Morgunblaðið - 01.09.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1932, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Uerðhcekkunin Um mánaðamótin júní og j'úlí byrjaði bæði, gangverð verðbrjefa og vöruverðið í U. S. A. að hækka. Verðhækkunin var framan af hæg- íara. Bn um síðastliðin mánaðamót jókst hækkunin að svo miklum mun, að um verulegt verðris var að ræða. Um miðjan ágúst kom nokkur afturkippur; seinna hefir aftxir orðið dálítil verðhækkun, en þó mjög hægfara. — Verðhækk- unin í U. S. A. gerði fljótlega vart við sig í Evrópu, þar sem verð hefir hækkað bæði á verðbrjefum og vörum, einkum í Englandi. — Mest hefir kveðið að verðrisinu á verðbrjefamarkaðnum í U. S. A. Samkvæmt amerískum skýrslum hækkaði kauphallarverð skrásettra verðbrjefa í U. S. A. um 1.000 miljón sterlingspunda í júlí og álíka mikið á fyrstu, tveimur vik- nnum í ágúst. Mörg hlutabrjef liafa hækkað um 100% eða jafnvel meira. En þess ber að gæta, hve afskaplega lágt gangverð flestra hlutabrjefa í U. S. A. var, þegar verðhækkunin byrjaði. T. d. höfðu mörg hlutabrjef fallið iir 150—200 niður í 3—5 frá því verðfallið hófst árið 1929 og þangað til verðrisið byrjaði fyrir 2 mánuðum. Aðeins nokkura dollara hækkun á gangverðinu var því 100% hækk- un frá lágmarksgenginu í byrjun júlí. J afnhliða gengishækkun verð- brjefanna hefir verð á ýmsum vör- um liækka&. "Vísitalan í U. S. A., útreiknuð af próf. Irving Fisher hefir hækkað úr 59.3 um miðjan júní upp í 61.9 um miðjan ágúst eða um h. u. b. 4% á tveimur mánuðum. Enska vísitalan, „Eeonomist“ reiknar út, hefir hækkað lir 97.4 þ. 29. júní upp í 101.0 þ. 10. ágúst. ,,Economist“ setur verðlagið í Englandi þ. 18. sept. 1932 = 100. — Samkvæmt skýrslum „Eeonomists“ er verð- hækkun einstakra vara síðan í lok ^ júní þessi: Erlent hveiti hefir hækkað um 12.5%, mais 10.1%, argentinskt kjöt 34.1%, danskt svinsfle.sk 13.8%, danskt smjör 13.8%, sykur 5.2%, baðmull 23.4%, ensk ull 5.3%, tin 22.2%, kopar 11,5%, húðir 28.6%, og gúmmí 30.3%. Á sama tíma hafa nokkrar vörur lækkað í verði, þ. á. m. kartöflur um 47.6%, enskt kinda- kjöt 11.5%, enskt nautakjöt 6.2% og byggkom 5.8%. — Fram að þessu hafa næstum ein- göngu landbúnaðarvörur og ein- staka málmar hækkað í verði. I iðnaðntim í U. S. A. er stöðugt deyfð. Framleiðsla járn- og stál- iðnaðarins, flutningar með járn- brautunum og rafmagnseyðsla hef- ii' frekar minkað en aukist. ,,En verðhækkun landbúnaðarvaranna hefir aukið kaupgetu míljóna hænda, og má búast við að iðnað- urinn njóti fljótlega góðs af því“. segir National City Bank í New York í síðustu mánaðarskýrslu >:inni. Verðhækkunin hófst í U. S. A., «ins og þegar hefir verið sagt. Margt hefir í sameiningu valdið þessu verðrisi í Bandaríkjunum. Fvrst og fremst árahgur Laus- annefimdaríns. — Verðhækkunin hófst einmitt um það leyti sem samkomulag náðist um hernaðar- skajiabæturnar í Lausanwe. Ur- lr.usn .skaðabótamálsins vakti strax vonir um það að bráðum muni sjá iyrir endann á heimskreppunni og að vöruverðíð liafi náð lágmark- inu. Þetta jók víða kaupfýsina. Jafnhliða þessu hafa kreppuráð- stafanir stjórnarinnar í U. S. A. átt sinn þátt í verðrisinu. Hoover 'hefir gert sjer mikið far um að draga úr kreppunni, ekki síst vegna forsetakosningarinnar, sem nú fer í hönd. Stjórninni hefir tekist að auka gjaldgetu bankanna í U. S. A. Og hún hefir gert ráð- stafanir til þess, að bankarnir geti aukið lánveitingar í þeim tilgangi að hækka verðlagið. — Stjórn- inni í U. S. A. hefir tekist að auka að nýju truastið á dollaruum. — Gullútflutningurinn frá U. S. A. hefir stöðvast. Erlent fje er aftur i'arið að leita til Bandarík.janna, m. a. frá Englandi. Á vaxtalækk- Unin í Englandi m. a. þátt í því. Alimargir hafa upp á síðkastið flutt fje frá Lundúnum til New York. Eftir vaxtalækkunina í Eng- andi var meiri gróðavon í U. S. A. en í Englandi. — Um allan heim spyrja menn, hvort verðhækkunin að undan- förnu tákni þau umskifti, sem all- ir hafa þráð, svo lengi, hvort, kreppan hafi nú náð hámarki og búast megi við uppgangstímum. Flestir munu líta svo á, að ástæð- ur þær, sem valdið hafa þessari verðhækkun sjeu ekki nægilegar til þess að valda frekari, varan- legri og almennri verðhækkun í heiminum. Horfurnar eru þó að miklum mun bjartari nú en fyrir einu ári. Vextir eru viða orðnir lágir, einkum í Englandi, gjaþl- geta bankanna í Englandi og U. S. A. er orðin góð. Hernaðarskaða- bæturnar eru úr sögunni. Vax- andi líkur eru fyrir því, að U. S. A. slaki til viðvíkjandi stríðsskuld iinum eftir forsetakosninguna. — Englendingar virðast ætla að gang ast fyrir alþjóðasamtökum um það ð hækka vöruverðið. Og Banda- ríkjamenn hafa tekið framkomn- um tillögum í þá átt vel. En þrátt fyrir bjartari horfur álíta margir, þ. á m. „Times“, að ekki sje hægt að búast við áframhaldandi verðhækkun að svo stöddu. Gætnir rnenn búast ekki við gagngerðum og varanlegum umskiftum til bóta fyr en alþjóðasamtök verða gerð til þess að hækka vöruverðið. Khöfn í ágúst 1932. P. Forvaxtalækkun í Svíþjóð og Noregi. Stokkhólmi, FB 31. ág. United Press. FB. Forvextir hafa verið lækkaðir iim Vz'/c í 3í/2'/t frá og með fimtu- degi að telja. Ósló, 31. ágúst. Forvextir hafa verið lækkaðir um Vor/- í 4% frá og með fimtu- degi að telja. Flugslys. Ein af flugvjelum Aerotransport hrapaði til jarðar í gær, á landa- mærum Hollands og Þýskalands. Flugvjelin var á leiðinni frá Am- sterdam til Málmeyjar. Stýrimað- urinn, Liljeberg að nafni, og loft- skeytamaðurinn, biðu bana. Þetta er fjfrsta flugslys, sem manntjón hefir af leitt, hjá Aero- transport. (NRP—FB). Lanöbúnaðar- hugleiðingar. Nú er allmikið rætt — og sjálf- sagt enn þá meira hugsað — um fjárhagskreppu þá, sem gengur yfir og sem virðist ætla að fara að verða all-alvarleg fyrir íslensku þjóðina, ekki síður en önnur ríki. Það er ekki tilgangur þessa grein- arkorns, að ræða um heimskrepp- una yfirleitt. Það eru erfiðleikar sveitabúskaparins og framtíð hans sem hjer verður gert að umtals- efni, eða m. ö. o. að benda á 'eina hlið til þess máls, sem gæti orðið honum til stuðnings. Sá sem þetta ritar, hefir ekki verið einn af þeim bjartsýnu mönnum, sem ekki virðast hafa komið auga á nema björtustu hliðina á framkvæmdum síðustu ára. Stórkostlegar byggingar hafa verið reistar, bæði á kostnað rík- i.sins og einstakra manna, og í flestum tilfellum fyrir lánsfje. — Það er ekki heldur tilgangurinn ,að fara að ræða um byggingar sem framkvæmdar hafa verið fyrir fje úr ríkissjóði, þó ýmisl'egt mætti um þær segja, heldur um bygg- ingar sem framkvæmdar hafa ver- ið af bændum víðsvegar um land- •ið. Það leikur varla vafi á því, að ýmsar þær byggingar eru fram kvæmdar með alt of lítilli fyrir- hyggju fyrir framtíðina, jafnvel þó frágangur þeirra hafi verið vandaður og húsin dýr. Að búa í vönduðum og dýrum húsum þolir ekki íslenskur sveitabúskapur, nema eitthvert fyrirkomulag sje fundið annað en átt hefir sjer stað til þessa tíma. Að vísu geta þeir búið í þeim, sem hafa verið svo lánsamir að geta bygt þau skuldlaust. En hvemig fer þegar þeir falla frá? Hverjir verða þeir þá, sem geta keypt jörð og hús? Hætt er við að erfingjum verði það ofvaxið, sjeu þeir fleiri en einn og því erfiðara því fleiri sem þeir kynnu að vera. Gera má nú ráð fyrir að einhver kaupandi feng ist, en í mörgum tilfellum mundi þá afleiðingin verða sú, að nánustu vandamenn yrðu að hrekjast burtu af eigninni, hversu fúslega sem þeir óskuðu þess að geta notið hennar og þó miklar líkur væru til að þeir yrðu uppbyggilegri bændur, heldur en maður sá, sem kynni að koma öllum staðháttum ókunnugur og kaupa eignina, ef til vill með alt of lítilli fyrir- hyggju. Jeg hefi all-mikið um þetta mál hugsað hin síðustu ár. Niðurstaðan af þeim athugunum er orðin sú, að biiskapur á þeim jörðum, sem ern yfirbygðar með dýrum húsum .sje í voða staddur í flestum til- fellum, hvenær sem ábúandaskifti verða. Sje jörð og hús tekið á leigu, verður afgjaldið óhæfilega hátt, því eigendur mundu vilja fá fulla vexti af allri eigninni. Aft- r á móti, sje eignin keypt í skuld hefir kaupandi skuldasvipuna reidda yfir höfði sjer að líkindum æfina lit og á gjaldþrot yfirvof- endi hvenær sem misfellur koma fyrir á búskapnum. Til þess að ráða bót á þessu, þurfa húsin að legg.jast til jarðanna án þess að nokkurt gjald komi fyrir þau. Til þess að það geti orðið svo, og : haldist mann fram af manni, þá ! má eignin ekki vera eign einstak- ' linga, á meðan hún er það, vofir altaf yfir lienni (eigninni) kaup og sala. Nokkrar raddir hafa heyrst um það, að það mundi hafa verið inisráðið áð þjóðjarðasölulögin urðu til, heldur hefðu jarðirnar átt að vera áfram eign ríkisins. Um þetta munu vera skiftar skoð- anir, en um það munu allir sam- mála að ríkið muni aldrei eignast jarðirnar aftur á þann átt að það kaupi þær, enda mundi þá með því, afgjald þeirra verða búskapn- um of erfitt. Annars lítur helst út fyrir, að byggingarmál sveitanna ætli að, verða hálfgert vandræða- mál.( Sjálfsagt hefir það verið til- gangur laganna um Byggingar- og landnámssjóð að greiða úr því máli, en hæpið mun vera að treysta á, að „sá hnútur sje þar með leystur1 ‘. Eftir þeim upplýsingum sem fengist hafa um byggingarkostnað þeirra húsa sem bygð hafa verið fyrir lán úr Byggingar- og land- nánlssjóði, þá eru þau hús mikils til of dýr. Þó lánskjörin sj'eu góð á okkar mælikvarða reiknað, þá mun sú verða raunin á, að efnalitl- um bændum verður erfitt aðstanda skil á þeim. Þeir, sem ekki kynnu að geta staðið í skilum, yrðu að neyðast til að láta eignina af liendi, og ganga slippir frá. Hjá mörgum hinum, sem ekki farnast svo illa, fara e. t. v. öll búskapar- árin til þess að greiða þessa skuld. En hvað tekur svo við? Ný sala og aftur sala í einhverri mynd, kynslóð eftir kynslóð, og í flestum t.ilfellum of dýrt selt og keypt, miðað við gjaldþol búanna. Það ákvæði í lögum um Bygg- ingar- og landnámssjóð að jarðir, og hús sem bygð eru fyrir lán úr þeim sjóði, megi aldrei selja yfir fasteignamatsverð, hefir vafa.laust átt að fyrirbyggja, að eignin yrði of dýrt seld. Þetta ákvæði lítur helst út fyrir, að ekki nái tilgangi sínum sökum þess, að fasteigna- matið síðasta eins og frá því er gengið af matsmönnum í a. m. k. sumum hjeruðunum er of hátt, til þess að vera mælikvarði þess, hvað jarðir og húseignir á þeim eru kaupandi, ef nokkuð er um það hugsað, hvort búskapurinn á að geta borið sig. Með þessu er ekki sagt, að húseignir hafi verið metnar of hátt, miðað við bygging- arkostnað þeirra. En við það tel jeg að matið eigi ekki að miðast (a. m. k. ekki til að miða við kaup og sölu), heldur við það, hvert er notagildi eignarinnar. Hús í sveit gefa í flestum tilfellum eng- an arð af sjer, en þau eru nauð- synleg alveg á sama hátt og klæðn- aðurinn líkamanum. — Hiis sem kynnu að vera orðin óþarflega stór sökum breyttra staðhátta (fólksfækkunar) eru beinlínis til kostnaðar líkt og fat sem er of stórt á líkamann er óþægilegra það sem sniðið er eftir máli. Það mun nú óvíða vera, að hús sem bygð hafa verið á síðari árum, sjeu óþarflega stór, þó mun það eiga sjer stað. En þau eru áreið- anlega of dýr, undantekningarlít- ið, og þau munu verða, það, nema önnur og ódýrari byggingaráð- ferð verði fundin upp. Hvernig þáð má verða er verk þeirra að finna út, sem sjerþekkingu hafa á því sviði. Vonandi er, að það finnist, því líklega er ekkert atriði, eitt út af fyrir sig, sveitarbúskap jafnáríðandi. Ekki þarf að vænta BltfSng, alls konar. mmSSR Lækjargötu 2. EGGERT CLAESSEN hæstarjettannAl*flutaiii>«»mathir Skrifstofa: Hafnarstnaitl 5. Sími 871. ViStalstfmi 10—U f. h. þess, að fólk hjer eftir geti sætt sig við, að búa í mjög ljelegum húsakynnum, enda væri sá hugs- unarháttur að sættá sig við það, ekki ákjósanlegur. Þykkvabæ í júní 1932. Páll Sigurðsson. Framh. Ferðasagan dæmalausa. Margir nrenn, sem ferðast langar leiðir, rita greinar um ferðalagið. Oftast hafa þessir menn ferðast til þess að skemta sjer, skoða og rannsaka dásemdir skaparans, sækja ljós og yl til ættingja og vina, eða færa bæði og sækja fróð- leik og fagnaðarerindi. Slíkar ferðaminningar eru oftast annað hvort, og oft bæði fróðlegar og skemtilegar. En — „Ekki bregður mær vana sínum‘ ‘. í síðasta tölubláði Tímans hefir sá — af flestum lágtvirti — fyrv. dómsmálaráðh. ritað sína. ferða- sögu. Hún mun vera alveg eins- dæmi í sinni röð. Með henni hefir hann reist sjer varanlegan minn- isvarða, og lýst því vendilega hvers konar erindi liann átti út um landið. Ekki hefir hann farið til þess aðeins að skemta sjer og vinum sínum, heldur — eins og það hefir verið orðað — „til að skemta ^ skrattanum.“ Ekki til þess að skoða fegurð náttúrunnar og dásama sköpun- arverkið, heldur til þess að skoða sín ímynduðu verk og dásama óráðvendnis og eyðileggingar af- rek sín. Ekki til þess að flytja eða sækja 1 jós og yl, heldur myrkur og kulda haturs og hefnigirni. Ekki til þess að flytja eða sækja fróðleik og friðarerindi, — heldur Gróusögur, níð um and- .stæðinga og eitur flokksæsinga. Lesið þessa einsdæma ferðasögu og athugið vandlega hvort ekki er satt frá henni sagt. Enginn skyldi þó búast við því, að finna nýnæmi í ferðasögunni, sem hefir dularnafnið: „Er íhaldið að batna?“ Hún er bara ný útgáfa af flest- um sjálfshóls og rógburðar lang- lokum sama manns, og stuttu póstum hans í sama blaði. Gagnrýwm*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.