sem lát- ist hafði vestur í ‘W'innipeg. — Einnig mintist biskup látinnar prestsekkju Ragnbildar Gísladótt- ur frá Eyvindarhóium. Lausn frá prestskap hafði aðeins einn prest- ur fengið, sjera Einar próf Thor- lacius í Saurbæ. Nýir prófastar höfðu verið skipaðir, sjera Björn Stefánsson á Auðkúlu fyrir Húna- vatnsprófastsdæmi og sjera Þor- steinn Briem fyrir Borgarfjarðar- prófastsdæmi. Settir höfðu verið prófastar sjera Bjarni Jónsson fyr- ir Kjalarnes- og sjera Þorv. Þor- varðarson fyrir V.-Skaftafellspró- fastsdæmi. Prestaköll höfðu verið veitt 5 að tölu: Eyraprestakall sr. Einari Sturlaugssyni, Grenjaðar- staðir sjera Þorgr. V. Sigurðssyni, Höskuldsstaðir sjera Helga Kon- ráðssyni, Breiðabólstaður á Skóga- strönd sjera Bergi Björnssyni og Garðar á Álftanesi kand. Garðari Þorsteinssyni. En í þessi prestaköll höfðu verið settir prestar: í Kirkju bæjarklaustursprestakall: kand. Oskar Þorlákssson, í Bíldudals- prestakall kand. Jón Jakobsson og Saurbæjarprestakall á Hval- fjarðarströnd : sjera Sigurjón Guð- jónsson. Vígslu höfðu tekið á ár- inu: Prófessor S. P. Sivertsen, sem vígslubiskup, en 5 kandidatar hlotið prestsvígslu (að þremur síð- astvígðum meðtöldum). Þá mintist biskup nýrra kirkju- legra iagaboða frá sumarþinginu 1931 og frá síðasta þingi, skýrði frá kosningu í kirkjuráð af hálfu prestastjettar (Kosnir höfðu verið Þorsteinn prófastur Briem og vígslubiskup S. P. Sivertsen). - Nýjar kirkjur höfðu verið reistar í Vallanesi og Skarði á Landi, endurreistar í Gröf í Skaftár- tungu og á Lágafelli, og væri þær að skoða sem nýjar. Lágafells- kirkju hafði biskup vígt, svo og kirkjuna í Vallanesi og á Skarði. Hann hefði og lagt hyrningar- stein hinnar nýju kirkju Siglu- fjarðar, sem enn væri í smíðum. Einnig væri í smíðum ný kirkja að Tjorn á Vatnsnesi. Loks hefði Skútustaðakirkja fengið þá ein- kennilegu viðgerð, að steypt hefði Framh. Iðnsýningin. Húsgögn. Eins og að líkum lætur, er tals- vert af húsgögnum á sýningunni og frá mörgum framleiðendum. í stofu nr. 9 er sýning frá Smíða- stofunni Reyni, í stofu nr. 10 sýningar frá Jóni Halldórssyni & Co. og Erlingi Jónssyni, í stofu nr. 13 sýning á svefnherbergis- húsgögnum, sem blindur maður hefir smíðað og sýnir Blindravina- f jelagið þau. I stofu nr. 14 er sýn- ing frá Lofti Sigurðssyni. Þar sýn- ir einnig ungfrú Soffía Stefáns- dóttir myndskeri, en á sýningu hennar verður síðar minst í öðru sambandi. í stofu nr. 16 er sýn- ing frá trjesmíðavinnustofunni Dvergur í Hafnarfirði og í stofu m. 7 sýnir vjelsmiðjan Hjeðinn lnisgögn úr járni. Jón Halldórsson & Co. mun vera elsta starfandi búsgagna- verksmiðja á landinu, á aldar- fjórðungsafmæJi á næsta ári. — Stendur því á gömlum merg, og aðallega vegna þess, að langt er síðan að hún var nafnkunn um alt land íyrir framleiðslu sína. Hún hefir jafnan haft úrvalssmið- um á að skipa og hefir lagt sjer- staka áherslu á vandvirkni í hví- vetna. Svefnherbergishúsgögn þau sem hún hefir þarna á sýning- unni munu líka eiga að vera sýnis- horn þess hvað Islendingar geta framleitt vandaðar og fallegar vörur. Og handbragðið á þessum munum er bæði firmanu og smið- unum til sóma. Erlingur Jónsson sýnir dagstofu- húsgögn, fóðruð og bólstruð. Eru þau smíðuð af Guðjóni Pjeturs- syni húsgagnasraið og hin smekk- legustu, að öllum frágangi og með nýtísku lagi. Er þar stór setubekk- ur, tvær tegundir af stólum, bóka- skápur, sem jafnframt er skrifborð og rafmagnslampi. Húsgögn þessi eru vönduð, en þurfa lielst að vera í stórri stofu til þess að njóta sín. Sýning Smíðastofunnar Reynis ei hin stærsta húsgagnasýning þarna. Þar eru setustofuhúsgögn úr rósavið og birki, af nýjustu gerð. Eru þar t. d. stólar með löngum lausum setum og er það lag fátíttxhjer. Þarna er og sam- settur skápur, í rauninni þrír skápar, sem falla saman. — Má eftir því, sem húsakynni eru, gera úr honum tvo eða þrjá skápa. — Einn skápurinn er skrifborð um leið og skjalageymsila, annar fyrir bækur og sá þriðji fyrir borð- búnað. — Svefnherbergishúsgögn eru þarna úr sítrónviði og Zebra- viði. Eru þau sljett og einföld eins og nú tíðkast mest. Enn fremur eru þarna sýnd húsgögn í forstofu. Oll eru húsgögn þessi hin smekk- legustu og í sama stíl, og geta rnenn fengið þama svip af því, hvert samræmi þarf að vera í öll- um húsgögnum, til þess að .húsin verði skemtileg. Sýning þessi er jafn framt sýn- ing handaverka Þorbjamar Þórð- arsonar málara, sem hefir málað húsgögnin, Óskari & Hjalta vegg- fóðrurum, sem hafa klætt svefn- herbergishúsgögnin og Friðrik Ólafssyni húsgagnafóðrara, er hef- ir bólstrað dagstofuhúsgögnin. — Verður ekki annað en gott sagt um frágang þeirra. Loftur Sigurðsson sýnir svefn- lierbergishúsgögn, einföld og sljett og snotur að frágangi. H.f. Dvergur í Hafnarfirði sýn- ir einnig tvær gerðir rúma. Eru þau frábrugðin öðrum húsgögnum þarna á sýningunni. Eins er um eikarskáp og skrifborð úr eik, sem þar eru líka sýnd. Sjerstaka athygli vekja á sýn- ingunni húsgögn, íir járni, sém Vjelsmiðjan Hjeðinn er farin að framleiða. Húsgögn þessi eru að- allega ætluð til þess að hafa í görðum, en nú eru húsgögn úr járni einmitt sem óðast að ryðja sjer til rúms erlendis, eigi aðeins úti við og í veitingastofum, heldur og á heimilum. Þykja þau taka öðrum húsgögnum fram að mörgu leyti og hafa ýmsa kosti fram yfir þau. Má vera að þetta verði vísir til þess að hjer rísi upp járn- liúsgagnagerð, því að sjálfsagt berst sá siður hingað fyr eða síðar að nota þau. Merkilegustu húsgögnin á sýn- ingunni er að finna í stofu nr. 13. Eru það svefnherbergishúsgögn (2 rúm, 2 náttborð með skápum, fata- skápur, þvottaborð og „toilet“- hirsla), smíðuð af blindum manni, Guðmundi Guðmundssyni á Ljós- vallagötu 10. Hann misti sjónina af slysi, þegar hann var 10 ára gamall drengur, en nú er hann tvítugur. Hefir hann lært í myrkrinu trjesmíði af sjálfum sjer; byrjaði fyrst á því að smíða kassa og koffort, en fyrir 3—4 árum byrjaði hann á því að smíða stærri muni. Hann hefir ekki haft efni á að kaupa sjer nægileg og góð smíðatól, en vonast til þess að geta selt. húsgögn þessi á sýn- ingunni (þau kosta 700 krónur) og æt.lar þá að kaupa sjer, ný smíðatól. Það er undrnnarvert. að blindur maður, sem ekkert hefir ilært í trjesmíði, skuli með ljelegum áhöldum hafa getað smíð- að hfisgögn þessi, og er því mjög tíklegt að margan fýsi að eiga þau sem kjörgripi. Þess skal getið, að útskurð á húsgögnunum hefir hann ekki gert sjálfur, en hann hefir sagað alla boga, sem útsag- aðir eru. Ekki hefir hann heldur málað þau, sem ekki er von. Það hafa þeir gert Oddur & Hjalti. Sjerstaks eðlis er sýning Körfu- gerðarinnar í stofu nr. 13. Þar eru sýnd ýmiskonar húsgögn úr reyr og strái, alls konar stólar og borð, bekkir, körfur, þvotta- körfur og barnarúm. Körfugerðin hefir ekki starfað nema í nokkur ár, en hún hefir fengið orð á sig fyrir sjerstaklega vandaða vinnu og munir þeir, sem hún sýnir þarna. ern talandi vottur um það. Sýning þessi minnir mann ósjálf- rátt á það, að margs konar hand- verk er hægt að stunda hjer með góðum árangri, handverk, sem enginn lítur við, en allir kaupa umhugsunarlítið eða umhugsunar- iaust af útlendingum. Þegar maður fer um sýninguna og skoðar öll þau húsgögn, sem þar eru, saknar maður þess að sjá hvergi votta fyrir því, að hjer sje neinar tilraunir gerðar til þess að skapa þjóðlegan stíl í hús- gagnagerð og framleiða ódýr og he]ipileg húsgögn handa þeim, sem reisa bú af litlum efnum og hafa ef til vill þröng húsakynni. Það er ekki nóg, að húsgagna- verksmiðjur vorar geti framleitt dýr og vönduð húsgögn. Þær eiga Ííka að sjá fyrir því, að öll alþýða geti eignast smekkleg og hentug húsgögn. Þær hafa' blátt áfram skyldu til þess að koma hjer upp þjóðlegum stíl í húsgögnum, sem jafn framt eru svo ódýr, að allir geti eignast þau. Það vita allir, að húsgögn setja svip á íbúðir manna og valda því að miklu 'leyti hvort þær eru viðkunnanlegar eða ekki. En það hefir aftur á móti mikil áhrif á menn hvernig heimilissvip- urinn er. Og aldrei verður það heimili viðkunnanlegt þar sem t. d. eru eingöngu útlendir birki- stólar, en við það verða margir að sætta sig, vegna þess að hjer fást ekki húsgögn, sem eru við þeirra hæfi. Atvinmileysið í Bandaríkj- ununi. Washington, 27. júní. United Press. FB. Flokksleiðtogar í fulltrúadeild þjóðþingsins gera sjer vonir um, að frumvarp Wagners um að verja tveimur biljónum og 300 miljónum dollara til atvinnnbóta og aðstoðar handa atvinnuleysingjum, verði samþykt, þrátt. fyrir undirskriftar- neitun Hoovers. (Frv. verður að lógum vestra, ef þjóðþingið sam- þykkir það aftur eftir að forsetinn hefir neitað að skrifa undir). — Ætla leiðtogarnir, að það muni hafa mikil áhrif, að Willam Green, forseti ameríska verkalýðssam- bandsins, hefir lýst yfir því, að það færist mjög í vöxt að menn eigi við hungur að stríða um öll Bandaríkin. — Atvinnuleysingj- eru nú ellefu miljónir talsins og aukast enn um tvær miljónir tals- ins í vetur, efþjóðþingið hefst ekki handa nú þegar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.