Morgunblaðið - 08.10.1932, Page 2
2
M O R G 0 N B L A Ð IÐ
SLÁTUR
úr fullorðnu og dilkum fæst mánudag, þriðjudag: og fimtudag í næstu viku. — Heim-
flutt, vel þvegið, ódýrt. Upplýsingar á
Afgreiðsln Aafoss.
Laueraveg 44. Sími 404.
Innilegt þakklæti til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og jarðarför Þorvalds Eyjólfssonar skipstjóra.
Jakobína G. Guðmundsdóttir og böm.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu. við andlát og jarðar-
för mannsins míns, Þorsteins Guðmundssonar.
Hafnarfirði, 8. október 1932.
Guðrún Jónsdóttir.
Hjartanlega þökkum við öllum þeim mörgu, nær og fjær, bæði ein-
staklingum og fjelögum, er sýndu okkur hluttekningu og vinarhug við
andlát Þorvalds Bjarnasonar, kaupmanns, og aðstoðuðu á margvíslegan
hátt við útför hans.
Kona og dætur, móðir, systir og tengdafólk.
Jarðarför móður og tengdamóður okkar, Oddbjargar Pálsdóttur,
fer fram frá Fríkirkjunni mánudaginn 10. þ. m., og hefst með húskveðju
kl. 1 síðdegis frá heimili hennar, Hvetfisgötu. 16 B.
Sigríður Áraadóttir. Sigurður Guðbrandsson.
Við undirritaðir þökkum alla þá hjálp, aðstoð og velvild er við
mættum við fráfall og jarðarför konu og móður okkar, Bannveigar
Steinunnar Lárusdóttur. En sjerstaklega viljum við minnast þeirra,
sem á einn eða annan hátt sýndu að þeir voru vinir þegar á reyndi.
Vigfús Vigfússon. Þorfinnur Vigfússon.
Hðskölafyrirlestrar
Eriks Bruel, landsrjett-
armálafærslumanns
um alþjóðarjett.
í dag byrja háskólafyrirlestrar
Eriks Briiel um alþjóðarjett, og ýms
efni, er snerta samstarf og samfjelag
þjóðanna. Alls ætlar hann að halda
hjer fimim fyrirlestra. Tveir þeirra
v'ertfe. almenns efnis um þjóðfjelagið
alment, uppruna þess, tilgang og
framþróun.
En hinir þrír verða um sjerstök
efni, er snerta ýms dagskrármál þjóð-
finna. Sá fyrsti þeirra, fjallar um
hið enska heimsveldi, og samband
Bretlands við nýlendurnar. Minnist
ræðumaður þá m. a. á Ottawasamn-
inginn.
Siá næsti verður um afvöpnun, og
hvort einstaka þjóðir, sem eru í
Þjóðabandalaginu hafi rjett til að
leggja niður vopn, þó aðrar þjóðir
bandalagsins geri það ekki. Snertir
|>að atriði mjög afstöðu Dana til
liandalagsins, og dönsk stjórnmál yf-
irleitt, því mjög er, sem kunnugt er,
um það deilt, hvort Danir eigi að
leggja niður herbúnað sinn. En um
ieið snertir þetta efni okkur Is-
Jendinga, hvort við, vopnla.us þjóð,
getum gengið í Þjóðabandalagið, og
l.vaða agnúar á því kunni að vera.
Síðasti fyrirlestunnn sem Erik
Briie! heldur, verður sennilega um
dtilumáþn í Asíu. Mikið, efni og
merkilegt nú á tímuin.
En svo vikið sje aftur að fvrstu
fvrirlestrunum, þar sein ræðumaður
gerir grein fyrir grunnlínum þ.jóða-
rjettar og þjóðskipulagsins.
Tekur hann þar efni sitt frá rót-
um, lýsir ) >ví hvernig spírur þjóð-
skipulagsins spretta af þörfinni til
þess að fullnægja hinum einföldustu
| kröfum, en síðan tekur við framþró-
j unarviðleitnin, eðlishvötin til full-
komnunar.
Erik Briiel hefir farið fyrirlestra-
ferðir um mörg lönd Norðurálfunnar,
og talað um ýms þjóðf jelagsmál. —■
Auk málfærslustarfa sinna, er hann
aðstoðarkennari í lögum við háskól-
ann í Höfn. Hefir hann innleitt þar
þá kensluaðferð, sem hefir rutt sjer
allmikið til rúms í Þýskalandi, að
h'áskólanemendur taka ýms dagskrár-
mál, er snerta nám sitt, undirbúa sig
til að ræða um þau, og halda síðan
umræðufundi í viðurvist kennara síns,
senv tekur þátt í umræðunum til leið-
beininga.
Yæri ástæða fyrir háskólann hjer
að athuga hvoyt ekki væri tímabært
að revna ]>essa aðferð hjer í ein-
hverjum námsgreinum.
Happdrætti*
Hinn 10. nóvember næstkomandi á
að draga um gæðing þann, er Hesta-
mannaf jelagið Eákur fekk levfi til
að setja happdrættismiða. á. Mikið
af þeim miðum eru seldir, en mið-
arnir verða allir að sel.jast, því svo
best er hægt að halda áfram að bæta
og lengja. reiðveginn, að fje til þess
sje fyrir hendi. en seljist allir mið-
arnir, þá batnar og lengist reiðvegur-
inn, og umræddur vegur gerir reið-
mönnum klej’pt að fara út á hestum
sjer til skemtunar, og án þess að
verða fyrir hnjaski frá bílunum.
Happdrættishesturinn heitir „Hrím-
faxi“, dáv sem hann hreppir verður
áreiðanlega talinn vel ríðandi.
D. D.
t-ym >
DAGBÓK.
Slysavarnafjelagsskapurinn er ekki
gamall hjer á landi, en hann er þegar
þjóðkunnur orðinn og allir eru á einu
máli um gagnsemi hans, enda hefir
hún oft sýnt sig í verki, þá er slýs
hafa borið að höndum. En slíkur fje-
lagsskapur getur ekki starfað með
tvær hendur tómar. Svo margt er sem
vantar — björgunartæki á hættustað-
ina — björgunarstöðvar og ef vel væri
björgunarskip. Kvennadeild Slysa-
vamafjelagsins hjer í Reykjavík efnir
í dag til bazars og bögglguppboðs í
Goodtemplarahúsinu (sjá auglýsingu
hjer í blaðinu). Allur ágóði fer til
slysavarna. FjelagskonUr hafa lagt
mikla vinnu í að útbúa bazarinn og
ýmsir góðir menn styrkt þær með gjöf-
um til hans. Nú kemur til kasta al-
mennings að sækja bazarinn og kaupa
það sem þar er í boði. Yæntanlega
vilja margir verða til þess, því um
leið og þeir veifa góðu málefni lið,
geta þeir fengið góð kaup á þarflegum
varningi, og hver er sá sem ekki vill
komast að góðum kaupum nú í krepp-
unni.
Hinn almenní fundur presta g
sóknarnefnda verður haldinn hjer í
bænum 17.—19. þ. m. Ráðgert er að
dagskrá hans verði lá þessa leið: Mánu-
dag 17. október: Kl. 2 síðd.: Guðs-
þjónusta í dómkirkjunni. Sr. Garðar
Þorsteinsson þjónar fyrir altari, en sr.
Eiríkur Brynjólfsson prjedikar. kl. 4:
Fundur settur í húsi K. P. U. M. Kl.
5—7: Trúmálahorfur. (S. 'Á. Gíslason
málshef jandi) Kl. 8l/2: Sr. Sigurður
Þorsteinsson, frá Bjarkey, flytur er-
indi í fríkirkjunni um æskulýðsstarf-
semi í Nbregi. Þriðjudag 18. október:
Kl. 91/2 árd.: Morgunbænir. Kl. 10—■
12: Kristilegt starf meðal sjómanna.
Jóh. Sigurðsson málshefjandi. KI. 3—
5 síðd.: Helgidagamálið (sr. Ingimar
Jónsson málsihefjandi). Kl. 5—6 Um
altarisgöngur. Kl. 6: Gengið til altar-
is í fríkirkjunni. Kl. 81/2: Ferðaminn-
ingar, erindi í fríkirkjunni (sr. Bjarni
Jónsson prófastur). Miðvikudag 19.
október: Kl. 91/2 árd: Morgunbænir.
Kl. 10—12 Kristnihoð (sr. Sigurður
Þorsteinsson málshefjandi). Kl. 3—6
síðd.: Kristindómsfræðslan (Frey-
steinn Gunnarsson skólastjóri máls-
hefjandi). Kl. 6—7: Önnur mál. Kl.
8: Kveð.jusamsæti. Ef til vill verða
fleiri erindi flutt í sambandi við fund-
inn og þá síðar auglýst. Atkvæðisbærir
fúndarmenn eru sem fyrri: prestar,
sóknarnefndarmenn, safnaðarfulltrúar
og fulltrúar kristilegra fjelaga innan
lúteskrar kirkju, en annars allir krist-
indómsvinir, velkomnir meðan húsrúm
'leyfir. S. Á. Gíslason.
Jarðarför Þorvaldar Bjarnasonar
kaupmánns fór fram í Hafnarfirði í
fvrradag að viðstöddu miklu fjölmenni.
Kistan var borin úr heimáhúsum af
Kaupmannafjelagi Hafnarf jarðar, í
kirkju af fjel. Magni og úr kirkju af
sóknarnefnd. I kirkjugarð >báru f jelag-
ar úr stúkunni Röskvu.
PáJl H. Jónsson auglýsir í dag
kenslu í orgelspili. Hann er nýkominn
hingað til bæjarins. Er hann nemandi
Björgvins Guðmundssonar tónskálds og
söngkennara á Akureyri. — Ummæli
Björgvins eru hin prýðilegustu um
Pál og mun hann hafa hvatt hann til
að helga sig þessum störfum. Allmörg
lög hefir Páll samið og eru sum þeirra
mjög athyglisverð og bera vott um
góða hæfileika. Söngstjórn hpfir hann
haft á hendi og farist m.jög vel. Jeg
gæti trúað að hjer væri utn há'filcika-
niann áð ræða, sem vert væri að gefa
gætur að og stuðla að því, að hann
fengi notið sín. Jeg vil því hvetja
menn til að kynnast Páli og njóta
kenslu hans. ' A. Eiríkssöni ■
Vomafiariarkittii
kom með e.s. „Esja“.
Þeir, sem hafa pantað hjá okkur kjöt, gjöri svo vel að.tala
við okkur sem fyrst.
Athugið
síðasli dagnr dlsöluwar er f dag.
Barnakápur, gjafverð. Silkiprjónagarn,
mjög ódýrt. Nokkur dúsín verkamanna-
föt, brún, seld mjög ódýrt o. m. m. fli.
Versl. Skúgafoss.
Laugaveg 10.
Skyndisala
á allskonar
narlatnaöi á konnr og bðrn
á allskonar
sokknm dr nlln, silki og bámnlt
baði handa
konnm og kðrlnm.
Vörurnar era
spánýjar og vandaðar.
Þar ern ár einni
kelsln verksmiðjn Evrðpn.
Verð ¥ið allra hæfi.
Skyudisalan
byrjar I dag
og slendnr I nokkra daga. Hdn er I
Austnrstrætji 5.
1514 HOl 6 KokS 1514.
Ensk og pólsk kol sömu teg. og áður. Ennfremur nýkomin
ensk koks mulin og ómulin.
Kolasalan s.L
Eimskipafjelagshúsinu.
Sími 1514.