Morgunblaðið - 28.09.1932, Page 2

Morgunblaðið - 28.09.1932, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ lloDnaílarðarkilt. Þetta góða og eftirsótta spaðkjöt fáum við með e.s. Esja þ. 5. okt. Spaðkjöt. Þeir sem ætla að kaupa saltkjöt til vetrarins, ættu að spara sjer árleg umbúðakaup, og láta oss salta í gömlu tunnuna, sem — ef hún er góð — getur dugað árum saman Nú er tækifærið, því daglega slátrum vjer fje úr ágætis fjársveitum svo sem: Borgarfjarðardölum, Bisk- upstungum o. s. frv. Verð á kjöti, í heilum kroppum, er sem hjer segir: Dilkar 13 kgr. og yfir kr. 0.75 hvert kgr. — 10—12,5 kg. kr. 0.65 hvert kgr. — undir 10 kgr. kr. 0.50 hvert kgr. og tilsvarandi verð á kjöti af fullorðnu fje. Dilkaslátur kosta, hreinsuð hjer á staðnum kr. 1.50 hvert Mör kr. 0.75 hvert kgr. Reynið, og þjer munuð sannfærast um að kjötið frá oss er best til geymslu. Sláturfjelag Suðurlands. Sími 249 (3 línur). Haustverð. á kjöti í heilum kroppum er ákveðið þannig: Dilkar 12l/2 kg. og þar yfir Kr. 0.75 pr. kg. — 10—121/2 kg. Kr. 0.65 pr. kg. — 10 kg. og þar undir Kr. 0.50 pr. kg. Eins og undanfarin haust höfum við aðeins kjöt úr Borgarfirði, en það þykir besta kjötið sem hjer er völ á. Spaðsaltað kjöt í heilum og hálfum tunnum frá sláturhúsinu í Borgar- nesi útvegum við eftir pöntunum, eða söltum kjöt fyrir þá, er þess óska. Enn fremur seljum við svið (sviðin eða ósviðin) lifur og mör, sem sent er daglega frá Borgarnesi. Athugið að vænstu dilkunum er ávalt slátrað fyrst, og að dilkarnir leggja af þe,gar líður á haustið. Sendið því — sjálfra yðar vegna — jjantanir yðar, sem fyrst til okkar. Nlötbúðin Herðubreið. Haupfjelag Borgfirðínga. Sími 678. Sími 514. SkiifstofiHieM til lelgu í Austurstræti 14. Einnig hentugt til íbúðar fyrir reglusaman, einhleypan mann. Tvö samliggjandi herbergi geta einnig komið til greina. Upplýs- ingar hjá húsverðinum, lyftumanninum eða undirrituðum. Jón Þorláksson. Bankastræti 11, sími 2305. liHiarntiiikíllii. Væntanlegir nemendur Laugarvatnsskóla komandi vetrar, sem staddir verða í Reykjavík 30. september n. k., mæti þann dag við Safnahúsið á Hverfisgötu kl. 1 síðd. Aðalstöðin annast alla flutninga að Laugarvatni. Enska sýningin í Kaupmannahöfn. Hinn 24. þ. m. opnaði prinsinn af Wales ensku sýninguna í Kauþmanna- höfn. Þetta er hin stærsta sýning, sem haldin hefir verið í Danmörku og ennfremur hin stærsta enska sýning seni háldin hefir verið í Evrópu, ann- ars staðar en í Englandi. Sýningin yer haldin í „Tivoli", „Industri- bygningen* ‘ og „Forum* ‘ f stærsta sam- komuhúsi í Höfn. Sýningarsvæðið er alls 7000 fermetrar. Bygging sýning- arskálanna hefir kostað 1 miljón kr. < g verð ensku varanna á sýningunni er 5 milj. króna. 700 enskir sýnendur taka þátt í þessari sýningu. Alls kon- av • enskar vörur eru þarna á lioð- stólum: vefnaðarvörur, skófatnaður, bifreiðar, útvarpstæki, kol, alls konar vjelar, enskar silfurvörur, ylmvötn, pappír o. m. fl. „Buy british“ er nú næstum orðið i:ins algengt einkunnarorð í Danmörku og í Englandi. Danir segja: „Við verðnm að kaupa vörur fvrst og íremst hjá bestu viðskiftavinum okk- ar“. Englendingar kaupa rúmlega G0% af öllum útflutningsvörum Dana. Og það er ekki of mikið sagt, að framtíð dansks landbúnaðar er undir markaðnum i Englandi komin. Danir liafa því leitast við að auka vörukaup sín í Englandi sem mest. I ágústmán- uði voru vörukaup Dana í Englandi 22%% af öllum innflutningsvörura þeirra, í ágúst í fyrra að eins 14þ£%. Enska sýningin í Khöfn miðar að því að auka vörukaup Dana í Eng- landi, til þess að þeir standi betur að vígi, þegar þeir hafa að semja, við F.nglendinga um viðskiftamálin. En enska sýningin er þó ekki eingöngu haldin til þess að auka markaði Eng- lendinga í Danmörgu, heldur líka á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum yfirleitt. Enskú sýnendurnir vænta þess að aðrar Norðurlandaþjóðir en Danir sæki sýninguna og kaupi þar enskar vörur. Frá Noregi og Svíþjóð hafa margir þegar boðað komu sína á sýninguna. Sýningin stendnr yfir frá 24. sept. til 9. okt. Khöfn í sept. 1932. P. Síðari fregnir. Breska sýningin í Kaupmannahöfn var opnuð á laugardaginn var. Þar hjel’t Stauning forsætisráðherra ræðu og mælti meðal annars: — Verslunarsamband Danmerkur og Bretlands er ævagamalt, en hefir þó fengið á sig sjerstakan svip á seinni árum vegna hinnar alþjóðlegu verkskiftingnr. Breska þjóðin er ein- hver mesta iðnaðarþjóð í heimi, en það hefii' leitt til þess, að hún hefir orðið að flytja inn mikið af matvör- um, og það hefir aftur orðið undir- staðan að landbúnaði Dana. Breskar vörur hafa fengið á sig það orð í Danmörku að þær sjen góðar vörur. Þess vegna kaupa Danir frekast ensk- ar vörur, þær tegundir, sem þeir framleiða ekki sjálfir, en það er nauð- synlegt fyrir enska framleiðendur og útflytjendur að kynna sig. Þessi sýn- ing er merki þess, að þeir vilja gera það, og er vonandi að árangur verði góður. Síðan opnaði prinsinn af Wales sýninguna og mælti meðal annars: — IJndanfari þessarar sýningar er dæmi um góða samvinnu þjóðanna. V.jer erum Dönum þakklátir fyrir þann velvilja, sem hefir gert það mögulegt að halda sýninguna. 500 í'irmu í Bretlandi taka ]>átt í lienni rúmlega 300 sýnendur eru hjer sjálfir viðstaddii'. .1 undanförnum árum hef- iv aukist innflutningur í Danmörku á breskum vörum. Jeg vona að þessi sýning , verði til þess að. auka hann enn meir. Jeg vona að sýningin verði til þess að auka vináttn milli þjóðánna. Asgeir Asgeirsson forsætisráðherra og frú vorp við er sýningin var opn- uð, og var þjóðsöngur Islands leikinn þar ásamt þjóðsöngvum Dana og Breta. Purkaðir áuextir og innflutningsleyfin Leiðrjetta þarf það misrjetti, sem crðið hefir — segir Grísli Bjarnason fulltrúi í fjármálaráðuneytinu. í gær átti Morgunblaðið tal við Gísla Bjarnason í fjármálaráðuneytinu inn leyfi þau, sem ráðuneytið hefir veitt einstökum mönnum til innflutn- ings á þurkuðum ávöxtum, rúsínuin og sveskjúm. Hann skýrði svo frá málavöxtum: I byrjun ágúst var það til athug- unar í fjármálaráðuneytinu, að breyta fyrirkomulagi innflutnings og gjald- eyrisnefndar, með því að nefndir þessar þóttu ekki vinna í nægilega góðu samræmi hvor við aðra. Meðan framtíðarfyrirkomulagið á störfum þessum var ekki fullráðið, hafði fjármálaráðuneytið afgreiðslu ýmsra þeirra mála, með höndum, er nefndirnar höfðu annast. Þá reyndist það óhjákvæmilegt að hæta úr brýnustu þörf' og mestu vand- ræðuin ýmsra innflytjenda. T. d. sögðu hljóðfæl'averslanir að þær yrðu að segja upp starfsfólki sínu, ef þær fengju ekki lítilsháttar innflutningsleyfi. Sömuleiðis þurftu læknar og nokkrar verslanir að fá inn- flutt bíla af sjerstakri gerð. Gistihús ýms áttu mjög erfitt með að hafa á boðstólum mat sem sómdi sjer fyrir rekstur þeirra. Þeim var veitt nokkur úrlausn og eins sjúkra- húsum, og sjúklingum, sem neyta ekki nema jurtafæðu. Þessir kröfðust að fá innfluttar vörur er einu nafni voru nefnda/ þurkaðir ávextir. En sannleikurinn er sá, að í stjórnarráðinu var ekki ör- grant um, að álitið væri, að undir ]jví nafni væru aðallega þeir sömu ávextir, sem mestmegnis flytjast hing- að óþurkaðir, svo sem epli og þess háttar. Meðal þeirra sem fengu að fiytja inn þurkaða ávexti var Gísli Johnsen konsúil frá Vestmannaeyjum. En úr því sem komið er, segir G. B., finst mjer sjálfsagt, að veittur verði innflutningur á þessari vöru- tegund á sama hátt og t. d. vefn- aðarvöfuverslanii' fá leyfi tif að flytja inn vissan hundraðshluta af vöru- magni því, sem þær hafa áður flutt inn, og reynt verði að leiðrjetta sem fyrst það misrjetti sem hjer hefir komið fram gagnvart innflytjendum þessara vara, með því að veita nokk- urum leyfi en synja öðrum. Annars skal jeg taka það fram, segir G. B. að lokum, að hafi mistök átt sjer stað í afgreiðsln þessara mála, þá er mjer um að kenna. Slysavarnafjelag íslands. Kvenna- deilcjin í Hafnarfirði heldur fund í kvöld kl. 81/2 á Hótel Björninn. Áríð- andi að fjelagskonur fjölmenni. Austurstræti 12. Verðiækkin. Húsgagnaversl. við Dðmkirkjnna. Leikftmi. Kensla bvrjar um næstu mánaðamót fyrir fullorðna og börn. ðlttf Árnadðttlr. dipl. gymn. Til viðtals í Miðstræti 3 frá kl. 1—2. Sími 898. Svið. 5—600 sviðnir lambs- hausar frá Hvammstanga til sölu ódýrt ef samið er strax. Karl Þorsteins. Ásvallagötu 29. Sími 2168. „DTNGJA“ I eríslenskt skúri- og ræstidaft og fæst í Versl. Liverpool, Notið HREINS- Ræstidnft, það er jain- gott besta erlendn, [en ðdýrara. m Weck er merkið á þeim niðursuðuglösum, sem flestir nota. -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.