Morgunblaðið - 28.09.1932, Síða 3

Morgunblaðið - 28.09.1932, Síða 3
MORGUNBIAÐIÐ : H.f. ÁrTRkur, KijkJtTlk. JKltatjðrar: Jðn Kjartansaoa. Valtjr Stafánaaon. Utatjðrn og afcrelOala: Auaturatrntl 8. — Blml IH, á.ugl?alnffaatjðrl: B. Hafbarc. ▲uálýalnraakrlfatofa: ▲uaturatrntl 17. — Watl TH. Iilnkalaar: Jðn Kjartanaaon nr. T4I. Valtýr Btafánaaon nr. 1811. H. Hafbera nr. 770. ÁakrlftairJ&ld: Innanlanda kr. 1.00 á aaánnBL Utanlanda kr. 1.(0 á aaánnBL I lauaaaðlu 10 aura alntakll. 10 aura maO Laabðk. Islenskur togari kærður fyrir landhelgisbrot. Um liádegi í gær liitti varðskipið Ægir íslenska togarann Rán að veið- am í landhelgi út af Kópanesi, sem • icr milli Amarfjarðar og Dýrafjarðar. Yarðskipið tók togarann og fór með hann til ísafjarðar og hófust rjett- arhöld þar í gærkvöldi. Blaðið náði samtali við bæjarfóget- ann á Isafirði seint í gærkvöldi og skýrði. hann frá, að skipstjórinn á Rán hefði játað brot sitt. Dómúr verður sennilega upp kveðinn í dag. Rán fór á veiðar á fimtudagsmorg- *in síðastliðinn og hafði hún aflað aðeins 300 körfur á mánudagskvöld. Skipherra á Ægi er nú, Friðrik 'Ólafsson. Björgun Hutchinsons. Deilur um björgunarlaun. Aberdeen 27. sept. United Press. PB. Skipshöfnin á Lord Talbot, breska 'botnvörpungnum, sem bjargaði Hut- <shinson og samferðafólki haíis, gerði verkfall þareð kröfur hennar um björgunarlaun voru ekki teknar til greina. Einnig krafðist skipshöfnin lengra landleyfis. Ný skipshöfn var ráðin á Loi'd Talbot, sem er lagður -á stað til Grænlands á ný. Sættir í baðmullardeilunni. Manchester 27. sept. United Press. FB. Atvinnurekendur og vefararnir hafa tsameiginlega samþykt til fullnustu -samninga þá, sem gerðir voru til lausnar ,á deilumálunum. Verkfallinu cr því lokið og hefst vinna á ný á ’.morgun (miðvikudag). Stjórnarbreyting í Englandi. Londön 27. sept. United Press. PB. Stanley Baldvvin hefir rætt við Mac Donald um framtíð þjóðstjórn- -•arinnar. Ráðherrafundur verður hald- inn á miðvikudag og er búist við, að frjálslyndu ráðherrarnir muni þá gefa 'til kynna, að þeir ætli að biðjast 'lausnar, vegna samninga þeirra, sem jgerðir voru á Ottawaráðstefnunni. Norðmenn leita samninga við Þjóðverja. Oslo 27 .sept. NRP.FB Kirkeby Garstad verslunarmálai'áð- 'Jierra, Hillestad forstjóri, og forstjóri 'þeirrar skrifstofu ríkisjárnbrautanna sem hefir umsjón með flutningi á férskum matvælum, eru farnir til 'Berlínar. Verslunarráðherrann mun verða að heiman viku tíma. Blaðið Sjöfartstidende gengur að því vísu, að erindi framannefndra manna í Þýskalandi, sje samningaumleitanir 'um síldartollinn og flutningur á fersk- rum fiski frá Noregi til Þýskalands. ■' • *« »• • ■■■» - • ■« ■ • •« •■« ■ • « Huersuegna má ekki losa baenöur af skulöaklafanum? „Það ráð var þessvegna upptekið, að stofna Framsóknarflokkinn og valdist aðallega til þess einn af þáverandi forvígismönnum jafnaðarmanna í Reykjavík, Jónas Jónsson frá Hriflu“. I. Ábyrgðarleysi og heimska Tímans. Hjer í blaðinu hefir að undanförnu allmikið verið rætt um hið hörmulega ástand atvinnuveganna í landinu og jafnframt reynt að benda á leiðir til viðreisnar. Þessar umræður hafa fengið ein- kennilegar og alveg óskiljanlegar und- irtektir hjá Tímanum, málgagni Jón- asar frá Hriflu. Þegar minst hefir verið á erfið- leika bænda, skuldir þeirra og óhag- stæða verslun, heitir þetta á Tíma- máli svívirðingar í garð bænda og of- sókn gegn samvinnuf jelögunum. En þegar fram eru dregnir erfið- leikar útgerðarmanna, þá ræður Tíma- ritstj. sjer ekki af gleði, fórnar hönd- um og hrópar: Lítið á skriftamál út- gerðarmanna! Sjáið hvernig umhorfs er í gósenlandi „íhaldsins“! Þar er alt að fara á hausinn! Þessi skrif Tímans lýsa einkar vel ábvrgðarleysi og heimsku þeirra manna, sem að blaðinu standa. Lækningin á þeim meinum, sem nú 1 þjá mest landbúnað vom fæst aldrei, ef ekki má kryfja málin til mergjar, svo að komist verði fyrir rætur mein- semdanna. Skuldir bænda eru ekki fram dregnar til þess að storka þeim og gleðjast yfir ófarnaði þeirra, held- ur til þess að benda á stærsta og illkynjaðasta kýlið, sem fyrst og fremst verður að stinga á og lækna. Hitt lýsir meiri heimsku en menn eiga. að venjast, jafnvel hjá Tímanum, að halda að það sje nokkur Ijettir fyrir bændur í erfiðleikum þeirra, að útgerðin er einnig illa stödd. Sann- leikurinn er sá, að það væri hreinn Ieikur að rjetta við landbúnaðinn núna, ef sjávarútvegurinn stæði á öfl- ugum fótum. En þetta skilur Tíminn vitanlega ekki — blaðið, sem telur það aðalhlutverk sitt, að bera róg á milli þessara höfuðatvinnuvega lands- manna. Tíminn hefir enn ekki komið auga á, að ríkisbúskapurinn hvílir að mestu levti á sjávarútveginum. Hitt veit, hann því síður, að allar fram- kvæmdir hins opinbera i sveitum lands ins eiga rót sína að rekja til sjávar- útvegsins. II. Röðlar samvinnufjelaganna. Fyrir skömmu var hjer í blaðinu bent á nauðsyn þess, að safnað yrði nákvæmum og ítarlegum skýrslum um allar skuldir bænda, einnig verslunar- skuldir. Var í því sambandi minst á skuldir Sambandsins og kaupfjelag- anna. Að fengnum þessum skýrslum yrði að finna einhver ráð til þess að ljetta skulda-okinu af bændum. Það spor yrði eigi stigið án eftirgjafa á skuldum. En jafnframt yrði að reisa skorður við nýrri skuldasöfnun og grafast fyrir rætur hinnar illræmdu skuldaverslunar. Þessi uppástunga hneykslaði Tím- ann ákaflega. Einkum mátti hann ekki heyra nefnt, að farið væri að hrófla við skuldum kaupfjelaganna. Þó eru þessar skuldir æði þung byrði á bænd- um, þegar vextir eru 7—8% og afurð- ir sí-fallandi. En hvers vegna má ekki reyna að losa bændur af verslunar- skuldaklaf anum ? Menn minnast þess eflaust hvernig á því stóð, að Jónas frá Hriflu og aðrir „samvinnu“ -leiðtogar tóku sig ti! og stofnuðu Tímaflokkinn. Þessu var þannig lýst í Alþýðublaðinu: „Það er reynsla annara þjóða að bændur skilja best annan þátt þjóð- nýtingarinnar, samvinnuna. Greið- færasta leiðin var því að gera þá að samvinnumönnum, byggja á þeim grundvelli, sem lagður hafði verið með kauþfjelögunum. Það ráð var þess vegna upptekið, að stofna Framsóknarflokkinn og valdist aðallega til þess einn af þá- verandi forvígismönnum jafnaðar- manna í Reykjavík, Jónas Jónsson frá Hriflu“. Boðskapurinn er skýr. Jónasi frá Hriflu var falið að stofna stjórnmála- flokk í þeim tilgangi, að vinna bænd- ur til fylgis við stefnu sósíalista. Beit- an, sem Jónas skyldi nota við þessa iðju, var samvinnustefnan og kaup- fjelögin. Og það leið ekki á löngu, þar til búið var að draga kaupfjelögin inn í pólitískt kviksyndi. Æðsta boðorð for- vígismaniia kaupfjelaganna hjer — að versla skuldlaust — var nú þverbrotið. Skuldasvipan reyndist ágætt vopn á þá bændur, sem voru óstöðugir í trúnni á hugsjónir sdsíalismans. Því vopni var líka óspart beitt. Verslunarskulda-áþján bænda er veigamikill þáttur í pólitískri starf- semi þeirra Hriflumanna. Þess vegna má' ekki hrófla við kaupfjelagsskuld- unnm. Skriffinnar Tímans þykjast bera samvinnufjelögin mjög fjnir brjósti. En í hvert skifti, sem hagsmunir samvinnufjelaganna koma í bág vfð hina pólitísku starfsemi Hriflumanna, þá verða f jelögin að lúta í lægra hald. Þannig var Jón í Stóradal — einn af best mentuðu og einlægustu samvinnu- mönnum þessa lands — rekinn úrl stjórn Sambandsins fyrir það eitt, að hann vildi ekki á síðasta þingi styðja hermdarverk Jónasar frá Hriflu. Verstu böðlar samvinnufjelaganna vei-ða jafnan þeir menn, sem brotið hafa helgustu boðorð samvinnuhug- sjónarinnar. Og því þyngri verður sekt þessara manna, þegar vitað er, að skemdarverkin hafa þeir unnið í persónulegum, eigingjörnum tilgangi. Þeir brutu boðorðin til þess sjálfir að geta komist til vegs og valda. Astandið í sveitnm landsins er svo alvarlegt núna, að hreinn voði er yf- irvofandi ef ekki rætist úr hið bráð- asta. Og því miður er ekkert útlit fyrir, að úr ætli að rætast skjótlega. Sláturtíðin er að byrja. Og hvernig er útlitið með sölu á höfuð-innleggi bóndans, kjöti og slá'turafurðum f Það er ekki glæsilegt. Kjöt er enn stór- fallið í verði, um eða yfir 20% frá í fyrra. Gærur eru einnig í mjög lágu verði og lítt seljanlegar. Aðrar slátur- afurðir eru einnig stórfallnar í verði. Það er því síður en svo, að bjart sje framundan hjá íslenskum bænd- Petikan Blekforði Pelikan lind- pennans er altaf sjá- anlegur, því að blek- geymir hans er úr gegnsæju Bákelite. Fyllitækið er fábrotin bulla (stimpill), sem skrúfuð er upp og nið- ur. Engin gúmmíblaðra _Blekdreyfirennurnar, sem eru undir sjálfum pennanum eru af nýrri gerð, sem tryggir það að pennin gefur jafna skrift og klessir ekki. Pelikan fæst nú með 6 mismunandi penna- gerðum svo allir geta fengið penna við sitt hæfi. Pelikan- lindarpenn ar kosta aðeins 22 kr V BókMaiatt Lækjargötu 2 um núna. Útlitið er vissulega svo ískyggilegt, að fylsta ástæða er til fyrir hið opinbera oð skerast í leikinn á einn eða annan hát’t. Dýr snattferð. Það mun hafa verið í janúar 1931, sem Gísli Tímaritstjóri tók sjer fyrir hendur, eflaust eftir skipun húsbónda síns frá Hriflu, að elta Pjetur Otte- sen, er hann hjelt þingmálafundi með kjósendum sínum í Borgarfirði. Rit- stjórinn skrifaði svo ferðasöguna og birti í Tímanum. Var saga sú að sönnu nokkuð einhliða eins og stund- um vill verða hjá þeim herra. Hitt var þó verra, að ritstj. byrjaði söguna ekki nægilega snemma. Hann feldi al- veg undan að segja frá ferðarbyrjun- inni, sjóferðinni til Hvalfjarðar. Nú með því að öll sagnaritun á að byggj- ast á sem flestum heimildum, þykir rjett að aulaa lítið eitt framan við hina áður skráðu ferðasögu. Milli Reykjavíkur og Hvalfjarðar gengur bátur í fastri ferðaáætlun og vildi svo til, að hann fór til Hval- íjarðar sama daginn og Gísli ritstjóri. En Gísli fór vitaskuld ekki á þessum báti, heldur ljet Hrifluhúsbóndinn eitt varðskipið flytja hann inn í Hvalfjörð. Var hent nokkurt gaman að því þar efra, að báturinn og varðskipið hefðu orðið samferða nokkuð af leiðinni. — Þótti mönnum ritstj. gerast allfínn, er hann gat ekki eða vildi ekki nota sama farkost og aðrir menn, sem þessa leið fara. Hitt var ekki lýðum ljóst þá, að varðskipið hafði verið pantað hing- að frá Vestmannaeyjum til þess eins að flytja Gísla í Hvalfjörð. Beið það eftir honum hjer lengi, svo að til ferð- arinnar, þar til skipið kom aftur til Vestmannaeyja, gengu fullir 2 sólar- hringar. Þegar varðskipin sigla fulla ferð, er sagt að hvert þeirra kosti 2000 kr. á dag. Ef gengið er út frá þessu hefir ríkissjóður borgað 4000 kr. fyrir að koma Gísla upp á Hvalf jarð- arströnd og mun einhver hafa farið þá leið fyrir minna fje. Hjer hefir í fám orðum verið sagt frá einni snattferð varðskipanna frá veldistíma Hriflumanns. En væri ekki góð hngmynd að gefa út „bláa bók“ um snattferðirnar yfirleitt? Kannske yrði það of dýrt fyrir ríkissjóðinn, því að bókin yrði stór. Affalls-brúin er nú í þann veginn að vera fullgerð, fór bíll yfir brúna nú í vikunni. Bráðabirgðabrú verður , sett á Alana nú í haust. Dagbót?. Veðrið í gær: V-átt og hlýindi um alt land og talsverð rigning vestan lands og norðan. — Hiti víðast 10 stig, en sums staðar á Austurlandi 15—16 stig. Fyrir norðan landið er lægðarsvæði sem nær alt frá Grænlandi og austur um Bjarnarey og Finnmörku. Skilur hún á milli hlýrra suðvestrænna loft- strauma frá Atlantshafinu og kalduar norðaustanáttar á íshafinu hjer norð- ur undan. Veðurútlit í dag: SV- eða V-kaldi. Skúrir. Skipafrjettir. Gullfoss fór frá Reykjavík í gærkvöídi klukkan 11, vestur og norður. — Goðafoss fór frá Hull í gær. — Brúarfoss fer frá Reykjavík í kvöld, vestur og norðnr. — Dettifoss fer frá Reykjavík í kvöld til útlanda. — Lagarfoss fór frá Norðfirði kl. 12 á miðnætti í nótt. — Selfoss fór frá Hamborg í fyrradag. Mullersskólinn. Um mánaðamótin hefjast fjögur fimleikanámskeið í skólanum, eins og auglýst var í blað- inu í gær. Eru þau fyrir pilta og stúlkur á aldrinum 12—20 ára. — Fimta námskeiðið er fyrir börn inn- an skólaskyldualdurs (6—8 ára). —• Ætti foreldrar að athuga þetta, því að best er að börnin læri fimleika sem yngst. Með því móti verða þau hraustari og síður hætt við þeim kvillum, sem nú eru algengir meðal barna, svo sem hryggskekkju o.fl. Um kensluna í Mullersskólanum þarf ekki að tala. Armannsflokkurinn, sem Jón Þorsteinsson hefir kent, hefir nú sýnt það í Svíþjóð hvernig hún er og fengið dóma sína þar, Kenslan í skól- nnum er fjölbreytt og við(allra hæfi. Verslunarskólinn verður settur á laugardaginn kemur. Trúlofun sína hafa opinberað ung- frú Jónína Valdemarsdóttir frá Sól- eyjarbakka í Hrunamannahreppi og Jóel Guðmundsson, Grettisgötn 45. Veislu hjelt dr. phil. P. Munch ut- anríkisráðherra Dana á sunnudaginn til heiðurs ríkiserfingja Dana og prinsinum af Wales. I þeirri veislu voru þeir Asgeir Asgeirsson forsætis- ráðherra og Sveinn Björnsson sendi- herræ og konur þeirra. Gullfoss fór vestur og norður nm land í gærkvöldi. Farþegar voru um 30, þar á meðal Sigurður Magnússon Iæknir, Hallgrímur Hallgrímsson, Anna Björnsdóttir, Ragnar Thorar- ensen frú og barn, Elín Greipsdóttir, lautinant Geotes, Kristján Guðmunde- son, María Helgadóttir. Heiðursmerki. A afmælisdegi kon- ungs, 26. þ. mán., var Thor Jensen sæmdur stórkrossi Fálkaorðunnar ís- lensku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.