Morgunblaðið - 03.09.1932, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Innbrotsþjófur
handsamaður í fyrrinótt.
í fyrrinótt var brotin rúða í
verkstæði verslunarinnar „Fálk-
inn“ við Laugaveg. Var auðsjeð,
að þarna hafði innbrotsþjófur ver-
ið að verki. Hann hafði fyrst
brotið rúðu í hurð í verkstæðinu
og halúið, að þá væri greiður inn-
gangur, því að skellilás var í hurð
inni. En henni var einnig læst með
lykli, svo að þjófurinn komst ekki
inn. Handfangið var blóði drifið.
Þegar þjófurinn komst ekki inn
nm dyrnar, hefir hann hugsað sjer
ab fara inn um gluggann, því að
brotin var stór rúða þar í verk-
stæðinu. En ekki hafði hann farið
þarna inn, hefir sennilega ekki
þótt neitt girnilegt þar inni. Þar
voru reiðhjól í viðgerð og því um
líkt.
Blóðugar hendur inn um
gluggann.
En innbrotsþjófurinn hefir ekki
látið' þar við sitja. Hann snýr nú
að bakhúsinu á Laugaveg 24 C.
Kona, sem var niðri í þessu húsi
hafði nýlega vaknað til barns. —
V'eit hún þá ekki fyr til en að
brotín er rúða á herbergi hennar
og maður rjettir blóðugar hend-
ur inn um gluggann og grípur um
rúmgaflinn og ætlar að sveifla
sjer inn. Þetta var á þriðja tím-
anum.
Konan varð vitanlega skelkuð
mjög og hrópaði á hjálp. Maður
í næsta herbergi vaknaði við köll
hennar og kom á vettvang, en þá
var innbrotsmaðurinn flúinn.
Lögregluþjónn grípur
majininn.
Lögregluþjónn, sem var á vakt
þarna skamt frá, heyrði hávað-
ann og kom strax á vettvang. —
Tókst honum að handsama þjóf-
inn. Hafði hann stokkið yfir girð-
ingu og falið sig í matjurtagarði
þar skamt frá. Lögregluþjónninn
handsamaði manninn og s'etti í
varðhald.
1 gær var maðurinn yfirheyrður
og játaði hann þá þetta framferði
sitt. Einnig játaði hann að hafa
stolið 70 kr. af manni í fyrradag
og stóð það heima, því að kært
var yfir þeim þjófnaði í gær.
Maður þessi er ættaður af Aust-1
fjörðum, en er lijer háseti á vjel-
bát frá Vestmannaeyjum.
Útvarpið í dag: 10.00 Veður-
fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00
Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir.
19.40 Tónleikar (útvarpstríóið). —
20,00 Klukkusláttur. Grammófón-
söngur: Kórar: Muntre Musikant-
er syngja: Björneborgernes
Marsch, raddsett af Pacius; Suo-
mis sáng, eftir Pacius. Söngfjelag-
ið Iris syngur: Vi skal stálla till
en roliger dans (þjóðlag); Tre
trallande jántor, eftir Köhrling.
Kvartettsángsállskapet syngur:
De muntra musikanterna eftir
Riccius; Uti var Hage (sænskt
þjóðlag); Stenbocks gossar,' eftir
Köhrling; Dalkariasáng, eftir
Lindblad. Guldbergs akademiske
Kor syngur: Solvirkning; Naar
Fjordene blaaner, eftir Alf Poul-
sen. 20.30 Frjettir. 21.00 Grammó-
fóntónleikar: Symphonia nr. 5,
eftir Beethoven. Danslög til kl. 24.
íþróttakeppni K. R. í fvrramál-
ið kl. 10 fer fram kappganga á
íþróétavellinuM.
Pjóðuerjar
heimta jafnrjetti
um vígbúnað
móts við aðrar þjóðir.
Berlin, 1. sept.
United Press. FB.
Tilkynning Þjóðverja til Frakka
um það, að þeir krefjist hernað-
arlegs jafnrjettis, vekur mikla eft-
irtekt. hvarvetna, enda talin mikil
vægasta kraía, sem Þjóðverjar
liafa borið fram við Frakka um
langt skeið. Er af mörgum talið,
að frá því er tilraunirnar voru
gerðar til þess að koma á tollmála-
bandalagi með Þjóðvei’jum og
Austurríkismönnum, hafi engin
mikilvægari tillaga komið fram
frá Þjóðverjum. Er krafan augljós
vottur þess, að Þjóðverjar vilja fá
að ráða fram úr þessurn málum
þrátt fyrir væntanlega mótspyimu
Frakka, upp á • eigin spýtur, með
jöfnum rjetti á við aðrar þjóðir.
v. Papen hefir verið á fundi
með Hinden'bxxrg, og er svo sagt
að hann llafi fengið heimild for-
setans, til þess að rjúfa ríkis-
þingið, en engin fullnaðarákvörð-
un sje þó t'ekin um að það skuli
gert að svo stöddxx.
A mánudaginu var voru þeir
Neurath ráðheiua og ráðherrar
Fx*akka á ráðstefnu út af ákvörð-
unum fxxndanna í Genf og Lau-
sanne. Schleicher, hervarnaráðh.
Þjóðverja, segir, eftir þessa ráð-
stefnu, að Þjóðverjar hljóti að
verða að auka her sinn og flota,
langt fram xxr því, sem Versala-
samningurinn heimilar þeinx. —
Þetta viti aðrar þjóðir, enda hafi
engin, þeirra mótmælt þessu,
hvorki í Genf nje Lausanne.
Þýska stjórnin heldur því fram,
að jafnrjetti sje áskilið, og hafi
aðrar þjóðir leyfi til þess að víg-
búast, þá hafi hún það líka.
Schleicher.
Krafa Þjóðverja um jafnrjetti
við aðrar þjóðir til hei*bxxnaðar,
er mikið rædd í enskum og frönsk
um blöðum. Flest breskxx blöðin
segja að Bretar nutni bíða átekta
xim þetta mál og sjá hvað setur,
en eitt frjáLslynda blaðið segir, að
kröfur Þjóðverja sje rjettmætar
og ekki sýe hægt til lengdar að
lialda stórþjóð niðri eins og gert
hafi verið með Þjóðverja síðan
stríðinu lauk.
Bxxist cr við að forsætisráðherra
Fraklta haldi bráðlega ræðu um
þetta mál.
Sigurður Ámundason, Bjarkar-
götxx 8, er 82 ára í dag.
Sjóvátryggingarfjelag íslands h.f.
I D A 6
Sjerstök
áhersla lttg á
að hafa: ein-
ungis vand-
aðar vörur
með rjettu
verði.
að hreinlæti
sje við haft
á öllum svið-
um.
að öll af-
greiðsla fari
fljótt og vel
fram.
OPNU
við undirritaðir
nýja k|ðt- &nýlendnvörnrerslun
undir nafninu
Q Hall JcrssmgKalslaSn 1
Garðastræti 17.
Sími 406. Sími 406.
Ávalt fjölbreytt ■úrval af öllum
kjöt- og nýlenduvörum.
Virðingarfylst,
Ólafur K. Þofvarðsson.
Ólafur Halldórsson.
Dilkaslátnr
fæst nú flesta
virka daga. .
Sláturfjelagið.
Ódýrt.
íslenskar kartöflnr
og rðfnr
< hellnm sekklnm
»
DTN6JA“
er islenskt skúri- og ræsiduft
og fæst hjá
Andrjes Pálsson,
Iffur. hiörtu og svlð
Klein,
Baldxirsgötu 14. Sími 73.
Öb gj£0o;;iaiisrl vigf.
TjBmsam
Laugaveg 88.
Sími nw
Amatðr-albfin,
mikið úrval. —
Framkðllnn, Kopiering,
stækknn.
THIELE, Husturstr- 20.
Oefins.
Hinar
heimsfrægu
GiLLETTE-rakvjelar
og blöð, ásamt sápu, eru nú komin á markaðinn
aftur. — Til þess að kynna þessar ágætu vörur,
sem víðast, þá verða nokkur hundruð vjelar
gefnar í kaupbæti næstu daga. — Þannig, að
hver sá er kaupir, fær með einni Gilette-rakvjel,
af hinni nýjustu gerð.
Eina Gílette raksápu 2.25 virði, og þrjú Gil-
lette rakblöð 0.55 au. virði hvert.
Notið tækifærið.
&*&•&***?