Morgunblaðið - 26.08.1932, Blaðsíða 2
2
(
Frá starfi lanðmcelingamanna
á hálenðinu.
Úr brjefi frá Steinþóri SigurOssvnÍ.
ii.
Við Bergvatnskvísl,
29. júní 1932.
Heldur gengur nú þetta seint,
því enn liggjum við hjer ca. 5 km.
norðvestur af Fjórðungsöldu. Veð-
ur hefir verið mjög óhagstætt
undanfarið hjer efra, svo við höf-
um lítið getað aðhafst. Þann 25.
fluttum við vestur frá Ytri Mos-
um. Var ætlunin að liggja sunnan
við Bleiksmýrardal — í draginu
— en hann nær miklu lengra í
suður, en við ætluðum, svo við
lentum í sjálfum dalnum. Var iU-
fært með hesta niður, þótt dalur-
inn sje ekki sjerlega djúpur þarna
— 120 metra frá brún að dalbotn-
inum. Dalbotninn er sljettur ca.
250 metra breiður, alsettur stór-
gerðu hnullunga grjóti og Fnjóská,
sem þama er mjög lítil, liðast eft-
ir dalnum, sem er gróðurlaus með
öllu. Hlíðaraar eru stórgrýtisskrið-
ur, en ekki hamrar svo framar-
lcga. Það tók okkur rúma sex
tíma að komast vestur. Senduta
við svo dátana aftur með hestana.
Þeir gátu fylgt slóðínni okkar,
þegar komið var upp á brúnina.
Mældum við svo þaðan norður
og vestur undir Eyjafjörð, sama
dag og næsta ,en þá var dálítil
snjókoma með köflum og kaldur
stormur á norðaustan. Tjaldið stóð
í 700 metra hæð, en við mældum
úr 900—1000 metra hæð.
Þann 27. áttu dátarnir að koma
með hestana, en þeir komu ekki,
því þeir hjeldu, að við værum
ekki búnir að mæla, enda hafði
verið rigning hjá þeim.
f gærmorgun komu þeir svo kh
8%. Höfðu lagt upp kl. 3, og höfðu
meðferðis mat til nokkurra daga
— höfðu því miður gleymt hafra-
mjölinu og stórum sekk af
grasi, sem við höfðum sagt þeim
að reita handa hestunum. Frost
var töluvert og dálítil snjókoma
öðru hvoru. Kl. 9% lögðum við af
stað, fyrst upp í vesturbrún dals-
ins og alt vestur að vatnaskil-
unum milli Bleiksmýrardals og
Eyjafjarðar, og síðan suður. Var
fyrst ætlunin að fara fram sjálf-
an dalinn en það var illfært méð
hesta. TTm hádegið vorum við í
tæplega 1000 metra hæð og versn-
aði því veðrið og syrti að, svo að
ekki sá til fjarlægra fjalla, og jeg
þekti ekki lengur öldurnar, sem
við mældum austur að í fyrra. —
Hjeldum við svo bara í sömu átt-
ina áfram eftir vindinum, og átta-
vita til kl. 5. Reiknaðist mjer, að
við þá ættum að vera miðja vegu
milli Fjórðungsöldu og Háöldu,
•sem er suður af 'Laugafelli. Höfð-
um við síðasta klukkutímann fylgt
lítilli kvísl og búum nú þar sem
hún kemur úr stóru gljúfri, og í
góðu skjóli fyrir norðan og vestan
vindum — hjer er vindurinn miklu
vestlægri — frá Hofsjökli — en
liann var norður frá. Eftir að við
höfðum borðað og gefið hestun-
um, fylgdum við dátunum í aust-
ur þar til við sáum vörðumar við
ísprengisandsveginn. Þeir áttu svo
að fylgja þeim og slóðinni norðu"
— milli 30 og 40 kílómetra að
tjaldinu, og hafa líklega komið
heim kl. 12 í nótt, svo að túrinn
hefir verið erfiður fyrir þá og
hestana, en nú fá þeir þriggja
daga hvíld á eftir.
í nótt liefir snjóað dálítið og
venð nokkurt frost. Jörðin ekki
alhvít, aðeins grá hjer, en hærra
uppi er alhvítt. Nú er betra skygni
en í gær, eftirmiðdag. Sje jeg að
við erum nálægt 1 kílómetra sunn-
ar en jeg ætlaði, en annars á
rjettri leið, og mun þessi lækur
sem við erum við, vera Bergvatns-
kvísl, sem rennur suður í Þjórsá.
Ná drögin að henni og Fnjóská
alveg saman á mjög stórri sljettu,
svo erfitt er að sjá, hvar fyrst
fer að halla suður. En rjett fyrir
austan tjaldið kemur annað drag
að norðan, og virðist það ná miklu
l-.'ngra norður.
Því miður liggur myndavjelin
mín norður í stóra tjaldinu, því
það er afar einkennilegt að sjá,
hvernig nú er umhorfs hjer við
kvíslina. Hún liggur víðast tölu-
vert djiipt, á köflum í gljúfri og
í vetur hefir farvegurínn verið
fullur af snjó, en í vor hefir
vatnið holað undan og hvelfingin
fallið niður og bráðnað, en á báð-
ar hliðar eru eftir þverhnýptir
snjóveggir, margra metra háir,
allir sundursprungnir og stór
stykki hálffallin niður og önnur
liggja’ í sjálfum læknum og eru
að bráðna. Þessi snjór er svo
harður, að það er nærri því ís.
Norðar hafa hvelfingarnar ekki
fallið niður alstaðar, svo að stórar
snjóbrýr standa eftir og höfum
við farið yfir smáfarvegi á slíkum
brúm. Það er alveg hættulaust,
því þær eru margra metra þykkar,
svo hestarnir vega ekkert saman-
borið við þungann á snjónum.
Það er vel hlýtt í tjaldinu, þótt
það sje þunt. Jeg sef í svefnpok-
anum og hef oiíufötin neðst, og
í pokanum undir mjer, gamla
frakkann minn og gæruskinn und-
ir bakinu, auk þess eitt ullar teppi
tvöfalt og annað einfalt, sem jeg
brýt upp yfir mig og þriðja teppið
yfir mjer, auk pokans. Við sofum
nú í öllum fötunum. Förum bara í
sjerstaka sokka á kvöldin.
Þ. 6. júlí. Sama stað. Rigning
og þoka alla claga. Höfum aðeins
getað mælt 1% dag. Á morgun
koma dátarnir að sækja okkur en
nú verðum við að fara til þess að
ná í meira af matvælum — en
hjer er aðeins eftir tveggja daga
mæling. Hugsa til að fá alt dótið
sent inn að Gæsavötnum og fara
síðan hingað aftur og beint hjeð-
an inn í Vonarskarð, þegar hjer
er búið að mæla. Stönsum líklega
aðeins eina nótt í bygð — nóttina
8.-9. júlí.
Nú erum við búnir með nálægt
1500km.2, mest vestan Skjálfanda-
fljóts, en nokkuð austan, Sprengi-
sand, suður undir Fjórðungsöldu
og norðvesturhlið Tungnafellsjök-
uls — mælt hjeðan úr 21—24 km.
fjarlægð, en vantar bilið frá Fjórð
ungsöldu að jöklinum.
T gær gengum við vestur undir
Hofsjökul og mældum í grend við
upptök Þjórsár. Hættum að mæla
í agústlok. Förum þá til HVisa-
víkur og næstu daga á eftir hugsa
jeg til að koma suður með bíl.
MORGUN BLA ÐIÐ
Fjárhagsáslæður bænda.
I.
Alþingi 1929 samþykti að heim-
ila ríkisstjórainni að skipa þrjá
menn „til þess“, eins og segir í
23. grein fjárlaga fyrir árið 1930,
„að athuga ástand Skeiðaáveit-
imnar og fjárhagsgetu bænda á
áveitusvæðinu, til að standa
straum af áveitukostnaðinum.“
Var stjórninni jafnframt heimilað
að ljetta af bændum þeim hluta
af áveitukostnaðinum er þeim, að
athuguninni lokinni teldist um
megn að greiða.
Ríkisstjórnin varð við tilmælum
þingsins og skipaði nefndina.
Nefnclin skilaði ítarlegu áliti og
bar fram ákveðnar tillögur, sem
stjórn og þing fjellust á og lög-
festar voru. Enn mun þó ekki
hafa náðst samkomulag um endan-
lega lausn á málinu.
Á síðasta þingi var stjórninni
einnig heimilað, að skipa 3 menn
„til að athuga ástancl Flóaáveit
unnar og fjárhagsgetu bænda á
ásveitusvæðinu til greiðslu á skuld
um við ríkissjóð vegna áveitunnar
og Mjólkurbús Flóamanna.“ Sömu
menn skulu og athuga fjárhags-
ástæður Mjólkurbús Olfusinga.
Nefnd þessí hefir nýlega verið
skipuð. Hennar verkefni er, að
safna skýrslum og upplýsingum
um þessi mál, og senda ’ síðan
stjórninni sitt álit. Að fengnu
áliti nefndarinnar ber stjórninni
að leggja fyrir næsta Alþingi til-
lögur um lausn þessara mála.
Þessi stutta saga er athyglis-
verð. Því verður ekki neitað, að
hjerað það, sem hjer á hlut að
máli, Árnessýsla, mun vera eitt
hið allra besta landbúnaðarhjerað
á öllu landinu. Hinu verður heldur
ekki neitað, að einmitt í þessu
hjeraði hafa verið gerðar stórfeld-
astar tilraunir til þess að lyfta
Tandbúnaðinum upp, og hefir verið
varið til þess miklu fje úr ríkis-
sjóði. Manni verður því ósjálfrátt
á að spyrja: Er nú virkilega svo
komið, að þetta sje eina hjeraðið
á landinu, sem þannig er ástatt
um, að gera verði alveg sjerstakar
i-áðstafanir til þess að bjarga frá
hruni?
II.
Hjer að framan hefir verið á
það bent, að Alþingi hafi fundið
ástæðu til, að láta fram fara rann-
sókn á fjárhagsgetu mikils þorra
bænda í Árnessýslu. Tilgangurinn
með því að benda á þetta er eigi
sá, að finna að þessu á neinn hátt,
heldur hinn, að vekja athygli á
því, að fjárhagsástæður bænda
eru, því miður, erfiðar í fleiri
hjeruðum en Ámessýslu. — Fæst
þessara hjeraða hafa leitað til
Alþingis, enn sem komið er. —
Nokkrir hreppar hafa þó neyðst
til þess, að biðjast hjálpar og hefir
stjórninni verið falið að rannsaka
fjárhagsástæður þeirra og íbú-
anna. En sjeu þessi mál rannsökuð
ofan í kjólinn, mun koma í ljós,
að í flestum — ef ekki öllum —
hjeruðum landsins eru erfiðleikar
nú svo miklir, að til stórvand-
ræða horfir.
Verslunarskuldir bænda, eru
vafalaust meiri nú en nokkru sinni
áður. Þessar skuldir hafa farið
vaxandi um nokkurt skeið, en
mestur hefir vöxturinn orðið síð-
ustu árin sakir hins stórfelda verð-
falls afurðanna.
Samkvæmt skýrslu forstjóra
Sambands íslenskra samvinnufje-
laga voru skuldir þrjátíu og
þOggja sambandskaupfjelaga í
árslok 1930 nokkuð á seixtándu
miljón króna. En forstjórinn tek-
ur það fram, að hagur fjelaganna
hafi stórversnað á árinu 1931, og
hafa því skuldirnar verið talsvert
hærri í árslok það ár. Ekki hafa
skuldimar minkað á yfirstandandi
ári; þvert á móti munu þær enn
hafa vaxið verulega.
Þegar nú þess er gætt, að í
sambandskaupfjelögunum eru alls
um 8000 menn, margir efnalitlir,
með lítil bú og verðlitlar afurðir,
en vextir af verslunarskuldum eru
nú 7—8%, ættí hver maður að
geta sjeð, að bændum er það lang-
samlega um megn að bera þessa
skuldabyrði.
En ofan á verslunarskuldaokið
bætist það, að margir bændur hafa
ráðist í dýrar byggingar á býlum
sínum og margir fengið lán úr
Byggingar- og landnámssjóði. —
Þegar lánadeild þessi tók til starfa
voru bændur mjög hvattir til að
nota hana, því að vildakjör væru
í boði. Nú munu þó bændur al-
ment hafa komist að raun um, að
hjei voru engin vildarkjör í böði.
Byggingarlánin urðu þung byrði á
bændum, sem stafaði sumpart af
því, að lánin voru óhagstæð og
sumpart af hinu, að húsin voru
höfð of stór og urðu þar af leið-
andi óbærilega dýr.
Því miður liggja ekki fyrir
skýrslur um skuldir bænda. En
ekki mun fjarri sanni að áætla
skuldirnar 4—5000 krónur að með-
altali á hvert býli. Skuldir þessar
hvíla á búum, sem hafa lijer um
bil 80 ær að meðaltali hvert og
3—5 kýr. Þegar dilkverðið (aðal-
tekjur bóndans) er komið niður
í 6—8 kr., getur hver maður sjeð,
að þessi skuldabyrði er bóndanum
landsamlega um megn.
m.
Fjárliagserfiðleikar þeir, sem
bændur eiga alment við að stríða
nú eru miklu meiri en svo, að Al-
þingi megi sitja þegjandi hjá og
bíða eftir því, að einstaka hreppur
eða hjerað komi og biðji um hjálp.
Hjer verður að hefjast handa, og
það þegar í stað.
Hið fyrsta sem gera þarf, er
það, að safna ítarlegum skýrslum
um skuldir hvers einasta bónda
landinu og fá þær sundurliðaða.r
svo sem unt er. Enn fremur þarf
að fá upplýst hvaða eignir standi
að baki skuldum hvers bónda og
hverja möguleika hann hefir til
þess að rísa undir byrðinni.
Að fengnum þessum skýrslum
verður að finna einhver ráð til
þess að ljetta skulda-okinu af
bændum, svo að þeim verði mögu-
legt að bjarga sjer. Þetta spor
verður vitanlega ekki stigið án
eftirgjafa á skuldum. En jafn-
framt verður að reisa skorður við
'nýrri skuldasöfnun og grafast
fyrir rætur hinnar illræmdu skulda
verslunar.
Þetta verkefni, að ljetta skulda-
okinu af bændum er svo mikils-
vert, að stjórn og þrng mega ekki
láta það afskiftalaust. Það er
frumskilyrðið fyrir því, að land-
búnaður vor geti eflst og blómg-
ast í framtíðinni. Það er nndir-
staðan áð allri viðreisnarstarfsemi
í sveitum landsins.
Ríkisstjórnin ætti nú þegar að
hefja undirbúninginn að þessu
mikla viðreisnarstarfi.
Blómsfiludagur
Börn frá dagheimilinu Græna-
borg hafa fengið leyfi til að selja
blóm í bænum á morgun. Svo er til
ætlast. að í framtíðinni rækti þau
blóm sjálf og hafi til sölu. Að
þessu sinni hafa góðir menn og
konur gefið þeim blómin.
Miðstöð blómsÖlunnar er í Mið-
bæjarskólanum. Garðeigendur sem
kynnu að vilja gefa börnunum
blóm til að selja, geri svo vel að
hringja í síma dagheimilisins, 1341,
eða 1106. Blómin verða þegin með
þökkum og sótt heim til þeirra.
Oskað er eftir nokkrum börnum,
helst telpum 8—14 ára, til að að-
stoða við blómasö'luna, því flest
börnin á dagheimilinu eru svo lítil
að þau geta ekki selt sjálf.
Dagheimilið hefir starfað síð-
astliðna 3 mánuði, og gétið sjer
besta orð, allra sem kynst hafa
starfseminni. Um og yfir 50 börh
liafa dvalið þarna daglangt, við
þau bestu lífsskilyrði sem hugsan-
leg eru hjer í bæ. Myndir frá
Grænuborg og börnunum þar, eru
til sýnis í glugga Morgunblaðsins
þessa dagana.
Bæjarbúar, takið litlu blómsölu-
börnunum vel. Hjer er aðeins um
kaup og sölu að ræða. Blómin eru
seld við sannvirði.
Vinir Kreugers
vissu hvort stefndi.
Hann kvaddi þá, og þakk-
aði þeim fyrir samvinnuna.
Frá Stokkhólmi er skrifað:
Nýir og nýir þættir koma fyrir
dagsljósið í Kreugermálunum.
í febrúar í vetur fekk einn af
nánum vinum Kreugers brjef frá
honum. Umslagið bar það á engan
hátt með sjer, að brjefið væri
annað en venjuleg orðsending. —
Móttakandinn var því 'ekki lítið
undrandi, er hann sá, að í brjef-
inu var ávísun frá Kreuger upp
á 10 þúsund dollara. Með ávísun-
unni var stuttort brjef, þar sem
Kreuger þakkaði þessum manni
fyrir samvinnuna og alla vinsemd-
Var auðráðið af brjefinu, að
Kreuger ætlaði að stytta sjer
aldur.
Gjöfin afhent þrotabúinu.
Þegar komst upp um fjársvik
Kreugers, þóttist mótakandi gjaf-
arinnar ekki hafa leyfi til þess að
halda gjöf þessari. Skilaði hann
því fjenu til þrotabúsins.
Þetta gerði hann. En bve marg-
ir eru það af vinum Kreugers,
sem ekki hafa skilað aftur gjöf-
um þeim, er hann úthlutaði þeim
síðustu vikuna, áður en hann skaut
sig. —
Nánustu vinir Kreugers hafa
sem sje, einum mánuði áður vit-
að að hverju stefndi. Þeir hafa
því haft tækifæri til þess að losa
sig við Kreuger verðbrjefin, fyrir
gott verð, áður en almenning
grunaði nokkuð.
Þetta er ein af dekkri hliðum
Kreuger miálanna.