Morgunblaðið - 10.09.1932, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
H. P. Sósan eyk-
nr lystina og ger-
ir matinn bragð-
betri. -----------
Flest allar versl-
anir borgarinnar
selja H. P. ------
HeildsölubirgSir.
H. Ólafsson & Bernhöft
Sulintan
f lnsrl Tlgf i
aflelns 90 nn
pr. */■ kg.
Slml:
4
0
6
'DHalltlcrsson^Kalsía^
Garðastrati 17. i ■ #
Nýtts
Hangikidl.
Nýreykt
spikfeit ný dilkalæri.
Verðið lækkað.
Lifur — Svið og Pylsur.
Munið:
Hiðt &
Fiskmertisgerðin,
Grettisgötu 64.
* Sími 1467.
Útibú: Fálkagötu 2.
Sími 924.
Verðlækkun
Dilkakjöti
hjá okkur í dag.
Ó. Halldórsson & Kalstað.
GarSastræti 17. Simi 406.
f
Gísli fsleifsson
skrifstofustjóri
í fjármálaráðuneytinu andaðist kl.
61/2 síðdegis í gær á Landakotsspítala,
eftir langvarandi vanheilsu. — Þessa
niæta manns verðnr nánar getið hjer
í blaðinu.
Hannes Blönöal
skáld
andaðist í gær í þandsspítalanum.
Hafði 'hann legið veikur um nær
þriggja vikna skeið, þar af í spítalan-
um 5 eða 6 daga.
Frú fnargrjet
Pjetursöóttir.
Aðfaranótt þ. 8. þ. m. andaðist á
Kristneshæli frú Margrjet Pjeturs-
dóttir, kona Sigurðar H. Sigurðssonar
á Svalbarðseyri, en systir Magnúsar
Pjeturssonar bæjarlæknis.
ill meðferl ð
færeyskum siðmöenum
f Brænlandi.
„Tingakrossur“ segir
að þeir sje ofsóttir og
hafi stundum orðið að
vera 12—18 tíma fyrir
rjetti.
I færeyska blaðinu „Tingakrossur"
birtist 31. ágúst eftirtektarverð grein
um landhelgisvarnir Dana í Græn-
landi og meðferð þeii’ra á i'ærey.sk-
um sjómönnum.
I greininni segir að Danir hafi
tekið 22 færeysk skip í sumar og á-
kært þau fyrir veiðar á óleyfilegum
stöðum. ■ Skipstjórarnir hafi verið
fiuttir um borð í danska strandvarna-
skipið „Maagen“ og þar hafi verið
haMin löng rjettarhöld yfir þeim,
stundum í 12—18 klukkustundir. Og
engurn hafi verið slejrt fyr en hann
hafi játast undir að greiða sekt.
Astandið þarna vestra er eins og
á styrjaldartímum, segir blaðið enn-
fremur, eltingar, skot'hríð, flótti o. s.
frv., en altaf hafa Grænlendingar
sjálfir reynt að hjálpa Færeyingum.
Einokun Dana í Grænlandi hefir
komið harðast niður á þeim, og ekk-
ert sýnir betur en þetta hve lítils
virði eru þær yfirlýsingar, sem send-
ar hafa verið til Haag, undir nafni
Grænlendinga. —
Blaðið nefnir enn fremur nokkur
dæmi til þess að .sýna það, að græn-
lenska stjórnin fári alt öðru vísi með
færeysku skipin heldur en dönsku
fiskiskúturnar, sem þar eru og fær-
eyskar skipshafnir eru á, og að
dönsku skúturnar fái leyfi til þess
að veiða á þeim slóðum þar sem fær-
cysku skipunum er bannað að vera.
Grænlenska stjórnin í Kaupmanna-
höfn hefir svarað þessu á þá leið, að
]<að sje ekkert nýtt þótt skip sje
tekin við Grænland fyrir óleyfilegar
veiðar. Þetta komi fyrir lá hverju ári,
og lögin verði að ganga jafnt yfir
alla, Fæi'eyinga sem aðra. Og ekki
sje fótur fyrir því að hlutdrægni
komi þar fram og að dönskum skip-
um sje gert þar hærra undir höfði
en öðinm. Yfirheyrslur muni heldur
ekki dregnar á langinn eins og
„Tingakrossur“ virðist gefa í skyn.
Brjef frð Rússlandi.
(Þýtt úr G. H. S. T.)
Fyrir framan mig liggur sendi-
brjef skrifað á grófan slæman
pappír. Blekið ér þunt, svo hið
rússneska letur brjefsins er ó-
greinilegt.
Brjefið er skrifað í sumar, í
einni af stórborgum Rússlands.
Brjefritarinn er gamall maður. —
Hann hefir undanfarin ár verið
eldheitur bolsivikki.
Hann hataði fyrri stjórnendur
Rússlands af öllu hjarta. Það hat-
ur hefir blossað frá þeim degi sem
valdhafarnir vörpuðu honum í
fangelsi. Hann var regnhlífasmið-
ur. —
Einn góðan veðurdag hafði verið
komið með göngustaf til hans til
viðgerðar. Skömmu síðar komu
keisarahermenn til hans að nætur-
þeli. Þeir gerðu hjá honum hús-
rannsókn. Út úr göngustaf þessum
drógu þeir vopn. Regnhlífasmið-
urinn varð steini lostinn. Hann
þekti ekki útbúnað stafsins. En
það stoðaði ekkert þó hann full-
vissaði um sakl'eysi sitt. Hann var
tekinn fastur fyrir pólitískan
glæp. Fjölskylda hans varð að
taka sig npp og flytja burt sam-
dægurs, en honum var varpað í
fangelsi. En yfirvöldin sjálf, sem
vildu ná sjer niðri á honum höfðu
útbúið stafinn með *vopninu.
Svo kom sovjet stjórnin, með
öllu sínu frelsi. Úr því „frelsi“
tókst einum af sonum gamla
mannsins að flýja fyrir nokkrum
árum. Til hans er brjefið. Honum
tókst að komast áfram í útlandinu.
En í brjefum gamla mannsins h'ef-
ir aldrei borið á efasemdum um
blessun bolsaríkisins öll þau tíu
ár, sem hann hefir ritað syni sín-
um. —
„Torgsin“, sem brjefritarinn tal-
ar um, er gjaldeyrisstofnuu sovjet-
stjómarinnar, er tekur á móti öll-
um erlendum gjaldeyri, sem menn
fá sendan til Rússlands, því ein-
stakir menn í Rússlandi mega ekki
fá erlendan gjaldeyri milli handa.
Þung refsins liggur við því, ef
menn selja erlenda mynt ' Rúss-
landi. „Torgsin“ tekur allan er-
lenda gjaldeyrinn, en viðtakend-
ur innan landamæra Rússlands fá
fyrir hann rússneskar vörur. Á
þann hátt fær stjórnin talsvert
handa á milli af erlendum gjald-
eyri sem hana svo mjög vanhagar
um.
Rúblurnar, sem nefndar eru í
brjefinu jafngilda nálægt tveim
krónum.
Vegna brjefritarans er nöfnum
slept.
Brjefið er svohljóðandi:
„Kæri sonur!
Eftir ráði læknis míns, hefi jeg
farið með mömmu þinni til ---------
Hjer befi jeg ráðfært mig við
prófessor ---- um sjúkdóm minn.
Hann hefir nú tekið að sjer að
hjálpa mjer. En eftir því sem mjer
reiknast til verður læknishjálp
hans svo dýr, að jeg á þá ekkert
eftir í fargjaldið heim.
Þú getur ímyndað þjer hve
dýrt hjer er, þegar hver einasta
heimsókn til læknisins kostar 25
rúhlur og meðulin 10 rúblur á dag.
Lækningin tekur 30 daga.
-Teg hefi nú í tvö ár vef-ið veikur
eftir taugaveiki. Fekk ígerð í
brjóstið, sem gat ekki gróið, vegna
þess að jeg gat ekki fengið nægi-
Tega hentuga fæðu. Fyrir fyrsta
pakkann sem þú sendir okkur með
kakaó og feiti varð jeg að borga
50 rúblur í toll, En seinni pakkan-
Um fekk jeg alls ekki yfirráð yfir.
Nú ætla jeg að segja þjer hvern-
ig ástandið er í Ukrajna. Hjer er
hin ógurlegasta hungursneyð. Mat-
urinn handa okkur kostar 30 rúbl-
ur á dag. Eu samt verðum við
aldrei mett. Yið getum aðeins stilt
sárasta hungrið. y2 kg. af svarta-
brauði illa bökuðu kostar 3 rúbl-
ur, y2 kg. kjöt 5 rúblur, V2 kg.
smjör 13 rúblur, Y2 kg. kartöflur
2 rúblur y2 kg. sykur 9 rúblur.
Jeg veit því ekki livort'við get-
um verið hjer í heilan mánuð. Við
höfum reiknað út, að við þurfum
að selja tvo síðustu hringi mömmu
þinnar fyrir fargjaldinu heim.
Aldrei á æfi miuni hefi jeg sjeð
eins mikla eymd og hjer er. Fólk
krýpur á knje á götum úti til að
biðja vegfarendur um brauðbita.
Það er hroðalegt ástand. Alls
staðar heyrast söniu bænimar, um
brauðbita til að seðja hungur sitt.
Jeg er hræddur um að sömu
hörmungar dynji yfir heima. Og
því bið j'eg þig í fyrsta skifti í öll
þessi ár um peninga, að senda mjer
sem svarar 2—3 dollurum. gegnum
Torgsin. Gegnnm Torgsin fær mað-
ur fyrir erlendan gjaldeyri x/2 kg.
af sykri fyrir 34 aura, og það
sem mest á ríður, brauðið, fyrir
8—10 aura y2 kg. Fyrir ykkar
gjaldeyri getum við fengið fæðið
fyrir lítið gjald. Jeg þykist þess
fullviss að þú neitir mjer ekki,
því jeg bið þig ekki um neinn ó-
þarfa, aðeins um hjálp í neyð
lia^da bræðrum þínum, þenna í
hiindfarandi hræðilega vetur.
I okkar peningum kostar V2 kg.
af sykri 9' rúblur, en í ykkar pen-
ingum 34 aura. Smjör kostar hjer
13 rúblur x/2 kg., en fyrir ykkar
gjaldeyri 88 aura.
Mamma þín tekur undir með
mjer í þessari bón minni. —•'
Faðir þinn“.
'Maður sjer fyrir sjer þenna hálf-
soltna gamla föður, sem skjálf-
hentur af veikindum og skorti
skrifar þetta brjef úr hinni út-
básúnuðu ráðstjórnarparadís árið
1932. Hann og fjölskylda hans eru,
éftir því sem hann segir sjálfur
frá, klædd í strigaföt.
Sonurinn, sem burtu flúði hefir
reynt að senda skyldfólki sínu
föt: En yfirvöldin hafa sett svo
háan toll á fatasendingarnar, að
fólkið hefir ekki getað leyst fötin
út. Til þess ætlast yfirvöldin.
Þannig er umhorfs í ráðstjórnar-
ríkinu árið 1932, þegar litið er út
Hominn heim.
Helgi Túmasson,
laknir.
Kartðilur
ísl., norskar og danskar.
Gulrófur.
Rabarbari og fleira
Grænmeti.
'B.s Botnla
fer í kvöld kl. 6 (í staðinn
fyrir 8) til Leith (um Vest-
mannaeyjar og Thorshavn).
Farþegar sæki farseðla í
dag fyrir hádegí.
Tilkynningar um vörur
komi sem fyrst.
Skrifstofa G. Zlmsen.
Dilkakjöt,
lækkað verð. — Lifur, Hjörtu, SviS.
Fiskabollur
ódýrastar í borginni.
Matarverslun
Sveins Porkelssonar.
Sími 1969.
ödfrasts
kjötverslun bæjarins er ð
Bergstaðastræfi 35.
Spikfeitt dilkakjöt, sviðin svið, lif-
ui' og hjörtu, íslenskar gulrófur og
fyrir glæstar götur ge.sta þeirra,
sem ráðstjórnin hýður heim til sín.
Doryforos.
kartiiflur, þurkaðir ávextir.
Sendið eða símið.
Allir í Björnninn. Sími 1091.
Mikið úrval af
ödýrnm Votrarkápnm
fyrir dömur og unglinga.
I