Morgunblaðið - 19.07.1932, Síða 3

Morgunblaðið - 19.07.1932, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ ^HorgttttMaMfc Öt*ef.: H.f. Árvakur, Iteyklavlk. Sítatjðrar: Jön KJartan«»on. Valtýr Stefinaaon. HltBtJðrn og afgTelBala: Auatuntrœtl g. — Slaal 100. AUKlýslngaatJörl: B. Hafbsr*. AuKlýsinsaskrlf stof a: Austuratrætl 17. — Stssl 700. Helmasímar: Jön Kjartanason nr. 741. Valt?r Stefánsson nr. 1110. E. Hafbergr nr. 770. Áskrlftagjald: Innanlands kr. 1.00 á mánuBl. Utanlands kr. 2.S0 & ssánuBl. 1 lausasölu 10 aura slntaklé. 10 aura msB Lssbök. Fcereysk útgerð á Langanesi. Grunnólfsvík, 8. júlí FB. Þ. 9. f. m. komu hingaS tveir færeyskir kútterar, Seagull og Krosstindur og ætla þeir að liggja hjer í sumar og veiða fisk í ís, helst ýsu, og sigla svo með aflann til Englands. Skipin hafa með- ferðis 7 báta og eiga skipshafn- irnar að stunda veiðarnar í þeim og veiða á línu. Skipin veiða í fjelagi og hafa alt sameiginlegt. Skipshafnirnar eru ráðnar upp á hlut. Fá þær helming aflans, en ljeggja sjer til fæði. Alt annað hafa þær frítt, t. d. ieggja skipin til báta, ís og beitu. Fyrst verður veitt í annað skipið, og þegar það er fullfermt setur það nokkuð af skipshöfnunum og bátum yfir í hitt skipið áður en það siglir til Englands. Er þá gengið að því að fylla síðara skipið, en að því búnu er ráðgert að setja hjer á land 14 menn með fimm báta og láta þá stunda veiðar, þangað til fyrra skipið kemur frá Englandi. Skip- stjórarnir hafa nú gert samninga við kaupm. Jón Björnsson og Jóh. Tryggvason á Þórshöfn um kaup á þeim fiski, sem veiðist þann tíma, sem skipin eru fjarverandi. Skipin hafa enn aflað heldur lítið, aðallega vegna síldarskorts. Ann- að skipið hefir farið eina ferð til Englands og seldi það aflann í Aberdeen, ea. 460 körfur fyrir 154 sterlingspund (ýsuna), og annan fisk fyrir 20 sterlpd. Færeying- arnir voru ánægðir með söluna. Alþjóðaviðskifti. Washington 17. júlí. United Press. FB. Utanríkismálaráðuneytið hefír tilkynt, að nokkrar líkur sjeu fyrir því,' að Bandaríkin muni taka þátt í alþjóðaráðstefnu um yið- skiftamál þjóðanna. — Lindsay sendiherra Bretlands, hefir tilkynt utanríkismálaráðuneytinu, að þjóðabandalagið rœuni bjóða Bandaríkjunum að taka þátt í ráðstefnunni. Lindsay ljet svo um mælt, að eigi væri unt að halda þessa ráðstefnu fyr en í haust, vegna Ottawa-ráðstefnunnar, Herforingi látinn. London 17. jíilí. United Press. FB. Látinn er í London Plumer lá- varður, sem hafði á hendi stjórn Bretahers á ítölsku vígstöðvunum í heimsstyrjöldinni. Hann var 75 úra gamall. Rfhjúpun minnisuarða Leífs heppna á sunnuðaginn. Drungalegt veður var á sunnu-1 harðgerða ciagsmorguninn, og gekk á með skjól og rigningarskúrum af austri. Leit því ekkert vel út m'eð hátíðahöldin á Skólavörðuhæð. Betur fór þó, en á horfðist. Rjett um hádegisbilið stytti upp, og hjelst veður úr- komulaust uns afhjúpunin og ræðuhhöldin voru um garð gengin. En bæjarbúar ljetu það lítt á sig fá, þó ískyggilegt væri veður og úrkomulegt. Hafa e. t. v. faríð að heiman með orðtakið gamla á bak við eyrað, að enginn sje verri þó hann vökni. Nokkuð er það, að mannsöfnuðurinn á Skólavörðu- hæð skifti þúsundum löngu fyrir kl. 2, og varð engri áætlun við það komið, hve þar væri margt- manna, Um hverfis hið hjiípaða minn- ismerki hafði verið komið fyrir fánastöngum og öðrum minni stöngum, er hjeldu uppi blóm- sveigum og skartböndum, en fán- arnir voru Bandaríkjafánar og íslandsfánar. Á malbomu svæði, sem sljettað hefir verið framan við mvndina, voru bekkir settir fyrir þetta tækifæri, þar sem sæti höfðu gestir ríkisstjórnarinnar og aðr- ir. Var svæðið girt vjeböndum. Iln ræðustóll var fyrir miðju fram- anvið líkneskið. Hljóðnemi var á ræðu-stól, svo útvarpað varð ræð- unum, en gjallarhorn var hátt á þaki húss Geirs Tliorsteinssonar við Skólavörðustíg, er flutti mann- fjöldanum ræðurnar skýrt og greinilega af vörum ræðumanna. Meðan gestir söfnuðust í sæti ljek lúðrasveit ýms lög. Forsætisráðherra stýrði athöfn þéssari. Kynnti hann sendiherra Bandaríkjanna Mr. öoleman fyrir mannfjöldanum með nokkrum orð- um. En síðan tók sendiherrann til máls. Ræða hans birtist hjer í ísl. þýðingu: Ræða sendiherra Bandarikjanna. Fyrir hönd tanda minna, kem jeg frá vesturálfu heims í auð- mýkt og með virðingu til þess- arar fornu vöggu landnáms og menningar með gjöf frá þjóð minni til minningar um djarfan og hugrakkan fslending og í til- efni af þiisund ára minningar- hátíð Alþingis. Þótt nöfn og afreksverk fornra her- og sjóliðsforingja gleymist, ganga sagnir um þrekvirki hinna stóru landkönnuða frá kynslóð til kynslóðar og eru þannig ódauð- legar. Hvert barn í Bandaríkjum Vesturheims Byrjar á sögu þjóð- ar sinnar með lestri hinna stuttu annála um Leif Eiríksson og ferða lags hans til hins fjarlæga heims- hluta, gagntekið af frásögninni um þetta hættufyrirtæki og þraut- seigju hans með að leiða fyrir- ætlanir sínar til lykta. Oss er kunnugt, að hann dvaldi, ásamt skipshöfn sinni, á strönd- um vesturhvels jarðar, og þar sem hugmyndaflug vort ekki fer í bága við sögulegar staðreyndir er oss Ijúft að ætla, að strönd Nýja Englands vors hafi veitt þessum flokki Norðurlandabúa lífsviðurværi. Það er langt um liðið síðan stór eylönd voru numin og því lengra síðan heilar heimsálfur voru fundnar. Vjer getum gert gre.in fyrir fjárhagslegum orsök- um þess, að menn fluttust bú- ferlum frá einni heimsálfu til ann- arar og einnig fyrir orsökum slíkra flutninga vegna stjómar- farslegra þvingana, en þær hvatir eru oss undur, sem knúðu menn til farar á smáskipum út í hið algerlega ókunna. Það er æfintýr- ið mesta, Nú á tímum getum vjer ein- göngú rannsakað ljósvakann og iður jarðar, og náttúran hefir máske af visku sinni takmarkað tilraunir vorar til að fá frekari þekkingu á leyndarmálum sínum. Mannkjuiið hefir jafnan verið námfúst. Eftir að hafa lokið land- námi hefir það snúið huga sínum og eðlisgáfum að þeim öflum náttúrunnar sem auka heilbrigði, unað og þægindi dauðlegra manna um heim allan. Vjer höfum ekki látið fund Leifs Eiríkssonar á landi voru þakklætislausan. Nær þúsund ár- um síðar færðum vjer íslandi símann, sem í dag tengir yður við umheiminn og rafmagnsljósið, sem þjer unið yður við á vetrar- kvöldum. Uppgötvanir sem gerðar eru á Vorum stóru rannsóknarstofum eru yður jafnan til nota og gagns. Og þannig ehdurgjöldum vjer yður. Á þessum tímum þurfa allar þjóðir heims aðstoðar hvorrar annarar, og sameiginlegir erfið- leikar þeirra og neyð, hrópa hátt um sameiginlega úrlausn. Engin þjóð getur nú verið sjálfri sjer nóg og biðið þess, að tækifæri gefist, til að hagnast á veikleika og fátækt nábúanna. Eingöngu fá- visku valdhafanna, eða tregða þeirra til að hefja nýja og betri stjórnmálastefnu, getur hindrað oss í að njóta ávaxta verka vorra. Heimurinn hefir ætíð litið með undrun og aðdáun á harðsnúinn vilja íslendinga til lífs og fram- þróunar og vilja þeirra til að vera framarlega í röðinni meðal annara þjóða, Megusm vjer ekki vænta þess, að yður verði að finna meðal þeirra sem kjörið hafa sj'er þetta rjettláta einkunnarorð: Lifið og látið lifa? Vinir mínir, og nú á t.ímum, ekki fjarlægir nágrannar, stjórn ,mín hefir óskað þess, að jeg af- hendi þetta frábæra líkneski af Leifi Eiríkssyni sem gjöf til ís- lonskn þjóðarinnar frá Bandaríkj- um Vesturheims. Jeg skoða það sem sjerstakan heiður að vera milligöngumaður milli þjóða vorra og mjer er það gleðiefni að fá yður þennan minnisvarða í hend- ui' sem tákn sameiginlegrar og ævarandi vináttu. Meðan sendiherrann talaði lýsti heldur í lofti, en jók jafnframt á austankaldann, svo snarplega tók í hjúpinn er sveipaður var utan- um líkneski Leifs. Var sem hinn hressilegi andsvali vildi gefa mynd inni mál, eða minna þá á, sem við- staddir voru, að stormásamt hefði vf.rið um þann, sem heiðraður var með minningarathöfn þessari. Jafn framt því, sem sendiherr- ann lauk máli sínu tók hann í band það er lijúpnum hjelt um Leifsmyndina, svo það fjell á svip- stundu, ræðumaður gekk af palli, en mannfjöldinn tók ofan og laust upp ferföldu húrrahrópi. Því næst ljek Lúðrasveitin þjóð- söng Bandaríkjanna, Þá tók til máls Ásgeir Ásgeirs- son. Nokkuð af ræðu sinni mælti hann á ensku. Ræða forsætisráðherra. Mr. Coleman, sendiherra Banda- ríkjanna, háttvirt samkoma ! Við erum hjer saman komin til að minnast Leifs Eiríks^onar og afreka hans og til þess að taka við þessari virðulegu gjöf frá hinni miklu og auðugu þjóð, er nú byggir það land, sem Leifur fann, það land, siem Þorfinnur karlsefni gerði tilraun til að nema, land- ið, þar sem Snorri sonur Þor- finns fæddist fyrstur hvítra manna. Þessi gjöf er bkkur kær- komin og jeg bið sendiherra Bandaríkjanna, Mr. Coleman, að flyt.ja forsetanum og þjóð sinni okkar innilegustu þakkir. Gjöfin mun eiga þátt í að varð- veita góðan hug og samúð milli liinnar fámennu þjóðar, sem þetta lancl byggir og hinnar miklu þjóð- ar Bandaríkjanna. Þessi kveðja Bankaríkjanna er okkur hjart- fólgin. Við metum ekki þjóðirnar eftir mannfjölda heldur mann- g'ildi, Afreksmenn eru stolt hverr- ai þjóðar, og við gleðjumst þegar viðurkendur er með svo glæsileg- um hætti, uppruni ágætis manns, sem bar gæfu til afreksverka, er minst verður um aldir. Við höfum sett' styttu Leifs þar sem hæst ber í höfuðborginni, en þó í hálfgerðri óbygð. Umgerð náttúrunnar er glæsileg, en mann- anna, verk eiga hjer eftir að vaxa. í kring um styttuna er eftir að gera tjörn — til samræmis við stallinn, sem er stafn af skipi og í minningu um afburða sjómensku forfeðra okkar. Hjer eiga 'eftir að vaxa vegleg hús hring um torgið. Stytta Leifs verður mið- depill eins þess staðar í þessum bæ, sem bæjarbúar munu leita til t.il að hressa sig við útsýn og end- urminningar. Styttan er ímynd karlmensku o_g framsóknar. Naddoddur, sá, er fann ísland, Eiríkur, rauði, er nam Grænland og Leifur heppni er fyrstúr sigldi til Vesturheims, voru allir af einni ætt. Það var þróttur og framtak í þeirri ætt, enda var sjósókn í þá daga, og raunar aldrei, heiglum hent. Hafið hefir jafnan lokkað þá, sem þrá æfint.ýrið. Leifur var ehm þeirra manna, sem færðist mikið í fang og bar gæfu og gerfilrika til mik- ils árangurs. Hann bar gæfu til að bjarga skipbrotsmönnum, kristna Grænland og finna nýja heimsálfu, þá heimsálfuna, „sem ekki er getið í heilagri ritning“, eiris og segir í gömlum annálum. Hann bar viðurnefnið hinn heppni, — en í því liggur ekki að árang- urinn hafi fallið í skaut aðgerða- lauss manns. í viðumefninu felst það, að hann hefir borið bæði giftu og gerfileik til, en það tvent þarf að fara saman svo vel sje. Mannlegt líf er með óskiljan- legum hætti tvinnað saman úr ör- lögum og eigin atgerfi. Þróttur og útþrá Norðurlanda- búa á víkingaöldinni var með einclæmum. Landnám þeirra og þjóðflutningar teygði sig í suður og norðvestur, en dvínaði því fjær sem clró rótinni, og kulnaði loks út í suðri, á Italíu, og í norð- vestri, í Ameríku. Jég segi Ame- ríku, þó það sje yngra heiti, því hið ágæta nafn „Vínland hið góða“, er fyrir löngu orðið laust við landið og lifir nú eingöngu í fornum íslenskum fræðum. Vín- land hið góða, hafði alt til að bera, sem íslahd og Grænland skorti, sjálfsána alcra og mikla skóga til húsa og skipaviðar. — Slík nýlencla hefði, ef hún hefði varðveist í bygð, breytt rás við- burðanna í Grænla.ndi og á ls- landi með stórfeldum hætti. En um það tjáir ekki að ræða, hvaða stefnu að rás viðburðanna hefði tekið, ef sambandið við Vínland hefði varðveist. Það er löngu vatnað yfir þennan möguleika. —• Vínland hvarf aftur í sjó og bygð- in á Grænlandi kulnaði út — en Islandsbygð átti fyrir sjer meiri framtíð og hjer hafa geymst sagn- irnar, sem máske hafa síðar leitt til meiri atburða en flesta grunar. Sagan lifði hjer í bókmentum, sem geyma þrótt og heiðríkju víkingaaldarinnar. Hún er okkar eini arfur. Að öðru leyti höfuin við lítið erft frá fortíðinni annað en tóftarbrot og troðninga — tóftimar á Eiríksstöðum, fæðing- arstað Leifs og troðninga eftir þingreiðir fornaldarinnar og skreiðarferðir miðaldanna. — En kvörtum ekki. Sagan h-efir varð- veit fræknleik og fas forfeðranna og lifir í afkomendumun. Jeg trúi á samhengi sögunnar. í fimm aldir vatnaði yfir Vín- land hið góða, en þá hófst endur- fæðingartímabil á ítalíu, ný vík- ingaöld, sem gróf upp listir og bókmentir fornaldarinnar og leit- aði landa til hinna ystu endi- marka, þar til öll lönd jarðar- innar voru fundin: Þá voru stærri skip komin til sögunnar, átta- vitinn o. fl. tæki —• en það sem þó helst var siglt eftir. það voru gamlar sagnir. Þá k«nur Colum- bus til sögunnar, ítalskur maðnr, fæddur í Genua. Þegar jeg nefni ítalskan mann, finn jeg ástæðu til að minnast þess, að sendiherra ítala á íslandi, Mr. Vare og frú hans, hafa sýnt okkur þann sóma að vera hjer viðstödd. Hann og kona hans eru hjer, hjartanlega velkomin. Columbus var um skeið í sigling- um í Norðurhöfum og sögnin segir að liann hafi koviið til íslands, og haft þar frjettir af ferðum Leifs heppna og Þorfinns karlsefnis. — Það er trúa mín að þessar fornn sögur hafi fært honum sannamr um lönd í vestri — og styrkt hann í trúnni á hinar nýju kenn- ingar um hnattmyndun jarðar- innar. Þá hefir landafundur Leifs borið árangur, ef Columbus h'efir, eins og jeg býst við, siglt eftir sögunum. Síðan Ameríka fanst öðru sinni hefir landnám hvítra manna þró- ast með stórfeldum hætti. Er sú saga öll einsdæmi í sögu mann- kynsins. Og nú sendir hin stærsta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.