Morgunblaðið - 02.07.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1932, Blaðsíða 2
2 MORGUNBIAÐIÐ f Björa ðlafur Glslason frá Viðey andaðist á Landakotsspítala kl. 7 í gærkvöldi, eftir stntta legu. — Þessa mikilhæfa manns og ágæta drengs verður nánar getið hjer í blaðinu síðar. niþýðubókasafn Reykjauíkur. Furðu hljótt hefir verið um safn þetta alla stund, að kálla má, síðan er það var stofnað, og hefir þess nær aldrei verið getið í blöðunum; er slíkt þó næsta ómaklegt, því að ekki er það neitt smáræðisstarf, sem þar er int af hendi. Sáfnið hefir verið í fremur ó- hentugum húsakynnum frá upp- hafi, þótt reyndar batnaði mikið um, er það var flutt í húsið við Ingólfsstræti. Samt skortir enn talsvert á, að vel sje, og hlýtur auðvitað svo að verða, uns yfir það verður reist hús með rjettu sniði og fyrirkomulagi. Til þeftsa eru nú víst ekki miklar líkur, eins og ástatt er um þessar mund- ir. En þegar batnar í ári, og um fjárhaginn rýmkast, efast jeg ekki um, að úr muni rætast um hús- gerðina. Þegar Aiþýðubókasafnið var stofnað; og tekið var að lána bækur úr því, var bókakostur mjög af skornum skamti, tæp 1000 bindi, því nær alt íslenskar bækur. En síðan hefir bókaforðinn aukist jafnt og þjett, svo að nú á að vera í safninu á fimtánda þúsund bindi, eftir aðfangabók. Þetta er ekki ^máræðLs vöxtur á svona fá- um árum; en vitanlega hefði öllu miðað hægar áfram, ef bæjar- stjórnin hefði ekki jafnan sýnt lofsvert örlæti í fjárframlögum til safnsins, enda hefir henni verið Ijóst frá upphafi, hvílíkt nyt- semdarfyrirtæki þetta er. Bækur safnsins skiftast í tvo því nær jafna aðalflokka; eru í öðrum skáldrit alls konar en í hin- um fræðibækur margvíslegar, svo sem sagnarit, rit um náttúrufræði, fjelagsfræði, gagnfræði, og margt og margt fleira. Þá er þar og mjög margt tímarita. Nú þótt margt sje gefið út bóka á landi hjer, að tiltölu við mann- fjölda, verður því varla neitað, að íslenskar bókmentir eru frem- ur fáskrúðugar, og er það raunar eðlilegt; verður því um margan fróðleik að leita til erlendra bóka. Fyrir því hefir verið keypt all- mikið af erlendum bókum, svo að nema mun fullum helmingi alls bókaforðans. Hitt er satt, að ís- lensku bækurnar eru miklu mest lesnar, enda ekki tiltökumál, því að margir eru þeir, sem ekkert erlent mál skilja á bók. En af erlendu bókunum eru hinar dönsku og norsku mest lesnar, því næst enskar og þá þýskar, en sæuskar minna. Fátt eitt á safnið af bók- úm á öðrum erlendum tungum, en þeim, sem nú voru nefndar, nema á Esperanto, og hefir Esperanto- fjelagið í Reykjavík gefið þær allar. Handa safninu eru keypt'ar vel- f'lestar bækur íslenskar, sem út koma, og ætla má, að lesnar verði; eru þær, sumar góðar en aorar miður, eins og gengur, en allar eru þær lesnar jöfnum höndum, einkum skáldritin, og margir eru þeir, sem lesa alt, sem íslenskt er, hverju nafni sem nefnist ,og þeir fá höndum á komið. Af erlendum bókum hefir verið reynt að kaupa þær einar, sem góðar eru kallaðar eða að minsta kosti sæmilegar. Vitanlega er í safninu eitthvað af ljettmeti og ljelegum bókum, en á þeim stendur oftast svo, að þær hafa slæðst með í söfnum einstakra manna, er keypt hafa verið, enda hefir slíkt ekki verið látið standa fyrir kaup- um, ef kjör voru að öðru leyti góð og hagfeld. Hitt e"r og, að ýmsir hafa gefið safninu ljelegar bækur, sem þeir liirtu ekki um að eiga sjálfir. En hinir eru þó miklu fleiri, sem gefið hafa safninu góð- ar bækur, eins og t. d. Hjörtur Þórðarson, rafmagnsfræðingur í (’hieago, er sendi því 150 bindi úr- valsbóka. Þá hefir og dr. Helgi Pjeturss oft gefið safninu bækur, og nú síðast 15 bindi eftir skáldið og spekinginn H. G. Wells. Enn mætti nefna fleiri, en jeg læt þetta nægja. Því var stundum fleygt um það leyti, sem verið var að koma safn- inu á laggirnar, að það mundi verða lítið notað. En ekki hefir, þessi spá rætst. Útlán voru all- mikil þegar fyrsta árið og hafa aukist árlega. Árið 1927 voru lán- uð um 30 þxisund bindi, en 1931 rúm 70 þúsund, eða sem svarar nær 2% bindi á nef hvert í Reykjavík. Til samanburðar má geta þess, að árið 1928 var lánað úr Alþýðubókasafninu mikla í New York sem svaraði 2 bindum á hvern bæjarbúa. En þótt lán hafi vafalaust aukist þar síðan, þá er þess að gæta, að það safn er miklu eldra og öflugra en safnið hjer, og megum við því vel við una þann árangur, sem starfið hefir borið hjá okkur hingað til. Allmikið er og lánað af bókum út í skip (togarana); eru þær bæk- ur mikið lesnar, að sögn, og þykir sjómönnum gott að hafa þær til þess að stytta sjer stundir, er á milli verður starfa á skipsf jöl; hafa sumir þeirra, og þar á meðal Guð- mundur Jónsson, skipstjóri á Skallagrími, gert sjer ferð til bóka varðar til þess að þakka honum þessa hugulsemi við sjómennina. Þá hafa og verið lánaðar bækur í hegningarhiisið, og verið mikið lesnar; voru um 600 bindi ljeð þangað síðastl. ár. En frumkvæði að þessari nýbreytni áttu fræðslu- málastjóri, fangavörður og lög- reglost jóri. Á lestrarsal safnsins er mikið af fræðibókum, flestum á erlendum tnngum, eru þessar bækur fæstar lánaðar út úr húsinu, og verða því þeir, sem þær vilja lesa, að gera það í salnum. Margir hafa því jafn un sótt þangað, og fer þeim fjölg- andi með ári hverju. Árið 1931 voru gestir á lestrarsal safnsins á átjánda þúsund,. eða meira en helmingi fleiri en 1927. Má þetta heita mikil aðsókn, því að salur- inn er fremur lítill, þótt miklu verri væri hann., meðan safnið var við Skólavörðustíg. í safni þessu er og lestrarsalur handa börnum, lítill að vísu og að sumu leyti óhentugur, en mjög mikið hefir hann verið notaður, og hefir stundum verið þar fleira af börrmm, en húsrúm leyfði með góðu móti, en starfsfólkinu hefir verið óljúft að vísa börnunum frá. Síðastliðinn vetur var lestrarstofa handa börnum einnig höfð í nýja barnaskólanum; var hún útbú frá safninu, því að bækurnar voru frá því. Fjöldi barna sótti þessa lestr- arstofu, en þó var jafnan fullur salurinn á safninu. Virðist því Ij st, að fjölga verði til muna, og það bráðlega, lestrarstofum handa börnum, ef alt ungviði bæjarins á að komast að. Af þessum fáu orðum má sjá, að safnið hefir dafnað vel síðan það varð ti'l, þótt enn skorti mikið á ,að það standi jafnfætis erlend- um söfnum sáms konar, um bóka- kost og allan útbúnað, svo að ekki sje minst á hiísrúmið; er það mest komið undir örlæti fjárveitingar- valdsins, hversu langt verður þess að bíða, að Alþýðubókasafn Reykja víkur fullnægi þeim kröfum, sem gerðar eru til safna af þessu tagi. En þegar talað er um Alþýðu- bókasafn Reykjavíkur, vöxt þess og viðgang, má ekki gleyma fólk- inu sem við safnið hefir unnið. Bókavörðurinn, Sigurgeir Friðriks- son, er prýðiíega að sjer í öllu, er að bókavörslu lýtur, eljumaður mikill og áhugasamur um starf sítt. Hann er og mesta prúðmenni í framkomu. Sama máli gegnir og um konur þær er við safnið vinna nú og hafa áður unnið, og hefir kurteisi þeirra og lipur framkoma öldungis vafalaust átt drjúgan þátt í því að laða íólk að safninu. 22. júní 1932. B. Ó. Sjötugs afmœli. Frú Lydia Liiðvígsdóttir í Arn- arbæli verður sjötug í dag. Jeg geri ráð fyrir að henni, jafn hispurslausri manneskju, sem aldrei hefir kunnað að trana sjer Lydia Lúðvígsdóttir. fram, sje lítil þægð í að sjá mynd af sjer í dagblaði og afmælið gert þar að umtalsefni, — en það fær hún ekki umflúið, því ekki má minna vera en að einhvfer okkar gömlu kunningjanna noti mi tæki- færið til þess að láta „maddöm- una“ vita, hve vænt okkur þykir um hana og hversu mikils við met- um hana og alla hennar mörgu góðu kosti. „Maddaman í Arnarbæli“ er frú Lydia iðulega nefnd, bæði af ættingjum og vinum. Sá titill á án efa rót sína að rekja til 15 ára veru hennar í Oræfum, en þangað fluttist hún 1888 með manni sín- nm, síra ólafi Magnússyni, er þá nýskeð hafði fengið veitingu fyrir Sandfelli í Oræfum. Bjuggu þau hjón á Sandfelli til 1903, eða þar til síra Ólafur varð prestur Öives- inga, og hafa síðan dvalið í Arn- arbæli, svo sem kunnugt er. Frú Lydia er Reykvíkingur að •s^tt og uppruna, fædd hjer í bæ 2. júlí 1862 og dvaldi hjer öll sín æskuár. Foreldrar hennar voru hin góðkunnu hjón Lúðvíg Knud- sen kaupm. og síðari kona hans Katrín Einarsdóttir. Er frá þeim Knudsens-systkinum margt manna komið, svo sem eldri Reykvíking- ar kannast við, og er frú Lydia því frændmörg hjer um slóðir. Eftirtektarvert er, hve margar Reykjavíkurstúlkur af eldri núlif- andi kynslóð, sem gáfust embætt- ismönnum víðsvegar um land alt, urðu á sínum tíma miklar fyrir- myndar sveitakonur, þótt vitanlega væru þær alveg óvanar sveitabú- skap. En hrædd er jeg um, að nútíðarstúlkum gengi illa að sætta sig við þau kjör, sem þeim hinum eldri voru boðin, og erfitt verði þeim að feta í fótspor þeirra . Þessar eldri fyrirmyndarkonur má telja upp í stór hópum, og er frú Lydia vissulega ein af þeim. Hún á sjer fáa líka um hirðusemi, rc glusemi, þrifnað og sparsemi. Svo hirðusöm hefir hún verið um dagana, að hún hefir jafnan get- að, kinnroðalaust, sýnt hvem krók og kima á heimili sínu og ofan í hverja hirslu, — og þegar hægt er að segja þetta um eina hvismóður, þá er mikið gott um hana sagt. Og svo er hún svo blessunarlega laus við alt tildur og prjál, svo eðlileg og látlaus, að vart verður lengra jafnað; gæðakona er hún hin mesta og trygg og vinföst með afbrigðum; auk þess hin skemtileg- asta héim að sækja, því fáir kunna þá list betur en hún, að skrafa um alla heima og geima; það er hægt að sitja á tali við frú Lydiu tímum — og jafnvel dögum sam- an, — sjer hinnar mestu ánægju, enda er hún margfróð og kann frá niörgu skemtilegu að segja, bæði úr Öræfum, en þó sjerstaklega frá Reykjavíkurlífinu kringum 1880. Ekki er ætlun mín að draga neitt af mínum góða vini hús- bónclanum í Arnarbæli, þótt jeg láti mjer þau orð um munn fara, að vissulega á „maddaman“ sinn mikla og góða þátt í því, hve gott og skemtilegt er að koma að Arn- arbæli og hve öllum líður þar vel undir eins og þeir eru komnir þar irn undir þakið, — enda veit jeg að hann finnur og skilur það manna best. Og nú er ekki annað eftir, mad- dama góð, en að taka sjer Bessa- leyfi fyrir hönd allra vinanna og óska þjer innilega til hamingju œeð sjötugsafmæli og ókomnu ár- in, sem vonandi verða bæði mörg og góð. Og um leið þökkum við 'þjer fyrir allar ánægjustundirnar, gestrisnina og óbrigðula trygð og vináttu. Guð blessi þig, æfinlega! G. N. Skuldaskifti Breta og íra. Dublin, 30. júní. United Press. FB. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum ætlar fríríkisstjórnin ekki að greiða Bretum hálfa aðra miljón sterlingspunda af ársgreiðslum þeim, sem hafa verið deiluefni milli Bretastjórnar og fríríkÍ3- stjórnarinnar síðan De Valera- stjómin tók við völdum. Thomas nýlendumálaráðherra hefir til- kynt í neðrimálstofunni að frum- varp, er snerti þetta mál, verði lagt fyrir þingið, á mánudag. ^s Reyktur lax ódýrari en nokkru sin»i áður. — Rauðmagi, reyktur. Hangikjöt, læii. Riklingur. Svartfuglaegg. Rullupylsur, reyktar. Kjötmeti Piskmeti [ í dósum. Grænmeti ) (UUslGUdí Hðtel Borg. Með eftirmiðdagskaffinu í dag heitar pönnukökur með þeyttum rjóma. Kappreiðar. Nokkrar bendingar til Skeiðvallamefndar. Ekki er alt af logn, þégar kapp- reiðar eru háðar. En eins og allir vita, er mikill munur, á því, hvort hleypt er undan vindi eða mót vindi. Metin mega því ekki mið- ast við tímann eingöngu, heldur hvað vindur flýtir eða tefur fyrir hestunum. — Hestamannafjelagið „Fákur“ ætti að taka upp þá reglu, við hverjar kappreiðar, að hafa þar vindhraðamæli, og mætti smám saman komast að því á þann hátt, hvað vindur háir hestum mikið, þegar hann er á móti, en ljettir undir með þeim, þegar hann er á eftir. Er þetta bæði fróðleiksríkt og ætti að taka tillit til þess við verðlaunaveitingar. Oftast er mikill ágreiningur um það meðal áhorfenda hver hestur scgrar þegar þeir koma inn í bendu. En enginn getur betur um það sagt, en þeir, sem eru á dóm- arapafli. Þó er oft ilt að átta sig á því, þegar margir samlitir hest- ar ryðjast yfir mark í einni bendu. Eru merkin á knöpunum ekki nógu glögg, þar sem þau eru á brjóst- inu, en þeir beygja sig fram á hnakknefið. Betra væri að hafa númerið á hægra upphandlegg. En best væri, og í rauninni sjálfsagt að knaparnir væri í mislitum bún- ingnm, sinn með hverjum lit, eins og annars staðar tíðkast. Það er ekki vansalaust, að sjá knapa eins til fara og þeir voru á seinustu kappreiðum (á hvítasunnu), og hreint og beint hneyksli. En út í það skal ekki lengra farið að sinni. Þessu er beint til fjelags- stjómarinnar, og hún má reiða sig á það, að áhorfendur þola þetta ekki til lengdar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.