Morgunblaðið - 19.07.1932, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ
flugMslngadagbák
s
Ágætur tennisspaSi og 3 boltar,
til sölu, fyrir 15 krónur, Upplýs-
ingar í síma 1523.
Tapast hafa 2 myndir frá Vita-
torgi, yfir Tjarnarbrú, að Hring-
braut 146. Finnandi geri svo vel
að skila þeim sem fyrst. — Góð
fundarlaun! Sími 1734.
Hestar með hnökkum og beislum
til leigu á Hverfisgötu 41.
Buff með lauk og eggjum, við-
urkent fyrir gæði, selur F.jallkon-
an, Mjóstræti 6,
Krónu máltíðir selur Fjallkon-
an, Mjóstræti 6. __________________
CaJé Höfn selur meiri mat, ó-
dýrari, betri, fjölbreyttari og
fljótar afgreiddan en annars stað-
ar.
í ferðalög á sjó eða landi, ættu
konur og karlar að kaupa sælgæt-
ið og tóbaksvörurnar í Tóbaks-
húsinu, Austurstræti 17,
Dðmuhattar gerðir upp sem ný-
ír. Lágt verð. Ránargötu 13.
Munið Fisksöluna á Nýlendu-
götu 14. Sími 1443. Kristinn Magn-
ússon.___________________________
Hvar hafa allir ráð á að lifa vel
í mat og drykk? Leitið, og þjer
munnð finna: Heitt og Kalt.
Amatördeild
F. A. Thiele.
Fílmur, sem eru afhendar
fyrir kL 10 að morgni, eru
jafnaðarlega tilbúnar kl. 6
að kvöldi.
Öll vinna framkvæmd með
nýjum áhöldum frá KO-
DAK, af útlærðum myuda-
smið.
Framköllun. — Kopiering. —
Stækkun.
Nesti.
Þrátt fyrir öll inn-
flutningshöft, erum
við vel byrgir af
alls konar góðgæti í
nestið.
TIRiFANDl
Liugaveg 68. Sími 2898.
Reyktnr lu,
2 kr. lh kg.
Ostur frá 1 kr- V2 kg,
Jarðarberjasulta 1.25 pr. 1/2 kg.
Nýjar kartöflur 20 au. V2 kg.
Hjðrtnr Hjartarson.
Bræðraborgarstíg 1.
Sími: 1256.
•p IUt nsfl feeDskÐra ^kipnra' ft
<- ......... --*■ - ----- "UL“- - ' ' "
og voldugasta þjóð, s«m Ameríku
byggir, ættlandi Leifs þessa gjöf
ti! minningar um afrek hans og
giftu. Myndin er gefin í tilefni
af 1000 ára hátíð Alþingis, í minn-
ingu þess atburðar, að 930 var
hjer stofnað eina lýðveldið, sem
þá var uppi hjer í álfu — og gefin
í minningu um fund Ameríku,
þess lands, sem síðar varð heim-
kynini liins fyrsta lýðveldLs síðari
tíma. Leifur heppni er einingar-
band milli þessara þjóða og stytt-
an, sem hjer stendur, nýafhjúp-
uð, mun treysta þau bönd. Jeg
mun ekki nota mörg orð eða stór,
en þau orð, sem jeg viðhef gilda:
Mr. Coleman, flytjið þjóð yðar
hjartfólgna kveðju 0g þakkir ís-
lensku þjóðaritínar!
Þessi gjöf er sannarlega kær-
komin, og sem einn vott þess, vil
jeg Ijúka máli mínu með því að
fara með ' vísu, sem mjer barst á
þessari stundu, frá einu af góð-
skáldum okkar. Hún hljóðar svo:
Með viljans styrk og stál í hönd,
þú starir fram á hafið.
Þú sjerð í anda ónumd lönd,
en alt í þoku vafið.
Þú horfið yfir holt og mó
og harkan hvessir svipiim.
Já, þar fer saman þrek og ró —
við þökkum kostagripin-n.
G-óðir ábeyrendur, að lökum
skulum við binda þakkir okkar
e1«num rómi í ferföldu húrrahrópi
fyrir Bandaríkjunum. Takið nú
allir undir:
Bandaríkin lengi lifi!
Skipuleiig húrrahróp kváðu við
frá mannfjöldanum.
Er láðrasveitin hafði enn spilað
og nú íslenska þjóðsönginn, tók
Knud Ziemsen borgarstjóri til
máls og mælti á þessa leið:
Ræða borgarstjóra.
Virðulegi sendiherra, Mr. Cole-
man, hæstvirti forsætisráðherra,
háttvirta samkoma! — Staðurinn,
þar sem við nú stöndum hefir um
langan tíma verið Reykvíkingum
kær. Meðan bærinn var lítið og
fáment þorp var skemtigöngum
heint hingað, þar sem víðsýnið
var mest, og þótt bærinn hafi
vaxið og byggingarnar hjer um-
hverfis þrengi að, þá hafa Reyk-
víkingar ávalt ieitað upp að Skóla-
vörðu. — Þótt Skólavarðan væri
lítið og fremur óásjálegt mann-
virki, þá var hún um marga ára-
tugi nokkurskonar iitvörður bæj-
arins. Hún var hið fyrsta, sém að-
komumenn sáu, hvort heldur þeir
kæmi landleiðina eða af sjó. —
Bygging bæjarins hefir bfeytt
mjög umhverfinu hjer á Skóla-
vörðuhæð og meira en annars stað-
ar í bænum. Hin mikla bungu-
vaxna hæð er horfin og orðin að
götum og lóðum við höfnina, og
þar sem áður var hrjóstugt holt
eru nú skipulagðar götur og hús
reist, og eftir nokkur ár verða
reisulegar byggingar komnar alt í
kringum hásvæði holtsins. Hjer er
ætlaður staður, þar sem reist verði
guðshús, skólar og byggingar fyr-
ir vísindasöfn. í mörg ár hefir
þetta stærsta opna svæði í hinni
gömlu Reykjavík verið nefnt há-
borg íslenskrar menningar, og þótt
enn sje hrjóstugt hjer í kringum
okkur og fátt fagurt að líta af
mannanna verkum, þá mun fram-
kvæmdasemi Reykvíkinga og at-
orka fá þessu breytt á skömmum
tíma. — Skólavörðuhæðin hefir
fyrir tæpum tveim áratugum lagt
fram efni til þess mannvirkis, sem
er hin verklega og fjárhagsl'ega
undirstaða undir öllum vexti og
viðgangi Reykjavíkur á þessu tíma
bili og mun svo verða um ókomn-
ar aldir. Nú geymir þessi sama
hæð möguleika og grundvöll fyrir
þær framkvæmdir, sem eiga að
tryggja. menningu og andlegan
þroska þeirra kynslóða, sem hjer
eiga framvegis að búa.
I dag er markað spor, sem á að
vera fyrirmynd þess, sem fram-
kvæma á, og sem bendir á þær
leiðir, sem vjer eigum að fara. —
Rjett áðan afhjúpaði fulltrúi einn-
ar hinnar voldugustu þjóðar heims
ins líkneski Leifs Eiríkssonar og
afhenti það hinni íslensku þjóð að
gjöf frá Bandarík-junum í Ame-
ríku. Nú stendur hjer hið veglega
og fagra líkneski Leifs heppna og
gnæfir hátt. við himinn. Líkneskið
er fullkomið listaverk, og það
hlýtur að vekja fagrar og góðar
tilfinningar í hrjósti hvers góðs
drengs, er það lítur. Það er vottur
þess bróðurkærleika, sem Guð hef-
ir gróðursett í sálum manna. Hin
mikla Bandaríkjaþjóð sýnir m’eð
gjöf sinni kærleikann til hinnar
fámennu þjóðar, sem ísland bygg-
ir. Það er vottur þess, hverju á-
ræði og þor fær áorkað þegar því
er samfara trú og traust til Guðs.
Lítið á Leif! Einbeitni og kjarkur
lýsir úr augliti hans og kraftur
er einkenni alls líkneskisins, en
með krossmarkið í hendi vinnur
,hann bug á öllum erfiðleikum.
Bins og líkneski Leifs heppna er
fagurt og tráust, eins eiga fram-
kvæmdir okkar að vera. Eins og
gjöfin er tákn bróðurirærieika,
•eins eigum við að lifa í innhyrðis
kærleika. Eins og framkvæmdir
Leifs blessuðust og háru árangur
fyrir trúna á Guð, ’eins verðum við
að lswa æ betur að þakka Guði
fyrir velgerðir hans við okkur og
trúin verður ávalt að fylla hjörtu
okkar. Ef krossmarkið er í stafni
lífsfleys okkar, munnm við ná að
marki.
Reykvíkingar! Yið megum vera
þakklátir, að hinu veglega líkneski
Leifs var valinn staður í borg
okkar og þannig vera okkur,
öðrum fremur, hvöt til alls góðs.
Tökum við því með þeim hug að
vemda það á alla lund, svo það
verði aldrei fyrir lítilsvirðingu eða
skemdum. Ungir menn og konur,
börn og fullorðnir! Leifur heppni
er falinn ykkur til varðveislu.
932 ár eru liðin síðan Leifur fann
Yínland hið góða. Minning hans
og afrek hans munu enn geymast
um þúsundir ára. Sjáið um að
líkneskið hjer geymist óskaddað
jafn lengi.
Mr. Coleman! Við Reykvíkingar
þökkum yður komu yðar hingað
og biðjum yður að flytja þjóð
yðar og stjóm Bandaríkjanna,
þakklæti af okkar hálfu fyrir
hina miklu bæjarprýði, sem Leifur
er, en fyrst og fremst fyrir sam-
úðina og kærleikann, sem Banda-
ríkin með gjöf sinni hafa sýnt ís-
landi og Reykjavík.
Og svo sný jeg mjer til yðar
allra, sem hjer ’eruð og bið yður
með ferföldu húrrahrópi að taka
undir með mjer er jeg lýk máli
mínu með þessum orðum: Yinátta
og kærleikur ríki meðal éinstak-
linga, þjóðfjelagsflokka og allra
þjóða.
Enn kváðu við húrrahróp. Þá
ljek lviðrasveitin. Og mannfjöld-
inn dreifðist.
Dagbók.
Yeðrið í gær (kl. 5 síðd.): Yfir
Atlantshafi er háþrýstisvæði 0»
annað minna yfir íshafinu. Fyrir
austan land og vestan ’er grunnar
lægðir, sem hreyfast báðar austur
eftir. Veður er kyrt hjer á landi
og vindstaða hreytileg, víðast N-
læg á N-landi, en Vestlæg á S-
landi. Úrkoma er lítil en þoka all-
víða. Hiti ’er víðast 10—13 stig.
I útsveitum nyrðra er þó aðeins
7 stig, en á SA-landi, nær hiti 16
—20 stigum.
Veðurútlit í dag: S-kaldi. Rign-
ing öðru hvoru.
Framhaldsaðalfundur Útvegs-
banka Islands verður haldinn
næstkomandi föstudag; sjá augl. í
blaðinu í dag.
Togarar Kveldúlfs, sjö að tölu,
fóru hjeðan til síldveiða um helg-
ina. Snorri Sturluson fór fyrstur,
a Iaugardagsnótt, en hinir allir
á sunnudagsnótt.
Ferðaf jelagið Hekla, sem alþekt
er fyrir starfsemi sína undanfarin
ár við móttöku erlendra ferða-
manna, sem hingað koma á skemti-
skipurn, hefir nú skrifstofu í Póst-
hússtræti (Rvíkur Apótek) opna
daglega kl. 10—6. Veiður þar
greitt fyrir öllum sem vilja ferð-
ast á sjó eða landi, seldir far-
miðar með bílum og skipum, út-
veguð gisting hvar sem er á land-
iuu, hestar og fylgdarmenn. Alt
self með sama verði og menn geta
fengið það, þótt þeir semji sjálfir
við gistihíús, bílstöðvar eða skipa-
aí'greiðslur. Slíkar skrifstofur sem
Hekla spara mikið ómak þeim,
sem vilja ferðast. Þeir geta fpngið
hjá skriístofunni á einum stað,
alt sem þeir annars þyrfti að
semja um á mörgum stöðum, og
án þess að greiða hærra fyrir.
Forsuti Hæstarjettar hefir ný-
lega verið kjörinn Eggert Briem,
hæstarjettardómari.
Síra Friðrik Hallgrímseon er
væntanlegnr hingað til bæjarins
aunað kvöld úr ferðalagi nm Norð-
urland.
ÓsPektir kommúnista. Rjettar-
rannsókn stendur yfir út af ó-
spektum kommúnista á dögunum.
A föstudag var 'einn æsingjaseggj-
anna settur í gæsluvarðhald; heitir
' "u Þóroddur Þóroddsson c
frá fsafirði.
Útvarpið í dag: 10.00 Veður-
fregnir. 12.15 Hádegisútvarp.
16.00 Veðurfregnir. 19,30 Veður-
fregnir. 19.40 Tónleikar: Fiðlu-
sóló (Þór. Guðmundsson). 20.00
Klukkusláttur. Grammófóntónleik-
ar: öello-sónata, eftir Grieg. 20.30
Frjettir. Músík.
Finnbogi Kjartansson, sá er Ól-
afur Friðriksson sendir kveðju í
Alþhll. í gær, fór á laugardags-
kvöld til síldveiða. Bað hann Mbl.
fyrir kveðju til Ólafs og þau
skilaboð, að hann hefði í hyggju
að vinna fyrir sjer í sumar og
óskaði þess, að Ólafur reyndi nú
að gera slíkt hið sama.
Boris Schulz heitir ungnr Aust-
urríkismaður, sem kominn er hing-
að til sumardvalar. Stundar hann
nám í verslunarhagfræði við há-
skólann í Vín. Hann hefir í hyggju
að semja ritgerð um verslun ís-
Iendinga, og hefir komið hingað
til að safna upplýsingum í því
skyni. Hr. Schnfe mun nota nokk-
uð af tíma sínum hjer til kenslu
í þýsku, og geta þeir, sem hennar
Lyfjahæði.
Veteíinær—Farmacope 1908.
Dispensatorium Danicum 1893.
Kommsntar til Ph. Dan. 1893-
Exemplar Sopli. Rútzon.
The British Pharmacopæia 1898..
Parmacopée Prancaise 1908.
Deutsches Arzneibuch 5. Ausg.
1910.
Orgaiíiske Kemi. O. T. Chr. 1913.
Dieterichs Manirnl 11. Aufl. 1913-
til sölu. Allar í bandi og eintökin
sem i\ý.
A. S. í. vkar á.
óska, snúið sjer til hans á Klapp-
arstíg 27. Sími 238,
Minningarspjöld Blómsveiga-
sjóðs Þorbjargar Sveinsdóttur
fást hjá frú Áslaugu Ágústsdótt-
ur, Lækjargötu 12, frú Emilíu.
Sighvatsdóttur, Grettisgötu 65, L
Hljóðfæraverslun frú Katrínar
Viðar, og hjá frú Ólöfu Bjöms-
dóttur, Túngötu 38.
Til Strandarkirkju frá ónefnd-
um 5 kr. Á. G. 2. Ónefndum (gam-
alt áheit) 25 kr. P. G. 10 kr. G.
A. 2 krónur.
Stúdentafjelag Reykjavíkur efn-
ir til samsætis fyrir hollensku:
stúdentana að Hótal Borg í kvöld
kl. 7. Er æskilegt að stúdentar
fjölmenni, til þess að hollensku.
stúdentunum gefist kostur á að
kynnast sem fl'estum íslending-
um. Nánari upplýsingar í síma
>1737.
Kosning fulltrúa í kirkjuráð.
Samkvæmt lögum frá 1931, umi
kirkjuráð hinnar íslensku þjóð-
kirkju, hafa nú hjeraðsfundir á
öllu landinu, samtals 20 fundir,
kosið fulltnia til að taka sæti í
kirkjuráðinu, ásamt þeim tveiir^
sem þegar eru kosnir í því skyni
af prestum landsins, þeim Þorst.
Briem ráðherra og Sig. Sívertsen
vígslubiskup. Kosningu hafa hlot-
ið Matth. Þórðarson þjóðminjn-
vörður, og Ólafur Björnsson kpm.
á Akranesi. Fekk Matthías atkv.
10 hjeraðsfunda, en Ólafur atkv.
9 funda. Sá sem flest fekk atkv.
utan þessara tveggja, var Jórt
Björnsson skólastjóri á Sauðár-
króki. Hann fekk atkv. 5 funda.
Kristindómsfræðsla skólanna er
vandamál — og deilumál — víðar
en hjerlendis, en margt má læra
af reynslu annara þjóða og fróð-
legt að bera saman bæði það sem
líkt er og ólíkt í þeim efnum. Má
því búast við góðri aðsókn að 'er~
indi því, sem dr. Ame Möller ætl-
ar að halda annað kvöld í dóm-
kirkjunni. Dy. Arne' Möller var
sóknarprestur, en er nú kennara-
skólastjóri í Jonstrup, svo að hann
er fær um að líta á málið bæði frá
sjónarmiði presta og barnakenn-
ara, er auk þess ágætlega máli
faritín og talar svo hægt, að auð-
velt er að skilja hann þótt menn.
sjeu lítt vanir dönsku.
S. G.
Skipafrjettir. Gullfoss kom til
Kafnar kl. 11 árd. í gær. Goða-
foss kom að vestan 0g norðan f
gærdag. Brúarfoss kom til Vest-
mannaeýja kl. 5 í gær, er væntan-
legur hingað í dag. Lagarfoss er
á leið til Leith, frá Austfjörðum.
Dettifoss kom til Hull í gær-
morgun, fer þaðan í dag, áleiðis
til Rvíkur. Selfoss er á leið til
Aherdeen.
Sigurður Sigurðsson skáld frá
Arnarholti er höfundur vísunnar,
sem Ásgeir Ásgeirsson fórsætis-
ráðherra las upp við afhjúpun
myndastyttu Leilfs heppna og birt
er í ræðu forsætisrá'ðherra hjer £
blaðinu.