Morgunblaðið - 28.08.1932, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
Björn Línöal á 5ualbarði.
Jeg dreg raig í hlje, þegar dimmir af nótt
og deplar ljósaugum borg,
og mugga fellur á mar og land
og mannösin rjenar um torg,
og hlustirnar legg jeg hljóður við
þeim hjartslætti, er berst frá sorg.
Jeg ávarpa lögrjettu huliðsheims,
er hefir um valdboð sín látt:
Hví slöktirðu ljós undir Bjarnar brún,
er bjarmanum strjálaði hátt?
Hví vinnurðu á mínum vinum bug
og víkur þeim svo út í nátt?
Hvort virðist þjer skörunga, vera of margt
og vitsmuna í hrímlenskri bygð,
sem auðga hjeruð með ilm og lit
og eggina skerpa í sigð,
og gera með áræði heild úr helft
og halda við sveitina trygð?
Og virðast þjer aukreitis virðingamenn
að verki um strandlengju og dal,
og ofvöxtur hlaupinn í engi og tún
og óþarfur hiti í sal?
Og risið of hátt og rekkjan of hvít,
of raunviturt baðstofuhjal ?
Öll svör eru bergmáli og sævarnið skyld,
er sitjum við andspænis Hel
og glímt er við stöku, sem gerð er til hálfs,
er gengur að mannskaða jel.
Og úrslitavonin að ending’ er sú:
að eilífðin botni’ hana vel ....
Þeim útúrdúr bregð jeg og aftur jeg vík
að efninu, það er mjer nóg.
Um Líndal er bjart af því ljósi, 'er hann
með lögmætum orðstír sjer bjó.
Hann lifir á vegum þess ljósgjöfla vors,
er lyftir upp gróðri, sem dó.
:Með vorblæ úr suðri hann verður í för
á Vaðlafjalls lyngvuðu brún,
og augunum rennir um iðjagræn höll
og endurbætt víðlendistún,
og gleðst við að horfa á glóbjartan fjörð
og gustþanin skipsegl við hún.
Því ást hans var skift milli Ægis og lands
og áhuginn skemti sjer við:
að nema hafsins og holtanna reit,
í hernað þann búa sitt lið,
og nýta aðdrætti úr nánd og firð
að nýjum og fornum sið.
Það bætir vorn hag, að borin sje vopn
á bersvæðis mela og hró,
og fiskimið lögð undir framtakshug
og fjemæti dregin úr sjó,
að grasrótin vaxi af gróða þeim
og gullteigur skapist úr mó.
Með ástúð hann gaumgæfir alihjörð,
er ársæld um bithaga fer,
og starir broshýr á ljettfætt lömb',
er leika í góðviðri sjer.
Þá faðmar vorgyðja húsið hans,
sem hnípna fjölskyldu ver.
Sá húsbóndi stundaði hjartans mál,
sinn huga við andríki batt,
að bókmentum hneigður og brosi vjek,
að bamæsku og horfði glatt
á útlenda hnoss, *er innlend varð —
þó oft væri framundan bratt.
Jeg horfi í vökudraum heim til þín, Björn,
— í hyllingum gefur mjer sýn. —
En skarð er nú þar fyrir skildi sem fyr
var sköruleg forysta þín.....
Að ljósmvnda þig, er mjer ljúft og skvlt
í ljóma, er af Svalbarði skín.
Guðmundur Friðjónsson.
Úr árbókum Rfturhalösins
Stefnubreyting
í Rússlanöi.
Staíin kúvendir,
Norska blaðið „Hortens Arbejd-
«rblad“ birtir nýlega ferðabrjef
frá Rússlandi eftir Arne Drog-
.seth, og þar segir hann frá því,
að Stalin hafi nýlega haldið eina
af stefnuskrárræðum sínum, og
mælt meðal annars á þessa leið:
— Það er óþarfi að taka það
fram, að vjer getum ekki fram-
kvæmt framleiðslufyrirætlun vora,
nema því aðeins að vjer liöfum
fasta verkamenn, sem þekkja að
meira eða minna. leyti vinnuvísindi
nútímans og meðferð nýrra vjela.
En hvernig er ástandið hjá oss?
Getur maður sagt að vjer höfum
fastan vinnukraft? Nei, því mið-
xir. Þvert á móti er vinnukraftur-
inn á sífeldri hreyfingu. Þau
mrmu fá fyrirtækin þar sem ekki
hefir skift um 30—40% af verka-
fólkinu á hálfu ári eða ársfjórð-
ungi. Ef þessu fer fram verður
það til þess að eyðileggja iðn-
aðinn.
En hverjar eru svo ástæðurnar
til þess að verkamenn hvarfla
þannig á milli?
— Vitlaust fyrirkomulag á
launagreiðslum, sú jafnaðarhug-
mynd, að allir eigi að bera jafnt
úr býtum. Þessi jafnaðarhugmynd
veldur því, að ólærður verkamað-
ur hefir enga hvöt til þess að afla
sjer vinnuþekkingar, því að hann
græðir ekkert á því. Honum fihst
hann vera ,,aðskotadýr“ þar sem
hann starfar, vinnur aðeins til að
„afla einhvers“, en freistar svo
hamingjunnar annars staðar. —
Þessi jafnaðarliugmynd hefir þær
afleiðingar, að hæfileikamennirnir
verða að flækjast frá einni stofn-
un til annarar, þangað til þeir
finna þann stað, þar sem hæfi-
leikar þeirra eru metnir. Af þessu
leiðir hið sífelda ráp frá einni
atvinnugrein til annarar. Til þess
að ráða bót á þessu, verður að
sfnema þennan jöfnuð.
Vjer vitum að vjer þurfum nú
á að lialda hundruðum þúsxmda
•og miljóna verklærðra manna. Til
þess að geta fengið þá, verðum
vjer að gefa hinum ólærðu verka-
mönnum hvöt og tækifæri til þess
að komast hærra, komast fram fir
öðrum. Því djarfara, sem v.jer
stígum þetta spor, því betra, því
að þetta er ráðið til þess að hindra
hringsól vinnuaflsins. Það væri
glæpur að hugsa hjer um sparnað,
það væri sama sem að vinna á
Tnóti hagsmunum iðnaðar vors.
Eins og á þessu' má sjá, hefir
Stalin nú kúvent, er horfinn frá
jafnaðarstefnunni og segir að
skoðanir hægrimanna sje rjettar,
að von einstaklingsins um að kom-
ast hærra, að vinna sjer meira
inn, sje driffjöðrin í öllu athafna-
lífi. Og þegar Stalin segir að
menn eigi að fá misjöfn laun, þá
hlýtur hann um leið að gera ráð
íyrir að menn fái sjálfir að ráða
yfir þeim, þ. e. a. s. menn megi
efnast.
Hingað til hefir það verið
þungamiðjan í stjórn bolsa, að
ríkið ætti að eiga alt, en einstak-
lingar ekkert. Og til þess að ekki
myndaðist nein yfirstjett, „sem
lifir á kostnað hins starfandi
lýðs“, var um að gera að berja al-
H.
Mikil tilþrif voru í skrifum
Tímamanna hjer á árunum áður,
er þeir lýstu opinberri starf-
rækslu á landi lijer, óhófslaunum
starfsmanna og embættismanna,
meðferð ríkisstjórna á fje almenn-
ings, hlutdrægni í embættaveiting-
um og ýmis konar meinsemdum,
er þeir þóttust sjá í valdameðferð
og rekstri ríkisbúsins.
En þegar litið er yfir stjórnar-
feril, starfshætti og tilþrif Hrifl-
unga árin 1927—1930, er sem öll
stjórnarstörfin hafi fyrst og
fremst miðast við að kenna þjóð-
inni hvernig stjórn landsins ætti
ekki að vera.
Loforðunum um ,,éndurbætur“
um gætna meðferð ríkisfjár, um
sanngjarnar embættaveitingar og
lieilbrigða óhlutdrægni í opinber-
um rekstri, gleymdu Hriflungar
með öllu, eða sýndu enga viðleitni
til að efna þau.
í stað þess að koma á sanngjarn-
ari launastiga en áður var, var
starfsmönnum þjóðarinnar bók-
staflega skift í tvo flokka. — 1
öðrum flokknum pólitískir gæðing-
ar Hriflunga, í hinum pólitískir
andstæðingar.
Fvrir gæðingana voru sett ný
lög, nýjar launagreiðslur. Hlöðu-
gerlega niður framtak einstaklings
ins, sem hægri menn um allan
heim, halda fram að sje hin
eðlilega driffjöður í framleiðslu
og verslun.
kálfar Afturiialdsins og hlaupa-
gikkir, eins og útvarpsstjóri, vín-
einkasölustjóri og aðrir pólitískir
ióþrifagemsar Aftúrhaldsins eru
settir að launakjörum, alólíkum
launakjörum annara starfsmanna
ríkisins. Jafnvel þeir menn, sem
á Tímamáli hjetu forstjórar fyrir
„vínholum“ ríkisins fá tugi tús-
unda í laun.
En jafnframt er þröngvað kosti
pólitískra andstæðinga, eftir því,
sem stjórnin sjer sjer fært, þeir
skammaðir og svívirtir, ofsóttir og
lagðir í einelti, og reknir úr em-
bættum, þeir, sem mest er haft
við.
Sá þjóðsiður eða þjóðarósiður
fór að verða landlægur, að hver
atvinnulaus flottræfill, sem er,
þurfti ekki annað en gala upp
á gatnamótum, um hollustu sína,
við Hriflunga, til þess að hann
yrði svo að segja teymdur á eyr-
unum að kúffullri ríkissjóðsjötu.
Stjórnarráðið varð svo offult af
starfsmönnum, að eigi varð komið
fleirum fyrir í hinu gamla húsi,
og hola varð niður hinum pólitísku
gæðingum sem áttu að fá laun
íyrir stjórnarstörf, einhvers staðar
úti í bæ.
Svo varð aðgreiningin fullkomin
þegar veitt voru störf við ríkis-
stofnanir, að vart var ráðin elda-
buska til ríkisstofnana, að hún
Ifengi ekki áður heimsókn af póli-
tískum þefara, til þess að fullvissa
! yrði flutt um það til „æðstu
staíða“, að hún bæri „hið rjetta
hugarfar“ til liins ríkjandi Aftur-
halds í landinu, og væri boðin og
búin til að játast til fylgis, við
hvern þann pólitískan bulluskap,
sem dómsmálaráðherra landsins
dytt.i í hug að láta dynja yfir
þjóðina.
En fyndist fleiri, sem fásir
væri til liins blinda fylgis /ið
Hriflunga, en stöður voru fyrir við
ríkisjötuna, var bætt við nýjum
og nýjum stöðum og störfum,
nefndum og eftirlitsmönnum, og
eftirlitsmönnum með eftirlitsmönn
um, svo allir yrðu þeir aðnjótandi
ríkisfjár fyrir fylgið við Hriflu-
menn.
En þegar einhver stofnunin eða
einhver forstjórinn kunni ekki við
að fá á sig eftirlit annara, var
fundið upp alveg nýtt ráð, sem
fyrst leiddist í ljós í fyrra vetur,
þegar kom á daginn, að útvarps-
stjórinn hafði sjálfur úrskurðað,
að hann sjálfur skyldi fá 2000
krónur, fyrir að hafa eftirlit með
því, sem hann sjálfur átti að gera.
Óhófið, sukkið og vitleysan í
meðferð Hriflunga á almannafje,
jbefir ,eins og allir vita, náð
út yfir allan þjófabálk, og komið
fram á mörgum sviðum.
Yeisluhöldin og flottræfilshátt-
urinn, er einn þátturinn. Þegar
einhver stjórnargæðingurinn hafði
unnið sjer eitthvað til sæmdar á
Hrifluvísu, þá var veisla og trak-
teringar, fyrir almenning.
Minnisstæð er mönnum Belgaum
veislan, nokkru eftir að Ægir tók
togarann Belgaum út af Öndverð-
arnesi. Það var slægur í því, að
dæma hinn íslenska togara í sekt.
Kaupmenn!
er lang útbreiddasta blaðið
til sveita og við sjó, utan
Reykjavikur og um hverfis
hennar, og er þvi besta
auglýsingablaöið á þessíun
slóðum.
Það var matur í því fyrir Hrifl-
unga. Skipherrann og skipshöfa
áttu áð fá maklega viðurkenningu.
Dómsmálaráðherra býður skip-
herra og skipshöfn í veislu á
Hótel Borg. Drukkið var þar
kampavín, „eins og kaffi og te“,
eins og hver gat torgað. Ríkis-
sjóður ekki ofgóður til að borga.
En það fer sannarlega glansinn
af því veisluhaldi dómsmálaráð-
herrans, ef það kemur á daginn,
að dómur í máli Belgaums átti að
einhverju leyti að byggjast á því,
að fitlað var við vissa tölustafi í
dagbók varðskipsins.
Um misnotkun varðskipanna er
óþarft að fjölyrða. En sá sögu-
þáttur Hriflualdarinnar líður þjóð
inni ekki úr minni. Er t. d. hinn
valdasjúki dómsmálaráðherra felck
tvö herskipin til þess að koma
sjer austur á Homafjörð, fór með
Fyllu með ströndum fram, en
fekk síðan eitt af íslensku varð-
skipunum austur, sem ferjubát
handa sjer inn á fjörðinn. Eða
þegar hann stal skipinu frá strand
gæslu vikum saman, í kosninga-
ferðalag. Eða þegar Þór gamli var
sendur með tvo Tímaskussa inn á
Húnaflóa til að koma þeim heim
til sín um jólin, en skipið strand-
aði í ferðinni, og var mildi ai
ekki varð manntjón. Eða þegar
annað varðskip var sent úr Reykja
vík með nokkrar vatnsleiðslupípur
norður á Húnaflóahöfn, í hús,
er bygt var þar nyrðra, en aðaler-
indið var, að koma einni Tímamál-
pípu fyrirhafnarlítið heimleiðis. —
En flutningur á manni og pípnm
hefir kostað ríkissjóð álíka o g
kostar að byggja álitlegan sveita-
bæ.
En þó hjer sje um mikil afbrot
að ræða, mikil brot á stjórnar-
velsæmi, má telja þess liáttar brot
smávægileg hjá því, að hafa sem
skipherra á einu varðskipanna,
mann, sem enginn, hvorki inn-
lendur eða erlendur maður getur
borið traust til, og stjórnin horfir
aðgerðalaus á, að meðal erlendra
þjóða kemst blátt áfram óorð á
íslenska landhelgisgæslu.
í slíkar ógöngur komst land-
lielgisgæsla vor í höndum Hrifl-
unga þeirra, er stjórnað hafa hjer
undanfarin ár.
Hjer er farið fljótt yfir sögu.
Margt er þó enn ótalið af megin-
málum í sögu hinna pólitísku
þrakfallabálka, sem stjórnað hafa
landinu undanfarið.
Þegar litið er yfir ólánsleiðir
þeirra, sjest bókstaflega ekkert,
ekkert einasta verkefni, sem þess-
ir menn hafa leyst af hendi, svo
■•vel sje.
Það þarf innilegt og margfljett-
að samband óláns og heimsku vald
hafanna, til þess að þeim geti
tekist eyða tugum miljóna af
almanna fje á þann hátt, að svo
til elckert af því, sem gert var,
komi að almennu, varanlegu gagni
þegar áí reynir.
*