Morgunblaðið - 08.07.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.07.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ » Útsef.: H.f. Árvakur, KtrUtTlk. Ritetjðrar: Jðn KJartaneeon. Valtýr StefAnuon. RltatJörn og afgrreiBala: Auaturatrœtl 8. — Slml 100. AuKlýslngraatJðrl: B. Hafbers. AuKlýeingraekrifetofa: Aueturatrœti 17. — fllal 700. Helmaalmar: Jön Kjartanaaon nr. 741. Valtýr Stef&naaon nr. 1110. H. Hafbers nr. 770. ÁakrlftagrJald: Innanlanda kr. 1.00 & m&nuBi. Utanlanda kr. l.SO & aa&nuöi. I lauaaaölu 10 aura elntaklB. 10 aura meS Leabök. frá sjónarmiði Horðmanna. Ósló, 7. júlí. NRP.—PB. Kirkeby Garstad verslunarmála- ráðherra segir í viðtali við Tidens Tegn: „Með uppsögninni á verslunar- og siglingasanmingimum lætur ríkisstjórn íslands það eitt í ljós, að íslendingar óski þess að hafa frjálsa aðstöðu við samningaum- leitanir þær, sem í hönd fara. — Var þetta greinilega tekið fram aí Asgeiri Ásgeirssyni forsætisráð- hérra. Aðalmálið, sem um verður samið :á fundinum, verður án efa saltfisksútflutningurinn. — Vjer álítum þetta mál svo mikilvægt, að vjer álítum samkomulag um lausn þess fyllilega bæta upp lækkun á tollinum á saltkjöti, sem er flutt inn í iandið frá fs- landi. íslendingar hafa valdið oss mjög miklu tjóni með því að demba saltfisksframleiðslu sinni á erlenda markaði („dumpingsalg") án þess að hafa þó sjálfir haft nokkurn hagnað af því. Kröfur íslendinga eru kannske á nokk- urri sanngirni bygðar, en vjer lítum svo á, að verði þeim sint, verði eitthvað að koma í staðinn.“ Bam Linöberghs. Það voru bófar A1 Capone sem rændu barninu og myrtu það. Gímskeyti frá Chicago 29. júní hermir það, að lögreglan þar í borg hafi nú komist að því hverjj- ir það voru, sem rændu bami Lindberghs. Það voru Svíar tveir, bræðurnir Brnst John og Benja- min Sven Appleqvist. Voru þeir þá í óaldarflokki A1 Oapones, en voru báðir drepnir á götu fyrir skemstu. Við húsrannsókn hjá þéim fann lögreglan brjef frá öðr- nm bræðranna eða játningu um það, að hann hafi hjálpað til að rærta drengnum, en hann seglst hafa barist á móti því að hann væri myrtur. Það hefðí einn af bófum Capone gert. Landssýningin í Færeyjum. Hinn 28. þ. m. verður opnrrð iðn aðarsýning í Þórshöfn í Pæreyjum og verður hún opin til 2. ágúst. Hafnarstjomin í Þórshöfn hefir lánað stórt géymsluhús til sýning- arinnar ,en fruhakvöðull hennar og forstjóri mun verá Andreas Ziska kaupmaður. Alt kapp verður lagt á það, að sýningin verði sem fullkomnust svo að hún náí þeim tilgangi sínum að •örfa menn til heimilisiðnaðar. Hlvinnubæturnar, Frá umræðunum á bæjarstjórnar- fundi i gærkvöldi. Eftir ósk Stef. Jóh. Stefáns- sonar voru atvinnuleysismálin tek- in á dagskrá bæjarstjórnar í gær- kvöldi og lagðar fyrir fundinn tillögur frá fulltrúum sósíalista. Fóru þær meðajl; annars fram á, að bæjarstjórnin hefji nú þegar atvinnubætur í stórum stíl, að unnið verði fyrir alt það fje, sem á fjárhagsáætlun er ætlað til verklegra framkvæmda, að leitað verði láns hjer innanbæjar til þess að standast kostnað við at- vinnnbæturnar, að komið verði upp mötuneytum í hænum fyrir fátæklinga o. fl. St. Joh. mælti fyrir till. og lýsti ástandinu í bæn- um, og var það mjög svo sama ræðan sem hann hefir oft haldið í bæjarstjórn, því að það er langt síðan, að þeir fulltrúar sósíalista lýstu ástandinu hjer í bænum svo hörmulega og notuðu svo sterk orð, að þeir hafa ekki aðrar lýs- ingar nje önnur orð sterkari. Borgarstjóri svaraði ræðu hans Sagði hann að nú væri áreiðanlega þörf að bæta úr þeim þrenging- um, sem mörg heimili ætti við að stríða, ef nokkur leið væri til þess. En þegar ætti að taka ákvörðun um að hjálpa, þá yrði alt erfiðara viðfangs. Og hann kvað sig furða að alþýðuflokksfulltrúarnir skyldi orða till. sínar eins og þeir gerðu, iví að þeim væri það fyllilega ljóst og þeir vissu það ofurvel, að fjárhagsástæður bæjarins væri jannig, að ekki hefði verið hægt að framkvæma meira en gert hefir verið, og áð ekki sje sýnilegt að hægt sje að ráðast í neinar veru- legar framkvæmdir að svo stöddu. Fyrstu till. væri því ekki hægt að samþ., því að ekkert fje væri fyrir í bæjarsjóði. En þessir bæj- arfulltrúar myndu hafa ætlað að bæta úr þessu með að taka lán hjer innanbæjar. Það hefði nú verið reynt oft áðnr, seinast í liaust, og ekki gefist og því ekki miklar líkur til þess að það feng- ist nú. Þá væri og till. frá þeim um það að leita til ríkissjóðs. Um það mætti ræða, en niðurstað- an mundi verða sú, að ríkissjóður væri ekki mikið betur settur með handbært fje heldur en Rvík. — í till. væri talað um að auka þá vinnu, sem ekki væri atvinnubóta- vinna. Þar um væri að segja, að bærinn hefði altaf haft eins marga menn í vinnu og hægt hefði verið, og afleiðingin væri nú t. d. sú, að bærinn hefði aukið lausaskuldir sínar á 4. hundrað þús. króna, frá nýjári, í viðbót við skuldina frá fyrra ári, sem enn stæði óhreyfð., Það væri því ekki glæsilegt útlit með það að hægt væri að veita fleiri mönnum vinnu fyr en tekj- ur bæjársjóðs færi að innheimtast. ITm það að koma á fót mötuneyt um sagði hann að sú leið væri fær, og rjett væri að koma því máli í framkvæmd, enda þótt þessi fundur gæti ekki tekið fulln- aðarákvörðun nm það. Jakob Möller: — Um það verður ekki deilt, að bænum ber skylda til þess að bjálpa mönn- nm þegar þá rekur upp á sker, en um hitt verður beldur ekki deilt að það er skylda bvers einstak- Tings að reyna að sjá sjer farborða eins lengi og hann getur. Og þar sem menn hafa með sjer skipnlags- bundinn fjelagsskap, þá er það skylda þess fjelagsskapar að gera alt sem í hans valdi stendur til » i . þess að gredða fyrir fjelögum sín- um. En það lítur svo út, sem starf- semi þeirra fjelaga, er þykjast berjast fyrir hágsmunum verka- manna, gangi í þá átt að koma í veg fyrir að þeir sæti þeirri atvinnu, sem þeir eiga k'ost á. — Allmikill fjöldi manna getur nú fengið atvinnu, sæmilega borgaða, en það stendur á viljanum til að taka atvinnunni, eða öllu heldur á því að fjelagsskapurinn vilji leyfa mönnum að vinna. Bæjarstjórnin verður að íhuga vel þær kröfur er til hennar koma um að bæta úr- ástandinu. Og hún verður að komast að niðurstöðu um það, hve margir eru eftir at- vinnulausir, þegar fengið hafa at- vinnu, allir þeir sem nú er boðin atvinna, eða geta fengið atvinnu. Það kemur ekki til mála að bæj- arstjórn fari nú að gera neinar ályktanir um það hvað á að gera, heldur á hún að taka málið til rækilegrar íhugunar. Jeg vil benda á það, að atvinnu leysingjar geta vafalanst gert til- raunir að útvega sjer atvinnu, þótt ekki sje hún boðin þeim. Og hvað ætti að vera því til fyrirstöðu að fjelagsskapur verkamanna reyndi að gera eitthvað í þessa átt. Það mnn t. d. vera hægt að fá á leigu síldarbræðslustöð og skip til veiða — því reyna þeir ekki að fá þau framleiðslutæki og bjarga sjer sjálfir ? Það er skylt að fjelags- skapur þeirra sýni meiri alvöru en hann hefir gert í því, að gera eitthvað virkilegt í þá átt að sjá hagsmunnm verkamanna borgið. Hjalti Jónsson kvaðst ekki vilja að bærinn legði í aðrar atvinnu- bætur en þær, að vinnan þæri ein- hvern arð, t. d. að stundaðar væri fiskveiðar á bátum hjer í fló- annm með það fyrir augum að láta menu hafa atvinnu þar við, og bæjarbúa fá ódýran fisk. Hann kvaðst fylgjandi því, að mötuneyti væri komið npp, en á móti því að það væri gert með engri fyrirhyggju. Bæjarstjórn yrði áður að tryggja sjer ódýran fisk, ódýra síld og ódýrt kjöt. Sigurjón Ólafsson þvældi lengi og var því líkast sem hann væri að halda kosningaræðu, enda bafði hann svo bátt að heyra mætti út í garðinn, þar sem kommúnistar voru. Eins var nm Ól. Friðriksson — Sigurjón komst að þeirri merki- legu niðurstöðu, að ef vinnulaun læbkuðu, þá hlyti íslenskan krótí- an að falla, en viðurkendi þó, að með aukínni framleiðslu (er aðeins fæst með lækkuðu baupi), mundi fást aukinn gjaldeyrir. Ólafur sagði að verkamenn gæti ekki tek- ið á leigu síldarverksmiðju og skip, því að þeir hefði ekki efni á því — og kom það ekki alveg heim við það þegar bann er í AI- þýðnbl. að heimta framleiðslutæk- in í hendnr verkamannanna. Að loknm var samþ. till. frá Jak. Möller og Einari Amórssyni að vísa till. alþýðufulltrúanna til fjárhagsnefndar til atbugunar og síðán kvatt til auka-bæjarstjóm- arfundar er nefndin telur það nauðsynlegt, enda hraði hún störf- um sem mest. Ljótur leikur. Kl. 5 síðd. í gær söfnuðust kom- múnistar saman fyrir ntan Good- templarahúsið á meðan bæjar- stjórnarfundur fór fram. Ljetu peir ófriðlega, og varði öflugt lögreglulið dyr hússins fyrir þeim, til þess að tryggja, að fundur gæti farið friðsamlega fram. Brátt dreif þarna að fjölda fólks, • til að forvitnast um, hvað á seiði væri. Tók nú Einar Olgeirs- son til máls af tröppunum í Þórs- hamri og talaði um, hvers verka- lýðurinn krefðist um atvinnubæt- ur, en mintist auðvitað ekki einu orði á, hvað hægt ‘ væri að gera í þeim efnum. Yar ræða bans tóm- ar fullyrðingar og lýðæsinga blað- ur. Kom bann hvergi nærri þeim raunverulegu örðugleikum, sem atvinnulífið á við að búa. Hvers vegna bar E. O. ekki upp tillögu um, að útlendar þjóðir hækkuðu verðið á afurðum okkar ? Því næst bar E. O. fram tillögu um það, að heimta borgarstjórann út iá götuna til þess að standa fyrir máli sínu — og íljet yfirleitt eins og fífl og aumingi. Stefán Pjetnrsson tók einnig til máls. Hans skýring á örðugleik- unum var þessi: Atvinnurekendur notuðu ríkisstjórnina til þess að kúga verkalýðinn til kauplækkun- ar, svo að þeir gætu safnað sem mestum gróða. Ekki mintist bann einu orði á, að afurðir landsmanna hefðu fallið neitt í verði. — Er skemst frá að segja, að þessi mað- ur gerði sjer far um að æsa lýS- inn með ósvífnum ósannindum og blekkingum. Ýmsir fleiri höfðu sig jarna frammi, þ.á.m. Jens Figved, sem er nýkominn frá Rússlandi, Haukur Bjömsson o. fl. Þegar hjer var komið sögu, þjöppuðust kommúnistar saman við dyr Templarahússins, börðu húsið að után og reyndu bvað eftir annað, að brjótast til inn- göngu, en lögreglan stóð fast fyrir. Grófu þeir upp möl og sand úr götunni og köstnðu hverri hnefafylli af annari framan í lög- regluþjónana, en þeir sýndu hina mestu stillmgu og voru sýnilega staðráðnir í, að komast hjá vand- ræðum. En þegar húfunni var kast- að af einum þeirra og rifið í hár hans, og jafnframt að nýju gerð árás á dyrnar, þá brá lög- reglan kylfnnum á loft. Og nú hófst ljótnr leikur. ,Fínu‘ kommúnistarnir, með flibbana höfðu nú lokið sínu hlutverki, að æsa upp lýðinn og stóðu fjarri með sígarettur í munninum. Þeir, sem kastað höfðu sandinum úr nokkurri fjarlægð, flýðu alt bvað af tók. En þeir, sem næstir voru dyrunum urðu fyrir hrindingum lögreglunnar, og höggum bennar þeir, er mótþróa sýndu. — Gekk lögreglan rösklega fram og hafði á svipstundu rekið allan hópinn frá dyrvím hússins og út í Templ- arasund. Tveir uppþotsníenn voru blóðugir á höfði. Var nú um stund kastað grjóti utan af götunni og mölvaðar margar rúður í Templarahúsinu. Flugu steinarnir inn yfir fundar- salinn. Þar með lauk óspektnnum meðan fundurinn sat. En Elnar Olgeirsson kom nú aftur fram á tröppumar í Þórs- hamri og sýndi blóði drifinn annan ^^ þeirra manna, er fengið hafði högg í höfuðið. Var svo að sjá, sem, E. O. væri hróðugur af þessari uppskeru af æsingaræðum þeirra fjelaga. Sjálfur var E. O. auð- vitað ómeiddur og „borgaralega“ þrifinn og hreinn, því að hann hafði látið sjer nægja hlutverk íkveikjumannsins, en aðrir orðið fyrir þeim liöggum, sem hann og Stefán Pjetursson voru vald- ir að. Skyldn nú kommúnistar vera þakklátir þessum tveimur „leið- togum1 ‘ fyrir forystu þeirra þarna ? Skyldi þeim finnast þetta vera hetjur — eða ógeðslegir aum- ingjar1 Hausner. Hinn 3. júní lagði pólski flug- m'aðurinn Stanley Hausner á stað frá New Jersey og ætlaði að fljúga til Warschau. Spurðist síS- an ekkert til hans og töldu hanii allir af. þangað til 12. júní aS loftskeyti kom frá enska gufu- skipinu „CirceshelT ‘ um að það hefði bjargað honum 800 km. vest- ur af Oporto. Það er af Hausner að segja að alt gekk vel fyrst í stað, en að kvöldi hins fyrsta dags bilaði flug- •vjelin og neyddist hann til þess að setjast á hafið. Þarna hrakti hana fram og aftur í 8 daga og mua þaS hafa verið ill æfi, sem hann } átti, enda var hann svo aðfram kominn þegar honum var bjargað, ao hann væri nærri rænulaus, en hafði þó sinnu á því að biðja skip- verja á „CireesheU“ að senda skeyti til konunnar sinnar. Það var hreinasta tilviljun að „Circeshell“ skyldi rekast á flug- vjelina og taka eftir henni því að dimt var af nótt. Og vegna myrk- urst treystist skipið ekki til þess að bjarga flugvjelinni. gn ljet hana sigla sinn sjó. Flugvjelin mun hafa verið Jítið skemd. og vár þegar sent víðboð til allra skipa, sem voru á leið yfir Aflantshaf að gefa gætur að. henni og revna að bjargá henni. Grænlandjsdteikui. Hafnarblaðið Politiken skýrir frá því, að danska stjórnin ætli sjer ekki að svará seinustu orðseadingu norsku stjóm arinnar út af Grænlandsdeilunni. (NRP—FB).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.