Morgunblaðið - 27.07.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.07.1932, Blaðsíða 3
MORGUN.BI AÐIÐ œ*sm • • • Ctret.: H'.f. Árvakur, KeykjATlk. • • Kltatjörar: Jön KJartasniðn. Valtýr StefAn«»on. J 2 KIt»tJ6rn eg afgrelBala: • 2 Auaturatrœtl 8. — Stol 800. * • AuKlýsingaatJörl: H. Hafberr. • • Aurlýalnffaakrlfatofa: • • Auaturatrætl 17. — Stol 780. • t Hetoaalnar: • • Jön KJartanaaon nr. 741. • • Valtjr Stefánaaos nr. 1*18. • • B. Hafberg- nr. 770. J • AakrlftaKjald: • • Innanlanda kr. 1.00 á mánuBl. • • • • Utanlanda kr. 1.00 á aaánuOL • • t lauaaaölu 10 aura alntaklO. J • 10 aura meO Ueabök. • • • t90iOtt9C9tt99tC99l99l99A% Samningarnir uið Horðmenn, ... \ 1 gærmorgun hafði Morgunblað- íð tal af (Sendimönnum norsku .stjórnarinnar, þeim Andersen Ryst og Sig. Johannesen. Það var Andersen Ryst, sem hafði orð fyrir þeim. Hann sagði meðal annars: — Yið erum hingað komnir til þess að undirbúa verslunarsamn- ínga milli þjöðanna, Norðmanna og íslendinga. En um endanlegar ákvarðanir, eða samningagerð get- ur ekki orðið að ræða, fyr en við höfum lagt tillögur okkar fyrir stjórn vora. Aðalatvinnuvegir okkar, eru hinir sömu og ykkar, þó skilyrði sjeu nokkuð önnur hjer en þar. En einmitt vegna þess, að báðar þjóðirnar að mestu leyti reka sams konar atvinnu, þá er þeim það nauðsynlegt, að sem best sam- komulag haldist meðal þjóðanna, og samvinna takist í þeim efnum, þar sem um gagnkvæman stuðning getur verið að ræða. Okkur Norðmönnum liggur það mjög á hjarta, og hið sama virðist okkur vera uppi á teningnum hjer, að hið fylsta og besta samkomu- lag náist milli þjóðanna í öllum þeim efnum, sem hjer koma til greina. En samningarnir verða fjölþættir, þar sém um allsherjar verslunarsamning er að ræða. Er þeir voru að því spurðir, hve lengi þeir yrðu hjer, sögðu þeir það ekki ákveðið enn — þeir vildu helst vera hjer sem lengst, til þess að njóta hjer góðviðris og náttúrufegurðar, og kynnast því nýja og sjerkennilega, sem hjer er að sjá. Það er vitaskuld einhuga ósk allra íslendinga, að vel megi takast með samninga þessa, og að gott samkomulag náist, og haldist með- ai þjóðanna, enda 'er ástæða til að vænta þess að svo geti orðið, þar eð þjóðirnar njóta gagn- kvæmra hagsmuna af viðskiftun- um. — Grænlandsdeilan nýja. Oslo, 26. júlí. NRP. — FB. Á aukaráðuneytisfundi hefir far- ið fram útnefning á norskum dóm- ara og málflytjendum í deilunni um Suðaustur-Grænland við al- þjóðadómstólinn í Haag. Dómari var skipaður Vogt ráðherra, Bull sendisveitarráð fulltrúi ríkisstjóm- arinnar, málflytjendur Sunde og Per Rygh og Frakkinn Gidel pró- fessor. KjSrdæmamállð. Þjóðin verður vandlega að kynna ajer þetta mál, í. Það er nii orðið ljóst öllum hugsandi mönnum, að úaiausn kjördæmamáisins er óumflýjanlég, og að grundvöllurinn að þeirri lausn verður lagður á næsta þingi. Þess vegna er það fyllilega tíma- bært, að þjóðin fari að gera sjer Ijóst, hvaða lausn á málinu hún helst kýs. Mjög er óheppilegt, að alt sje látið reka á reiðanum þar til í eindaga er komið, enda getur þá auðv'eldlega svo farið, að flaustursverk verði á afgreiðslu ■málsins. Framkomnar tillögur. Af þrem stjórnmálaflokkum, sem fulltriia eiga á Alþintgj hafa tveir flokkarnir lagt fram ákveðn- ar tillögur í kjördæmamálinu. — Þessir flokkar eru Sjálfstæðis- fiokkurinn og Alþýðuflokkurinn. Þær tillögur, sem fram komu á síðasta þingi *frá Framsóknar- mönnum geta ekki tekist alvar- lega, þar sem þær eru ótvírætt spor aftur á bak og auka á rang- lætið frá því sem nú er, enda má fullyrða, að Framsóknarflokk- urinn stóð ekki óskiftur að þeim tillögum. Fulltrúar SjálfsR. .’jlokksins í kjördæmanefndinni li>öu 1:1. að kosningafyrirkomulagið yrði: Hlut fallskdsningar í sambandi við ein- menningskjördæmi með uppbótar- sætum. Skyldi kjósa 30 þingmenn í 26 einmenningskjördæmum utan Reykjavíkur og 4 í Rvík. At- kvæðagreið.slan í kjördæmunum skyldi því næst notuð sem undir- staða undir útreikninga um það, hve marga þingmenn hverjum flokki bæri; við þann útreikning var a-lt landið skoðað sem eitt kjördæmi. Loks var landinu skift, í 6 hlutfallskjördæmi til úthlutun- ar á uppbótarsætum. Þessar tillögur hafa margt til síns ágætis. Þær tryggja þing- flokkunum þingsæti í samræmi við ltjósendafjölda. Þær tryggja einn- ig núverandi kjördæmum rjett til þess, að halda áfram að hafa sjer- staka kjördæmakosna þingmenn. Mótbáran gegn þessum tillögum hefir aðallega verið sú, að tví- inenningskjördæmin missi annað þingsætið. En þessi mótbára hefir ekki fyllilega við rök að styðjast, þar sem flest tvímenningskjördæm ir. fengu sinn þingmann aftur, sem uppbótarþingmann. En þó er skiljanlegt, að tvímenningskjör- dæmin vilji halda þeim rjetti, sem þau nú hafa, til þess að velja sjálf tvo þingmenn. Alþýðuflokkurinn hefir lagt fram tvær tillögur í kjördæma- málinu. Önnur (aðaltillagan) er sú, að landið alt verði eitt kjör- dæmi, með hlutfallskosningum. Hin (varatillaga) fer fram á, að hafa 6 stór kjördæmi, með hlut- fallskosningum í hverju kjördæmi. Báðar þessar tillögur tryggja flokkunum þingmannatölu í sam- ræmi við kjósendafjölda. En gall- ar þessara tillagna, einkum aðal- tillögunnar, eru þeir, að ekki er trygt, að jafnan sitji menn á þingi, sem hafa náin kynni í hinum dreifðu hjeruðum landsins. Slík staðarþekking er nauðsynleg. því að lausnín nálgast. II. Aðrar leiðir. Heyrst hefir, að sumir álirifa- menn í stjórnmálum vilji leysa kjördæmamálið þannig, að láta öll núverandi kjördæmi haldast, en taka upp hlutfallskosningar í tví- menningskjördæmum og nota upp- bótarsæti til að jafna milli flokk- anna. Þessa leið mætti vitanlega fara og væri hún mikil bót frá þeirri afkáralegu kosningatilhögun, sem nú er viðliöfð í tvímenningskjör- dæmum. En því verður hins vegar ekki neitað, að hlutfallskosningar í tvímenningskjördæmum myndi ekki hafa Örfandi áhrif á kjós- endur. f mörgum tilfellum yrðu úrslitin fyrir fram gefin. Eina örfun kjósendanna væri þá fólgin í því, að þeir hefðu jafnan flokk- inn í huga, því að öll atkvæðin eru talin með, þegar reikna á uppbótarsætin. En verði þessi leið farin, er at- hugandi, hvort ekki væri rjettara að stíga sporið dálítið lengra þannig, að lögsagnarumdæmin yrðu öll sj'erstök kjördæmi og hlut- fallskosningar alls staðar þar, sem kjósa á fleiri en einn þingmann. Mætti að skaðlausu gera meiri jöfnuð, en nú er á milli lögsagnar- umdæmanna, að því er snertir tölu þingmanna. Þetta hvort tveggja, að hafa lögsagnarumdæmin sjer- stök kjördæmi og gera jöfnuð inn- byrðis milli þeirra, yrði til þess, að færri uppbótarsæti þyrfti til að ná flokkslegu rjettlæti. Þá er enn hugsanleg sú leið, að skifta tvímenningskjördæmunum, hafa alls staðar einmonningskj ör- dæmi, utan Reykjavíkur og nota uppbótarsæti til jöfnunar milli flokka. Þetta >er svipuð leið og full- trúar Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæmanefndinni hafa farið, nema hvað allir fengju að halda sínu. En það hefði í för með sjer fjölgun einmenningskjördæma, og afleið- ingin yrði sú, að fleiri uppbótar- sæti þyrfti til þess að ná flokks- legu rjettlæti. Það mundi aftur leiða af sjer einhverja fjölgun þingmanna. Þó yrði sú fjölgun ekki teljandi, ef ekki yrði fjölgað þingmönnum í Reykjavík, en at- kvæðin þar notuð til uppbótar fyrir flokkana. Annars er rjett að taka það fram í eitt skifti fyrir öll, að hvað snert; ir kostnaðinn við Alþingi, þá mun- ar það ekki miklu hvort þing- menn eru t. d. 42, 45 eða 50. Þing- menn fá litla þóknun fyrir störf sín og aðalkostnaðurinn við Al- þingi er í alt öðru fólginn. Þann kostnað er auðvelt að fá lækkaðan með bættum vinnubrögðum á Al- þingi. Það verður að setja takmörk við þeirri gegndarlausu frumvarpa mergð, sem nú rignir yfir Alþingi, og sjerstaklega verður að finna hagkvæmari leið við afgreiðslu fjárlaga. Fengist 1 bót á þessu, mundi sparast stórfje og það margföld sú upphæð, sem leiddi af smávægilegri fjölgun þing- manna. Samst'eypustjórnin hefir nú tek- ið að sjer það vandaverk, að leggja grundvöllinn að úrlausn kjdrdæmamálsins. Grein þessi er ■ekki skrifuð með það fyrir aug- um, að mæla sjerstaklega með' neinni ákveðinni leið-, fteldur er ætlunin sú, að benda á, að ýmsar leiðir rnegi fara. En best færi á, að málið yrði þannig leyst, að samskonar kosningartilhögun yrði í flestum eða öllum kjördæmum. Hitt er óviðfeldið og skapar glundroða. En verið getur, að það sje erfiðleikum bundið, að fá mál- ið leyst á þann hátt. Flug. v. Gronau. St. Johns (Newfoundl.) 26. júlí. United Press. FB. von Gronau lenti skamt frá iCartwrigkt, Labrador, kl. 11.08 (Austur-Bandar. tími) Cartwright er lítið fiskimannaþorp. — von Gronau býst við að halda áfram ferð sinni. í dag og kemst, ef alt gengur að óskum, alla leið til jVlontreal í kvöld. Frá Brœnlanði. „Polarbjörn“ kominn til Myggbukta. Oslo, 26. júlí. NRP. — FB. Fregnritari Osloblaðsins Aften- posten símar blaði sínu frá Mygg- bukta: Flugvjelin, sem Polarbjörn flutti hingað , er nú komin á land. Flugvjelin var reynd tvisvar í gær. Flugvöllurinn, sem notaður var reyndist ágætlega. Selveiðaskipið Furenak frá Ála- sundi hefir sent skeyti frá sjer þess efnis, að innan skamms megi vænta heim allra skipa, sem verið hafa að selveiðum í Grænlands- höfum. Samkvæmt fregninni hafa skipin aflað ágætlega. Yeðurskil- yrði liafa verið hagstæð og ísrek ekki valdið erfiðleikum. Ensk-írska tollstríðið Tollastríð milli íra og Englend- inga er skollið á einmitt um sama leyti sem fulltrúar ríkjanna í breska heimsveldinu koma saman í Ottawa til þess að reyna að greiða fyrir viðskiftum innan enska ríkisins. Orsök tollastríðsins er sú, að de Valera hefir gert al- vöru úr því, að halda ekki áfram afborgunum jarðakaupaskuldanna við Englendinga. Fyrsta missiris- gjaldið eftir að de Valera tók við völdum, hálf önnur miljón punda, átti að greiðast í síðasta lagi 30. júní. En de Valera neitaði að greiða þessa upphæð. Enska þingið heimtaði því af stjórninni, að leggja alt að 100% tolla á írskar vörur, sem flytjast til Englands. Tekjunum af þessum tollum verð- ur varið til þess að bæta Englendr ingum upp það tap, sem þeir ann- ars hefðu orðið fyrir vegna greiðsluneitunar írsku stjórnar- innar. Enska stjórnin hefir fyrst um sínn notað þessa heimild til þess að leggja 20% tolla á aðalútflutn- ingsvörur íra, nefnilega lifandi dýr, smjör, egg og kjöt. Þessir tollar gengu í gildi 15. júlí. írar hafa að undanförnu notið góðs af þeim tollaívilnunum, sem Eng- lendingar veittn þjóðunum í breska ríkinu í vetur. Nú hafa frar verið sviftir þessum fvitn- unurn. í stað þess verða lagðir hærri tollar á írskar vörur en á vörur frá löndum utan breska ríkisins. Ensku tolla.rnir hafa vakið mik- inn felmt í írlandi, því írar harfa aðalmarkaðinn fyrir vörur sínar, aðallega lándbúnaðarvörur, í Eng- landi. Margir líta svo á, að ensfiu tollarnir mnni blátt áfram setja írska bændur á höfuðið. í Írlaiídi eru skifter skoðanir um það, hvað nú eigi að gera. Sumir vilja slaka til við Englendinga. Aðrir, þar á meðal de Valera vilja setja hart á móti hörðu. De Valera lagði því fyrir þingið frumvarp þess efnis að stjórnin fái ótakmarkað vald ti] þess að leggja hefndartolla á enskar vörur. Stjórnarandstæðingar hafa bar- ist ákáft á móti þessu frumvarpi. Blað þeirra „Irish Times“, segir m. a. að de Valera verði að skifta um skoðun í skuldamálinu, ef hann vilji komast, hjá efnahags- legu lirnni í írlandi. Og Hogan, fyrverandi ráðherra sagði í þing- ræðu m. a., að efhahagslegt stríð við England muni leiða til nýrrar borgarastyrjaldar í írlandi. En þrátt fyrir viðvaranir stjórnarand- stæðinga samþykti neðri málstofan írska frumvarpið með 68 atkv. á móti 57. í efri málstofunni er de Valera í minni hluta. En efri málstofan getur ekki felt frum- varpið, aðeins borið fram breyt- ingartillögur, sem neðri málstofan þarf ekki að taka neitt tillit til. Það má því búast við að frum- varpið öðlist lagagildi innan skamms og háir hefndartollar verði því næst lagðir á enskar vörur í írlandi. Enginn vafi >er á því, að toll- stríðið mun valda langt um meira tjóni í Irlandi en á Englandi. í fyrra fluttu írar út vörur til Eng- lands fyrir 31 miljón punda. Var það 86% af vöruútflutningi íra. Englendingar seldu írum vörur fyrir hjer um bil sömu upphæð, 30 milj. punda, en það var aðeins 7.8% af vöruútflutningi Englend- inga. Khöfn í júlí 1932. P. Kirkjufunöur. Tillaga. Kosningin í kirkjuráð er um garð gengin og tel jeg val hjer- aðsfunda hafa tekist- vel. En þetta nær skamt, því að kirkjuráðið er of fátæklega í stakkinn búið ,eins og áður hefir verið minst á opin- berlega. Sú hreyfing, sem nú er að nokkru vakin um kirkjumálin, og til verndar kristnilífi landsmanna, má ekki kulna út, heldur á hún að þróast, þar t-il hún nær öfl- ugu gengi. Er því áríðandi, að hugsandi menn falli eigi í mókið aftur, heldúr hefjist nú handa í fullri alvöru og með ótvíræðum áhuga, svo að úr skeri á næstu árum. Hið mesta. liggur við. Tel jeg einsætt,, hvað nú beri að gera til þessa. Stofna ber til alsherjar kirkjufundar í landinu. fyrir hina íslensku kirkju — frí kirkju jafnt og þjóðkirkju, — þar sem tekin verði til umræðu og i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.