Morgunblaðið - 26.08.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.08.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBIAÐIfl m m m m • m m m m « © m • m m m m m © * * ®t*«f.: H.í. Arraknr, Ktjkjatlk. jKltatjör&r: Jön KJartanaaoB. Valtýr Stat&naaoai, JUtatjörn og afaralBala: ▲natnratraetl I. — Blml IH, ▲ualýalnaaatjörl: H. Hatbars. ▲ualýalnaaakrltatofa: ▲uaturatrnU 17. — Slaal TM, Halmaalaaar: Jön KJartanaaon nr. 741. Valtýr Btafinaaon nr. 111«. B. Hafbarc nr. 776. ÁakrlftarJald: Innanlanda kr. 1.00 * mlnilL Utanlanda kr. 1.10 & mAnnSL 7 lauaaaölu 10 aura alst&kl*. 10 aura mafl Liaabök. Slys í Eyjum. Maður bíður bana af sprengingu. Vestmannaeyjmn, 25. ág. 1932. Binar Magnússon vjelsmiður ljest 1 dag af völdum sprengingar, er varð- þegar hann var að fram- leiða gas. Karbítdunkur, sem gas- ið var framleitt í, sprakk og rifn- ■aði gat í loft og þak hússins. Ljest Einar þegar, en annan mann, sem var í vjelsmiðjunni, sakaði ekki. Mælir, sem var á dunknum, mun •ekki hafa sýnt rjettan þrýsting. Einar heitinn var ættaður frá Hvammi undir Eyjafjöllum, sonur Magnúsar hreppstjóra, sem þar bjó lengi og bróður Sigurjóns hónda, sem nú býr í Hvammi. Einar var snillings smiður og hugvitsmaður hinn mesti. Hami vak smiðju sína af miklum dugn- aði og var sí og æ að finna upp nýjungar á ýmsum sviðum. "Varla kom svo skip til Eyja, er þurfti viðgerðar, að Einar yrði ekki feng- inn til þess að vinna verkið, og aldrei kom það fyrir, að honum yrfi þar ráðafátt. Hann gat alt. Einar heitinn var kvæntur Maríu Vilhjálmsdóttur, ættuð af Seltjarnarnesi. Hún lifir mannsinn >og eru 6 hörn þeirra, öll í ómegð. Tíðindámaður blaðsins í Eyjum sagði blaðinu, að tjón Vestmanna- ■’eyja við fráfall Einars væri óbæt- a.nlegt. Hann var ekki aðeins snill- ingur í liöndunum og hugvit.smað- ur, sagði tíðindamaður hlaðsins, heldur var liann einnig ágætur drengur og ljúfmenni í hvívetna. Allir Vestmannaeyingar syrgja Einar sárt, þetta einstaka val- menni. örœnlanösöeilan. Oslo, 25. ágúst NRP. — FB. Danski sagnfræðingurinn Christ ensen, sem um þessar mundir er í Noregi, hefir sagt í viðtali við blaðamenn, að Norðmenn ætti að fá yfirráðarjett yfir Austur-Græn- landi. Hann heldur því fram, að ekkert óhapp gæti komið fyrir Dani, sem verra væri, en að úr- skurður Haagdómstólsins í Græn- landsdeilunni yrði þeim í hag. Er Christensen einnig þeirrar skoð- unar, að Danir og Norðmenn ætti að gera tilraun til þess að jafna deiluna sín á millí, áður en til þess komi, að úrskurðurinn verði upp kveðinn í Haag. Christ- ensen kveðst loks ætla að ræða líkurnar fyrir samkomulagstilraun ’við Mowinckel. 5amþyktir Ottaa/afunöarins, er snerta íslenskar útflutn- ingsuörur. Fundurinn í Ottawa er nú úti, sem kunnugt er. En hingað hafa eigi borist ennþá greinilegar fregn ir af endanlegum niðurstöðum fundarins. Samkomulag fekkst á fundinum milli málsaðila, 'eftir því sem menn vita best. Það drógst lengst, að samkomulag næðist milli Breta og Canadamanna. Leit á tímabili jafn- vel út fyrir, að bresku fulltrúarnir skildu ósáttir við Canadamenn, voru farnir að sýna á sjer ferða- snið. En samningar tókust að lok- um. Eftir því sem blaðið hefir frjett um þær niðurstöður fundarins sem snerta íslenska hagsmuni, eru þær ekki sem álitlegastar. Samningurinn við Canadamun m. a. fela það í sjer, að núgild- andi 10% innflutningstollur á ísfiski (í Englandi) og niður- soðnum fiski verði ekki lækkað- ur nema með samþykki Canada- stjórnar. Samningur við New- foundland felur í sjer tilsvar- andi ákvæði um saltfisk. Samn- ingur við Ástralíu og New-Zee- land felur í sjer samkomulag um ráðstafanir til að hækka heildsöluverð á frystu kinda- kjöti; Bretland takmarkar inn- flutning á frystu kindakjöti yf- irleitt. Ástralía lofar að flytja ekki út til Bretlands á árinu 1933 meira kindakjöt en nemur útflutningi til Bretlands 30. júní 1931 til 30. júní 1932. Reglur um takmörkun á innflutningi kinda- kjöts frá öðrum löndum hafa enn ekki verið birtar. Hvað nm samninga við Breta fyrir hönd íslendinga? ! Þegar Chamberlain fjármálaráð- herra lagði tollafrumvarp sitt fyrir parlamentið í fyrravetur, ljet hann j þess getið, að stjórnin hefði þá 1 tekið þá ákvörðun, að semja fyrst við nýlendurnar, áður en hún tæki upp nokkra samninga við aðrar þjóðir. Samningar þeir, sem ráðherrann talaði um, að gera skyldi við ný- lendurnar, em nú komnir í kring, á Ottawafundinum, að því leyti að fulltrúar Bretá og nýlendanna hafa kömið sjer saman um á- kveðnar tillögur um viðskifta- og tollamálin. Má vænta þess, að þing Breta og nýlendanna fallist á til- lögur fundarins. Nú er því komið að þeim tíma, að Bretar vilja tala við aðrar við- skiftaþjóðir sínar um tollamálin. Er þess vænst, að íslenska stjórn- in geri það sem í hennar valdi stendur, til þess, að hún geti sem fyrst sent fulltrúa að hinu breska samningaborði. En ennþá eru fregnir af sam- þyktum Ottawafundarins of ó- greinilegar til þess að hægt. sje að gera sjer fyllilega grein fyrir því, hvers vænta má af samningum við bresku stjórnina. BifreiðQrslys. 8 ájra gamall drengur deyr samstundis. Um kl. 4 í gær komu tvær vöru- ílut.ningabifreiðar sunnan Hafnar- fjarðarveg. Á annari var Stefán Hannesson bifreiðarstjóri, en Ell- crt Magnússon á hinni. Dróg bif- reið Stefáns bifteið Ellerts í vír- taug sem var um 7 metrar á lengd. Hafði Ellert verið suður á Álfta- nesi í fyrradag að sækja sand. En bifreið hans bilaði þar. Fekk hann því Stefán til að draga bifreið sína til bæjarins. Höfðu Jieir tekið mest af sandinum af biluðu bifreiðinni og sett á þá fremri. Er þeir komu í Fossvoginn voru 5 börn á vegi þeirra á aldrinum 7—9 ára. Höfðu þau verið í berja- mó, og átt að fara með strætis- vagni heim. En nú höfðu þau beðið þarna um stund eftir strætisvagn- inum, og voru orðin leið á biðinni. Báðu þau því um far til bæjarins. Fengu þau að setjast upp á pall aftari bifreiðarinnar. Ber nú ekkert til tíðinda, fyrri en komið er í norðanverða Oskju- hlíð, í brekkuna hjá Þóroddsstöð- um. Þá mun hafa slaknað á dráttar- strengnum, svo lykkja á honum hefir komist undir og út fyrir vinstra framhjólið í bifreið Ellerts. En er stríkkar á strengnum aftur, er fremri bifreiðin kippir í, þá lendir vírstrengurinn í stýrisútbún aði bifreiðarinnar, svo bifreiðar- stjóri missir vald á bifreiðinni, en vírstrengurinn sveigir bifreiðina út af veginum til hægri, svo bif- reið Ellerts skellur á hliðina. Veg- kanturinn var ekki svo hár þama, að bifreiðinni hvolfdi, því hamlaði stýrishúsið. Fjögur bömin hentust af bíl- jiallinum, og lentu í smámalar- byng. Þau sakaði ekki. En drengur 8 ára gamall varð þeim ekki samferða. Höfuð hans lenti undir pallbrún bifreiðarinnar, og sprakk efri hluti höfuðkúpunn- ar um miðjan hnakka. Hann dó samstundis. Hann hjet Ólafur Þor- kelsson frá Týsgötu 6. Hann var uppeldissonur Jóns Grímssonar raf virkja. Guðmundur Jónsson á Þórodds- stöðum kom þama að og hjálpaði til að reisa við bílinn. Hann til- kynti lögreglunni síðan um atburð- inn, en Ellert beið þarna uns lög- reglan kom á vettvang. Lögreglan flutti lík drengsins á Landsspítalann. Hún flutti og hin börnin heim til sín. Flug! HutchinsonB. Hann kom til Labra- dor I fyrradag. St. Johns, N. B. 25. ágúst. United Press. FB. Hutchinson lenti í Port Menier, Anticosti, kl. 6.45 síðd. í gær. Huernig UUatkins fórst. Hann drukknaði af kajak, en fórst ekki við flug'slys. Oslo, 25. ágúst. NRP. — FB. Nýlendustjórinn í Angmagsalik tilkynnir, að enski landkönnuður- i.'Jtt Watkins hafi farist af völdum kajakslyss þ. 20. ágúst. I tilkynningu frá sendiherra Dana í gær segir, að Watkins hafi drukknað af kajak við Grænlands- ströhd hinn 20. ágúst. Vjelbátur leiðangursmanna var að vinna að mælingum, en Watkins fór einn út á kajak og ætlaði að veiða sel. Seinna rákst vjelbáturínn á húð- keipinn á reki og var hann fullur áf sjó. Á rekísjaka fundu þeir buxur Watkins. Leitað hefir verið að líki lians, en það ekki fundist. Með Watkins voru þrír Eng- lendingar, en Watkins hafði ætlað sjer að fara aleinn í vor gangandi þvert yfir Grænlandsjökul, þá leið sem fyrirhuguð flugleið liggur yf- ir. — Dómar yfir uppreisnar- mönnum. XJppreisnarmenn. Að ofan Feman- dez Perez og Barrera hershöfðtngj- ar. Að neðan Godod og Cavalcanti hershöfðingjar. Madrid, 25. ágúst. United Press. FB. Sanjurjo hershöfðingi var dæmd ur til lífláts, en Fernandez í æfi- langt fangelsi. Einn þeirra, sem ákærður var fyrir að hafa verið Jeiðtogi uppreisnarmanna var dæm dur í tólf ára fangelsi, en annar var sýknaður. Heitir hann J. Sanjurjo og er frændi hershöfð- ingjans, er dæmdur var til lífláts. Madrid, 25. ágúst. United Press. FB. Forseti ríkisins og ráðherrarnir hafa til athugunar hvort breyta skuli líflátsdómi Sanjurjo. Frakkneski sendiherrann hefir mælst til þess, fyrir hönd frakk- nesku ríkisstjórnarinnar, að San- jurjo verði ekki tekinn af lífi. Benti sendiherrann spánversku stjórninni á það, að Sanjurjo hafi verið sæmdur æðsta tignarmerki frakknesku heiðursfylkingarinnar. Lee ©g Bochkon lagðir af stað yfír Atlantshaf. Harbour Grace, 25. ágúst. United Press. FB. Lee og Bochkin lögðu af stað í Noregsflug kl. 7.30 í morgun. Tískublöð: Weldons Ladies Joumal, Childrens Dress, Fashions for All, (Romas Pict. Fash.) Home Fashions, Mode de Demain, Pariser Chic, Pariser Record, Weldons Children, F art et la Mode, La Parisienne, La Mode de Paris, Le Jardin des Modes, Mabs, Butterick (hausttíska). Nordisk Mönster- Tidende. Bókhlaðan, Lækjargötu 2. Johan Bojer gefur kirkju. Oslo, 25. ágúst NRP. — FB. í Rissa (í Þrændalögum syðri) var í gær vígð kirkja, sem skáldið Johan Bojer gaf æskusveit sinni. Stören biskup framkvæmdi vígsl- una. Viðstaddur var Fredal kirkju málaráðherra. Að vígslunni lokinni var veisla haldin. Afhenti Bojer þá kirk.juna í umsjá og eign sveitar- innar. Dagbók. Veðrið (fimtudagskvöld kl. 5): Suðvestur af íslandi er víðáttu- mikil lægð, sem hrevfist hægt A- eftir og veldur S-lægri átt um austanvert Atlautshaf og norður yfir ísland. Á SV-landi er sums staðar allhvasst og dálítil rigning vestan lands, en á A-landi er bjart veður. Hiti er víðast 12—15 st., alt að 18^-20 st. sums staðar á N- og A-landi. Útlit fyrir sunnan veð»- áttu næstu dægur. Veðurútlit í Rvík í dag: SA- kaldi. Rigning öðru hvoru. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónahand ungfrú Lára Steinliolt og Guðlaugur Rósen- kransson stúdent. Þau sigldu með Lyru í gærkvöldi og verða á í»- lensku vikunni í Stokkhólmi. Gasið. Daglega hejrrast umkvart- anir úr bænnm, sjerstaklega úr þeim hlutum bæjarins ,sem lágt liggja, um það að gasið sje svo kraftlítið að varla sjóði á katK. En aldrei verða menn þess varir, að reikningurinn sje lægri um mánaðamót að heldur, þótt Íítil not hafi orðið af yfir mánuðinn. Menn spyrja: Er gasstöðin orð- in of lítil til þess að fullnægja venjulegri og eðlilegri þörf bæjar- ins, eða er gasstöðin í sífeldu ó- lagi? Það er ekki nægilegt, að nokkur þrýstingur sje á gasinu á þeim tímum dagsins, sem minst er notkunin. Kringum matmálstíma þa.rf þrýstingurinn að vera svo mikill að full not verði að. Síldveiðin. Flest herpinótaskipin komu inn til Siglufjarðar í gær með mikinn afla, er þau fengu á Grímsey j arsnndi. Varðarfundur verður haldinn í kvöld kl. 8%. Jón Þorláksson flyt- nr erindi; ennfremur fer fram Jcosning nefndar til undirbúnings alþingiskosninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.