Morgunblaðið - 08.07.1932, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.1932, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Rugl$8lnsadas!iðk Gólfteppi óskast til kaups. Forn- salan, Aðalstræti 16, frá 12—3. Sími 1529. „Listviðir' ‘ koma ekki út í júl- mánuði, ekki fyr en eftir sum- arfríið. Askrifendum blaðsins verð- ur tilkynt nánar síðar. Allar tegnndir af nýjum fiski, bæði úr vötnum og sjó. Símar: 1456, 2098 og 1402. Hafliði Bald- vinsson. Tapast hefir veski með mynd- um og dálitlu af peningum. Finn- andi er vinsamlega beðinn að skila því í Þingholtsstræti 28 (kjallara) gegn fundarlaunum. Tli sölu, ýmiskonar blóm í pott- um, veæð frá 85 aurum. Ennfrem- ur blóm til útplöntilnar (Mimulus, Linaria o. fl.). Selt kl. 3%—5 síðd. í dag og næstu daga í G-róðr- arstöðinni (hús Ragnars Ásgeirs- sonar). í ferðalög á sjó eða landi, ættu konur og kariar að kaupa sælgæt- ið og tóbaksvörurnar í Tóbaks- húsinu, Austurstræti 17. Dömuhattar gerðir upp sem ný- ir. Lágt verð. Ránargötu 13. Matur og kaffi mest, best og ódýrast í Heitt & Ealt. Engin ó- maltslaun. Glænýr lax og silungur fæst Nordalsíshúsi, sími 7. HelgidagalöggjSfín. Prestafundurinn viU henni breytt að mun. fá Dilkarúllupylsumar alþektu — fást enn þá í Nordalsíshúsi, sími 7, Allskonar grænmeti, útlent og innlent. Flóra, Vesturgötu 17 Sími 2039. I ijærvern minni gegnir herra Iæknir Jens Jóhannessen sjúklingum mínum. Árni Pjetnrsson. Er hnð yðar slæm? Ef þjer hafið saxa, sprungna húð, fílapensa eða húðorma, notið þá Rósól Glycerin, sem er hið full- komnasta hörundslyf, er strax græðir og mýkir húðina og gerir hana silkimjúka og fagra. Varist eftirlíkingar. Gætið þess að nafn- ið Rósól sje á umbúðunum. Fæst í Laugavegs Apóteki, lyf ja- búðinni Iðunn og víðar. H.f. Efnagerð Reykjavíkur. Hýkomlð: Bláber þurkuð. Kirsuber þurkuð. Púðursykur. Salatolía. Á aðalfundi Prestafjelags Is- lands var rætt um helgidagalög- gjöfina. Taldi fundurinn að brýn þörf væri á að hún sje endurskoð- uð, og breytt þannig, að lögð sje áhersla á eftirfarandi atriði. 1) Yerkalýður á sjó og landi eigi skýlaust rjett til hvíldar á öllum helgidögum þjóðkirkjunnar frá vinnu, sem fresta má án veru- legs tjóns, enda sje þá bönnuð öll slík vinna. 2) Þeir, sem þurfa að vinna slíka vinnu á helgidögum, eins og t. d. bílstjórar, fái þá hvíld einhvem annan dag vikunnar, og ennfrem- ur sje þess gætt, að sami maður- inn þurfi ekki að vinna nema ann- an hvern sunnudag. 3) Um jólin hafi sjómenn rjett til að vera í höfn, óg heima, ef því verður við komið. 4) Báða daga stórhátíðanna þriggja, skírdag og föstudaginn langa, sje undantekningarlaust bannaðar vínveitingar á opinberum veitingastöðum. Enn fremur sje undantekningarlaust bannaður dans á opinberum veitingastöðum fyrra dag stórhátíðanna, skírdag o g föstudaginn langa. 5) Bannað sje, að kosningar til Alþingis fari fram á helgidögnm þjóðkirkjunnar. 6) Onnur ákvæði núgildandi helgidagalöggjafar sje í engu skert. Vegna helgidagalöggjafarinnar var síðan kosin þriggja manna starfsnefnd og hlutu kosningu: Cand theol Sigurbjörn Á. Gísla- son ritstjóri, síra Ingimar Jóns- son skólastjóri og síra Sveinbjörn Högnason skólastjóri. Dagbók. Veðrið í gær (kl. 5 síðd.): Hæg- viðri og tvíátta. Víða þoka á N og A-landi, en bjart veður vestan lands. Hiti 10—14 stig. Suðvestur af Reykjanesi er lægðarmiðja á hreyfingu NA. — Veldur hún regni um vestanverðar Bretlandseyjar og lítur út fyrir að regnsvæðið muni einnig ná til suðurhluta ísilands á morgun. Veðurútlit í dag: NA- og A- gela. Úrkomulaust fram eftir deg- inum, en hætt við rigningu síð- degis. Vjelbátur brennur. Aðfaranótt miðvikudags var vjelbáturinn Elliðaey1 ‘ frá Vestmannaeyjum ,ð veiðum úti fyrir Reykjanesi og kom þá skyndilega eldur upp í bátnum. Ætluðu bátsmenn fyrst ! setja vjelina í gang og kom- ast til Grindavíkur, en það var enginn kostur, því eldurinn magn- aðist svo ört. Vildi bátsverjum það til lífs, að þeir höfðu smábát með og komust í iand í Sandvík. Báts- verjar voru 5; tveir brendust tölu- vert. Vjelbáturinn gereyðilagðist. Stórstúkuþingið verður sett í dag og hefst það með guðsþjón- ustu í fríkirkjunni kl. 1 e. h. — Síra Björn Magnússon á Borg prjedikar í kirkjunni; en síra Ámi Sigurðsson þjónar fyrir altari. KnattspjTmumót fslands. Úrslita- kappleikurinn fer fram í kvöld kl. 8y2. Keppa þá K. R. og Valur. Hverjir verða íslandsmeistarar ? — Ef úrslit verða í kvöld afhendir forseti í. S. í. íslandsbikarinn; ásamt 11 heiðurspeningum til sig- urvegaranna. Þetta verður vafa- laust „spennandi“ kappleikur, er allir verða að sjá. Skipafrjettir. Gullfoss er á Ak- ureyri. — GoðafoSs fór frá Hull 5. þ. m., áleiðis til Reykjavíkur. — Brúarfoss var væntanlegur til Kaupmannahafnar í gær. — Detti- foss fór frá Vestmannaeyjum í gær, áleiðis til Hulil og Hamborg- ar. — Lagarfoss var á Reykjar- firði í gær. — Selfoss kom til Reykjavíkur í fyrrakvöld kl. 6. Jarðskjálftakippir hafa fundist hjer af og til nokkra undanfarna daga, og stundum margir á dag. Hafa þeir verið ósköp vægir, og virðist svo, sem meira hafi borið á þeim í Miðbænum og Vestur- bænum heldur en Austurbænum. Fólk sem býr ofarlega í Austur- bænum er beðið að láta vita ef það hefir orðið vart við kippina. Venjulegast eiga jarðskjálftar, er hjer finnast, upptök sín hjá Hengl inum eða á Reykjanesi, en þar hefir ekki orðið neitt vart við jarðskjálfta að undanförnu. Útvarpið í dag: 10:00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnír. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Grammófóntónleikar: Piano- sóló: Ignaz Friedman leikur: Polo- naise í As-dúr, eftir Chopin; Wil- helm Baehaus leikur: Vals í Des- dúr og Etude í C-moll, eftir Cho- pin og Waldesrausehen, eftir Lizt. 20.00 Klukkusláttur. Grammófón: Forleikur úr „Jfónsmessunæturi ljdraumnum“ eftír Mendelsohn. Ein- söngur: Lög eftir Schubertj Standchen og Ungeduld, súngin af Slezak; Erlkönig og Der Tod und dás Mádchen, sungin af Sop- hie Braslau. 20.30 Frjettir. Músík. Skrílslæti Ólafs Friðrikssonar. í fyrrakvöld var haldinn sameig- inlegur fundur í Dagsbrún og Sjómannafjelagi Reykjavíkur. — Voru þar samþyktar ýmsar til- lögur, sem forsprakkarnir höfðu meðferðis á fundinn. Að því loknu vildu sjómenn fá að ræða ýms mál, sem þeim einum var við- komandi, en það vildu forsprakk- arnir ekki. í þess stað ákváðu þeir að fara „kröfugöngu“ til Sveins Benediktssonar og fleiri bæjarmanna. Var svo haldið af stað með Ólaf Friðriksson og rauða fánann í broddi fylkingar. Staðnæmst var fyrir utan hús foreldra Sv. Ben. við Skólavörðu- stíg, með óhljóðum og látum. —• Móðir Sv. Ben. var ein heima, með tveimur dætrum sínum, tólf ára og voru þær háttaðar. Er þær heyrðu lætin úti, klæddu þær sig og fór móðir Sv. Ben. út á tröpp- urnar og spurði hvað þessi læti ættu að þýða. Ólafur Friðriksson var fyrir svörum og bað hana að fara inn, en því neitaði hún og beið á tröppunum, þar til söfn- uðurinn hvarf burtu með söng og hárevsti. Nokkru síðar (kl. um 12%), er Sv. Ben. var á ileið heim til sín, gengu nokkurir menn í veg fyrir hann neðst á Skóla- vörðustígnum og báru hann þeim brigslyrðum, að hann hefði flúið að heiman. Sveinn svaraði mönn- um þessum, að hann væri altaf til- búinn að ræða mál Síldarverk- smiðjunnar, hvort heldur væri á borgarafundi, Sjómannafjelags- fundi eða hvar sem þeir kysu. — Safnaðist þama margt manna og lá við riskingum, en lögreglan kom að og stilti til friðar. Hefir Mbl. sannfrjett, að sjómenn væri afar óánægðir yfir framkomu Ieiðtog- anna, sem og von er, Er það vissu- llega hart fyrir sjómenn, að þola það að ólafur Friðriksson skuli fá að saurga nafn þeirra stjettarfje- llags með skrílslátum sínum. J Sáttmálasjóður. Úr hinum danska jhluta lians verður á þessu ári út- lilutað um 20.000 krónum til efl- ingar menningarsambandi milli Danmerkur og íslands, til eflingar íslenskum rannsóknum og vísind- um og tiil styrktar íslenskum náms mönnum. Enn fremur fæst styrk- ur til þess að stunda sjerfræði er- lendis, til ferðalaga, háskóladval- ar, fyrir samning og útgáfu vís- indalegra og fræðandi rita og svo framvegis. Umsóknir eiga að vera á dönsku og verða þeim að fylgja nákvæmar upplýsingar. Stúdentar eiga að nota umsóknareyðublöð Kaupmannahafnarháskóla. Eiga umsóknir að vera komnar fyrir 1. september til „Bestyrelsen for Dansk-Islandsk Forbundsfond“ — Kristianngade 12, Köbenhavn K. Hjónaband. Fyrir nokkrum dög- um voru gefin saman í hjónaband í Kaupmannahöfn Thyra Lange tannlæknir og Pálmi Loftsson framkvæmdastjóri. Óspektir kommúnista hjeldu á- fram til og frá um götur borgar- innar, eftir bæjarstjórnarfundinn í gær. Um stund elti múgurinn Svein Benediktsson og á Hverfisgötunni hafði Ient í slag og meiddist þar einn mað- ur úr varaliði lögreglunnar. — 1 gærkvöldi var æsingafundur við Yarðarhúsið og síðan famar kröfu göngur um göturnar. Seint í gær- kvöldi komu kommúnistar saman í fundarhúsinu í Bröttugötu og Ijetu þar skrásetja menn til árása á lögregluna, ef á þyrfti að hálda. Kafarinn, sem fór hjeðan með Gullfossi til Siglufjarðar, var í allan gærdag að kafa til og frá við bryggjurnar, en varð einskis vísari. f hafnarstjóm voru kosnir á bæjarstjómarfundi í gærkvöldis Einar Arnórsson, Jón Ólafsson og Sig. Jónasson úr bæjarstjóm, en utan bæjarstjórnar Ól. Johnson konsúll og Jón A. Pjetursson hafn- sögumaður. Bama-wamanefnd var kosin á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi: Sig. Jónsson skólastj., frú Guðrún Jónasson, Maggi Magnús læknir, Jón Pálsson fyrv. gjaldkeri, Katr- ín Thoroddsen læknir, Hallgr. Jóns son kennari og frú Aðalbjörg Sig- urðardóttir. Til vara: Stefán Sand holt bakari, frú Guðrún Briem og Laufey Valdimarsdóttir. Snæfellsförin. Svo almenn þátt- taka hefir orðið í ferðinni með „Selfoss“ til Stapa, að hún er nú ákveðin, svo framarlega sem veður leyfir. Verði veður hagstætt eiga þátttakendur von á óvenju- lega skemtilegri ferð um einar sjerkennilegustu slóðir landsins. Fármiðar verða enn seldir í dag á skrifstofunni í Pósthússtræti 9 og kosta aðeins 10 krónur. Selfoss fer einnig til Sands og Ólafsvíkur en kemur að Stapa í bakaleiðinní og tekur þar þá farþega, sem þar hafa farið í land. Farið verður hjeðan kl. 6 á laugardagskvöld, en aftur frá Stapa um M. 6, á sunnudagskvöld. Samlag fiskframleiðenda á Finn- tnörk hefir á aðalfundi í Hamm- erfest fallist á samning við United African Company um sölu á salt- fiski til Afríku. Er hjer um að ræða samlagssölu allra stærstu fiskútflytjenda í Norður-Noregi. (NRP—FB). Skemtiför Heimdallar. Heim- dallur fer í skemtiför til Akra- ness á morgun, eins og auglýst hefir.verið hjer í blaðinu. Lagt verður af stac kl. 5 síðd., með ð *■* fataefni sem jeg hefi til • sýnis í gluggum Brauns- •; verslunar. Vigfús Guðbrandsson j klæðskeri. Borgarfiörður, Borgarnes fastar ferðir hvern ntánndag og fimtnd. fiá Bifrelðastöð Hristins. Sfmar 847 og 1214 Kviðslit Monopol kufðslitsbfndi, amerísk teg., með sjálfvirk- um loftpúða og gúmmí- belti. Notað dag og nótt án óþæginda. Sendið mál með pöntun. Einfalt 14 kr., tvö- falt 22 kr. Frederiksberg kera Laboratorium Box 510. Köbenhavn N. Hann er bestnr og þar að anki innlendnr. Eftir komu Suðurlands í Borgarnes, á laugardögum, er dans á Hótel Borgarnes ltl. 9. — Þriggja manna hljómsveit spilar. Suðurlándinu. Fundur verður háld: inn með ungum Sjálfstæðismönn- um á Akranesi kl. 8% og síðan stiginn dans fram eftir kvöldinu. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess, að fjelagar geti sofið í mjög stórri hlöðu, sem nýtt hey er komið í. Á sunnudaginn verður gengið á Akrafjall. Lagt verður af stað heimleiðis kl. 12 um, kvöldið. Farmiðar kosta kr. 3.00. Þeir verða seldir í dag frá kl. 3 —7 síðd. og á morgun frá 9—2 síðd. á skrifstofu Heimdallar í Varðarhúsinu. Danski sendiherrapn hr. F. Fon- tany, hefir gefið stóran og faJl- legan bikar, til þess að keppa um í knattspyrnu, á milli D. 1. og skipverja af dönsku strandvamar- skipunum. Er þetta farandhikar, ísem gert er ráð fyrir að kept verði ‘um árlega hjer í Reykjavík. f ágústmánuði n.k. verður kept um bikarinn í fyrsta skifti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.